Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 5 Valtýr Péturs- son listmálari fær starfslaun borgarinnar STJÓRN Kjarvalsstaða samþykkti á fundi sínum 6. þ.m. aö veita Valtý Péturssyni listmálara starfs- laun Reykjavíkurborgar í eitt ár frá I. desember nk. 20 umsóknir bárust um starfslaunin. Þetta er í fimmta sinn sem Reykjavikurborg veitir þessi starfslaun. Fyrstur hlaut þau Magnús Tómasson 1981, síð- an Bragi Ásgeirsson 1982, þá Messíana Tómasdóttir og Ing- unn Eydal 1983, en þær fengu Valtýr Pétursson starfslaun í 6 mánuði hvor, og loks Ásgerður Búadóttir fyrir árið 1984. Ljóðasafn Þorsteins frá Hamri komið út IÐUNN hefur gefið út Ljóðasafn eftir Þorstein frá Hamri. Guðrún Svava Svavarsdóttir myndskreytti. Þetta er sjötta bókin í flokki Iðunn- ar af Ijóðasöfnum helstu samtíð- arskálda, en allar eru þær skreyttar myndum kunnra myndlistarmanna. Ljóðasafn Þorsteins frá Hamri hefur að geyma allar Ijóðabækur hans til þessa, átta að tölu. Ljóð- in eru til orðin á liðlega aldar- fjórðungi, 1956—’82. Fyrstu bók sína, f svörtum kufli, gaf hann út tvítugur, 1958, og birtist hún hér i endurskoðaðri gerð. Síðan kom Tannfé handa nýjum heimi Félagsfundur VR samþykkti samningana: Skorar á ríkisstjórnina að tryggja kaupmáttinn NÝGERÐIR kjarasamningar Vershin- armannafélags Reykjavíkur og Vinnu- veitendasambands fslands voru sam- þykktir í leynilegri atkvæðagreiðslu á félagsfundi hjá VR á miðvikudags- kvöldið. 80 greiddu atkvæði með samningunum, 20 voru á móti, en 16 seðlar voru auðir. Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, sagði i samtali við Mbl. að lokn- um fundinum, að þar hefði komið fram nokkur gagnrýni á að samn- ingurinn fæli ekki í sér ákvæði um kaupmáttartryggingu og kvaðst Magnús hafa borið þar fram svo- hljóðandi tillögu: „Félagsfundur í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, haldinn að Hótel Sögu 1984, skorar á ríkis- stjórnina að neyta allra tiltækra ráða til þess að tryggja kaupmátt þeirra kjarasamninga, sem nú hafa verið gerðir. Fundurinn vill benda á, að við gildistöku hins nýja kjara- samnings verða launataxtar félags- manna Verslunarmannafélags Reykjavíkur frá 14.000 til 23.000 krónur á mánuði. Slík laun mega ekki við því að kaupmáttur þeirra skerðist enda vandséð, að þau þurfi að valda verðbólgu f þjóðfélaginu.” Tillagan var samþykkt einróma. tveimur árum siðar. „Segja má að með þriðju bókinni, Lifandi manna landi, 1962, hafi Þorsteinn náð fullum þroska sem skáld," segir í kynningu forlagsins. „Þar hefur ljóðstíll hans öðlast per- sónulegan tón og fyllingu, jafn- vægi sem síðan hefur orðið æ ör- uggara. Málfar hans er auðugt og blæbrigðaríkt, sækir næringu í alþýðumál og gamlar bókmennt- ir, ekki síst þjóðsögur og þjóð- kvæði. Næstu bækur, Langnætti á Kaldadal og Jórvík, eru til marks um það. Þessari arfleifð er Þorsteinn einkar samlifur og hún hefur nýst honum til að yrkja ljóð sem í hnitmiðun máís og mynda birta næmt skyn á lífs- vanda samtíðarinnar. Ljóðform hans er með ýmsu móti, laust eða bundið eftir atvikum, en það hef- ur orðið æ hnitmiöaðra eins og sjá má í síðustu bókunum, Veðra- hjálmi, Fiðrinu úr sæng Dala- drottningar og Spjótalögum á spegil. 1 hógværð sinni og lág- mæltri skírskotun hitta ljóð Þorsteins tíðum beint á kviku hins ráðvillta nútímamanns. Inn- hverfur heimur þeirra verður les- andanum einkennilega nákom- inn.“ Auk ljóðanna hefur Þorsteinn frá Hamri birt þrjár skáldsögur, sagnaþætti, og fengist nokkuð við þýðingar. Ljóðasafn Þorsteins er með sama sniði og fyrri söfnin í flokknum, en þau eru eftir Hann- es Pétursson, Stefán Hörð Grímsson, Sigfús Daðason, Hannes Sigfússon og Einar Braga. Ljóðasafn Þorsteins er mest að vöxtum þessara bóka, 350 blaðsíður að stærð. Oddi prent- aði. INNLENT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.