Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 61 \féL?AKANDI SVARAR j SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS wr/JAiwaæ'uu Eru allir „jafnir“ í skólum landsins? „Ekki-skólamaður" skrifar: Ágæti Velvakandi. Á undanförnum dögum hefur mikið verið talað um skólamál og þar borið ýmislegt á góma, sem þyrfti að ræða betur. Ég er ekki kennari heldur bara venju- legur borgari. Nú bárust þær fréttir að í einhverjum skóla hefðu kennarar tekið bækurnar af börnunum og læst þær inni þegar þeir fóru sjálfir í verkfall, að mér skilst til þess að koma í veg fyrir að börnin gætu litið í bók og fræðst sjálf á meðan. Mér þótti þetta dálítið skrítið, því hingað til hefi ég alltaf haldið að þeim mun meira sem börnin lærðu og fræddust þeim mun betra. Hélt ég satt að segja að það væri í þeim tilgangi sem við gerum börn skólaskyld og höld- um uppi dýru skólakerfi. Sem sagt að það væri til þess að börn- in lærðu. Það var það að minnsta kosti þegar ég var í skóla. Nú er mér sagt að þetta hafi verið gert af „kennslufræði- legum" ástæðum. Til að mis- muna ekki þeim sem ekki mundu líta í bækurnar þó þau hefðu þær. Og nú spyr ég: Eru þá kenn- ararnir farnir að líta á sig sem einhverja varðhunda til að tryggja það að börn sem geta lært meira en hin geri það ekki? Og að þau börn sem gætu fengið hjálp af einhverju tagi utan við skólann fái hana ekki? Ánnars geti þau orðið duglegri í skólan- um eða fari fróðari út í lífið en börnin sem ekki geta eða vilja læra? Og ef að þetta er að mis- muna börnum, hvar á þá að draga mörkin? Á þá að draga af öllum sem eru duglegri eða betur að sér en einhver í bekknum eða skólanum. Þá væntanlega þann- ig að enginn fari fram úr þeim sem minnst getur. Það sé skað- legt. Ég skil satt að segja ekkert í þessari „hugmyndafræði" og þætti gaman að vita hvar mörk- in liggja ef allir eiga að koma hnífjafnir og nákvæmlega jafn- fróðir út úr skólunum. Jafnrétti Jóhann Þórólfsson skrifar: Hefur karlmaðurinn gleymt því, að í flestum tilfellum er konan betri parturinn og í mörgum til- fellum fjölhæfari? Hún fæst oft við vandasamari störf en hann og má þar nefna uppeldisstörf. Einn- ig eru heimilisstörfin erfið og út- heimta mikla vinnu, sem karlmað- urinn skilur oft ekki nægjanlega vel. Ofan á þetta bætist svo að margar konur þurfa að vinna úti. Ég hef oft haft samúð með kven- þjóðinni, því mér finnst að við karlmennirnir séum ekki nógu til- Sadofoss LÍM OG ÞÉTTIEFNI ft Rubboraoal 1K (ttturinn Síðumúla 15, sími 84533. karla og kvenna litssamir gagnvart henni. Karlmaðurinn verður að bíta í það súra epli, að kvenþjóðin er betri og skal ég nefna nokkur dæmi því til sönnunar Hvenær hafa konur barið eiginmenn sína til óbóta og hvenær hafa þær drepið þá? Ekki veit ég til þess, að konur fari um með ránshendi, fremjandi innbrot með stórþjófn- aði fyrir augum. Hvenær hafa konur nauðgað? Allt þetta hafa karlmenn gert og margt fleira, sem of langt mál yrði að telja upp. Öll þau dæmi, sem ég hef nefnt, sanna, að konan er betri partur mannsins. Og fyrst ég er farinn að tala um stöðu konunnar í þjóðfé- laginu, langar mig að fjalla lítil- lega um stöðu kvenna gagnvart þjóðmálum og stjórnmálum. Ég vil þá byrja á að skora á Kvenfé- lagasamband Islands að beita sér fyrir því, að konur snúi sér meira að stjórnmálum en verið hefur. Ær gætu sjálfar átt sinn stjórn- málaflokk og valið sér þar með sína fulltrúa á þing. Margir þing- manna, karlkyns, eru orðnir svo staðnaðir, að það er mál til komið að hleypa inn nýju blóði, sem best væri gert með því að fá á þing ungar konur. Konur eiga nú full- trúa í ríkisstjórn, Ragnhildi Helgadóttur, sem ekki skilar sínu starfi síður en meðráðherrar hennar. Það er einnig mjög ánægjulegt, að f< rseti landsins skuli vera kona, enda er Vigdís Pinnbogadóttir landi sinu til mik- ils sóma. Fleiri kvenmenn í efstu sætum framboðslista yrðu til mik- illar gæfu fyrir þjóðina. Karlmenn hafa oft sagt, að hlutverk konunnar sé að eiga börn og sjá um heimilið. Ég vil benda þessum mönnum á, að við værum illa settir, ef hjálpfúsar hendur konunnar hefðu ekki farið út fyrir ofangreint verksvið. Ég er hrædd- ur um, að líf okkar hefði annars orðið heldur bágborið og við yrð- um eins og vængbrotnir fuglar, sem bærust með stormum lífsins og ættu sér ekkert athvarf. Ég skora því á alla karlmenn i land- inu, að veita konum meira braut- argengi en hingað til. Ef við ber- um gæfu til þess, er ég ekki í vafa um, að við eignumst betra líf og þjóðfélag okkar verður öðrum þjóðum fyrirmynd. Þá fyrst hefur frelsishugsjón sú, er við höfum ávallt barist fyrir náð tilgangi sín- um. Lítum upp til kvenþjóðarinn- ar, virðum hana og metum. Hún er stoð og stytta karlmannanna. Án hennar værum við lítið peð á taflborði lífsins. Gerum allt, sem í okkar valdi stendur til að gera störf hennar og lífshamingju að máttarstólpa þjóðlífsins. Waxoyl RYDVÖRN ENPURBÝPVÖRH ^ hjá okkur og við ^ LANUM ÞER ANNAN BIL á meðan! RYÐmB^ARSTÖÐIN h.f. Bíldshofða 14 ÍIO Reyk|avík Sími: 68 77 55 E BESTI KENWOOD chef KtNWOOOj Saicr-inn' annaö Kynniö ykkur hennarog möguleika EMW00D K Innifalið í kamunu ■k nrærar, nnooan, _ ■ M * ■■ • < í> # IC kvörn, plasthiíf yfir ndi úrvai auka sem: hakka' grænmetisrifjárn grænmetis- og ávaxtapressa, hýöari, dósahnífur ofl. Eldhússtörfin verda leikur KENWOOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.