Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 17 Sjáifstæðir sjúkraþjálfarar: „Viljum fá að verð- leggja okkar vinnu sjálf‘ Komin er upp deila um launa- greiAslur millí sjúkraþjálfara sem starfa sjálfstætt annars vegar og Tryggingastofnunar ríkisins og Sjúkrasamlags Reykjavíkur hins vegar. Telja sjúkraþjálfarar að þess- ar stofnanir greiði sér ekki laun að fullu fyrir hluta þeirrar vinnu sem þeir inna af hendi. „Hér eru um 12—13% félags- manna okkar að ræða og málið BANDARÍSK flugmálaynrvöld hafa gefið út skrá yfir þær tegundir hljóðdeyfa á flugvélahreyfla, sem taldir eru fullnægja kröfum um há- vaðamörk á flugvöllum. Flugleiðir, sem fá undanþágu frá nýjum reglum um hávaðamengun er taka eiga gildi um áramót, munu kaupa hljóðdeyfa á að minnsta kosti tvær þotur sínar frá einum þeirra framleiðenda sem yfirvöld vestra hafa viðurkennt, að því er Leifur Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, sagði í gær. snýst í raun um það, að sjúkra- þjálfarar sem starfa sjálfstætt vilja fá greitt samkvæmt þeim taxta sem þeir setja upp, að þeim sé treyst fyrir því að setja rétt verð á sína þjónustu, en sjúkra- samlögin ákveði ekki hvert verðið á að vera,“ sagði Kristín Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkra- þjálfarafélags íslands, í samtali við blm. Mbl. í októberhefti svissneska flug- málatimaritsins Interavia er frétt um að McDonnell Douglas-flug- vélaverksmiðjurnar, sem m.a. hafa smíðað Atlantshafsvélar Flugleiða, hafi varað flugfélög við að setja hljóðdeyfa á hreyfla Douglas-véla sinna þar sem ekki sé sannað að deyfarnir standist þær kröfur, er bandarísk flug- málayfirvöld muni gera. Leifur Magnússon sagði að þessi viðvör- un verksmiðjanna hafi verið send út í bréfi á síðasta ári i framhaldi „í samningum Sjúkrasamlags Reykjavíkur og tryggingastofnun- ar, sem jafnframt er umboðsaðili fyrir sjúkrasamlögin úti á landi, við Félag íslenskra sjúkraþjálfara, eru fjórir taxtar. Fyrir þjónustu við þá sjúklinga sem trygginga- stofnun borgar 100% fyrir er sjálfstæðum sjúkraþjálfurum greitt samkvæmt taxta nr. 3. En fyrir þjónustu við þá sjúklinga, af yfirlýsingum forráðamanna verksmiðjanna um að þeir myndu ekki stuðla að framleiðslu flug- véla, er ekki stæðust strangari kröfur en gert var ráð fyrir við framleiðslu hljóðdeyfa fyrr á þessu ári. „Þetta er gömul frétt hjá Interavia," sagði Leifur. „Að sjálfsögðu kaupir ekkert flugfélag hljóðdeyfa, sem ekki standast ströngustu kröfur.“ sem borga sjálfir 40% gjaldsins, hefur hefur Sjúkrasamlag Reykja- víkur ákveðið að greiða aðeins samkvæmt taxta nr. 2. og mér er kunnugt um að sjúkrasamlögin eru að samræma afstöðu sína í þessum efnum," sagði Kristín. „1 þessum lægri greiðslum er ekki tekið tillit til þess tíma sem sjúklingurinn er í meðferð, heldur aðeins þess tíma, sem sjúkraþjálf- arinn heldur í hendina á honum, ef svo má að orði komast. Það hefur áður gerst, að sjúkra- þjálfarar hafa tekið við lægri greiðslu en reikningar þeirra hafa hljóðað upp á, en þar með er ekki sagt að við sættum okkur við þessa afgreiðslu mála til frambúð- ar. Við höfum reyndar lengi óskað eftir endurskoðun á samningi okkar við fyrrgreinda aðila, en hann var undirritaður 1980,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. „En óskir okkar um viðræður um samninginn hafa ekki verið teknar til greina." Er deildarstjóri sjúkratrygg- ingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins, Kristján Guðjónsson, var inntur álits á ummælum for- manns sjúkraþjálfarafélagsins kvaðst hann kannast við málið og yrði líkast til haldinn fundur um það „innanhúss“ nk. fimmtudag. „Það hefur orðið skyndileg stökkbreyting á reikningum sjúkraþjálfara og þeir eru allt í einu farnir að nota dýrari taxta í ríkara mæli en áður hefur verið,“ sagði Kristján. „En við sem þurf- um að standa skil á greiðslum af almannafé verðum að koma í veg fyrir að verið sé að bruðla mc* það.“ Basar Kven- félags Hall- grímskirkju BASAR Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldin í safnaðarheimili kirkjunnar á morgun (laugardag) og hefst kl. 14. Þar verður margt góðra muna á boðstólum, svo sem verið hefir á undanförnum árum. Fólk er hvatt til að koma og gera góð kaup og styrkja gott málefni. Byggingu Hallgrímskirkju miðar vel áfram um þessar mundir, og er það von forsvarsmanna hennar, aö smíðinni verði lokið á árinu 1986, á tvö hundruð ára afmæli Reykjavík- urborgar. Kvenfélag kirkjunnar hefir í tímans rás lagt fram mikið fé í byggingarsjóð kirkjunnar. (Frétt frá Hallgrímskirkju.) Hávaðatakmörk á flugvöllum í USA: Aðeins keyptir hljóðdeyfar sem standast ströngustu kröfur Kirkjudagur Óháða safnaðarins á sunnudag SUNNUDAGINN 18. nóvember er árlegur kirkjudagur Óháða safnað- arins og hefst hann með guðsþjón- ustu kl. 14. Við messuna mun Jóhanna El- ínborg Sveinsdóttir syngja ein- söng og Jónas Þórir Dagbjartsson leika einleik á fiðlu. Organisti er Jónas Þórir. Safnaðarpresturinn sr. Baldur Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari og Jónas Þórir leikur á orgelið. Eftir messu verða kaffiveitingar sem kvenfé- lag safnaðarins sér um. Einnig verður kvikmyndasýning fyrir börn. Óháði söfnuðurinn stendur nú á vissum tímamótum, þar sem sr. Emil Björnsson lét af þjónustu á árinu, eftir 34 ára starf, og nýr prestur tók við. Eins og áður eru reglulegar messur annan hvern sunnudag, en aðra sunnudaga eru sérstakar barnamessur. Á þessu ári hefur verið unnið að endurbót- um á kirkjunni að innan og til stendur að taka hana í gegn að utan þegar komandi vetur linar tök sín. Velunnarar kirkjunnar eru hvattir til að koma á sunnudaginn og styrkja þannig söfnuðinn, en Óháði söfnuðurinn er fríkirkju- söfnuður, þ.e. ekki í neinum skipu- lagslegum tengslum við þjóðkirkj- una, en trúargrundvöllur sá sami. Og að sjálfsögðu eru allir vel- komnir eins og ævinlega. Sr. Baldur Kristjánsson Kirkjur á landsbyggðinni Messur á sunnudag EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 og messa kl. 14. Eivind Fröen frá Noregi prédikar. Sóknarprestur. BÍLDUDALSKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umræðufund- ur kl. 14 í skólanum. Umræðu- efni: Skírnin. Sr. Dalla Þórð- ardóttir. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Hábæjar- kirkju kl. 10.30. Guðsþjónusta í Kálfholtskirkju kl. 14. Guðs- þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 16. Jakob Ágúst Hjálmarsson. VÍKURPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Vík á morgun, laugar- dag, kl. 11. Samverustund fyrir aldraða í félagsheimilinu Eyrarlandi kl. 14. Guðsþjón- usta sunnudag í Reyniskirkju kl. 14. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Sóknarprestur. ISLENSKUR HÚSBÚNAÐUR Langholtsvegi 111 sími 686605 í stað þess að fara á tíu staði þarftu nú aðeins að fara á einn stað til að sjá úrval íslenskra húsgagna og húsbúnaðar. íslenskur húsbúnaður sparar þér tíma og fyrirhöfn og auðveldar þér val á íslenskum húsbúnaði í háum gæðaflokki. Aðeins 30% útborgun og eftirstöðvar lánaðar í allt að sex mánuði. Eftirtalin fyrirtæki eru aðilar að (slenskum húsbúnaði: Álafoss, Axis, Epal, Gamla Kompaníið, Húsgagnaiðjan Hvolsvelli, Iðnaðardeild Sambandsins, Málmsteypa Ámunda Sigurðssonar, Stálhúsgagnagerð Steinars, Topphúsgögn (Smíðastofa Eyjólfs Eðvaldssonar) og Trésmiðjan Víðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.