Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 1

Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 224. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hersveitir frá Norð- ur-Kóreu til Uganda Nairobi, Keaýa, 15. aArember. AP. fXUGSTJÓRN á Entebbe-flugvelli í Uganda hefur stadfest, að á þriðjudag hafi tvær flugvélar frá Norður-Kóreu lent þar og með þeim hafi verið 250 hermenn. Að sögn vestrænna stjórnarer- indreka í höfuðborginni Kampala koma þessir hermenn til viðbótar þeim 500-700 hermönnum frá Norður-Kóreu, sem fluttir hafa verið til Uganda á undanförnum vikum. Orðrómur er á kreiki i landinu um, að stjórn Milton Obotes hafi beðið stjórn Kim II Sungs i Norður-Kóreu að veita sér hernað- arlega aðstoð í sókn gegn skæru- liðum, sem talið er að sé fyrirhug- uð. Skæruliðarnir, sem lúta for- ystu Musevanis, fyrrum varnar- málaráðherra, hafa barist gegn stjórn Obotes síðan í febrúar 1981 og orðið talsvert ágengt. Þeir haf- ast við á landssvæði, sem nefnt er Jjuwero-þríhyrningurinn" og er fyrir norðan höfuðborgina. Norður-Kóreumenn hafa einu sinni áður sent hermenn til Afr- íku. Það var árið 1981 og var her- mönnunum, 160 að tölu, ætlað að þjálfa 5.000 manna hersveit i Zimbabwe, en ekki að taka þátt i bardögum þar. Annað kommún- istariki, Kúba, hefur hins vegar haft hersveitir i a.m.k. tveimur Afríkuríkjum, Angóla og Eþíópíu, og hafa þær tekið þátt i bardögum þar. Allsherjarþing SÞ: Sovétmenn fari frá Afganistan Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti f kvöld með miklum meirihluta at- kvæða ályktun þar sem Sov- étmenn eru hvattir til að flytja allt herlið sitt tafar- laust frá Afganistan og Afg- anir fái sjálfir að ráða málum sínum. Eitt hundrað og nitján riki greiddu atkvæði með tillög- unni, sem Pakistan og fjörutíu önnur ríki báru fram. Tuttugu ríki greiddu atkvæði gegn sam- þykktinni og fjórtán sátu hjá. Sex sinnum áður hefur alls- herjarþingið gert sams konar ályktun, en aldrei fyrr hafa jafn mörg ríki greitt henni at- kvæði. Sendinefnd Afgana greiddi atkvæði gegn tillögunni og sagði fulltrúi þeirra á þinginu, að sovéska herliðið í Afganist- an, sem væri fámennt, væri þar í sérstöku boði rfkisstjórn- ar landsins. Vestrænir sér- fræðingar telja að sovésku her- mennirnir séu rösklega eitt hundrað þúsund. Auk Sovétríkjanna og fylgi- ríkja þeirra f Austur-Evrópu (að Rúmenfu undanskilinni) greiddu bandamenn Sovét- manna f Angóla, á Kúbu, f Eþíópfu, Suður-Jemen, Laos, Líbýu, Madagascar, Mongólfu, Mósambique, Sýrlandi og Víet- nam atkvæði gegn ályktuninni. Símamynd/ AP. Samskipti Bandaríkjanna og Nicaragua voru meðal þess, sem rætt var á fhndi Reagans Bandaríkjaforseta með Shultz utanríkisráðherra og Robert McFarlane öryggismálaráðgjafa f Hvíta húsinu í gær. Bandarikin og Nicaraguæ Viðræður til þess að draga úr spennu WashinstAn IS ná* AP ™ WMUngtoB, 15. aév. AP. BLAÐAFULLTRÚI Reagans Banda- ríkjaforseta staðfesti f dag, að innan skamms mundi sérlegur erindreki forsetans eiga viðræður við Miguel D’Eseoto, utanríkisráðherra Nicar- agua, í því skyni að draga úr spennu milli ríkjanna, sem aukist hefur und- anfarna daga. Ungfrú heimur frá Venezúela Londoo, 15. nóvember. AP. STÚLKA frá Venezúela í Suður-Ameríku, Astrid Herrera að nafni, var í kvöld kjörin Ungfrú heimur 1984 í samnefndri fegurðarsamkeppni, sem haldin var í Royal Albert Hall í London. Ungfrú heimur er 21 árs að Fulltrúar 72 ríkja tóku þátt í aldri. Verðlaunin, sem hún hlýt- keppninni, sem sjónvarpað var ur í reiðufé, nema 5.000 sterl- ingspundum, sem er jafnvirði um 215 þúsunda íslenskra króna. Að auki kemst hún á auglýs- ingasamning, sem færir henni 25.000 pund til viðbótar. til 20 landa. Er talið að áhorf- endur hafi verið 500 milljónir. Fegurðardrottning Islands, Berglind Johansen, varð í hópi 15 efstu keppenda. Blaðafulltrúinn kvaðst vonast til þess, að viðræðurnar yrðu til þess að friðarhugmyndir utanrík- isráðherra svonefndra Conta- dora-landa, Venezúela, Mexíkó, Colombíu og Panama, næðu fram að ganga. Stjórnvöld i Nicaragua halda áfram almennum vigbúnaði, sem þau segja að sé til varnar innrás í landið, sem Bandaríkjastjórn fyrirhugi. í Washington hafa þær staðhæfingar margsinnis verið bornar til baka. Háttsettur embættismaður i Hvíta húsinu sagði í dag að vopna- flutningar Sovétmanna til Nicar- agua væru höfuðástæðan fyrir nú- verandi spennu milli Bandaríkja- stjórnar og herstjórnarinnar i Managua. Hann vakti athygli á þvi, að sovéskum vopnum, ætluð- um her Nicaragua, væri nú í fyrsta sinn lestað í höfnum í Sov- étríkjunum; áður hefði það verið gert í Austur-Evrópuríkjum. Embættismaðurinn kvað það álit sérfróðra manna, að auknar vopnasendingar Sovétmanna þjónuðu tvíþættum tilgangi. í fyrsta lagi, að veita Sandinistum hernaðarlega yfirburði í Mið- Ameríku. í öðru lagi, að festa her- stjórnina í sessi og tryggja að Sov- ét-sinnuð alræðisstjórn verði við völd um ókomin ár. Arthur Scargill Þriðjung- ur náma- manna að störfum Loarfon, 15. ■ói’roibrr. AP. LEIÐTOGAR samtaka kolaná- mumanna i Bretlandi hyggjast efna til funda í öllum námubæj- um landsins á næstu dögum, til að reyna að hindra að verkfall samtakanna, sem staðið hefúr í átta mánuði, leysist upp. í dag sneru rösklega 700 námumenn, sem verið hafa verkfalli, til starfa á ný og bæt ast þeir í hóp þeirra sjö þús unda, sem hunsað hafa verkfall- ið undanfarnar tvær vikur. Talsmenn ríkisreknu kolanám anna segja að nú séu um 58 þús- und námumenn að störfum, en það er þriðjungur námumanna, sem eru samtals um 178 þús- und. Að sðgn lögregluyfirvalda kom í morgun til átaka við kola- námur víðs vegar um landið þegar verkfallsverðir reyndu að hindra starfsbræður sína f að hefja stðrf. I Goldthorpe á Norður-Englandi vörpuðu verk- fallsverðir bensinsprengjum, brutu niður ljósastaura og komu fyrir vegartálmum. Voru tveir þeirra handteknir. Arthur Scargill, hinn herskái marxisti, sem stjórnar samtök- um kolanámumanna, segist ekki taka mark á tölum stjórn- ar kolanámanna um fjölda þeirra námamanna, sem snúið hafa til vinnu. 1 dag neitaði hann að verða við áskorun leið- toga Verkamannaflokksins um að efna til allsherjaratkvæða greiðsiu innan samtakanna um framhald verkfallsins. „Við munum halda baráttunni áfram þar til sigur vinnst,“ var haft eftir honum. Fjöldahandtök- ur í Santiago Sutiooo. 15. nó«.mh»r AP A.—^ Sootiogo, 15. oÓTnnber. AP. VOPNUM búnir hermenn og lög- reghimenn handtóku í morgun fjölda mannns í einu úthverfa Santi- ago, höfuðborgar Chile, og fluttu fólkið á íþróttavöll, þar sem það er í gæslu. Ekki er vitað hve margir voru teknir, en sjónarvottar segja að tugir hópferðabifreiða hafa verið notaðir við flutningana. í maí í fyrra voru 10.000 manns handteknir í hverfi þessu, sem nefnist La Victoria og er eitt höf- uðvígi stjórnarandstæðinga. Flestum var sleppt skömmu síðar. Herstjórn Pinochets, sem setið hefur að völdum í ellefu ár, setti lög um neyðarástand 6. nóvember sl. og sagði að þau væru liður í tilraun stjórnarinnar til að upp- ræta hermdarverkasveitir marx- ista.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.