Morgunblaðið - 09.11.1984, Side 7

Morgunblaðið - 09.11.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 7 Barnastarfið í Dómkirkjunni BARNASTARF Dómkirkjusafnaðar- ins fer nú fram í Dómkirkjunni á laugardagsmorgnum. Vegna verk- fallsins var erfitt um alla auglýsingu á þessari nýbreytni, er starfið hófst í októberbyrjun. Því er á það minnt nú. Söfnuðurinn hefur lengi notið góðrar aðstöðu í húsakynnum Vesturbæjarskólans, bæði í skóla- húsinu sjálfu og svo á Hallveig- arstöðum. Vegna breyttra að- stæðna er sú aðstaða ekki fyrir hendi lengur. Því var ákveðið að reyna að vera með barnasamkom- urnar í kirkjunni sjálfri. Þar hag- ar þó þannig til, að aðstaða öll er mjög erfið, fyrst og fremst fyrir það, hve bekkirnir eru djúpir. En fleira kemur einnig til, þannig að sr. Agnes Sigurðardóttir, sem nú leiðir þetta starf ásamt eigin- manni sínum Hannesi Baldurs- syni tónmenntakennara, þarf á aukinni aðstoð að halda. Hafa kvenfélagskonur hlaupið þar und- ir bagga, en við þurfum meiri hjálp en þær geta veitt. Því þætti okkur vænt um að fá fleiri sjálf- boðaliða, konur eða karla, sem mættu þá gjarnan gefa sig fram við kirkjuvörð, ef þeir vildu hjálpa til t.d. einu sinni í mánuði. Barnastarfið fer sem fyrr sagði fram í Dómkirkjunni hvern laug- ardagsmorgun kl. 10.30—11.30. Þar fer fram kristin uppfræðsla, sagðar eru sögur og mikið sungið. Að lokum er farið upp á kirkju- loftið og sýnd stutt kvikmynd. Miðað er við, að börn fjögurra ára og eldri hafi gagn og gaman af þessu starfi. Æskilegt er, að ein- hver fullorðinn fylgi yngstu börn- unum. Stuðlum öll að góðu barnastarfi í söfnuðinum. Hjalti Guðmundsson. Þórir Stephensen. Baðhús við Bláa lónið kostar 5 milljónir HITAVEITA Suðurnesja hefur látið gera kostnaðaráætlun byggingar að baðhúsi við Bláa lóniö við Svarts- engi, samkvæmt tillöguteikningu frá arkitektunum Ormari Þór og Örnólfi Hall. Hljóðar áætlunin upp á 5 millj- ónir króna. Viðræður hafa farið fram milli Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum og Hitaveitu Suðurnesja um málið, en Hitaveitan telur ekki eðlilegt hlutverk sitt að byggja umrætt baðhús, en er reiðubúið til viðræðna um þátttöku í slíkri upp- byggingu í samvinnu við sveitar- félögin og eða áhugaaðila. Áður hafði stjórn SSS skorað á Hita- veitu Suðurnesja að hafa forgöngu um að koma nú þegar upp viðun- andi aðstöðu við Bláa lónið. Hugmyndir eru um að bygg- ingaframkvæmdir verði kostaðar af HS og sveitarfélögunum. E.G. Suðumes: Sameinast ríkissjóð- ur og sveitarfélögin um gjaldheimtu? NEFND á vegum sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum hefur kannað möguleika á stofnun sameiginlegrar gjaldheimtu ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum. Sextugur: Guðlaugur Þorvaldsson Hefur nefndin unnið út frá þeirri hugmynd, að stofnað verði sameiginlegt fyrirtæki ríkis og sveitarfélaga um gjaldheimtu. Sveitarfélögin og ríkissjóður af- hendi gjaldheimtunni öll fast- eignagjöld og opinber gjöld til innheimtu, og að Gjaldheimtan I Reykjavík verði fyrirmynd (stjórnun og uppgjörsmáti). Að beiðni nefndarinnar hefur fjármálaráðherra skipað Árna Kolbeinsson sem fulltrúa fjár- málaráðuneytisins við nefndina. Aflað hefur verið tilboða í verk- efnið frá eftirtöldum aðilum: Skýrsluvélum ríkisins og Reykja- víkurborgar, Sparisjóðnum I Keflavík og Tölvumiðstöðinni s/f. Aðeins einn aðili Sparisjóðurinn í Keflavík lagði fram tilboð um að viðkomandi taki að sér allan rekstur gjaldheimtu, hvað varðar starfsfólk, afgreiðslustaði, tölvu- búnað og húsnæði, auk annars er til verksins þarf. Gjaldheimtan legði aðeins til samskiptastjórn. Hins vegar komu tilboð frá þrem- ur aðilum í vélavinnslu. Fjármálaráðherra hefur til meðferðar nokkrar spurningar frá nefndinni og að þeim svöruðum má vænta tillagna nefndarinnar. í nefndinni eru: Ellert Eiríksson formaður, Sæþór Fannberg og Sveinn Eiríksson. E.G. GUÐLAUGUR Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari varð 60 ára hinn 13. október síðastiiðinn. Hann tekur á móti gestum í veitingahúsinu Hrafninn, Skipholti 37 klukkan 16 til 19 sunnudaginn 11. nóvember. Morgunblaðið/ RAX. Séra Agnes Sigurðardóttir ásarnt þátttakendum I barnastarfi Dómkirkjunnar. GOTT VEGGRIP GÓÐ ENDING Hvort er mikilvægara griphæfni hjól- barðans eða ending? Hvortveggja skiptlr miklu og þess vegna eru báðir þessir eiginleikar í hámarki í Goodyear uitra Grip börðunum. Þetta eru hjólbarðar með sérstæðu munstri, sem gefur ótrúlega fast grip, jafnvel í bröttum brekkum. Þeir standa einstaklega vel á hálku og troða lausamjöll vel undir sig. Munsturgerðin og hin sérstaka gúmmíblanda valda því að barðinn heldur eiginleikum sínum að fullu út allan endingartímann, sem er mjög langur. Munsturraufarnar eru þannig lagaðar, að þær hreinsast af sjálfu sér í snjó og krapi. Á auðum vegi eru Ultra Crip barðarnir mjúkir og hljóðlátir. Á uitra Gríp hefuröu öryggið með í förinni. Goodyear gerir enga málamiðlun, þegar um er að ræða umferöar- öryggi. — Öll hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbila og sendibfla — GOODÉYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ HEKLA HF Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.