Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 224. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hersveitir frá Norð- ur-Kóreu til Uganda Nairobi, Keaýa, 15. aArember. AP. fXUGSTJÓRN á Entebbe-flugvelli í Uganda hefur stadfest, að á þriðjudag hafi tvær flugvélar frá Norður-Kóreu lent þar og með þeim hafi verið 250 hermenn. Að sögn vestrænna stjórnarer- indreka í höfuðborginni Kampala koma þessir hermenn til viðbótar þeim 500-700 hermönnum frá Norður-Kóreu, sem fluttir hafa verið til Uganda á undanförnum vikum. Orðrómur er á kreiki i landinu um, að stjórn Milton Obotes hafi beðið stjórn Kim II Sungs i Norður-Kóreu að veita sér hernað- arlega aðstoð í sókn gegn skæru- liðum, sem talið er að sé fyrirhug- uð. Skæruliðarnir, sem lúta for- ystu Musevanis, fyrrum varnar- málaráðherra, hafa barist gegn stjórn Obotes síðan í febrúar 1981 og orðið talsvert ágengt. Þeir haf- ast við á landssvæði, sem nefnt er Jjuwero-þríhyrningurinn" og er fyrir norðan höfuðborgina. Norður-Kóreumenn hafa einu sinni áður sent hermenn til Afr- íku. Það var árið 1981 og var her- mönnunum, 160 að tölu, ætlað að þjálfa 5.000 manna hersveit i Zimbabwe, en ekki að taka þátt i bardögum þar. Annað kommún- istariki, Kúba, hefur hins vegar haft hersveitir i a.m.k. tveimur Afríkuríkjum, Angóla og Eþíópíu, og hafa þær tekið þátt i bardögum þar. Allsherjarþing SÞ: Sovétmenn fari frá Afganistan Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti f kvöld með miklum meirihluta at- kvæða ályktun þar sem Sov- étmenn eru hvattir til að flytja allt herlið sitt tafar- laust frá Afganistan og Afg- anir fái sjálfir að ráða málum sínum. Eitt hundrað og nitján riki greiddu atkvæði með tillög- unni, sem Pakistan og fjörutíu önnur ríki báru fram. Tuttugu ríki greiddu atkvæði gegn sam- þykktinni og fjórtán sátu hjá. Sex sinnum áður hefur alls- herjarþingið gert sams konar ályktun, en aldrei fyrr hafa jafn mörg ríki greitt henni at- kvæði. Sendinefnd Afgana greiddi atkvæði gegn tillögunni og sagði fulltrúi þeirra á þinginu, að sovéska herliðið í Afganist- an, sem væri fámennt, væri þar í sérstöku boði rfkisstjórn- ar landsins. Vestrænir sér- fræðingar telja að sovésku her- mennirnir séu rösklega eitt hundrað þúsund. Auk Sovétríkjanna og fylgi- ríkja þeirra f Austur-Evrópu (að Rúmenfu undanskilinni) greiddu bandamenn Sovét- manna f Angóla, á Kúbu, f Eþíópfu, Suður-Jemen, Laos, Líbýu, Madagascar, Mongólfu, Mósambique, Sýrlandi og Víet- nam atkvæði gegn ályktuninni. Símamynd/ AP. Samskipti Bandaríkjanna og Nicaragua voru meðal þess, sem rætt var á fhndi Reagans Bandaríkjaforseta með Shultz utanríkisráðherra og Robert McFarlane öryggismálaráðgjafa f Hvíta húsinu í gær. Bandarikin og Nicaraguæ Viðræður til þess að draga úr spennu WashinstAn IS ná* AP ™ WMUngtoB, 15. aév. AP. BLAÐAFULLTRÚI Reagans Banda- ríkjaforseta staðfesti f dag, að innan skamms mundi sérlegur erindreki forsetans eiga viðræður við Miguel D’Eseoto, utanríkisráðherra Nicar- agua, í því skyni að draga úr spennu milli ríkjanna, sem aukist hefur und- anfarna daga. Ungfrú heimur frá Venezúela Londoo, 15. nóvember. AP. STÚLKA frá Venezúela í Suður-Ameríku, Astrid Herrera að nafni, var í kvöld kjörin Ungfrú heimur 1984 í samnefndri fegurðarsamkeppni, sem haldin var í Royal Albert Hall í London. Ungfrú heimur er 21 árs að Fulltrúar 72 ríkja tóku þátt í aldri. Verðlaunin, sem hún hlýt- keppninni, sem sjónvarpað var ur í reiðufé, nema 5.000 sterl- ingspundum, sem er jafnvirði um 215 þúsunda íslenskra króna. Að auki kemst hún á auglýs- ingasamning, sem færir henni 25.000 pund til viðbótar. til 20 landa. Er talið að áhorf- endur hafi verið 500 milljónir. Fegurðardrottning Islands, Berglind Johansen, varð í hópi 15 efstu keppenda. Blaðafulltrúinn kvaðst vonast til þess, að viðræðurnar yrðu til þess að friðarhugmyndir utanrík- isráðherra svonefndra Conta- dora-landa, Venezúela, Mexíkó, Colombíu og Panama, næðu fram að ganga. Stjórnvöld i Nicaragua halda áfram almennum vigbúnaði, sem þau segja að sé til varnar innrás í landið, sem Bandaríkjastjórn fyrirhugi. í Washington hafa þær staðhæfingar margsinnis verið bornar til baka. Háttsettur embættismaður i Hvíta húsinu sagði í dag að vopna- flutningar Sovétmanna til Nicar- agua væru höfuðástæðan fyrir nú- verandi spennu milli Bandaríkja- stjórnar og herstjórnarinnar i Managua. Hann vakti athygli á þvi, að sovéskum vopnum, ætluð- um her Nicaragua, væri nú í fyrsta sinn lestað í höfnum í Sov- étríkjunum; áður hefði það verið gert í Austur-Evrópuríkjum. Embættismaðurinn kvað það álit sérfróðra manna, að auknar vopnasendingar Sovétmanna þjónuðu tvíþættum tilgangi. í fyrsta lagi, að veita Sandinistum hernaðarlega yfirburði í Mið- Ameríku. í öðru lagi, að festa her- stjórnina í sessi og tryggja að Sov- ét-sinnuð alræðisstjórn verði við völd um ókomin ár. Arthur Scargill Þriðjung- ur náma- manna að störfum Loarfon, 15. ■ói’roibrr. AP. LEIÐTOGAR samtaka kolaná- mumanna i Bretlandi hyggjast efna til funda í öllum námubæj- um landsins á næstu dögum, til að reyna að hindra að verkfall samtakanna, sem staðið hefúr í átta mánuði, leysist upp. í dag sneru rösklega 700 námumenn, sem verið hafa verkfalli, til starfa á ný og bæt ast þeir í hóp þeirra sjö þús unda, sem hunsað hafa verkfall- ið undanfarnar tvær vikur. Talsmenn ríkisreknu kolanám anna segja að nú séu um 58 þús- und námumenn að störfum, en það er þriðjungur námumanna, sem eru samtals um 178 þús- und. Að sðgn lögregluyfirvalda kom í morgun til átaka við kola- námur víðs vegar um landið þegar verkfallsverðir reyndu að hindra starfsbræður sína f að hefja stðrf. I Goldthorpe á Norður-Englandi vörpuðu verk- fallsverðir bensinsprengjum, brutu niður ljósastaura og komu fyrir vegartálmum. Voru tveir þeirra handteknir. Arthur Scargill, hinn herskái marxisti, sem stjórnar samtök- um kolanámumanna, segist ekki taka mark á tölum stjórn- ar kolanámanna um fjölda þeirra námamanna, sem snúið hafa til vinnu. 1 dag neitaði hann að verða við áskorun leið- toga Verkamannaflokksins um að efna til allsherjaratkvæða greiðsiu innan samtakanna um framhald verkfallsins. „Við munum halda baráttunni áfram þar til sigur vinnst,“ var haft eftir honum. Fjöldahandtök- ur í Santiago Sutiooo. 15. nó«.mh»r AP A.—^ Sootiogo, 15. oÓTnnber. AP. VOPNUM búnir hermenn og lög- reghimenn handtóku í morgun fjölda mannns í einu úthverfa Santi- ago, höfuðborgar Chile, og fluttu fólkið á íþróttavöll, þar sem það er í gæslu. Ekki er vitað hve margir voru teknir, en sjónarvottar segja að tugir hópferðabifreiða hafa verið notaðir við flutningana. í maí í fyrra voru 10.000 manns handteknir í hverfi þessu, sem nefnist La Victoria og er eitt höf- uðvígi stjórnarandstæðinga. Flestum var sleppt skömmu síðar. Herstjórn Pinochets, sem setið hefur að völdum í ellefu ár, setti lög um neyðarástand 6. nóvember sl. og sagði að þau væru liður í tilraun stjórnarinnar til að upp- ræta hermdarverkasveitir marx- ista.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.