Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 50
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Ástand stofnanna gefur ekki tilefni til breytinga — segir Halldór Ásgrímsson um stjórnun fiskveiða HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í ávarpi sínu á Fiskiþingi, að tillögur fiskifrKðinga yrðu metnar í Ijósi aðstæðna á næst- unni, en Ijóst væri, að ekki væri hægt að reikna með hærri afla á næsta ári. Áætluð stofnstærð þorsks- ins væri 970.000 lestir í ársbyrjun 1985 en hefði verið áætluð 1.130.000 lestir í ársbyrjun 1984 og ákvarðanir við það miðaðar. Hins vegar væri minnkun stofnsins ekki eins hættuleg og annars hefði verið, þar sem bætt skilyrði hefðu aukið hlutfall kyn- þroska þorsks í aldursflokkunum. „Það er ástæða til að hafa mikl- ar áhyggjur af þvi að hlutfall 4 og 5 ára þorsks er um 55% aflans 1984 og er áætlað 67% aflans 1985. Eldri árganga vantar og eina von- in til að hlutfallið breytist er að 1977 árgangurinn við Grænland komi inn í veiðina á næsta ári. Ástand stofnanna gefur því ekki tilefni til mikilla breytinga í stjórnun veiðanna," sagði Halldór. Halldór ræddi einnig um stjórn- un veiðanna og þá kosti, sem afla- markinu fylgja. Hann sagðist eng- ar líkur telja á því, að svipuð stjórn og beitt var við fiskveiðar fram til þessa árs gæti tryggt það, að ekki yrði farið fram úr tak- mörkuðum heildarafla á næsta ári. Taldi hann aflamarksleiðina hagkvæmari öðrum leiðum og sagðist ekki sjá annað en að þær forsendur, sem lágu til grundvall- ar aflamarksleiðinni, væru enn fyrir hendi og engin breyting orðið þar á. Því væru jafnmikil rök fyrir því og á síðastliðnu hausti að halda áfram á sömu braut. Þá sagði Halldór: „Löng barátta fyrir yfirráðum landsins og mið- anna var ekki háð til að fá sjálfs- vald til að eyða auðlindunum. Hún var háð til að við gætum sjálfir gætt fjöreggsins af nærgætni og virðingu. Hún var háð fyrir kom- andi kynslóðir. Ef við gleymum því, erum við að gera fórnir for- feðranna að engu og í reynd að bregðast öllu, sem er og á að vera okkur kærast. Nauðsynlegt er að menn gangi til samstarfsins með opnum huga um lausn þessa erfiða verkefnis, sem bíður okkar. Án samstarfs og gagnkvæms skiln- ings verður verkefnið ekki leyst.“ Frá upphafi Fiskiþings á mánudag. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í ræðustóli. Morgunblaðiö/Júlíus. Með 200.000 lesta markinu lagast ástandið eitthvað — segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar „ÞAÐ MÁ segja, að þessi skýrsla okkar nú sé ekki biksvört eins og oft áður, hún er eiginlega dökkgrá. Það eru jákvæðir þættir í þessu öllu saman og sá helzti, að þorskurinn er farinn að þyngjast aftur vegna bættra skilyrða f sjónum og aukins ætis. Munar þar mestu um aukinn hita og loðnugengd. Meðaltalsþyngdaraukning yngri hluta stofnsins umfram síðasta ár er um 15%, en nokkru minni á eldri hlutanum. Þrátt fyrir það, er ekki hægt að leggja til meiri hámarks- afla þorsks en 200.000 lestir," sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í samtali við Morgunblaðið. Jakob sagði, að þar sem nú væri 200.000 lesta markið, lagaðist hraðvaxta ungfiskur uppistaöan í stofninum og skilyrði framundan góð, væri rétt að veiða eins lítið og mögulegt væri, þar til fiskurinn hefði tekið út vöxt. Þá yrði hann vegna þess fyrr kynþroska, þó það væri líklega ekki komið fram enn. Nú væru margir lélegir árgangar í þorskstofninum, þannig að líklega varaði þetta ástand fram yrðir ár- ið 1987, en héldu menn sig við ástandið eitthvað fyrr. Jakob sagöi, að mikilvægast væri að reka hagkvæma fiskveiði- stefnu, sem fælist í því, að veiða ekki nema 20 til 25% af veiðanleg- um stofni, eldri en fjögurra ára. Rétt væri að hafa það í huga þar til góður árgangur bættist í stofn- inn. Hins vegar væri ekki hægt að miðað við þessi mörk nú, því það þýddi aðeins um 150.000 lesta afla. Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri: 1984 gæti orðið fímmta bezta aflaár hér við land LÍKUR eru nú taldar á því, að haldi svo áfram sem horfir með loðnuveið- ar verði yfirstandandi ár fimmta bezta aflaár á íslandsmiðum, en til þess þarf aflinn að verða 1,3 milljón- ir lesta. Þessar upplýsingar komu fram í setningarræðu Þorsteins Gíslasonar, fiskimálastjóra, á Fiski- þingi á mánudag. í upphafi ræou sinnar minntist Þorsteinn tveggja látinna Fiski- félagsmanna, þeirra Jóns Gests Benediktssonar og Angantýs Elí- asar Jóhannssonar, svo og 15 ís- lenzkra sjómanna, sem létust við skyldustörf síðan síðasta Fiski- þing var haldið. Þorsteinn rakti síðan gang mála í sjávarútvegi og stöðu útvegsins. Hann sagði meðal annars, að með- an markaðir hefðu verið hagstæð- ir, verðlag hefði hækkað og batn- andi hagur viðskiptaþjóða gat tek- ið hærra vöruverði, hefði vandi sjávarútvegsins að nokkru verið falinn, þar sem hann hefði verið fluttur út á markaðina. Hagstæð verðþróun hefði sefað vandann í vitund ráðamanna. Þegar stöðvun hefði orðið á vexti þjóðartekna að- almarkaðslandanna, hefðum við setið uppi með vandann sem skýr- ari staðreynd en áður. Hann taldi áætlað rekstrarfap á fiskvinnslu og útgerð meira en í niðurstöðum Þjóðhagsstofnunar, en þar er talið að tap fiskvinnslu nemi um 2% af tekjum og botnfiskveiðiflotinn með 1% af tekjum. „Hagvöxtur fylgir gjaldeyrisöfl- un. Til að tryggja fulla atvinnu í landinu þarf nægan hagvöxt. Hjá- róma raddir syngja um offjárfest- ingu í sjávarútvegi og erlenda skuldabagga. Sjávarútvegurinn aflar þjóðinni í dag um 70% af gjaldeyristekjunum. Hlutdeild sjávarútvegsins í erlendum skuld- um þjóðarinnar var um síðastliðin áramót 16,1%. Það er raunalegt að heyra menn í ábyrgðarstöðum lýsa því yfir við alþjóð, að helstu afkomuvandamál þjóðarinnar stafi frá of mörgum fiskiskipum. Það væri fróðlegt að vita hvað þessum mönnum dytti í hug að segja, ef okkur færi að vanta skip til að takast á við vaxandi þorsk-, loðnu- og síldarstofna," sagði Þorsteinn. Aflakvóti fluttur 169 sinnum milli skipa ALLS hefur nú veriö heimilað að fram.selja 19.543 lestir af aflakvóta einstakra skipa. Hefur sjávarútvegs- ráðuneytið fram til þessa heimilað 169 flutninga afla milli skipa með þeim hætti. Kvótaflutningur þessi skiptist sem hér segir, en upplýsingar þess- ar komu fram í ræðu sjávarútvegs- ráðherra á Fiskiþingi á mánudag: Milli skipa í eigu sömu útgerðar hefur verið heimilað 51 framsal. Magn fisks, sem þannig hefur verið framselt, er 8.821 lest. ; Milli skipa, sem geijð eru út frá sömu verstöð, hefur flutningur kvóta verið heimilaður 97 sinnum. Fiskmagn samtals 8.232 lestir. Milli skipa úr sitt hvorri verstöð- inni á grundvelli jafnra skipta hef- ur aflakvóti verið færður 5 sinnum. Magn fisks, sem framseldur hefur verið þannig, er 497 lestir. Milli skipa í sitt hvorri verstöð- inni að fenginni umsögn sveitar- stjórnar og stjórnar sjómannafé- lags í viðkomandi verstöð hefur aflakvóti verið fluttur 16 sinnum. Magn fisks, sem þannig hefur verið fram^elt, er 1.902 lestir. ! Hefði þessi stefna verið tekin upp árið 1977 hefði veiðin jafnazt, ver- ið meiri nú, en minni fyrir tveim- ur til þremur árum. Kanadamenn hefðu beitt þessari aðferð með góðum árangri undanfarin ár. Ef farið yrði eftir þessu yrði afli stöð- ugri og svartar skýrslur ættu að geta hætt að birtast. Um einstakar botnfisktegundir segir meðal annars í skýrslu fiski- fræðinga: Karfí Nokkur undanfarin ár hefur karfaaflinn farið langt fram úr tillögum Alþjóðahafrannsókna- ráðsins um leyfilegan hamarks- afla á svæðinu umhverfis íslands. Þess er þegar farið að gæta þar sem karfaafli íslenzkra togara á togtíma hefur farið minnkandi um 8 til 10% síðastliðin tvö ár. Haf- rannsóknastofnun leggur mikla áherzlu á nauðsyn þess, að ná samkomulagi um nýtingu karfa- stofnsins og varar eindregið við því, að haldið verði áfram á sömu braut. Því er lagt til að nokkuð verði dregið úr leyfilegum há- marksafla íslendinga og hann verði á næsta ári ekki meiri en 90.000 lestir. Grálúða Grálúðan er hægvaxta fiskur og hin síðustu ár eru nokkur teikn um það að fiskveiðidánarstuðlar hafi hækkað í takt við vaxandi afla og að sama skapi hafi hrygn- ingarstofninum heldur hnignað. Þess ber þó að gæta að þau gögn sem notuð eru við stofnstærðar- útreikninga á grálúðu spanna yfir tiltölulega stutt tímabil og er þvf ekki unnt að byggja á eins langri reynslu og um marga aðra fiski- stofna. Eigi að síður telur Haf- rannsóknastofnun að fara beri með nokkurri gát við nýtingu grálúðustofnsins og leggur til að grálúðuaflinn verði 25.000 lestir á árinu 1985. Ufsi Enda þótt ufsinn sé flökkufisk- ur hefur ufsaaflinn hér við land undanfarin 5 til 6 ár verið á bilinu 55.000 til 68.000 iestir. Sókn í þennan stofn virðist ekki hafa ver- ið óhófleg en með tilliti til þess, að gert er ráð fyrir að nú sé að bæt- ast í stofninn lakari árgangar en þeir, sem veiðin hefur byggzt á að undanförnu, er lagt til að sóknin í ufsastofninn verði ekki aukin og aflinn á árinu 1985 verði miðaður við 60.000 lestir. , Ysa Hinn stóri árgangur frá 1976, sem verið hefur megin uppistaðan í hinum stóra ýsustofni, fer nú þverrandi, enda orðinn átta ára gamall og aðrir árgangar, sem á eftir komu, hafa ekki fyllt upp í skarð hans í sama mæli. Þessi þróun mála var fyrirsjáanleg og reyndar þegar hafin á síðasta ári, en segja má, að þessi framvinda reynist nú nokkru örari heldur en ráð var gert fyrir. Bæði afli á sóknareiningu og heildarafli hafa fallið mikið, en það ættu að vera óræk merki um minnkandi ýsu- stofn. 1 ágústlok var ýsuafli ekki orðinn nema liðlega 35.000 lestir á móti 51.000 lestum á sama tíma í fyrra eða rúmlega 30% minni. Með óbreyttri sókn á næsta ári er áætlað að hinn veiðanlegi stofn eins og hann er metinn nú muni gefa af sér 45.000 lestir. Hafrann- sóknastofnun leggur því til að ýsu- afli á næsta ári verði 45.000 lestir. Þorskur Mat Hafrannsóknastofnunar síðastliðið haust gaf til kynna að stærð heildarstofnsins í ársbyrjun 1984 myndi vera 1.130.000 lestir og stærð hrygningarstofnsins 300.000 lestir. Á þessum forsendum lagöi Hafrannsóknastofnun til að þorskafli 1984 yrði takmarkaður við 200.000 lestir. f upphafi árs var aflamark sett við 220.000 lestir, en með endurskoðun og lagfæringum ýmiss konar stefnir aflamarkið nú í 257.000 lestir. Núverandi stofn- mat gerir ráð fyrir að heildar- stærð þorskstofnsins hafi í árs- byrjun 1983 verið 970.000 lestir og í ársbyrjun 1984 1.010.000 lestir. Stærð hrygningarstofnsins 1983 var 280.000 lestir og 1984 aðeins 260.000 lestir. Þorskárgangur 1980 er nú talinn vera 220 milljónir þriggja ára nýliðar. Þorskárgang- ur 1981 er talinn vera fremur lé- legur eða um 160 milljónir nýliða. Þorskárgangur 1982 er hins vegar talinn með afbrigðum lélegur eða um 100 milljónir nýliða. Þorskár- gangur 1983 er talinn vera í slöku meðallagi eða um 190 milljónir nýliða. Ef veiddar verða 300.000 lestir á næsta ári heldur hrygn- ingarstofninn enn áfram að minnka. Við 250.000 lesta veiði helzt hann nánast óbreyttur, en við 200.000 lesta aflamark mun hann rétta við um 100.000 lestir á næstu þremur árum. Þær niður- stöður, sem nú liggja fyrir, benda til þess að æskilegt sé að tak- marka þorskveiðar á árinu 1985 meira en gert hefur verið á þessu ári eða við 200.000 Iesta aflamark.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.