Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 53 aÖ þau Gunna, Gísli og krakkarnir tengist allsstaðar tilhlökkun. Það var gaman að fá að fara til Reykjavíkur, þar sem allt var nýtt og spennandi. Ekki dró það heldur úr að fá að gista á Barónsstígnum og leika við stelpurnar. Gunnu og Gísla þótti sjálfsagt að allt frænd- fólk að austan kæmi þangað og gisti, hvort sem var um lengri eða skemmri tíma. Þá skipti ekki máli þótt húsakynnin væru þröng og efnin ekki alltaf mikil. Þar sann- aðist áþreifanlega, að þar sem hjartarúm er, þar er húsrúm. Þar réði heimilishlýjan ríkjum', þar var maður heima. Þegar ég svo síðar meir dvaldi langdvölum í Reykjavík við vinnu og í skóla, þurfti ég engu að kvíða. Heimilið, sem þá var flutt í Stiga- hlíð 2, stóð mér opið eins og það hefur gert æ síðan, eins og ekkert væri sjálfsagðara. — Um þann tíma á ég ótal dýrmætar minn- ingar. Um húsmóðurina góðu og umhyggjusömu, sem alltaf reynd- ist mér eins og besta móðir. Hún hafði, og hefur enn, svo gott lag á að láta öllum líða vel f návist sinni. Og húsbóndinn — ef ég skil orðið fagurkeri rétt, þá held ég að það hafi hæft Gísla. Það var óneit- anlega góður skóli fyrir ungling að kynnast því sanna menningar- andrúmslofti, sem hann skapaði ávallt i kringum sig. Bókaskáp- arnir hans fullir af góðum bókum, fallegum bókum, innbundnum af honum sjálfum, málverkin á veggjunum, plöturnar með völdum sígildum tónverkum, ljósmyndirn- ar, sem hann tók sjálfur, umhirða hans um stofublómin, hann sjálf- ur við píanóið, o.s.frv. — í gegnum Gísla opnaðist heimur, sem maður hafði áður aðeins nasasjón af. Þar var öllum frjálst að njóta, en engu var þrengt upp á mann. Ég man eins og það hafi skeð í gær daginn, sem ég fór í fyrsta sinn á hljóm- leika hjá Sinfóníuhljómsveit ís- lands með fjölskyldunni í Stiga- hlíðinni. Þá gerði Gísli það sem oftar, að hann tók hljómplötu og spilaði til undirbúnings fyrir hljómleikana, en á efnisskránni var m.a. 6. sinfónía Beethovens, svonefnd sveitasinfónía. Hann fór þá allt í einu að skýra út fyrir þeim, sem hlýða vildu gerð tón- verksins. Hann benti á gleðina yf- ir að komast í sveitina, dansleik sveitafólksins, óveðrið og fegurð- ina að því loknu. Þetta varð mér upphaf þess að njóta háleitrar tónlistar. Þetta gerði Gísli mjög sjaldan óbeðinn, en alltaf fékk maður góðar og ljúfmannlegar undirtektir, ef sýndur var áhugi eða löngun til að fræðast. Það sem var þó e.t.v. allra lær- dómsríkast við samveruna við Gísla var, að bækur, plötur og myndir stóðu ekki ónotaðar og til sýnis. Allt var það hluti af honum sjálfum, menningarverðmætin voru honum eins nauðsynleg og matur og drykkur. Fals og yfir- drepsskapur var óþekkt í fari hans. Já, á þessu góða heimili gat maður lært að taka lífið réttum tökum. Þar var ekki auður í búi, a.m.k. ekki framan af, en nægju- semin réði ríkjum. Samt gættu þau Gunna og Gísli þess, að ganga ekki í gegnum lífð með lokuð augu. Þau þurftu ekki alltaf að fara langt eða hratt til að sjá eitthvað, fjarlægt eða nálægt, sem gladdi augu eða eyru. öfundin var kvilli, sem þau kenndu aldrei. — Þess vegna var það öllum, sem til þekktu, gleðiefni, að þau gátu á síðari árum leyft sér að ferðast til fjarlægra landa. Þar sannaðist það, að þau kunnu líka að lifa og njóta lífsins, þegar lífsbaráttan var orðin þeim auðveldari. Vegna alls þessa og margs fleira var hann Gísli gæfumaður. Hon- um hlotnaðist sú hamingja að eignast einstaka konu og góð og umhyggjusöm börn. Hann kiínni að njóta til fulls þess sem lífið bauð honum hverju sinni. Þar hef- ur hann getað verð mörgum fyrir- mynd. Á þessu síðasta sumri lífs hans fór loks að halla undan fæti. En gæfan sleppti þó ekki hendi sinni af Gísla. Eftir nokkur veikindi hlaut hann þau ævilok, sem allir hljóta að óska eftir. Hann var þreyttur, en honum leið vel eftir vel unnið dagsverk, ánægður, líkt og heyskaparfólkið í bragnum hans gamla: Taðan hirt og túnið autt, töðugjöldin kalla. Gísli var aldrei margmáll um trú sína eða tilfinningar, en ég er þess fullviss, að hann hefur nú hlotið dýrðleg töðugjöld, og augu hans hafa litið eitthvað af þvi óþekkta og merkilega, sem hún amma sá í þeim, þegar hann fædd- ist. Mig langar að lokum að kveðja Gísla eins og hann gerði sjálfur, þegar maður hafði þegið gistingu og góðar móttökur i Stigahlíðinni: Vertu sæll, og þakka þér fyrir að vera. Gunnu og börnunum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Jóhanna Steinþórsdóttir Minning: Málfríður Þórodds- dóttir Fáskrúðsfirði Fædd 23. maí 1921 Dáin 18. september 1984 Vorbjört og heið verður mér ætíð minningin um kæra mág- konu, sem nú hefur lagt i hinztu ferð. Fyrstu kynni af fólki marka ævinlega ákveðin spor. Þessi alúð- lega og þokkafulla kona tók mér þegar opnum örmum. Frá henni stafaði mildri hlýju og hógværð hjartans bar með sér Ijómandi geisla, sem ætið umvafði alla, sem hún umgekkst. Einlægni hennar og hugarró, hreinlyndi og dæma- fátt þolgæði átti ég eftir að sann- reyna allar stundir siðan og fáa veit ég jafntrúa sínu ætlunarverki alla tíð. Hlutverki húsmóðurinnar skil- aði hún af einstakri eljusemi og kostgæfni og hún var lifandi sönn- un þess orðtaks, að þar sem hjartarúm er, þar er og húsrúm. Það var sannarlega staðið meðan stætt var, athöfnin þörf var efst i huga og aldrei var slegið slöku við. Hún fór ekki fram með offorsi eða atgangi, en hvert verk vann hún sem léttur leikur væri, því fyrir- hafnarlaust virtist hvert verk hennar og þó veikindi væru fylgi- nautar hennar um fjölda ára, fannst það aldrei á heimili henn- ar, að húsmóðirin gengi ekki full- hraust að hversdagsins ærnu önn. Hún var félagslynd, vinföst og vinmörg, þar kom hennar glað- væra glettni ekki sízt til svo og hið þýða og ljúfa viðmót. Þrem dögum fyrir andlát sitt var hún einmitt að segja okkur frá þeim fjöl- mörgu, sem höfðu hringt til henn- ar og heimsótt. Þó eins væri og það kæmi henni á óvart, þá vorum við síður en svo undrandi. Ég man það frá Reykjalundardvöl síðasta vetur, hversu hún varð þar vin- mörg á stuttum tíma og gat verið hrókur alls fagnaðar, þegar heilsa og kraftar leyfðu og jafnvel þó þar bæri myrka skugga á. Æðruleysi hennar og einstök ró var til fyrir- myndar í sífelldum veikindum og þegar harmurinn stóri sótti hana heim fyrir tæpu ári, þegar eigin- maðurinn andaðist, sá henni eng- inn bregða, enda bar hún sorg sína ekki á torg, þó undir hjartans blæddu. Aldrei var mér ljósara en þá, hve eðliskostir Fríðu voru ágætir, hve óvenju vel gerð hún var, heilsteypt og sönn jafnt í glitrandi gleði sem sárri sorg. Undarlega hörð eru örlögin. Ekki er ár liðið frá kveðjustund- inni við kistu Jóhanns og nú er komið að því að minnast Fríðu, konu hans. Erfitt hefur þetta ár verið börnum þeirra átta og öðr- um ástvinum og ekki sízt aldraðri móður hennar, sem undi hjá henni og tengdasyni sínum áður en hún fór að Hrafnistu. Helztu atriði skulu upp talin úr æviferli alltof skömmum. Málfríð- ur fæddist 21. maí 1921 og var því aðeins sextíu og þriggja ára, er hún lézt. Foreldrar hennar voru Anna Runólfsdóttir húsmóðir og Þóroddur Magnússon útvegsbóndi í Víkurgerði, Fáskrúðsfirði, en hann lézt 1956. Hún var elzt sjö systkina og eru nú aðeins þrjú þeirra á lífi. Hún ólst upp við hin algengu sveitastörf þeirra tíma og ekki var kostur þeirrar skóla- göngu, sem hefði þó verið hin eðli- lega braut svo greindrar konu í dag. Æskuvini sínum og frænda, Jóhanni Þórlindssyni, giftist hún árið 1944. Þeirra sambúð var hin ástrikasta, samhent og samtaka komu þau upp sínum stóra barna- hópi, en börnin eru átta, öll efnis- fólk hið bezta. Þau áttu fyrst bú- setu á Búðum í Fáskrúðsfirði, en heimili þeirra var síðan í Hafnar- firði, í Vogum, í Keflavík og síð- ustu æviárin í Reykjavík. Heimilið bar húsmóðurinni fagurt vitni, og þangað var gott að koma, alúðin og gestrisnin góð ríktu með glað- værð í öndvegi. Þangað sóttu börnin fullorðin og barnabörnin og alltaf var húsrúm, enda hjarta- rúmið ríkt og gjöfult. Aldrei var kvartað undan erli og önn, alltaf gefið af gnótt hjartans. Hugumkær er heiðbjört minn- ing mágkonu minnar. Henni eru af hjarta þökkuð kynnin góðu, og einkum þakkar systir hennar allar ljúfar samverustundir og órofa- tryggð ævinlega. Börnum hennar og öllum ástvinum öðrum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Ljómandi brosið og vermandi við- mótið geymist í huga okkar, minn- ingin mæt er yljuð heitri þökk fyrir að hafa mátt eiga þig að. Blessuð sé sú bjarta minning. Helgi Seljan ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. ENSKOG , ÞÍSK i HMÐBRftUT Good morning/Guten Tag! Nýjung í Málaskólanum Mími. Hraðnám í ensku og þýsku. Kennd er samtalstækni í 15 nemenda bekkjum. Lögd er áhersla á eðlileg tjáskipti, daglegt talmal og notkun þess í verzlunum, bjonustufyrirtækium, á ferðalögum og komum alls konár. sam- Hér er gott tækifæri fyrir þá, sem vilja læra tungumál á nýjan máta og líka kjörið til upp rifjunar. Námstími: 12. nóv.—23. nóv.= 10 dagar frá kl. 16—18 virka daga Kennarar: Rainer Santuar (þýska) Julie Ann Ingham (enska) Verð: 3.500 kr (öll kennslugögn innifalin) 20% afsl. fyrir félaga í Stjórnunarfélagi íslands. mAlasköunn . BRALTIARHOUI4 Þátttaka tilkynnist eftirkL 13.00 í síma 10004-11109 Bladburóaifólk óskast! í eftirtalin hverfi: Skeifuna og lægri tölur viö Grensásveg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.