Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984
47
Minning:
Jón Þórarins-
son, Skörðum
Fæddur 12. nóvember 1895
Dáinn 29. október 1984
Hinn 29. október sl. lést að
heimili sínu, Skörðum í Reykja-
hreppi S-Þing., Jón Þórarinsson
bóndi þar i meira en hálfa öid. Jón
lést í svefni og bar því andlát hans
að með þeim hætti, sem hann
sjálfur hafði kosið sér helst til
handa. Svo gott og fagurlegt and-
lát fá ekki allir.
Það hlýtur að vera gæfa göml-
um, þrautreyndum, þreyttum og
lifssáttum manni að fá að sofna
þannig til hinstu hvíldar, eftir
starfsama ævi.
Jón var til moldar borinn frá
Húsavíkurkirkju þann 7. nóvem-
ber sl. að viðstöddu fjölmenni og
voru margir komnir um langan
veg til að votta honum virðingu og
þökk. Dætur hans létu sig ekki um
muna að koma allt frá Kyrra-
hafsströnd Bandaríkjanna, svo
traust er oft tryggðabandið.
Jón var maður austfirskra ætta,
fæddur 12. nóvember 1895, að Val-
þjófsstað í Fljótsdal, sonur
merkishjónanna þar séra Þórarins
Þórarinssonar og konu hans
Ragnheiðar Jónsdóttur. Æsku-
heimili hans var fjölmennt og
glaðvært mennngarheimili þar
sem fásinnið stóð utandyra gagn-
stætt því, sem víða var í ungdæmi
hans.
Jón naut góðrar uppfræðslu 1
æsku og útskrifaðist auk þess sem
búfræðingur úr Eiðaskóla. Hann
var því vel í stakk búinn hvað
menntun snerti á sinni tíð.
I sjón var Jón glæsimenni og vel
að sér um allar íþróttir. Glíman
var þjóðaríþrótt okkar Islendinga
á hans uppvaxtarárum og stund-
aði hann hana samkvæmt þvf. Að-
eins 12 ára gamall var hann i sýn-
ingarflokki glímumanna á Seyð-
isfirði í sambandi við komu Frið-
riks konungs VII og segir það
nokkuð um atgervi hans og áræði.
Þá vann hann og oft fyrstu verð-
laun í glímukeppnum á heimaslóð-
um.
Jón var stórbrotinn og litríkur
persónuleiki, sem minnisstæður er
samferðamönnum hans. Hann var
tilfinningamaður í þess orðs bestu
merkingu og sást honum oft blika
tár á hvarmi bæði í sorg og gleði.
Hann var í alvöru hryggur og i
alvöru glaður. Aldrei fór hann
dult með skoðanir sfnar, hver sem
í hlut átti og oft urðu stormsveipir
í kringum hann, sem ekki telst
undarlegt um svo stoltan skap-
brigðamann. Vini mun Jón þó
enga hafa misst þótt f brýnur
slægi, því hann var maður fús til
sátta, laus við smámuni og hvers
konar langrækni.
Jón var frjálslyndur f skoðunum
þótt ákveðinn væri og hafði sér-
lega næman skilning á hugar-
heimi barna og unglinga. Sökum
þess'eiginleika munu margir hafa
haft til hans sterkar taugar og
bundist við hann tryggðaböndum.
Jón hafði alla tíð mikla ánægju af
því, er til skemmtana horfði, svo
sem hljóðfæraleik, dansi, spilum
og söng, enda var hann frábær
spilamaður og söng í karlakórum
um árabil.
Hvers konar gleðskapur og til-
breyting frá dagsins önn var Jóni
að skapi og er ekki ofsagt, að hann
væri hrókur alls fagnaðar allt til
skapadægurs. Til marks um það
minnist ég þess, að þá faðir minn
Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxa-
mýri hugðist fara til mannfagnað-
ar var það hans fyrsta verk að
kanna, hvort nafni hans í Skörð-
um ætlaði ekki líka að fara. Svo
mikið fannst honum við liggja.
Jón í Skörðum var gæfumaður f
fjölskyldulífi sfnu. Árið 1925 gekk
hann að eiga velmennta ágætis
konu, Sólveigu Unni, dóttur hjón-
anna Jóns Ágústs Árnasonar
bónda að Skörðum í Reykjahreppi
og konu hans Þuriðar Sigurðar-
dóttur. Með þeim Jóni og Sólveigu
þótti jafnræði bæði í sjón og raun
og urðu þau samhent um alla
dóttir —
Fædd 9. september 1919
Dáin 7. nóvember 1984
Elsku amma, Rósa Guðmunds-
dóttir, er dáin. Okkur var brugðið
er okkur var tilkynnt lát hennar,
þrátt fyrir öll þau veikindi sem
hún hafði gengið f gegnum. Amma
var alltaf jafn róleg, sama á
hverju gekk og reyndist hún okkur
barnabörnunum alltaf vel og
sýndi okkur þolinmæði því henni
var gefinn stór skammtur af
henni. í mörg ár hefur amma
gengið í gegnum erfiða sjúkdóma,
en með sinni léttu lund tókst
henni að vera andlega hress og
þess vegna gerðu fæstir sér grein
fyrir hversu veik hún var.
Hún hét fullu nafni Marta Rósa
Guðmundsdóttir og var fædd f
hluti. Sólveig var gædd næmri
fegurðartilfinningu, kímni og
hlýleika, er setti svip sinn á heim-
ili þeirra hjóna, sem rómað var
fyrir gestrisni alla tíð.
Þau ungu hjónin hófu búskap á
Brekku f Fljótsdal sama vorið og
þau giftu sig og tóku jafnframt að
sér rekstur sjúkraskýlisins, sem
þar var þá, og í voru að jafnaði
4—5 sjúklingar. Auk þess var hér-
aðslæknirinn kostgangari á heim-
ili þeirra hjóna, svo nokkuð var
umleikis í upphafi og kom sér þá
vel, að Jón hafði verið ráðsmaður
á búi föður síns frá 16 ára aldri og
því enginn viðvaningur í búsýslu.
Ýmsar orsakir munu hafa legið
til þess að vorið 1926 brugðu þau
hjónin búi á Brekku og fluttu að
Skörðum í Reykjahreppi þar sem
þau tóku við búi foreldra Sólveig-
ar á hálflendu jarðarinnar.
Frumbýlisárin munu ekki hafa
verið meðlæti tómt og þeim oft
legið fja.Il í fang, enda fór þá land-
búnaðarkreppan f hönd með öllu
sínu mótlæti. Kröfurnar urðu þau
að gera til sjálfra sín og haga
Minning
Krosshúsum í Flatey á Skjálfanda
9. september 1919. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Karl
Jónsson útvegsbóndi og María
Jónasdóttir. Amma ólst upp í stór-
um systkinahóp við öll algeng
störf og var heima hjá foreldrum
sfnum fram yfir tvftugsaldur. Ár-
ið 1934—1944 vann hún f Vest-
mannaeyjum og þar kynntist hún
afa okkar, Jónatan Guðmundssyni
frá ísafirði. Hann var sonur Guð-
mundar Jónatanssonar og Daðeyj-
ar Guðmundsdóttur sem bjuggu á
Fossum í Skutulsfirði og síðar á
Isafirði. Amma og afi byrjuðu
sinn búskap á ísafirði og gengu í
hjónaband 31. desember 1945.
Árið 1948 fluttu þau til Akra-
ness og í Kópavog árið 1951. Þau
vinnudeginum samkvæmt þreki og
þörf, en ekki eftir því sem klukkan
sló hverju sinni. En vilji er stund-
um allt, sem þarf, og hann höfðu
þau Skarðahjónin. Jón var' harð-
sækinn búmaður, góður skepnu-
hirðir og sívökull yfir öllu, sem
velferð þeirra varðaði. Því blómg-
aðist þeirra bú og eignuðust þau
áður en langt leið alla jörðina, sem
þau svo ræktuðu, bættu og byggðu
í takt við tímann.
Jón var maður stéttvís og bar
hag bændastéttarinnar mjög fyrir
brjósti, enda var starf bóndans
honum nánast köllun. Hann lét fé-
lagsmál sveitar sinnar mjög til sín
taka og gengdi ýmsum trúnaði
fyrir sveitunga sína, m.a. tók hann
sæti í sveitarstjórn árið eftir að
hann kom í Skörð og gengdi því
starfi óslitið í nærfellt 40 ár, eða
þar til hann gaf þess ekki lengur
kost árið 1966. öll trúnaðarstörf
tók Jón alvarlega og gegndi þeim
af alúð.
Þau Skarðahjónin höfðu barna-
lán og varð fjögurra barna auðið,
en þau eru sem hér skal greina:
Þórarinn Ragnar, bóndi Skarða-
borg, giftur Sigurveigu Kristjáns-
dóttur bónda í Klambraseli
(Skarðaborg er nýbýli, sem þau
hjónin reistu í landi Skarða), Stef-
án Jón skólastjóri, búsettur að
Kúfhóli, Austur-Landeyjum, gift-
ur Guðrúnu Sigurðardóttur, fv.
bónda þar, Ragnheiður kaupakona
í Reykjavík, sem er annar eigandi
Guðrúnarbúðar við Rauðarárstíg
og Þuríður, sem er gift og búsett í
Kaliforniu, Bandaríkjunum.
Auk sinna barna ólu þau
Skarðahjónin upp son Ragnheiðar
dóttur sinnar. Ragnar Þór Árna-
son, sem nú er lögreglumaður, bú-
settur í Reykjavík, kvæntur Maríu
Sigmundsdóttur.
Á sólríkum sumardegi þegar
töðuilmurinn lá í loftinu minnist
I
bjuggu í Melgerði 3 uns afi lést
árið 1972 eftir langa vanheilsu.
Þau eignuðust 5 börn en tvö lét-
ust við fæðingu. Eftirlifandi börn
eru: Anna Rannveig, gift Vern-
harði Aðalsteinssyni, búsett i
ég Jóns fyrst þar sem hann með
vor í huga stóð í grænu túni og sló
með orfi og ljá af miklu kappi. Þá
voru handverkfærin bóndans,
björg og búsældin alfarið háð
mannshendinni. Nú er öldin önnur
og veit enginn hvar amboð Jóns í
Skörðum eru niður komin, enda
ganga nú óþreytandi vélar við
heyskapinn í Skörðum. Þessi
mikla breyting var eitt af því, sem
gladdi Jón á efri árum, og einn af
draumunum, sem rættust á langri
ævi.
Jón var sá lánsmaður að halda
óbiluðum skýrleika og andlegum
kröftum til hinsta dags. Upp á síð-
kastið var hann Iöngum einn (
sínu húsi og sjálfum sér nógu að
mestu. Hann fylgdist grannt með
fjölmiðlum og öllu sem fram fór,
með virkum huga og virtist ekki
annars sakna en lífsförunautar-
ins, sem hann missti fyrir tveim
árum.
Hann var sáttur við Guð og
menn og mildi ellinnar hafði mót-
að svip hans. Hann var tilbúinn að
sigla hið bráða haf, sem aðskilur
lifendur og dauða og hafði land-
sýn.
Þessar fáu línur áttu auðvitað
aldrei að vera ævisaga Jóns i
Skörðum, en e.t.v. minna þær á
það, að þæau Skarðahjónin eiga
sinn kapítula í sögu aldamóta-
kynslóðarinnar og líf þeirra var
hluti af sigurgöngu okkar fslend-
inga til betra mannlífs.
Ég tel að ég mæli fyrir munn
margra, er ég að lokum þakka Jóni
langa, ljúfa og litríka samfylgd,
sem sannfærði mig um það, að allt
fer vel í mannlegum samskiptum,
ef hjartað er gott, sem undir slær.
Afkomendum Jóns og aðstand-
endum öllum sendi ég hugheilar
samúðarkveðj ur.
Vigfús B. Jónsson
Kópavogi. Guðmundur Karl,
kvæntur Maríu Guðmundsdóttur,
búsett í Keflavík. Helgi Ellert,
kvæntur Þorgerði Einarsdóttur,
búsett í Njarðvík.
Síðustu tólf árin hefur hún búið
hjá dóttur sinni og tengdasyni í
Kópavogi.
Við biðjum guð að geyma elsku
ömmu og við vitum að nú er hún
laus við allar þrautir og búin að
hitta afa sem hún saknaði alltaf
mikið.
,Far þú í friði, friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt“
(V. Briem.)
Kveðja frá barnabörnum
- O -
Minningargrein þessi um Rósu
Guðmundsdóttur, Þinghólsbraut
34 í Kópavogi, átti að birtast hér í
blaðinu í gær. Þá urðu þau mistök
að birt var minningargrein um al-
nöfnu hinnar látnu. Biður Mbl. að-
standendur hennar velvirðingar á
mistökunum.
Rósa Guðmunds-
KÆRIRÐU ÞIG UM LÁGA
RAFMAGNSREIKNINGA?
OSRAM
Ijós og lampar eyöa broti af því rafmagni sem venjuleg
Ijós eyöa og lýsa þó margfalt meira. OSRAM flúorsent
Ijós eyöa 11 wöttum þegar þau bera 75 watta birtu. Svo
endast þau miklu lengur.
OSRAM DULUX “ handhægt Ijós þar
sem mikillar lýsingar er óskaö. Mikiö Ijósmagn, einfalt í
uppsetningu og endist framar björtustu vonum.
OSRAM CIRCOLUX — stílhreint,
fallegt Ijós sem fæst í ýmsum útfærslum, hentar
stundum í eldhús, stundum í stofu eöa hvar annars
staöar sem er - allt eftir þínum smekk.
OSRAM COMPACTA - fyrs, og
fremst nytsamt Ijós sem varpar Ijósgeislunum langt og
víöa jafnt innanhúss sem utan.
GLÓEY HF. OSRAM
LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR