Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 22

Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 Takið eftir Vorum aö fá nýja sendingu af okkar vinsælu Kínavörum. Verð viö allra hæfi Handmalaðir nálapuöar 36 Gleraugnahús 93 Applk. gestahandklæöi 98 Skrautdúkkur 349 Silkislæöur 407 Dömuskinnhanskar 598 Barnaskór 147 Barnanáttföt 429 Dömunáttföt 859 Dömu- og herrasloppar. stuttir 702 Dömu- og herrasloppar, Síöir895 Opið á laugardögum CHIMVÖEVe SJÓNVAL Kirkjustræti 8 - Sími 22600 iwSmh ímrmw — 'v^, ' A r—<7~ ^kwp jimssgM f&J1 -71^ //^» Viltu rýfjy upp stafsetninguna? Mjög margir finna til óöryggis þegar skrifa á bréf, útbúa skýrslu eða skrifa fundargerð. Margar og flóknar ritreglur þvælast fyrir og eru til eintómra leiðinda - á meðan viðkomandi hefur þær ekki á valdi sínu. Þessu viljum við breyta. Við viljum auka öryggi þitt gagnvart stafsetningunni og um leið frelsi þitt til að tjá þig skriflega. Þess vegna efnum við til 10 daga námskeiðs í stafsetningu dagana 26. nóvember - 9. desember. Kennt verður frá kl. 16.00-18.00 alla virka daga. Kennarar Kristín Jónsdóttir og Lilja Hilmarsdóttir. Verð kr. 3.500.- (öll kennslugögn innifalin). 20% afsláttur fyrir félaga í Stjórnunarfélagi íslands. BRALTIARHOUI4 Þátttaka tilkynnist eftir kL 13.00 í síma 10004-11109 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Sikhar í flóttamannabúöum í Delhí. Indland: Á hvaða nótur verður slegið þegar kosningabaráttan hefst? Þó að kyrrð sé nú nokkurn veginn komin á í Indlandi um sinn, óttast margir að lítið megi út af bera til að allt fari í bál og brand á ný með hörmulegum afleiðingum. Rajiv Gandhi hefur þótt sýna stjórnkænsku þessa fyrstu erfiðu daga, meðal annars í vali þeirra sem næstir honum munu starfa. Það val virðist beinast að því að sem fulltrúar sem flestra stétta og trúflokka fái að láta rödd sína hljóma — hvort svo sem á þá rödd verður hlustað og eftir henni farið. Erlendir fréttamenn furða sig á því, hversu lítið hefur verið sagt frá rannsókn morðs- ins á Indiru Gandhi. Vitað er að annar tilræðismannanna, Sat- want Singh, er á lífi, og hann mun hafa greint frá þvi við yfir- heyrslur, að morðið væri aðeins einn liður f víðtæku samsæri og síðan ætti að koma röðin aö nú- verandi forsætisráðherra. Lög- reglan er sögð vera að leita að þriðja manninum, sikha sem gengur undir nafninu Giani. Hann tók eið af Satwant Singh og Batwant Singh um aö drepa Indiru og son hennar. Giani þessi er fylgismaður Jarnail Singh Bhindranwale, leiðtoga sikha-skæruliðanna í Punjab sem féll í atlögunni á Gullna musterið í Amritsar í júnímán- uði. Talið er að Giani hafi farið úr landi um það bil tíu dögum fyrir morðið til að draga athygl- ina frá sér og er að svo komnu ekki vitað hvar hann er niður- kominn. Menn hafa einnig æskt skýr- inga á því, hvernig það mátti vera að hinn morðinginn, Bat- want Singh, snerist á sveif með hryðjuverkamönnum sikha. Hann hafði verið öryggisvörður Indiru í átta ár og var meðal þeirra samstarfsmanna hennar í öryggisvörzlunni, sem hún bar mest traust til og sýndi honum viðurkenningu sína í því að hækka hann f tign, svo að hann var kominn í innsta hring örygg- issveitanna. Þó er ekki vafi á að Rajiv Gandhi muni krefjast þess að málið verði upplýst. Sjálfur hef- ur hann sagt, að hann treysti lögreglu mæta vel til þess að honum sé ljóst, að nú þurfi að taka til hendinni svo að ind- verska þjóðin splundrist ekki í hatri og innbyrðis átökum eftir morðið. Rajiv Gandhi fór meðal ann- ars um þau hverfi í Nýju og Gömlu Delhí, sem hvað verst urðu úti f ofsóknum hindúa á Rajiv Gandhi hendur sikhum eftir atburðinn þann 31. október. Hann hefur kunngert að ákveðið hafi verið að greiða bætur fyrir og í ávörp- um sfnum til þjóðarinnar hefur hann ítrekað nú sfðustu daga, að það sé meira en ósanngjarnt, það sé beinlinis miskunnarlaust að setja alla sikha undir einn hatt og kenna þeim öllum um morðið. Rajiv er einnig nauðsyn á að sýna sikhum það í verki, að hann meini þessi orð sín. Sikhar hafa lengi verið áhrifamiklir á Ind- landi, þótt þeir séu ekki nema fáeinar milljónir af um 7—800 milljóna manna þjóð. Þeir hafa verið aðsópsmiklir f viðskiptalíf- inu og sihkar eru einnig sagðir beztu bændur landsins og hafa átt hvað drýgstan þátt í að rækt- un blómstrar þar í fylkinu og hefur farið langt í áttina til þess að Indverjar séu sjálfum sér nægir um undirstöðumatvæla- tegundir. Stjórnmálamenn á Vestur- löndum segja auðvitað eins og aðrir að Rajiv Gandhi sé ger- samlega óskrifað blað og með öllu sé óvíst, hvort hann nái því markmiði sfnu að sameina Ind- verja og bæta stöðu stétta og hópa án þess það verði á kostnað annarra stétta og hópa. Hins vegar sögðu ýmsir stjórnmála- menn, sem komu til Delhí að vera við útför Indiru og ræddu síðan við Gandhi, að hann hefði virzt mun skörulegri og ákveðn- ari í framkomu og tali en þeir höfðu átt von á. Þá þykir það jákvætt að Rajiv hefur ekki hik- að við að gera mannabreytingar í hinum ýmsu embættum, það er kannski dálítið umdeilt sums staðar, en þykir styrkleikamerki engu að síður. Eins og fram hefur komið f fréttum ætlar Rajiv Gandhi að efna til kosninga f landinu f des- ember, um mánuði fyrr en fyrir- hugað hafði verið. Stjórnar- andstaðan sem hafði myndað kosningabandalag, sérstaklega gegn Indiru Gandhi, hefur á síð- ustu vikum ekki haft sig að ráði f frammi, af augljósum ástæð- um. Þó er trúlegt að senn fari menn að hugsa sé til hreyfings og það verður án efa nokkrum erfiðleikum bundið fyrir stjórn- arandstöðuna að reka harða kosningabaráttu gegn Rajiv Gandhi. Mannorð hans er óflekkað, hann nýtur samúðar vegna fráfalls móður sinnar og fyrir að þurfa nú að axla þyngri byrðar en flestir. Hann er góður ræðumaður og gæti sýnt á sér ýmsar nýjar hliðar á næstunni sem benda til að kannski hafi það hreint ekki verið svo slæm ráðstöfun að hann tæki við. Maneka Gandhi, mágkona hans, hefur að svo komnu ekki ítrekað að hún muni bjóða sig fram i sama kjördæmi og Rajiv. Fram til þess tíma, að Indira var myrt, hafði Maneka lýst því margsinn- is yfir. Engum blandast hugur um að sú ákvörðun var fremur sprottin af hatri í garð tengda- móðurinnar og með því að klekkja á Rajiv myndi hún klekkja á Indiru. Nú er Indira ekki lengur. Þá er spurningin hvað Maneka gerir og hvort hún leitar eftir sáttum við tengda- fjölskylduna. Það er einnig for- vitnilegt að fylgjast með hvaða áhrif Rama Rao muni hafa í kosningabaráttunni. Og það verður fróðlegt íhugunarefni svona almennt, hvernig áróður stjórnarandstaðan reynir að reka gegn Rajiv Gandhi. (Heimildir mj. Obeerrer, Indim Timen o.fl.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.