Morgunblaðið - 09.11.1984, Side 13

Morgunblaðið - 09.11.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 13 „Lífið er — æviminningar Aðalsteins Jónssonar útgerðarmanns SETBERG hefur gefift út bókina „Lífið er lotterí" sem eni ævi- minningar Aðalsteins Jónssonar útgerðarmanns á Eskifirði. „Saga þessi er baráttusaga einstaklings, sem hafizt hefur af sjálfum sér til mikilla eigna og hún er jafnframt smækkuð þjóðarsagan á þessari öld, frá einni brauðsneið til veizlu- borðs," segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. „Aðalsteinn Jónsson, sem oft er kallaður Alli ríki, er löngu þjóðkunnur og um hann hafa gengið ýmsar sögur. Ein útgáf- an er sú, að hann hafi komizt „áfrarn" á glópaláni og straum- iða þjóðlífsins borið hann á ströndina þar sem beið hans gull og grænir skógar. Þá á Að- alsteinn að hafa verið glaum- gosi, sem sat á hóteli meðan honum var malað gull fyrir austan. Saga þessi sýnir allt annan mann en kviksögurnar um hann. Hún sýnir mann, sem vakir yfir sínu fyrirtæki, hugsar jafnan sitt ráð vandlega og framkvæm- ir rösklega það sem hann ráð- gerir. Aðalsteinn er manna fljótastur að átta sig á aðstæð- um og til hverra ráða skuli grip- ið, ef vandi steðjar að honum, og kjarkurinn og bjartsýnin er óbilandi. Þá er og þessi saga um góðan dreng, sem man, að hann lotterí“ hefur verið fátækur og átt bága ævi og hefur ekki ofmetnast af velgengni sinni. í heiti bókarinnar er látið að því liggja, að bókin sé um tvo menn, Aðalstein og Alla. Þetta er auðvitað skilningur bókarhöf- undar á manninum, að söguhetj- an sé tvískipt að gerð, og útgerð- armaðurinn Aðalsteinn sé um margt ólíkur gárunganum Alla, eins og kunnugir þekkja hann.“ Ásgeir Jakobsson hefur ritað bækur um sjómenn og útgerð- armenn, þeirra á meðal Einar Guðfinsson og Tryggva Ófeigs- son. „Lífið er lotterí" er 200 blað- síðna bók og auk þess prýdd nærri eitt hundrað ljósmyndum. Líttu við hjá okkur og bragðaðu á þessum sérdeilis ljúffengu kjúklingabitum. Þú getur borðað þá á staðnum í snyrti- legu umhverfi eða tekið þá með þér heim. Og eins og áður bjóðum við uppá fjölda annara gómsætra rétta og bpra þjónustu. lipur þjónusta - lágt verð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.