Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984
fólk í
fréttum
Jimmy Carter, fyrrum
Bandaríkjaforseti, hefur
látið lítið að sér kveða í pólitík-
inni síðan hann lét af embætti.
Um tíma vann hann að því að
rita endurminningar sínar og
sinnti svo þess utan búskapnum
þvi að hann er jarðhnetubóndi í
Georgíuríki eins og kunnugt er.
Seint í sumar og í haust var
Jimmy Carter ekki að finna á
hnetuökrunum i Georgíu heldur
í gömlu húsi i niðurníddu hverfi
i New York-borg. Þar vann hann
ásamt öðru fólki á vegum kristi-
legra samtaka, sem kallast
„Húsnæði fyrir heimilislausa"
og beita sér fyrir ódýrum hús-
byggingum fyrir fátækt fólk í
Bandarikjunum og 11 öðrum
löndum.
„Við Rosalynn vorum að velta
þvi fyrir okkur að fara i sumar-
frí til Jómfrúreyja, en svo
ákváðum við, að það væri betra
að verja þvi á þennan hátt. Við
sjáum heldur ekki eftir því.
Þetta hefur verið eftirminni-
legasti timi i lífi mínu,“ sagði
Carter þegar hann var tekinn
tali við vinnuna.
Carter mætti fyrsta morgun-
inn með öryggishjálm og tré-
smiðssvuntu og tilbúinn i slag-
inn, en það ætlaði þó ekki að
ganga vel fyrir hann að koma sér
að verki. Húsið, sem verið var að
gera upp, er í hverfi þar sem
svertingjar og fólk af spænskum
ættum er fjölmennt, og söfnuð-
ust margir fyrir utan og hrópuðu
„Jimmy, Jimmy", þannig að
Carter mátti til með að heilsa
upp á fólkið og gefa nokkrar eig-
inhandaráritanir.
Carter gerði þó öllum ljóst, að
hann væri ekki kominn til að
tala, heldur vinna og fyrr en
varði var hann kominn með
hamar í hönd og rafmagnssög og
byrjaður af fullum krafti við að
skipta um fúna bita, leggja i gólf
og gera við þakið. Að þessu vann
hann af slfkri fagmennsku að
allir undruðust og vissu þó flest-
ir, að Carter er hinn mesti völ-
undur i höndunum.
Rosalynn, kona hans, lagði
líka gjörva hönd að verki, keyrði
hjólbörur, bar inn borð og sópaði
gólfin þegar henni fannst ekki
gengið nógu vel um vinnustað-
inn.
Binn eftirmiðdaginn, þegar
vinnufélagar Carters voru enn
með hamrana á lofti, gekk hann
nokkuð frá húsinu og hitti þar
gamla konu, sem stumraði yfir
svörtum potti. Þar undir berum
himni var hún að elda sér mat,
egg og maískorn. Fimm mánuð-
um áður, þegar Carter kom til að
kynna sér fyrirhugaðar fram-
kvæmdir við húsið, hafði hann
hitt þessa sömu konu og rann
honum þá til rifja hlutskipti
hennar og annars gamals fólks i
fátækrahverfum stórborganna,
fólks, sem hvergi á höfði sínu að
halla nema í yfirgefnum og hálf-
hrundum húsum.
Framlag Carters til þessara
mála má meta í öðru en hamars-
höggum og hefluðum borðum.
Það var augljóst, að íbúunum í
hverfinu fannst mikið til um, að
fyrrverandi forseti skyldi vilja
leggja þeim lið á þennan hátt og
eygðu í því nokkurn vonarneista.
„Þetta er dásamlegt," sagði
einn íbúanna, Aron Williams, en
hans fólk hefur búið í hverfinu í
áratugi. „Þegar þessu verki er
lokið veit ég að eitthvað gerist.
Ég veit ekki hvað, bara að það
verður eitthvað dásamlegt.“
FRANK
ZAPPA
AÐ
FARA
AF
STAÐ
AFTUR
Myndin er ekki af
einum Marx-
bræðranna eins og
ætla mætti heldur er
hér á ferðinni sá
nafntogaði maður
Frank Zappa. Fyrir
nokkru efndi hann til
mikillar veislu á Kam-
ikaze-klúbbnum í New
York og hélt þar hátíð-
legt 20 ára afmæli sitt
sem rokktónlistar-
maður. Zappa hefur
raunar verið alveg að-
gerðarlaus síðustu tvö
árin en nú er hann
sem sagt að fara af
stað aftur með endur-
nýjuðum krafti.
LÁNAÐI
LINDU
LEGGINA
SÍNA
JIMMY CARTER
í BYGGINGAVINNU
Víðar hægt
að vinna
vel en í
Hvíta húsinu
Einn vinnufólaga Carters fékk sór dálitinn blund
aó vinnu lokinni en Carter notaði tímann til aö
kíkja í blöðin.
Carter heilsar hór upp ó heimilislausa konu en
hlutskipti hennar átti ekki minnstan þótt í að
hann gerðist sjólfboðaliöi ó vegum samtakanna
„Húsnssði fyrir heimilislausa".
Um miðjan september sl. var
farið að sýna í Bandríkjun-
um nýjan sjónvarpsþátt, sem
„Glitter" heitir og fjallar um
blaðamenn og annað starfslið á
samnefndu tímariti. Með aðalhlut-
verkið fer Linda Evans, sem gert
hefur garðinn frægan í
„Dynasty“-þáttunum. Linda er hin
föngulegasta kona en þrátt fyrir
það vildu áhrofendur ekki trúa
því, að það væri alltaf hún sjálf
sem sæist í myndinni. Spunnust út
af þessu miklar deilur og loksins
sáu framleiðendur sig tilneydda
til að upplýsa málið. Ahorfendur
höfðu rétt fyrir sér, þegar aðeins
sást i leggi Lindu fékk hún þá lán-
aða hjá Önnu Leight London og
einu sinni fékk hún lánaða í heilu
lagi unga stúlku að nafni Quin
Kessler, sem þykir líkjast Lindu
mjög mikið.
„Ég er leggjalöng og falleg og
ekkert lík Lindu. Hún er að vísu
laglegasta kona, en min fótastærð
er 4, hennar líklega 8 eða 8Vfe,“
sagði London í lítillæti sinu þegar
hún var spurð um leggjaleikinn i
myndinni.
Quin Kessler kom fram sem Linda en Anna Leigh
London lól sér nægja að lóna henni leggina.