Morgunblaðið - 06.11.1984, Síða 51

Morgunblaðið - 06.11.1984, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 63 Ný leið í kjarasamningum: Vinnustaðafélög í gær tók Málfríður Sigurðardóttir sæti á Alþingi. Hún er fyrsti vara- þingmaður landskjörinna þing- manna Samtaka um kvennalista. Hún gegnir þingmennsku í forföll- um Guðrúnar Agnarsdóttur. Vinnustaðafélög launafólks heimiluð KRISTÓFER MÁR KRIST- INSSON (BJ) mælti í gær í neðri deild Alþingis fyrir frumvarpi Bandalags jafnaðarmanna um breytingar á lögum um stéttarfé- lög og vinnudeilur. Meginefni frumvarpsins er að heimila starfs- mönnum eins og sama fyrirtækis að stofna vinnustaðarfélag til að gæta og semja um kjaramál, ef tveir þriðju hlutar starfsmanna óska þess. Þetta er í fimmta sinn sem þingmenn Bandalags jafnað- armanna flytja þetta frumvarp. Framsögumaður tók skýrt fram að frumvarpið skyldaði engan til eins eða neins, fæli hinsvegar í sér heimild til þessa vinnulags í hags- munagæzlu og kjaramálum, ef starfsfólk svo kysi. Sá háttur i kjarasamningum, sem lengi hefur viðgengizt, hafi ekki tryggt kjara- stöðu launafólks nægilega, allra sízt láglaunahópa. Reynslan af vinnustaðasamningum bendi hins- vegar til meiri árangurs og meiri launajöfnunar en nú viðgangizt. Samningar með þessum nýja hætti byggist og á meiri þekkingu á stöðu og getu viðkomandi fyrir- tækis. Samtíma samningar við alla starfsmenn fyrirtækis auki á starfsöryggi þess og getu þess til að gera vel við starfsfólk sitt. HALLDÓR BLÖNDAL (S) sagði hér hreyft athyglisverðu máli. Það væri að vísu ekki nýtt af nálinni og meira en tímabært væri að skoða það vel og taka afstöðu til þess á þessu þingi. Reynslan af verkfalli bókagerðarmanna hafi sýnt að ótímabært verkfall einnar starfsstéttar geti sett öryggi ann- arra starfshópa í hættu. Þing- nefnd þurfi hinsvegar að færa orðalag til betri vegar. KARVEL PÁLMASON (A) taldi framsögu Kristófers og greinargerð flutningsmanna sýna mikla vanþekkingu á starfi og uppbyggingu verkalýðssamtaka í landinu. Frumvarpið væri gjör- samlega óraunhæft. Smærri ein- ingar þýddu veikari stöðu launa- fólks. ELLERT B. SCHRAM (S) sagði frumvarpið allrar athygli vert og þess virði að vera skoðað með opnum huga. GUÐMUNDUR EINARSSON (BJ) taldi frumvarpið viðleitni til að færa ákvörðunartöku nær fólk- inu sjálfu og dreifa valdi, sem væri og ætti að vera þróunin hér sem erlendis. Það skyldaði engan til breytinga, fæli aðeins í sér heimild, ef starfsfólk eins og sama vinnustaðarins sæi sér hag í að fara nýja leið í kjaravörzlu sinni. SVAVAR GESTSSON (ABL) talaði hart gegn frumvarpinu. Hann staðhæfði að frumvarpið veikti samtakamátt verkalýðs- stéttarinnar. í annan stað þyrftu mál af þessu tagi að eiga rætur hjá aðilum vinnumarkaöarins. Al- þingi ætti ekki að fyrirskipa sam- skiptareglur á almennum vinnu- markaði. Ólöglegar útvarps- stöðvar í lokun RÚV í efri deild héldu þingmenn áfram að ræða tillögu til þings- ályktunar um „rannsóknarnefnd til að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólöglegra útvarpsstöðva". ÁRNI JOHNSEN (S) sagði Sjálfstæðisflokkinn enga hlut- deild hafa átt að starfsemi út- varpsstöðva, sem skutu upp kolli er starfsmenn RÚV gengu út úr stofnun sinni og öll fréttamiðlun og skoðanaskipti um fjölmiðla lagðist af í landinu. Fullyrðingar einstakra þingmanna um þetta efni hefðu ekki við rök að styðjast. Þessi atburður hafi hinsvegar leitt enn betur í ljós en áður að nauð- syn bæri til að endurskoða einka- rétt RÚV til fjölmiðlunar á þess- um vettvangi. Eftir nokkrar orðahnippingar milli þingmanna var málinu sfðan vísað til nefndar. Bflbelti — vidurlög KARL STEINAR GUÐNASON (A) mælti fyrir frumvarpi sem menn úr öllum þingflokkum flytja, þess efnis, að sektarákvæði verði upp tekin gegn brotum á skylduákvæði um notkun bilbelta. Það væri eina leiðin til að gera bílbeltanotkun almenna og nægi- lega gildandi sem fyrirbyggjandi aðgerð í umferðaróhöppum. Miklar umræður fóru fram og vóru menn ekki á eitt sáttir. Sum- ir töldu að þótt bílbelti veittu ör- yggi í yfirgnæfandi tilfellum um- ferðaróhappa, væru þó til slysa- tilfelli þar sem hið gagnstæða væri upp á teningnum. Veiðileyfastjórn KJARTAN JÓHANNSSON (A) o.fl. þingmenn Alþýðuflokks flytja tillögu um mat á leiðum við veiði- leyfastjórn á fiskveiðum. Gerir hún ráð fyrir að Alþingi kjósi 7 manna nefnd „til þess að gera í samráði við sjómenn, útvegsmenn og fiskvinnsluaðila úttekt á leið- um við veiðileyfastjórn á fiskveið- um og leggja á þær mat með tilliti til þess að full og hagkvæm nýting fáist á íslenzkum fiskimiðum og hagstæðustu útgerðarstaðir fái að njóta sín... “ Ný flugstöð rís í Stykkishólmi Stjkkisbólmi 30. okL FLUGFERÐIR milli Stykkishólms og Reykjavíkur hafa í haust gengið eftir áætlun. Er þetta góð samgöngubót í viðbót við hina ágætu þjónustu áætlunarbíla Helga Péturssonar sem hafa daglegar ferðir hingað. Und- anfarið hefir verið unnið að góðri flugstöðvarbyggingu við flugvöllinn og er hún langt komin og verið að mála hana að innan. Skapast þarna ágæt aðstaða fyrir flugrekstur hér í framtíðinni. Fréttaritari Salome um tillögu kvennalistans: Stuðningur við sjónarmið ráðherra „Efni þessarar tillögu tii þings- ályktunar, sem hér er til umræðu, um endurmat á störfum kennara, er vissulega tímabært að taka til meðferðar,“ sagði Salome Þor kelsdóttir (S) er tillaga þingmanna Samtaka um kvennalista um það efni kom til umræðu í Sameinuðu þingi fyrir nokkrum dögum. „Það hafa þær umræður um kjör kenn- ara hér á Alþingi að undanförnu beint sannað. Það ber vissulega að fagna þeim stuðningi sem hv. menntamálaráðherra fær hjá Kvennalistanum með þessari til- lögu, en eins og fram hefur komið m.a. í þessum umræðum hefur ráð- herra lýst þeim vilja sínum að endurmat á störfum kennara verði framkvæmt. Salome Þorkelsdóttir Síðar í ræðu sinni sagði Sal- orae: „Sú öra þróun sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu undanfar- inn áratug, t.d. með fjölgun kvenna á vinnumarkaðinum og þá um leið breyttar aðstæður á heimilum af þeim sökum, hefur ekki sízt raskað þessum mál- um ... Skólarnir verða í auknum mæli að taka á sig gæzlu- og uppeldishlutverk, auk fræðsl- unnar, og það kallar á enn meiri ábyrgð og álag á kennarana. Við þessu verður að bregðast. Þetta er einn af þeim þáttum sem tengist nauðsyn þess að koma á betri tengslum milli heimila og skóia... þessara aðila sem verða að vinna saman að því að ala upp og mennta islenzka æsku.“ Jón Páll Halldórsson, varafiskimálastjóri: Ekki hægt að fara eftir tillögum fiskifræðinga „ÞAÐ er Ijóst að sjávarútvegurinn verður ekki rekinn sem atvinnu- grein í þessu landi ef miða á þorsk- afla við 200.000 lestir ár eftir ár. Ef við ætlum að stunda sjávarútveg hér, Gullver seldi í Bremerhaven SKUTTOGARINN Gullver frá Seyð- isfirði seldi í gær afla sinn, mest karfa og ufsa í Bremerhaven. Með- alverð var 23,01 króna fyrir hvert kfló og að sögn Jóhönnu Hauksdótt- ur hjá LÍÚ var þar um afbrags fisk að ræða. Gullver seldi alls 167,3 lestir. Heildarverð var 3.850.100 krónur, meðalverð 23,01. Mikið framboð á fiski er nú í þýzkum höfnum og er afrakstur Gullvers því mjög góður að sögn Jóhönnu. Á fimmtudag seldi Karlsefni RE 148,2 lestir af karfa og ufsa í Cuxhaven. Heildar- verð var 3.120.600 krónur, meðal- verð 21,05. er ekki hægt að fara eftir tillögum fiskifræðinga um hámarksafla eins og gert hefur verið til þessa. I fram- tíðinni verður að draga úr þeim miklu sveiflum, sem verið hafa f afl- anum á undanförnum árum,“ sagði Jón Páll Halldórsson, varaftskimála- stjóri, í samtali við blm. Morgun- blaðsins. Jón Páll sagði ennfremur, að öllum, sem fylgdust með þessum málum, væri ljóst, að ætisskilyrði fyrir fisk hér við land væru allt önnur en fyrir ári síðan. Þá hefðu verið afskaplega slæm skilyrði umhverfis allt landið. Nú hefði orðið gjörbreyting á, sem meðal annars kæmi fram i stórauknum linuafla. Mætti i því sambandi nefna að í síðustu viku hefði einn línubátanna við Djúp, Orri ÍS, afl- að 90 lestir, mestmegnis bolta- þorsk. Á sama tíma i fyrra hefðu línubátar verið með þriðjung þessa afla og hefði þorskurinn þá verið grindhoraður. Hann hefði því allan fyrirvara á niðurstöðum Hafrannsóknastofnunar að þessu sinni. Ekkierallt sem sýnist Sparifjáreigendur eiga nú fleiri kosfi en nokkru sinni fyrrtil að ávaxta pening- ana. Og um leið verður allur samanburður á innlánsformum flóknari og erfiðari. Gylliboðin með lýsingarorðum í hástigi birtast úr öllum áttum, en pegar að er gáð þá er ekki allt sem sýnist. Hvað þarf til að ná hœstu ávöxtun? Hvaða áhrif hefur úttekt? Boð okkar er hœkkun vaxta á 6 mánaða reikningum. Þannig fœst 27,2°/o ársávöxtun sem er sambœrileg við hámarksávöxtun hjá peningastofnunum almennt. Einfalt mál. Fáið samanburðinn í Sparisjóðnum. 5PARI5JÚÐUR HAFNARFJARÐAR Hagur heimamanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.