Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 48
- 48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984
Sigþrúður Guðjóns-
dóttir — Minning
Fædd 15. desember 1908
Dáin 10. nóvember 1984
Góð, elskuleg og merkileg kona
er okkur Hringskonum horfin í
bili.
Ég gleymi aldrei okkar fyrstu
kynnum er ég ung og óreynd lenti
fyrir einhvers konar tilviljun í
þessum einstæða og samheldna fé-
lagsskap.
Síðan eru liðin ein 35 ár. Sig-
-þrúður tók mér frá öndverðu sem
eins konar dóttur, en um ieið sem
félaga og samstarfsmanni. Síðar
þótti mér sem við værum eðlis-
lægar vinkonur, sama og ég fann
oftlega af hennar hálfu.
f öllu okkar fjölþætta starfi inn-
an Hringsins, hvort sem var í fjár-
öflunarnefnd, sem tíðast var erfið-
ust eða skemmtinefnd, þar sem
rikti mikil katína, var Sigþrúður
jafnan hinn sami ljúfi, atorku-
sami og virðulegi leiðtogi okkar
Hringskvenna.
Ég átti því láni að fagna að
vinna með henni sem ritari
Hringsins um nokkurt skeið. Þá
kynntist ég henni bezt, bæði sem
formanni og konu. Þau ár eru mér
dýrmæt í minningunni. Hún var
einstaklega hlý kona og góð.
Heimili hennar og manns henn-
ar ólafs var sérstaklega fallegt og
bar vott um sígilda menningu.
Gestrisni þeirra var einstök. En
það var ekki ríkast í huga mér
hinar veglegu veraldlegu veitingar
er ég gekk þaðan, heldur hvað þau
höfðu veitt mér af andlegum kær-
leiksveitingum.
Af hjartans þökk og með virð-
ingu kveð ég vinkonu mína Sig-
þrúði með söknuði.
Sonum hennar og þeirra fjöl-
skyldum votta ég samúð mína.
Bryndís Jakobsdóttir
Enginn fær flúið örlög sín. Oft
kemur dauðinn sem vinur í neyð,
þegar læknavísindin standa van-
máttug gegn sjúkdómum. Þannig
var því varið með vinkonu mína,
Sigþrúði Guðjónsdóttur, sem and-
aðis 10. nóv. sl. á Landakotsspít-
ala, eftir tveggja vikna legu þar.
Við Dúa, eins og hún var kölluð
meðal vina, áttum í mörg ár sam-
leið við félagsstörf í Kvenfélaginu
Hringnum. Þar starfaði hún af
mikilli elju og dugnaði í rúm þrjá-
tíu ár. Snemma hlóðust á hana
ýmis ábyrgðarstörf innan félags-
ins. Hún vann í fjáröflunarnefnd,
var í varastjórn í 4 ár, og for-
mannsstarfi gegndi hún í 10 ár. Þá
baðst hún undan endurkjöri. Það
féll í minn hlut að taka við því
starfi eftir hana.
Ég á margar mætar minningar
frá samstarfi okkar Dúu. ÖIl
kynni mín af henni voru á einn
veg. Hún var elskuleg, heilsteypt
og samvinnuþýð kona, sem alltaf
vildi láta gott af sér leiða, sönn
friðsemdarmanneskja. Það voru
ekki stóryrðin eða illindi frá henn-
ar vörum. Dúa var mjög félags-
lynd og hafði mikinn áhuga á líkn-
armálum. Velferð Hringsins og
Barnaspítalans voru hennar
hjartans áhugamál. Hún var fé-
lagi í Oddfellow-stúkunni Berg-
þóru nr. 1 og í varastjórn Banda-
lags kvenna. Hún var gerð að heið-
ursfélaga Hringsins á 70 ára af-
mæli félagsins 1974.
{ einkalífi sínu var Dúa mikil
lánsmanneskja. Hún eignaðist
góðan og umhyggjusaman eigin-
mann, ólaf H. Jónsson forstjóra
Alliance hf., sem látinn var nokkr-
um árum á undan henni. Þau eign-
uðust 4 syni, sem allir lifa móður
sína. Samband þeirra og tengda-
dætranna fjögurra við móður og
tengdamóður tel ég að hafi verið
einstaklega gott. Dúa hafði því á
orði við mig hversu miklu barna-
láni hún ætti að fagna.
Á 75 ára afmæli sínu, 15. des-
ember sl., bauð Dúa til sín vinum
og kunningjum. Þar var að venju
veitt af mikilli rausn, afmælis-
barnið lék á alls oddi, falleg og
reisnarleg, eins og drottning i ríki
sínu, umvafin elsku og umhyggju
sona og tengdadætra. Hún bar það
ekki með sér þá að svo skammt
ætti hún eftir ólifað. Ef til vill
hefur hún þó haft hugboð um að
hverju stefndi. Hún sagði við mig:
„Maður veit aldrei hvaða afmæl-
isdagur verður manns síðasti."
Við Hringskonur allar, sem vor-
um svo lánsamar að kynnast Dúu
og starfa náið með henni, minn-
umst hennar með virðingu og
söknuði. Ég sendi sonum hennar
og fjölskyldum þeirra, svo og
bróður hennar, dr. Oddi Guðjóns-
syni og hans fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Sigþrúðar Guðjónsdóttur.
Kagnheiður Einarsdóttir
f dag kveðjum við Hringskonur
fyrrverandi formann okkar, fé-
lagskonu sem stóð í forystu Kven-
félagsins Hringsins um áratuga
skeið. Hún var ung að árum er hún
gekk í Hringinn og alltaf ung i
anda þar til yfir lauk.
Dúu þótti vænt um „félagið sitt“
eins og hún nefndi Hringinn. Hún
var friðarboði, kona sem alltaf
lagði gott til allra mála, og kom
fram fyrir hönd Hringsins með
miklum sóma á sinn elskulega og
dömulega hátt. Mér finnst félagið
okkar fátækara án Dúu.
í einkalífi var Dúa mjög ham-
ingjusöm. Hún sagði mér sjálf að
hún hefði átt skemmtilega æsku á
Bergstaðastrætinu í faðmi fjöl-
skyldu, þar sem fólki þótti vænt
hverju um annað. Eftir nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík
dvaldi hún 2 ár i Þýskalandi og
stundaði píanónám.
22. september 1931 giftist Sig-
þrúður Ólafi H. Jónssyni forstjóra
útgerðarfyrirtækisins Alliance hf.
Þar steig hún gæfuspor, þau
glæstu hjón byggðu sér bæ og
eignuðust 4 mannvænlega syni.
Synir hennar og tengdadætur
hjálpuðu og sýndu móður sinni
einstaka umhyggju, sem hún var
mjög þakklát fyrir alla tíð.
{ félagsstarfi og á ferðalögum
kynnist maður fólki vel, ég átti þvi
láni að fagna að fá að njóta sam-
veru Sigþrúðar á slikum stundum.
ÖU hennar framkoma einkenndist
af prúðmennsku og hógværð.
Kannski man ég Dúu best þegar
hún opnaði Barnaspítala Hrings-
ins fyrir 19 árum. Lítillát, örlítið
feimin, en samt eins og drottning.
Þannig lifir hún í mínum huga.
Guð blessi minningu mætrar
konu.
Sigríóur G. Johnson,
formaður Hringsins.
Frú Sigþrúður Guðjónsdóttir,
Flókagötu 33, hefur kvatt sitt
jarðvistarsvið og gengið á vit
feðra sinna. Sigþrúður fæddist á
Bergstöðum við Bergstaðastræti 6
hér í borg þann 15. desember 1908.
Foreldrar hennar voru þau önd-
vegishjónin María Guðmundsdótt-
ir frá Bergstöðum og Guðjón
Gamalíusson múrarameistari.
Ólst Sigþrúður upp á Bergstöðum
við gott atlæti ásamt tveimur
bræðrum sínum, þeim Guðmundi
arkitekt, sem nú er látinn, og dr.
Oddi, sem einn er á lifi þeirra
systkina. Eftir fermingu hóf Sig-
þrúður nám í Kvennaskólanum 1
Reykjavík, undir stjórn hinnar
mætu skólastýru frk. Ingibjargar
H. Bjarnason, og lauk þaðan prófi
með ágætiseinkun. Stundaði hún
jafnframt nám í píanóleik, en síð-
an hélt hún til Kiel í Þýskalandi
til framhaldsnáms, það var árið
1927, og lauk þaðan prófi f tón-
fræðum og píanóleik árið 1930.
Mér hefur verið tjáð að þegar hún
kom heim frá Þýskalandi hafi hún
verið svo falleg og fáguð stúlka, að
hún hafi borið af öðrum stúlkum
og verið prýði í hverjum meyjar-
hópi. Sigþrúður giftist þann 22.
september 1931 ólafi Helga Jóns-
syni, þá ungum lögfræðingi, sfðar
forstjóra Alliance hf., einkasyni
þeirra mætu hjóna Jóns ólafsson-
ar bankastjóra og alþingismanns
og konu hans Þóru Halldórsdótt-
ur, Stofnuðu þau Sigþrúður og
Ólafur heimili sitt við sömu götu
og hún fæddist við, á Bergstaða-
stræti 67, og seinna byggðu þau
sér hús við Flókagötu 33, og þar
var heimili þeirra til enda jarð-
vistar. Þau hjónin eignuðust 4
syni, sem allir eru efnismenn, gift-
ir og hafa eignast börn. Sigþrúður
var mikil móðir, góð eiginkona og
amma, sem synir hennar, eigin-
maður og ömmubörn gátu verið
hreykin af og reitt sig á f bliðu og
stríðu, og var hún sú manngerð er
gleymist ei þeim er voru svo lán-
samir að kynnast henni og eiga við
hana samskipti. Hvort það var að
starfa með henni í Kvenfélagi
Barnaspítala Hringsins, sem hún
var sjálfkjörin til forystu hjá, eða
Oddfellow-reglunni, alls staðar
var hún til góðs, hin vökula gæða-
t
Bróöir okkar,
GUÐMUNDUR HELGASON,
Túngötu 18,
Kaflavfk,
varö bráökvaddur aö heimili sinu 14. þ.m.
Matthfas Helgason,
Haukur Helgason,
Ólafur Helgason,
Jóhanna Helgadóttir,
Marfa Helgadóttir,
Sígurlaug Helgadóttir.
t
Konan mfn.
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR,
Framnesvegi 50,
lést I Borgarspitalanum mlövikudaginn 14. nóvember.
Fyrir mina hönd og barna minna,
Jón H. Grfmsson.
t HALLDÓR JÚLÍUSSON,
Arnarholti,
lést 7. nóvember. Útförin veröur gerð frá Fossvogskapellu nóvember kl. 13.30 miövikudaginn 21.
Aóstandendur.
Bróöir okkar. t ÁRS/ELL ÓLAFSSON
fré Mýrarhúsum,
veröur jarösunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 17. nóvember
kl. 11.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á dvalarheimiliö
Höföa. Fyrir hönd systkina, Halldóra Ólafsdóttir.
t
Útför
ÞORLEIFS ÓLAFS GUDMUNDSSONAR
fré Bjarnarhöfn,
Grænuhlfö 18,
fer fram frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 20. nóvember kl. 13.30.
Ólavfa Jónsdóttir, Bergþóra Eirfksdóttir.
t
Alúöarþakklr fyrir auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför
eiginmanns mins, fööur okkar og afa,
TÓMASAR S. JÓNSSONAR,
Laufvangi 16,
Hafnarfiröi.
Gróa Þorsteinsdóttir,
Elfn Tómasdóttir, Gunnar Jónasson,
Sigurlfn Tómasdóttir, Egill Bjarnason
og barnabörn.
t
Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
ELÍSABETAR MAGNÚSDÓTTUR,
Tangagötu 9,
Stykkishólmi.
Kristfn S. Björnsdóttir,
Guórún Björnsdóttir,
Elsa Björnsdóttir,
Viöar Björnsson,
Hildimundur Björnsson.
Benedikt Lérusson,
Sveinn Davfösson,
Jóhann Hannesson,
Kristfn Siguröardóttir,
t
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför
VALDIMARS KRISTJÁNSSONAR
vélvirkja.
Steinunn Valdimarsdóttir, Emil Valdimarsson,
Brynjar Valdimarsson, Bolli Valdimarsson,
Kjartan Valdimarsson, Kristjén Valdimarsson,
Ingibjörg Árnadóftir.
t
Eiginkona min og móöir okkar,
GUÐRÍDUR BÁRDARDÓTTIR
fré Jórvfk f Alftaveri,
veröur jarösungin frá Þykkvabæjarklaustursklrkju laugardaginn 17.
nóveÁiber kl. 14.00.
Guðmann ísleifsson og börn.
Lokað
i dag, föstudaginn 16. nóvember, vegna jarðarfarar
SIGÞRÚÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR.
Málflutningsskrifstofa,
Jón Ólafsson hrl.,
Skúli Pálsson hrl.