Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984
Matthías Bjamason heilbrigðisráðherra:
3$ % ríkisútgjalda til heil-
brigðis- og tryggingarmála
Island er í hópi ríkja sem hafa hæst hlutfall
opinberrar fjármögnunar um skattakerfi
ÁriA 1965 var innan við fjórðungi heildarútgjalda fjárlaga, eða 24,9% varið
til beilbrigðis- og tryggingarmála. Árið 1970 var hlutfallið komið upp í 31,7%.
1975 í 33,7%. Fimm árum síðar, þegar Alþýðubandalag var í ríkisstjórn,
stendur hlutfallið enn í stað, er 33,4% í ár, 1984, er 38% heildarútgjalda
fjárlaga varið til heilbrigðis- og tryggingarmála og svipað hlutfall stendur
1985, samkvKmt fjárlagadrögum. A þremur árum hefur hlutfall heilbrigðis-
þjónustu af þjóðarframleiðslu aukizt úr 8% í 10% Skýringin er m.a. sam-
dráttur þjóðarframleiðslu en ekki í heilbrigðisþjónustu. Framangreind efnis-
atríði komu fram í þingreðu Matthíasar Bjarnarsonar í gær.
Hvernig fjárhagsvand-
inn var leystur fyrr
á árum
MATTHlAS BJARNASON, heil-
brigðisráðherra, sagði að öll ríkis-
útgjöld, til heilbrigðisþjónustu
sem annarra þátta, kölluðu á
skattheimtu, eða beinar greiðslur
almennings fyrir þjónustuna.
Flestir muna þá tíð þegar fjár-
hagsvandi almannatryggingakerf-
isins var leystur með persónulegri
sérsköttun einstaklinga.
• Fram til 1971 greiddu menn, til
viðbótar venjulegum sköttum,
sérgjöld til sjúkrasamlags og al-
mannatrygginga, sem svarar ná-
lægt 8.000 krónum á ári fyrir
hvern fullorðinn mann.
• Á þessum árum vóru, fyrir utan
beinar greiðslur til lækna og fyrir
lyf, innheimt sérstök trygginga-
iðgjöld og aðeins þau námu um
35% af heildarútgjöldum til heil-
brigðis- og tryggingarmála 1971.
• I dag greiða menn engin slík
sérstök iðgjöld vegna heilbrigðis-
þjónustu eða almannatrygginga.
Annars voru menn ýmsu vanir
af stjórnarandstöðuflokkum, með-
an þeir áttu aðild að rfkisstjórn-
um. Þegar vinstri stjórnina vant-
aði peninga 1978 skellti hún á
afturvirkum viðbótarskatti. Hún
lagði tvisvar á tekju- og eigna-
skatt það ár — á einn og sama
fyrra árs gjaldstofn, hækkaði
tekju- og eignaskatt á haustmán-
uðum um lítil 13,5% — og full-
heimti af fólki fyrir áramót. Þetta
var þegar Alþýðuflokkurinn
skauzt inn í ríkisstjórn f rúmt ár.
Hann skauzt að visu fljótt úr
stjórninni aftur. Sfðan hefur slfk
afturvirk gjaldheimta ekki verið
reynd.
ísland í fararbroddi í
heilbrigðisþjónustu
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
sagði Island komið i hóp þeirra
landa hvar hlutfall opiberrar fjár-
mögnunar gegnum skattakerfi er
hæst, eða um 90%. I þessum hópi
eru m.a. Bretland og Svfþjóð. Hjá
ýmsum löndum, sem fremst
standa í heilbrigðis- og velferðar-
þjónustu, s.s. Hollandi, Kanada og
V-Þýzkalandi, er þetta hlutfall
mun lægra, eða um 80%.
Það er mikilvægt að almenning-
ur geri sér grein fyrir því að heil-
brigðisþjónusta kostar stórfé.
Beinar greiðslur fyrir þjónustu, þó
í litlu sé, skapa útgjaldaaðhald.
Ekki var vilji fyrir því í ríkis-
stjórn, þrátt fyrir mikinn sam-
drátt þjóðartekna, að minnka
bætur almannatrygginga.
• Þvert á móti vóru bæði barna-
lífeyrir og mæðralaun hækkuð
mjög verulega i tengslum kjara-
samninga í upphafi þessa árs.
• Fram til 1. nóvember sl. námu
almennar hækkanir lffeyristrygg-
inga 12,4% á árinu, meðan verka-
mannlaun sem viðmiðunarlaun
hækkuðu aðeins um 7,1%.
• Til að mæta þeim vanda sem
skertar þjóðartekjar skapa okkur
öllum var ákveðið 1. marz sl. að
hækka einstaka bótaflokka veru-
lega umfram kaupgjaldshækkan-
ir. Þannig hækkaði tekjutrygging
og heimilisuppbót um 22,46%,
barnalífeyrir (ásamt meðlögum)
Matthías Bjarnason, heilbrigðis-
ráðherra.
um 62,38%, mæðra- og feðralaun
hækkuðu einnig (um 146% fyrir 1
barn, 83% fyrir 2 börn og 62%
fyrir þrjú börn).
• Þar að auki hefur ríkisstjórnin
með lögum um ráðstafanir f rfkis-
fjármálum 1984 breytt tekju- og
eignaskattsreglum barnafólki í
hag.
• Þessari stefnu verður haldið
áfram sagði ráðherra. „Ég hefi
falið tryggingaráði að breyta regl-
um við útreikning skerðingar-
ákvæða vegna örorkustyrks, þann-
ig, að eingöngu verði miðað við
eigin tekjur en ekki, eins og verið
hefur, að tekjur maka séu lagðar
við tekjur umsækjanda. Þessi
breyting mun taka gildi frá og
með næstu áramótum.
Greiðsla sjúkra-
kostnaðar
NOKKRAR UMRÆÐUR hafa far-
ið fram um, hvort einstaklingar
skuli taka meiri þátt í greiðslu
sjúkrakostnaðar en nú er. Það
virðist ekki ósanngjarnt að fólk,
sem fer úr fullri vinnu og á fullu
kaupi til skammdvalar á sjúkra-
húsi, greiði einhvern lítinn hluta
kostnaðar. Frá þessu var þó horf-
ið, m.a. vegna kostnaðar við inn-
heimtu.
Hinsvegar var samkomulag um
að almenningur tæki meiri þátt f
greiðslu sjúkrakostnaðar utan
sjúkrahúsa og í lyfjakostnaði en
verið hefur. Ekki má ganga of
langt í þessu efni, en skynsamleg
skattlagning stuðlar að aðhaldi f
lyfjanotkun og aðhaldi í læknis-
þjónustu. Tilgangurinn var og sá
að beina neyzlu að ódýrari inn-
lendum lyfjum.
Sjúkrasamlög greiða hinsvegar
að fullu lyf sem er nauðsynlegt að
nota við ákveðnum langvinnum
sjúkdómum. Þessi fullnaðar-
greiðsla nær til 126 lyfja og 118 að
auki, að fegnu samþykki trúnað-
arlæknis. Sjúklingar með lang-
vinna sjúkdóma ættu ekki að
þurfa að greiða oftar fyrir lyf en
3—4 sinnum á ári. Flestir fá þó lyf
sín ókeypis. Útgjöld Trygginga-
stofnunar vegna lyfja 1983 vóru
493 m.kr., auk þess sem sjúkrahús
greiddu lyf fyrir 145 m.kr.
Þessi þáttur er til endurskoðun-
ar. Sjálfsagt er breyta reglum, ef
reynsla leiðir annmarka f ljós. En
það er allra hagur að hyggilega sé
haldið á stjórnun málaflokka, sem
þungt vega í ríkisútgjöldum, það
er almennri skattheimtu, um leið
ög öryggi allra er tryggt.
Stuttar
þingfréttir
Atvinnumál fatlaðra
Geir Gunnarsson (Abl.) hef-
ur beint til félagsmálaráðherra
fyrirspurnum um fjölda fatl-
aðra, sem fengið hafa störf hjá
ríkinu á grundvelli ákvæðis í
lögum frá 1983. Hann spyr
m.a., hvort ráðherra vilji beita
sér fyrir því að í öllum auglýs-
ingum um störf hjá rfkinu
verði athygli fatlaðra, sem
endurhæfingar hafi notið, vak-
in á rétti þeirra samkvæmt til-
greindu lagaákvæði.
Söluskattur felldur
niöur af raforku til
hitaveitna?
Sverrir Sveinsson o.fl. þing-
menn flytja tillögu til þings-
ályktunar, sem feiur ríkis-
stjórninni, ef samþykkt verður,
að fella niður söluskatt af raf-
orku til vatnsdælingar hita-
veitna. I greinargerð segir að
„mikill hluti af rekstrarkostn-
aði hitaveitna sé fólgin í kaup-
um á raforku til dælingar á
vatni“.
Bygging leiguíbúða
Kristin Ástgeirsdóttir (Kvl.)
flytur tillögu um að ríkis-
stjórnin beiti sér þegar í stað
fyrir átaki f byggingu leigu-
húsnæðis. Verði varið 200
m.kr. árlega til þessa verkefnis
næstu árin. Sami þingmaður
flytur frumvarp til breytinga á
lögum um Húsnæðisstofnun
ríkisins, þess efnis, að rýmka
ákvæði um leiguíbúðir, sem nú
miðast við námsmenn, aldraða
og öryrkja, þannig að til fleiri
nái.
I greinargerð með fyrra mál-
inu segir að hér á landi séu
stórir hópar fólks sem þurfi að
leigja sér húsnæði eða hreinl-
ega vilji það heldur en að eyða
mörgum árum i kaupphlaup
við víxla og afborganir.
PLUS
Puls-Aid er fáanlegt sambyggt með ESAB
Mig/Mag suðuvélum eða sem sjálfstæð eining á
afriðla af gerðinni LAH, LAG, LAE eða Speeder
Compact.
Puls-Aid er mjög auðvelt tæki í notkun.
Með Puls-Aid næst framúrskarandi árangur t.d.
við suðu í ál. Sprautufrír Ijósbogi og
áferðarfallegar suður í öllum stellingum.
Puls-Aid gefur möguleika á að nota svera víra í
þunnt efni í álsuðu, sem þýðir minni kostnað í
vírakaupum og óþarfi að skipta um vírsverleika
við suðu á mismunandi efnisþykktum.
HEÐINN
VÉLAVERSLUN, SEUAVEGI2
REYKJAVÍK, SÍMI 24260
„4 VkUl«l »1
[ í .!•»
1 ESAB LAH 315 P
ESAB
Pétur H. Iljarnason
Markaðs-
stjóri Hörpu
PÉTUR Hafsteinn Bjarnason við-
skiptafræðingur hefur verið ráðinn
markaðsstjóri hjá Málningarverk-
smiðjunni Hörpu hf.
Pétur er 27 ára gamall. Hann
lauk prófi frá viðskiptadeild Há-
skóla íslands á sölu- og markaðs-
rannsóknasviði árið 1983 og hefur
síðan unnið sjálfstætt að mark-
aðsathugunum og ráðgjöf.
Eiginkona hans er Guðrún Guð-
jónsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Þau eiga tvö börn.
Hér er um að ræða nýtt starf
hjá Hörpu hf. Markaðsstjórinn
mun hafa allvíðtækt starfssvið, en
hlutverk hans verður m.a. að
fylgjast með þörfum markaðsins
og bæta þjónustuna gagnvart
viðskiptavinum Hörpu hf.
Spenntir gikkir
á Skaganum
Akranen, 14. nóyember.
Skagaleikflokkurinn i Akranesi
frumsýndi 2. nóvember sl. franska
gamanleikinn „Spenntir gikkir" eft-
ir Rene de Obaldia I Bíóhöllinni á
Akranesi. Þýðandi er Sveinn Einars-
son og leikstjóri Guðrún Ás-
mundsdóttir.
Leikritið segir á gamansaman
hátt frá lífi landnemafjölskyldu
og baráttu hennar við herskáa
indíána vestur { Ameríku. Það
glymja við skothvellir og indiána-
öskur, en söngur og tónlist setja
líka svip á sýninguna, því Jónas
Árnason samdi söngtexta og valdi
lög við þá. Fjögurra manna
hljómsveit flytur tónlistina undir
stjórn Lárusar Sighvatssonar.
Bjarni Þór Bjarnason teiknaði
leikmynd og sá um smíði á henni.
Með helstu hlutverk fara Kristján
E. Jónsson, sem leikur John Em-
ery Rockefeller, heimilisföðurinn,
Gerður Rafnsdóttir er Caroline
kona hans, og Guðjón Þ. Krist-
jánsson leikur heimilisvininn,
drykkfelldan lækni.
Hlynur Eggertsson sér um lýs-
ingu, en alls taka um 40 manns
þátt í sýningunni. Húsfyllir var á
frumsýningunni og var leikstjóra,
Guðrúnu Asmundsdóttur, svo og
Jónasi Árnasyni og öðrum þátt-
takendum vel fagnað í lokin.
Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, heiðraði leik-
flokkinn með nærveru sinni á ein-
ni sýningunni og lét svo ummælt
að sýningu lokinni að sér þætti
þetta sýna ákveðinn stórhug fyrir
hönd byggðarlagsins þegar tækist
að koma upp leikverki sem þessu á
Akranesi.
Þess má geta að Leikfélag
Reykjavíkur setti þetta leikrit upp
fyrir nokkrum árum undir heitinu
Indíánaleikur.
Þú sralar lestrarþörf dagsins