Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 3

Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. NÓVEMBER 1984 3 Hraðatakmark- anir á Vesturgötu Morgunblaðið/ Júlfus. Farseðlarnir teknir upp — íslenzku skákmennirnir sem árdegis f dag halda utan á Ólympíuskákmótið í Grikklandi hafa æft vel að undanförnu og f vikunni tólni þeir upp farseðlana til Grikklands. Sterkasta skáklandslið frá upphafi á Ólympíuleikana SAMÞYKKT hefur verið í Umferð- arnefnd Reykjavíkur og borgarráði að komið verði fyrir tveimur hraða- talunörkunum á Vesturgötu, annars vegar við Ægisgötu og hins vegar við Bræðraborgarstíg. Guttormur Þormar, yfirverk- fræðingur Umferðarnefndar Reykjavíkurborgar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hraða- takmarkanirnar yrðu með þeim hætti að gatan yrði þrengd á sama hátt og gert hefur verið t.d. á öld- ugötu. Enn hefur ekki verið ákveð- ið hvenær hafist veður handa við framkvæmdir þessar. Sem kunn- ugt er nú 30 km hámarkshraði á Vesturgötu, en Guttormur sagði að menn virtust æði oft gleyma því og væri nú ráðgert að fjölga umferðarmerkjum þar að lútandi í götunni, ökumönnum til áminn- ingar. í gær tóku gildi nokkrar breyt- ingar á umferðarrétti samkvæmt auglýsingu lögreglustjóra. Göt- unni Háaleiti, sem gengur i gegn- ENGIN niðurstaöa hefur fengist í rannsókn á orsökum þess að skut- togarinn Klakkur VE valt á hliðina við sjósetningu í skipasmíðastöð í Cuzhaven. Fulltrúar Samtogs og Tryggingamiðstöðvarinnar sem verið hafa í Cuxhaven vegna þessa máls eru nú á beimleið, en þeir telja eng- an vafa leika á því að ábyrgðin sé skipasmíðastöðvarinnar. Þýskur lögfræðingur mun gæta hagsmuna félaganna í málinu. Tryggingamiðstöðin hefur eins og kunnugt er metið tjónið á 20 til 22 milljónir. Gert verður við skip- ið í skipasmíðastöðinni þar sem um Kringlumýrina, hefur verið breytt í aðalbraut og sett hefur verið stöðvunarskylda á Bústaða- vegi við Háaleitisbraut. Að sögn Guttorms hefur óhöppum þar fjölgað mjög á síðustu árum og er ráðgert að koma þar fyrir umferð- arljósum þegar brúin yfir Kringlumýrarbraut verður full- gerð. Þá er búið að afnema stöðvun- arskylduna i Suðurhlíð sem geng- ur út á Kringlumýrarbraut fyrir sunnan Nesti en í staðinn hefur verið sett biðskylda. Akbrautin sem liggur frá götunni inn á Kringlumýrarbraut hefur nú verið lagfærð þannig að ekki þótti rétt að hafa þar lengur stöðvunar- skyldu. Við götuspottann sem liggur milli Skógarhliðar og Vatnsmýrarvegar, áður Reykja- nesbraut og gamli Laufásvegur, hefur nú verið bannað að leggja bílum en áður lokuðu kyrrstæðar bifreiðir oft allri umferð um göt- una. óhappið varð og verður byrjað á verkinu allra næstu daga. Raf- magnskerfi skipsins verður allt endurnýjað. Búið er að taka úr því alla rafmótora, gert verður við þá stærstu en skipt um þá minni. Matsalur, eldhús og íbúðir stjórn- borðsmegin i skipinu verður allt endurnýjað. Vélar skipsins verða teknar upp i svokallaða 12 ára skoðun sem hvort eð er var farin að nálgast. Einnig verður gert við ýmsa smærri hluti. Skipasmíða- stöðin áætlar að viðgerðin taki 30 til 40 vinnudaga þannig að skipið ætti að komast heim á þessu ári. ÍSLENZKA landsliðið í skák heldur utan árdegis f dag til þátttöku f Ólympíuskákmótinu, sem haldið verður í Þessalóníku f Grikklandi. Fullyrða má að aldrei hafi ísland telft fram jafnsterku landsliði í skák og nú; fjórir efstu menn eru allir með yfir 2500 Elo-stig. Helgi ólafsson teflir á 1. borði, Margeir Pétursson á 2. borði, Jó- hann Hjartarson á 3. borði og Jón L. Árnason á 4. borði. Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari er fyrsti varamaður og hinn ungi og efnilegi Karl Þorsteins hlýtur sína eldskírn i Ólympíuskákmóti, verð- ur annar varamaður. Þess má geta að Karl Þorsteins verður fulltrúi íslands á Evrópumeistaramóti unglinga i skák, sem fram fer i Groningen i Hollandi, en sem kunnugt er hlaut Karl bronzið á heimsmeistaramóti unglinga i sumar. Liðsstjóri er dr. Kristján Guðmundsson. tslenzka kvennalandsliðið teflir einnig á Ólympíuskákmótinu. Fyrir Íslands hönd tefla Guðlaug Þorsteinsdóttir á 1. borði, ólöf Þráinsdóttir á 2. borði og Sigur- laug Friðþjófsdóttir. Þráinn Guð- mundsson er liðstjóri kvenna- sveitarinnar. Þorsteinn Þorsteins- JÓHANN Hjartarson er stigahæstur íslenzkra skákmanna samkvæmt ís- lcnzka skákstiganum sem er nýkom- inn ÚL Jóhann hefur 2550 skákstig, en Helgi Ólafsson fylgir fast á eftir honum með 2545 stig. í þriðja sæti er Friðrik Ólafsson með 2530 og þeir Jón L Árnason og Margeir Péturs- son eru í 3.-4. sæti með 2510 stig. Tuttugu stigahæstu skákmenn- irnir, samkvæmt nýja íslenska skákstiganum, eru: Stig Skákir Jóhann Hjartarson 2550 420 Helgi ólafsson 2545 363 Friðrik ólafsson 2530 125 son forseti Skáksambandsins mun sitja þing FIDE. ólympíuskák- mótið hefst 17. nóvember og lýkur 5. desember. Jón Loftur Arnason 2510 306 Margeir Pétursson 2510 348 Guðm. Sigurjónsso 2475 164 Karl Þorsteins 2430 259 Jón Kristinsson 2390 173 Ingi R. Jóhannsson 2380 67 íngvar Ásmundsson 2370 168 ólafur Magnússon 2335 57 Elvar Guðmundsson 2330 331 Haukur Angantýss. 2315 162 Sævar J. Bjarnason 2310 429 Björn Þorsteinsson 2305 416 Bragi Kristjánsson 2295 140 Jóhannes G. Jónsson 2280 223 Ásgeir P. Ásbjörnss. 2275 185 Björgvin Jónsson 2265 284 Jón Torfason 2265 137 Kemur Klakkur heim fyrir jól? Ný íslenzk skákstig: Jóhann stigahæstur Sérstaklega plægö tréborð notuö til klaeoningar* Víð hjá Völundi eigum sérstakt úrval sérstaklega plægðra tréborða til klæðningar. Gagnvarin og veryuleg fura til klæðningar utanhúss. Einnig fura oggreni til klæðningar innandyra, blindneglt að sjálfsögðu. Nargar gerðir og mismunandi verðflokkar. Við plægjum einnig allar mögulegar gerðir og stærðir eftir pöntun. Sérstaklega plægðu tréborðin notuð til klæðningar eru afgreidd á Klapparstígnum en sýnishom eru einnig í Skeifunni 19. liagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar. TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF. KLAPPARSTlG 1, S(MI 18430 - SKEIFUNNI 19, SlMI 687999 * ( orðabók Menningarsjóðs, annarri útgáfu Reykjavík 1983 bls. 726, er orðið panill skýrt á þennan hátt: „sérstaklega plægð tréborð notuð til klæðningar". WIQA IWÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.