Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 Guðmundur Einarsson Bandalagi jafnaðarmanna: Ekki á höttunum eftir sameiningu Sameiningartal Alþýðuflokks og Alþýðubandalags óttalegur óþarfi „MENN virðast allt f kringum okkur vera komnir á kaf í að skipu- leggja sameiningu, bæði innan Al- Agreiningur um aðgerðir RÁÐSTAFANIR í efnahagsmálum hafa verið til umræðu í rfkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna in niðurstöðu. Rætt hefur veríð um gengis- og skattabreytingar, bæði lækkanir og tilfærslur. Samkvæmt heimildum Mbl., eru stjórnarflokk- arnir ekki i eitt sittir um, hvernig afla skuli fjár til riðstafananna, ennfremur hefur gengið brösuglega að ni samstöðu innan þingflokk- anna. Þingflokkarnir ræddu málin í gærdag fram undir kvöldmatar- leytið, eftir að rfkisstjórnin hafði gengið frá ákveðnum ramma í gærmorgun. Ríkisstjórnin kemur saman til aukafundar í dag og hef- ur þingmönnum stjórnarliðsins verið tilkynnt, að þeir megi búast við þingflokkafundum yfir helg- ina. þýðuflokks og Alþýöubandalags. Okkur í Bandalagi jafnaðarmanna þykir þetta óttalegur óþarfí, því fólk- ið, sem foríngjarnir vilja sameina, er búið að ikveða sig sjálft," sagði Guðmundur Einarsson formaður þingflokks Bandalags jafnaðar- manna, er Mbl. spurði hann, hvort umræður hefðu verið f gangi um sameiningu Alþýðuflokks og Banda- lags jafnaðarmanna. Guðmundur sagði ennfremur „Framsýnt og frjálslynt fólk, sem lætur skoðanir en ekki skírteini ráða gerðum sínum, virðist mér hafa ákveðið, að gera Bandalag jafnaðarmanna að samstarfs- vettvangi sínum. Við erum ekki á höttunum eftir neinni samein- ingu.“ Guðmundur var í framhaldi af því spurður, hvort fulltrúar flokk- anna, sem hann nefndi, hefðu haft samband við þá í BJ í þessu skyni. „Nei, þeir hafa ekki gert það, en af fjölmiðlafréttum virðist það vera til umræðu hjá báðum flokk- unum á þingum þeirra um helg- ina.“ Sji Innlendan vett- vang um innan- flokksmil í Alþýðu- flokknum i miðopnu. Tónskáldi fagnad Að loknum fhitningi Sinfónfuhljómsveitar tslands i tónverkinu „Ad astra“ eftir Þorstein Hauksson i tónleikum í Hiskóiabíói í gærkvöldi var höfundur kallaður upp i sviðið. Tónleikagestir klöppuðu honum lof f lófaog cr hann i meðfylgjandi mynd ásamt stjórnandanum Karolas Trikolidis. Ljósm.: Jóhannes Long Sverrir Hermannsson iðnaðarriðherra ivarpar vetrarfund sambands rafveitna og hitaveitna í gær. Tillaga nefndar iðnaðarráðherra: Verðjöfnunargjald á raforku lækkar í 10% — og fellur alveg niður eftir fjögur ár GERT ER rið fyrir að verðjöfnunargjald i raforku verði lækkað úr 19% í kílówattstund í 10% um næstu iramót. Tveimur irum sfðar lækkar gjaldiö í 5%og eftir fjögur ir fellur það alveg niður, að því er Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, sagði í stuttu ivarpi í upphafi vetrarfundar Sambands íslenskra rafveitna og Sambands íslenskra hitaveitna f Reykjavík í gær. Tekjur ríkissjóðs af gjaldinu, sem sett var i m.a. til að tryggja rekstur Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða, verða í ir um 400 milljónir. Iðnaðarriðherra mun i næstunni gera Alþingi grein fyrir hvernig því tekju- tapi verður mætt. Aðalsteinn Guðjohnsen, formað- ur Sambands islenskra rafveitna, sagði á fundinum, að af hálfu sam- bandsins hefði verið óskað eftir því að gjaldið yrði fellt niður að fullu og öllu frá næstu áramótum. í fjár- lögum fyrir næsta ár væri gert ráð fyrir óbreyttu gjaldi, 19%, en það myndi væntanlega lækka í meðför- um þingsins, eins og nefnd skipuð af ráðherra gerði nú tillögu um. Að- alsteinn sagði að verðjöfnunar- gjaldið væri umtalsverður kostnað- arliður fyrir bæði rafveitur og hita- veitur, sem sumar borguðu háar fjárhæðir í verðjöfnunargjald af þeirri raforku, sem notuð er til dæl- ingar á heitu vatni. Iðnaðarráðherra sagði á fundin- um í gær, að raungildislækkun á orkuverði til almennings hefði á einu ári, til 1. ágúst sl., verið um 15,8% og að væntanlega gæti raun- lækkunin orðið enn meiri í fram- haldi af nýjum orkusölusamningi við ÍSAL. Miðað við verðlagsfor- sendur í dag, sagði ráðherrann, gæti sú lækkun orðið tæp 24% fram til 1. ágúst á næsta ári. „Orkubú landsins verða ekki rek- in með halla undir minni stjórn," sagði Sverrir Hermannsson. „ISAL- samningurinn mun skila drjúgum til Landsvirkjunar og vonandi verð- ur hægt að láta almenning njóta þess í lækkuðu orkuverði.“ Fóðurblandan: Setur upp fullkomna fóður- blöndunarstöð í Sundahöfn FÓÐURBLANDAN hf. er að hefja byggingu fullkominnar fóðurblöndun- arstöðvar í Sundaböfn. Fyrirhugað er að taka stöðina í notkun næsU sumar en hún verður lang fullkomnasta fóð- urblöndunarstöð landsins að sögn for- stjóra fyrírtækisins. í sumar urðu eig- endaskipti á hluta hlutabréfa í Fóður- blöndunni er Lýsi hf. seldi hlutabréf sín. Meðal kaupenda er Holtabúið hf. á Asmundarstöðum. Gunnar Jóhanns- son á Ásmundarstöðum er stjórnar- formaður og eru bændur nú með meirihluta í stjórn fyrirtækisins. Hjörleifur Jónsson, forstjóri Fóð- urblöndunnar hf., sagði í samtali við Mbl. að fóðurblöndunarstöðin yrði alveg sjálfvirk og tölvuvædd. Sagði hann að hún afkastaði 12 til 15 tonnum á klukkustund í blöndun, kögglun og sekkjun. Afköstin eru svo mikil, að sögn Hjörleifs, að nán- ast verður hægt að framleiða beint á bílana því það tekur ekki lengri tíma að framleiða fóðrið og setja á bílana en að taka pokana af brett- um. Sagði Hjörleifur að nýja stöðin skapaði mikla möguleika I fóður- framleiðslu, meðal annars yrði hægt að framleiða fóður fyrir bændur eftir þeirra eigin uppskrift- um og jöfnum höndum yrði hægt að framleiða fóður fyrir búfé og fiska. Kostnaður við fóðurblöndunar- stöðina fullbúna er áætlaður ná- lægt 40 miiljónum. Hún verður staðsett á Korngarðí í Sundahöfn, við hliðina á Kornhlöðunni sem er í eigu Fóðurblöndunnar hf. að einum þriðja hluta. Þar á Fóðurblandan skemmu fyrir og verður öll starf- semi fyrirtækisins flutt úr núver- andi húsnæði á Grandavegi inn í Sundahöfn næsta sumar. „Löglegt en siðlaust“ — segir Jón Páll Halldórsson um gengis- tryggingu afurðalána viðskiptabankanna „ÞETTA bar að með ákaflega sér- stæðum hætti. Söiusamtökunum var tilkynnt um þetta en skuldararnir, í þessu tílviki fiskvinnslan, fékk bara gögn í pósti upp á að lánum sem veitt höfðu veríð I íslenskum krón- um hefði verið breytt í erlend lán. Bankarnir hafa i sjálfu sér fulla heimild til að gera þetta, þetta er löglegt en siðlaust," sagði Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Norðurtangans bf. á ísafirði, þegar leitað var álits hans á breytingu afurðalána sjávar- útvegsins í erlend lán. „Við erum óánægðir með að viðskiptabankarnir skuli nota tækifærið þegar gengislækkun er í augsýn til að breyta öllum viðbót- arlánum yfir í erlenda viðmiðun, þannig að sá gengishagnaður sem myndast fellur að mestu bönkun- um í skaut, en ekki framleiðslu- fyrirtækjunum, sem verið hafa að framleiða vöruna með tapi megin- hluta ársins. Með þessu er verið að koma í veg fyrir að þeir sem fram- leiða vöruna geti notið þess arðs sem hún kann að gefa, þvf hann fellur milliliðunum í skaut. Sjáv- arútvegurinn fær aldrei að njóta arðsins af framleiðslu sinni. Þess vegna eru nánast öll fyrirtæki í sjávarútvegi komin á vonarvöl, sagði Jón Páll. Semjabanka menn í dag? SÁTTAFUNDUR ( kjaradeilu bankamanna og viðsemjenda þeirra var boðaður í dag, og voru líkur Uld- ar á að samningar gætu tekist á þeim fundi. Er reiknað með að samningurínn verði svipaður og þeir kjarasamningar sem gerðir hafa ver- ið á vinnumarkaðinum að undan- fornu. „Ég geri mér vonir um að þetta gangi saman á þessum fundi og þá á sömu nótum og aðrir hafa verið að semja um,“ sagði Sveinn Sveinsson, formaður Sambands ís- lenskra bankamanna, í samtali við Morgunblaðið 1 gær. Sveinn gat þess ennfremur að þeir hjá samninganefnd bankamanna væru ekkert yfir sig hrifnir af þeirri stefnu, sem tekin var í þess- um kjarasamningum, en myndu þó semja á sama grundvelli, enda ekki um annað að ræða úr því sem komið er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.