Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 2

Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 Guðmundur Einarsson Bandalagi jafnaðarmanna: Ekki á höttunum eftir sameiningu Sameiningartal Alþýðuflokks og Alþýðubandalags óttalegur óþarfi „MENN virðast allt f kringum okkur vera komnir á kaf í að skipu- leggja sameiningu, bæði innan Al- Agreiningur um aðgerðir RÁÐSTAFANIR í efnahagsmálum hafa verið til umræðu í rfkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna in niðurstöðu. Rætt hefur veríð um gengis- og skattabreytingar, bæði lækkanir og tilfærslur. Samkvæmt heimildum Mbl., eru stjórnarflokk- arnir ekki i eitt sittir um, hvernig afla skuli fjár til riðstafananna, ennfremur hefur gengið brösuglega að ni samstöðu innan þingflokk- anna. Þingflokkarnir ræddu málin í gærdag fram undir kvöldmatar- leytið, eftir að rfkisstjórnin hafði gengið frá ákveðnum ramma í gærmorgun. Ríkisstjórnin kemur saman til aukafundar í dag og hef- ur þingmönnum stjórnarliðsins verið tilkynnt, að þeir megi búast við þingflokkafundum yfir helg- ina. þýðuflokks og Alþýöubandalags. Okkur í Bandalagi jafnaðarmanna þykir þetta óttalegur óþarfí, því fólk- ið, sem foríngjarnir vilja sameina, er búið að ikveða sig sjálft," sagði Guðmundur Einarsson formaður þingflokks Bandalags jafnaðar- manna, er Mbl. spurði hann, hvort umræður hefðu verið f gangi um sameiningu Alþýðuflokks og Banda- lags jafnaðarmanna. Guðmundur sagði ennfremur „Framsýnt og frjálslynt fólk, sem lætur skoðanir en ekki skírteini ráða gerðum sínum, virðist mér hafa ákveðið, að gera Bandalag jafnaðarmanna að samstarfs- vettvangi sínum. Við erum ekki á höttunum eftir neinni samein- ingu.“ Guðmundur var í framhaldi af því spurður, hvort fulltrúar flokk- anna, sem hann nefndi, hefðu haft samband við þá í BJ í þessu skyni. „Nei, þeir hafa ekki gert það, en af fjölmiðlafréttum virðist það vera til umræðu hjá báðum flokk- unum á þingum þeirra um helg- ina.“ Sji Innlendan vett- vang um innan- flokksmil í Alþýðu- flokknum i miðopnu. Tónskáldi fagnad Að loknum fhitningi Sinfónfuhljómsveitar tslands i tónverkinu „Ad astra“ eftir Þorstein Hauksson i tónleikum í Hiskóiabíói í gærkvöldi var höfundur kallaður upp i sviðið. Tónleikagestir klöppuðu honum lof f lófaog cr hann i meðfylgjandi mynd ásamt stjórnandanum Karolas Trikolidis. Ljósm.: Jóhannes Long Sverrir Hermannsson iðnaðarriðherra ivarpar vetrarfund sambands rafveitna og hitaveitna í gær. Tillaga nefndar iðnaðarráðherra: Verðjöfnunargjald á raforku lækkar í 10% — og fellur alveg niður eftir fjögur ár GERT ER rið fyrir að verðjöfnunargjald i raforku verði lækkað úr 19% í kílówattstund í 10% um næstu iramót. Tveimur irum sfðar lækkar gjaldiö í 5%og eftir fjögur ir fellur það alveg niður, að því er Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, sagði í stuttu ivarpi í upphafi vetrarfundar Sambands íslenskra rafveitna og Sambands íslenskra hitaveitna f Reykjavík í gær. Tekjur ríkissjóðs af gjaldinu, sem sett var i m.a. til að tryggja rekstur Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða, verða í ir um 400 milljónir. Iðnaðarriðherra mun i næstunni gera Alþingi grein fyrir hvernig því tekju- tapi verður mætt. Aðalsteinn Guðjohnsen, formað- ur Sambands islenskra rafveitna, sagði á fundinum, að af hálfu sam- bandsins hefði verið óskað eftir því að gjaldið yrði fellt niður að fullu og öllu frá næstu áramótum. í fjár- lögum fyrir næsta ár væri gert ráð fyrir óbreyttu gjaldi, 19%, en það myndi væntanlega lækka í meðför- um þingsins, eins og nefnd skipuð af ráðherra gerði nú tillögu um. Að- alsteinn sagði að verðjöfnunar- gjaldið væri umtalsverður kostnað- arliður fyrir bæði rafveitur og hita- veitur, sem sumar borguðu háar fjárhæðir í verðjöfnunargjald af þeirri raforku, sem notuð er til dæl- ingar á heitu vatni. Iðnaðarráðherra sagði á fundin- um í gær, að raungildislækkun á orkuverði til almennings hefði á einu ári, til 1. ágúst sl., verið um 15,8% og að væntanlega gæti raun- lækkunin orðið enn meiri í fram- haldi af nýjum orkusölusamningi við ÍSAL. Miðað við verðlagsfor- sendur í dag, sagði ráðherrann, gæti sú lækkun orðið tæp 24% fram til 1. ágúst á næsta ári. „Orkubú landsins verða ekki rek- in með halla undir minni stjórn," sagði Sverrir Hermannsson. „ISAL- samningurinn mun skila drjúgum til Landsvirkjunar og vonandi verð- ur hægt að láta almenning njóta þess í lækkuðu orkuverði.“ Fóðurblandan: Setur upp fullkomna fóður- blöndunarstöð í Sundahöfn FÓÐURBLANDAN hf. er að hefja byggingu fullkominnar fóðurblöndun- arstöðvar í Sundaböfn. Fyrirhugað er að taka stöðina í notkun næsU sumar en hún verður lang fullkomnasta fóð- urblöndunarstöð landsins að sögn for- stjóra fyrírtækisins. í sumar urðu eig- endaskipti á hluta hlutabréfa í Fóður- blöndunni er Lýsi hf. seldi hlutabréf sín. Meðal kaupenda er Holtabúið hf. á Asmundarstöðum. Gunnar Jóhanns- son á Ásmundarstöðum er stjórnar- formaður og eru bændur nú með meirihluta í stjórn fyrirtækisins. Hjörleifur Jónsson, forstjóri Fóð- urblöndunnar hf., sagði í samtali við Mbl. að fóðurblöndunarstöðin yrði alveg sjálfvirk og tölvuvædd. Sagði hann að hún afkastaði 12 til 15 tonnum á klukkustund í blöndun, kögglun og sekkjun. Afköstin eru svo mikil, að sögn Hjörleifs, að nán- ast verður hægt að framleiða beint á bílana því það tekur ekki lengri tíma að framleiða fóðrið og setja á bílana en að taka pokana af brett- um. Sagði Hjörleifur að nýja stöðin skapaði mikla möguleika I fóður- framleiðslu, meðal annars yrði hægt að framleiða fóður fyrir bændur eftir þeirra eigin uppskrift- um og jöfnum höndum yrði hægt að framleiða fóður fyrir búfé og fiska. Kostnaður við fóðurblöndunar- stöðina fullbúna er áætlaður ná- lægt 40 miiljónum. Hún verður staðsett á Korngarðí í Sundahöfn, við hliðina á Kornhlöðunni sem er í eigu Fóðurblöndunnar hf. að einum þriðja hluta. Þar á Fóðurblandan skemmu fyrir og verður öll starf- semi fyrirtækisins flutt úr núver- andi húsnæði á Grandavegi inn í Sundahöfn næsta sumar. „Löglegt en siðlaust“ — segir Jón Páll Halldórsson um gengis- tryggingu afurðalána viðskiptabankanna „ÞETTA bar að með ákaflega sér- stæðum hætti. Söiusamtökunum var tilkynnt um þetta en skuldararnir, í þessu tílviki fiskvinnslan, fékk bara gögn í pósti upp á að lánum sem veitt höfðu veríð I íslenskum krón- um hefði verið breytt í erlend lán. Bankarnir hafa i sjálfu sér fulla heimild til að gera þetta, þetta er löglegt en siðlaust," sagði Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Norðurtangans bf. á ísafirði, þegar leitað var álits hans á breytingu afurðalána sjávar- útvegsins í erlend lán. „Við erum óánægðir með að viðskiptabankarnir skuli nota tækifærið þegar gengislækkun er í augsýn til að breyta öllum viðbót- arlánum yfir í erlenda viðmiðun, þannig að sá gengishagnaður sem myndast fellur að mestu bönkun- um í skaut, en ekki framleiðslu- fyrirtækjunum, sem verið hafa að framleiða vöruna með tapi megin- hluta ársins. Með þessu er verið að koma í veg fyrir að þeir sem fram- leiða vöruna geti notið þess arðs sem hún kann að gefa, þvf hann fellur milliliðunum í skaut. Sjáv- arútvegurinn fær aldrei að njóta arðsins af framleiðslu sinni. Þess vegna eru nánast öll fyrirtæki í sjávarútvegi komin á vonarvöl, sagði Jón Páll. Semjabanka menn í dag? SÁTTAFUNDUR ( kjaradeilu bankamanna og viðsemjenda þeirra var boðaður í dag, og voru líkur Uld- ar á að samningar gætu tekist á þeim fundi. Er reiknað með að samningurínn verði svipaður og þeir kjarasamningar sem gerðir hafa ver- ið á vinnumarkaðinum að undan- fornu. „Ég geri mér vonir um að þetta gangi saman á þessum fundi og þá á sömu nótum og aðrir hafa verið að semja um,“ sagði Sveinn Sveinsson, formaður Sambands ís- lenskra bankamanna, í samtali við Morgunblaðið 1 gær. Sveinn gat þess ennfremur að þeir hjá samninganefnd bankamanna væru ekkert yfir sig hrifnir af þeirri stefnu, sem tekin var í þess- um kjarasamningum, en myndu þó semja á sama grundvelli, enda ekki um annað að ræða úr því sem komið er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.