Morgunblaðið - 16.11.1984, Side 12

Morgunblaðið - 16.11.1984, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 * Abendingar frá stjórn Skotveiðifé- lags Islands ÞETTA er sá árstími, þegar menn fara til fjalla til veiða. Sverrir Scheving Thorsteinsson, formaður Skotveiðifélags ís- lands, hafði samband við Morg- unblaðið og vildi, að gefnu til- efni, koma nokkrum ábending- um frá stjórn félagsins til þeirra sem veiðar stunda: í fyrsta lagi bendir hann á að öll veiði af vélknúnum farar- tækjum, t.d. snjósleðum, er stranglega bönnuð. í öðru lagi hvetur stjórn Skotveiðifélagsins menn til þess að fylla út rjúpna- veiðiskýrslur. Sverrir sagði einn- ig að mjög mikilvægt væri að gæta þess að allur útbúnaður sé nægilegur og í góðu lagi þegar lagt er af stað í veiðiferð. Stjórn félagsins telur mjög mikilvægt að allir veiðimenn virði rétt landeigenda. Reykjavíkur- borg afsalar sér arfi REYKJAVÍKURBORG hefur af- salað sér eignarhluta í jörðinni Ásgarði í Grímsnesi, sem Sigur- liði Kristinsson arfleiddi borg- ina að á sínum tíma. Að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra var arfurinn skil- yrtur og átti borgin samkvæmt þeim skilyrðum að setja á stofn unglingaheimili á sínum eignar- hluta. Mál þróuðust hins vegar þannig að hreppurinn nýtti for- kaupsrétt að jörðinni og átti borgin að fá ákveðna peninga- upphæð út úr búinu. Þar af leið- andi gat borgin ekki uppfyllt óskir arfleiðanda og því hefði verið ákveðið að þiggja ekki arf- inn sagði Davíð. Aðveitustöd hjá Prestbakka Á NÆSTTA ári verður hafist handa um uppsetningu aðveitu- stöðvar hjá Prestbakka á Síðu og er áætlað að framkvæmdum Ijúki að áliðnu sumri eða um haustið sama ár. Þetta kom fram í svari iðn- aðarráðherra, Sverris Her- mannssonar, við fyrirspurn frá Margréti S. Frímannsdóttur, Alþýðubandalagi. Aðveitustöðin verður sam- eign Rafmagnsveitna ríkisins og Landsvirkjunar. starfsgreinum! Álver íslenzka álfélagsins hf. í Straumsvík. Ljóamynd/Arnór i Garti. Milljónasta áltonnið framleitt í Straumsvík: Framleidsluverdmætid 40 milljarðar miðað við núverandi markaðsverð MIÐVIKUDAGINN 7. nóvember sl. náðist merkur áfangi í sögu álvers- ins í Straumsvík, en þann dag var milljónasta tonnið af áli framleitt í kerskálunum þar. Áætlað var að þessi áfangi næðist fyrr á árinu en vegna rafmagnsskömmtunar til fyrirtækisins fyrir nokkrum árum og vegna þess að draga þurfti úr framleiðslu á þessu ári vegna sölutregðu, var milljón- asta tonnið framleitt seinna en ella hefði orðið. 1 tilefni af þessum áfanga hjá ÍSAL, var öllum starfsmönnum fyrirtækisins boðið til veizlu. Þrískipta varð veizluhöldunum vegna mikils fjölda starfsmanna og hins að unnið er á vöktum í álverinu allan sólarhringinn. Ragnar S. Halldórsson forstjóri flutti nokkur orð og kom eftir- farandi fram í ávarpi hans m.a.: „Verðmæti þessara milljón tonna er i dag um 1200 milljón dollara (40 milljarðar íslenzkra króna innsk. Mbl.), var fyrir einu ári um 1600 milljónir dollara og fyrir tveimur árum um 900 milljónir. Sýnir þetta vel, hvað sveiflur hafa verið miklar á ál- markaði á undanförnum árum. ÍSAL hefur nú starfað í rúm 15 ár. Afkastageta fyrsta áfanga verksmiðjunnar var um 33 þús- und tonn á ári, og með honum einum hefði því tekið um 30 ár að framleiða milljón tonn, en eins og ykkur öllum er kunnugt hefur þremur áföngum verið bætt við frá árinu 1969, og skráð afkastageta er nú um 88 þúsund tonn á ári. Þáttur í samkomulagi því sem undirrituð voru á mánudag á milli Alusuisse og ríkisstjórnar- innar, er könnun á frekari stækkun verksmiðjunnar. Er þar gert ráð fyrir stækkun um fimmtíu af hundraði, og gæti þá tveggja milljón tonna markið náöst árið 1993, og yrðu afköstin tvöfölduð, næðust tvær milljónir tonna árið 1991. Hér er miðað við þriggja ára byggingartíma. Svo skemmtilega vill til, að einmitt í dag lagði Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra, samkomulagið fyrir Alþingi. Með því er endir bundinn á þær deilur, sem fyrrverandi iðnað- arráðherra hóf á ofanverðum vetri 1980. í fjölmiðlum hefur ranglega verið skýrt frá því, að ÍSAL greiði skaðabætur að upp- hæð 3 milljónir dollara. Hið rétta er, að skattinneign ÍSAL hjá ríkissjóði verður lækkuð um 3 milljónir dollara, sem sam- svarar vöxtum af inneigninni frá 1975, þegar síðast var samið. Þetta var samþykkt með tilliti til þess mikla kostnaðar, sem áframhaldandi málaferli hefðu haft í för með sér, og vegna þess, sem skiptir miklu máli, að leyfi hefur fengizt til stækkunar, að nánari skilyrðum uppfylltum. Ríkisstjórnin hefur jafnframt lýst yfir, að Alusuisse og ÍSAL hafi ekki í neinu brotið gegn fyrri samningum, það er ágrein- ingurinn var um skilning á samningsákvæðum. Alls hafa um 2800 manns starfað hjá fyrirtækinu. Fyrstu árin var veruleg hreyfing á hluta starfsmanna, en þetta hefur breytzt mjög hin síðari ár. Nú starfa hjá fyrirtækinu um 610 menn, og þar af hafa um 330 starfað í 10 ár eða lengur, og meðal starfsaldur allra starfs- manna fyrirtækisins er rúm 10 Starfsmenn álversins fagna milljónasta áltonninu. ár. Segir þetta sína sögu um, að hér líki mönnum vel að vinna. En margt fleira hefur áunnizt á þessum 15 árum en að skapa mikil verðmæti fyrir fyrirtæki, starfsmenn og þjóðfélag. Reynsl- an, sem starfsmenn hafa fengið við nýjan iðnað, er mikils virði, og þeir hafa átt frumkvæði að tækninýjungum, sem teknar hafa verið upp hjá öðrum fyrir- tækjum í þessum iðnaði. Sam- skipti okkar við önnur fyrirtæki í öðrum löndum hafa leitt til þess, að nú er litið á íslendinga sem fullgilda í þessum iðnaði. Þetta mun auðvelda uppbygg- ingu iðnaðar í landinu í framtíð- inni, til hagsældar fyrir þjóðina alla. í samskiptamálum stjórnenda og starfsmanna ÍSAL hefur grunnur verið lagður að mörgum nýjungum á því sviði, sem hafa orðið öðrum fyrirmynd, og einn- ig leitt til nýrra löggjafarreglna. Hjá því verður ekki komizt í stóru fyrirtæki, að ágreiningur verði um ýmis mál. Fram til þessa hefur ávallt tekizt að leysa slíkan ágreining farsællega, og sú er von okkar, að svo verði einnig í framtíðinni. Aldrei reynir eins á starfs- menn og þegar erfiðleikar steðja að í rekstri eða utanaðkomandi áhrif valda vandkvæðum. öll slík próf hafa starfsmenn ÍSAL staðizt með hinni mestu prýði. Góð samskipti, farsæl lausn ágreiningsmála og snögg við- brögð við erfiðleikum hafa stuðl- að að viðgangi fyrirtækisins og þessum áfanga, sem nú hefur náðst. Fyrir allt þetta vil ég flytja starfsmönnum ÍSAL beztu þakkir, svo og öðrum þeim, sem hafa stuðlað að framgangi fyrir- tækisins." SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Aukatónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20.30. Stjórnandi: Robert Henderson. Einsöngvari: Thomas Carey. Verkefni: Atriöi úr amerískum söngleikjum. Aðgöngumiöar í Bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og ístóni, Freyjugötu 1. Sinfóníuhljómsveit íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.