Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984
15
stunda þessi störf og geta það, en
hafa ekki lokið tilskildu námi.
Skólaganga slíkra manna getur þó
verið lengri, prófin betri og upp-
fræðsluhæfileikar meiri en
kennslufræðinganna, svo sem
mörg dæmi eru um. Þetta hlýtur
að vera áhyggjuefni, ekki aðeins
vegna þess að hópur manna í þjóð-
félaginu fær ekki tiltekna vinnu
eða er sviptur henni („réttinda-
lausir" kennarar í grunnskólunum
einum eru um 500 að tölu, tæplega
fimmtungur starfandi kennara á
þessu skólastigi, og i framhalds-
skólum er þessi hópur einnig mjög
fjölmennur), heldur vegna þess, að
einokunin þr.engir kosti nemenda
og getur haft alvarleg áhrif á
menntun þeirra. Dæmi getur
skýrt hvað ég er að fara: Hugsum
okkur grunnskóla þar sem starf
íslenskukennara í efri bekkjum er
laust. Tveir hafa áhuga á starfinu,
annar þeirra hámenntaður mál-
fræðingur, sem einnig hefur lagt
stund á fslenskar bókmenntir;
hinn kennslufræðingur, sem lært
hefur eitthvað lítilsháttar í mál-
fræði og bókmenntum í Kennara-
háskólanum og lokið þaðan námi.
Þegar lögverndarákvæði hafa tek-
ið gildi er það lagaleg skylda
skólastjóra að ráða kennslufræð-
inginn til starfa, þótt hann sé
augljóslega vanhæfari en hinn.
„Með mál út af brotum gegn lög-
um þessum skal farið að hætti
opinberra rnála," segir í frumvarpi
þingmannanna þriggja.
A það verður væntanlega bent,
að menn eins og fmyndaði mál-
fræðingurinn, sem áhuga hafa á
kennslustörfum f grunnskóla eða
framhaldsskóla, geti aflað sér
kennsluréttinda með þvf að leggja
stund á nám f uppeldis- og
kennslufræði við félagsvísinda-
deild háskólans, sem tekur eitt ár.
Þetta er rétt, en veitum því at-
hygli, að eins árs viðbótarnám af
þessu tagi er ekki eins einfaldur
og sjálfsagður hlutur og ábending-
in ein gefur til kynna. Og kemur
þá að þriðju aðfinnslunni: í fyrsta
lagi er umtalsverður kostnaður af
slfku námi, jafnt fyrir rfkið (þ.e.
skattborgarana) sem einstakl-
ingana, sem í hlut eiga. í öðru lagi
má búast við þvf, að margir
menntaðir menn telji það niður-
lægjandi að setjast á skólabekk f
námsbraut þessari með þvf það er
álit mjög margra, sem til þekkja,
að „fræðin", sem þar eru iðkuð,
séu fánýt og vafasöm f meira lagi.
Hefur einn af dósentum háskólans
jafnvel nefnt þau fimbulfamb f
grein hér f blaðinu.
Fjórða aðfinnslan við lögvernd-
arfrumvörpin varðar framkvæmd-
aratriði. „Réttindalausir" kennar-
ar eru æði fjölmennir og án lið-
sinnis þeirra gætu margir skólar
utan Reykjavfkursvæðisins atls
ekki starfað með eðlilegum hætti.
Janfvel þótt lögverndun kennara-
starfsins verði látin eiga þriggja
ára aðlögunartima, svo sem þing-
mennirnir þrfr leggja til, er mjög
ósennilegt að það leysi vanda
dreifbýlisskólanna. Er undarlegt,
að skólamenn úti á landi skuli
vera jafn þögulir um þetta atriði
og raun ber vitni.
Nauðsyn gagn-
rýninnar umræðu
Fyrr var nefnt, að til að rétt-
læta lögverndun kennarastarfsins
hafi verið vitnað til lögverndar,
sem aðrar starfsstéttir hafa hlotið
á undanförnum árum, bókasafns-
fræðingar, hagfræðingar, hjúkr-
unarfræðingar, sjúkraþjálfarar
o.s.frv. Heldur virðist það hæpið
að gera ein höft að rökum fyrir
öðrum. Ákjósanlegra væri, að
lögverndarmál kennara yrði
kveikja að gagnrýninni umræðu
um atvinnuréttindi og athafna-
frelsi almennt. Á rfkið, með lög-
um, reglugerðum og leyfisveiting-
um, að hafa úrslitavald um það
hvaða störfum borgararnir mega
sinna, eða á að láta einstaklingun-
um það eftir að taka ákvörðun um
slik efni?
Cuðmuadur Magnússon er blaða-
maður i Morgunblaðinu.
Sinfóníutónleikar
Tónlist
Egill Friðleifsson
Háskólabíó 15.11. ’84.
Efnisskrá: Þorsteinn Hauksson,
„Ad astra“ fyrir kammersveit.
Carl Nielsen, Flautukonsert. Rob-
ert Schumann, Sinfónía nr. 2 f C-
dúr op. 61.
Þriðju áskriftartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitarinnar fóru
fram í Háskólabíói sl. fimmtu-
dagskvöld. Á efnisskránni voru
verk eftir þá Þorstein Hauks-
son, Carl Nielsen og Robert
Schumann. Þorsteinn Hauksson
hefur unnið að tónsmíðum sín-
um vfða um lönd, m.a. vestan
hafs, þar sem hann hefur lagt
sig eftir raf- og tölvutónlist.
Tónverkið Ad astra, sem hér
heyrðist, var samið 1982 og
frumflutt á listahátið sama ár.
Höfundur tekur fram að stöður
og hlutföll himintungla gegni
mikilvægu hlutverki í Ad astra.
Einnig að lengi hafi menn velt
fyrir sér samspili stjarnanna
við aðra þætti skynjunar okkar
á tilverunni og oft hefur verið
litið á eðli tónlistar og stærð-
fræði sem lykil til skilnings.
Höfundur tekur sig þvf til og
skrifar safn tölvuforrita við út-
færslu þessara hugmynda, sem
hann síðan notar f verk sitt.
Enda veltist Ad astra áfram
hægt en örugglega af kaldri
rökvísi án verulegra átaka-
punkta frá upphafi til enda.
Kristalglasahljómurinn f sfðari
hluta verksins gefur þvi ferskan
blæ. Ad astra virkar þvf sem
klár, vel unnin en heldur tíð-
indalitil tónsmíð. Höfundur
kann tökin á tölvunni, en mætti
gjarnan mata hana betur á blæ-
brigðamöguleikum hljómsveit-
arinnar. Ekki var annað að
heyra en flutningur tækist vel
undir frísklegri stjórn Grikkj-
ans Karolos Trikolidis.
Næst heyrðum við flautukon-
sert eftir Carl Nielsen. Það býr
ávallt mikill kraftur í verkum
Carls Nielsen. Þó hann sé oftast
staðsettur sögulega f útjaðri
hins siðrómantíska tímabils,
stendur hugur hans nær heið-
ríkju klassíkeranna. Mörgum
finnst stíll hans heldur þurr og
kaldhamraður, og er flautu-
konsertinn þar engin undan-
tekning. Og ekki bætti úr skák
að stjórnandinn tók verkið
fremur hranalegum tökum,
þannig að einleiksröddin kafn-
aði á stundum f hávaða
Þorsteinn Hauksson
hljómsveitarinnar, einkum
framan af. Bernharður Wilkin-
son er góður flautuleikari og
gerði hlutverki sfnu ágæt skil.
Tónleikunum lauk svo með ann-
arri sinfóníu Schumanns (sem
raunar er sú þriðja). Því verður
tæpast haldið fram, að þessi
hljómkviða sé meðal merkustu
tónsmiða höfundar. Honum lét
betur að fást við hin smærri
form, þar sem skáldlegt hugar-
flug hans og á stundum glæsi-
legu tilþrif nutu sín til fulls. Að
líkja þessari sinfóníu við hlið-
stæð verk Beethovens, eins og
Bernharður Wilkinson
lesa mátti f efnisskrá, er út f
hött. Þó finnast i sinfónfunni
ágætir sprettir, eins og t.d.
leiftrandi fjörugur scherzo-
þátturinn. Sem fyrr segir var
stjórnandi Karolos Trikolidis
og náði hann bærilegum tökum
á hljómsveitinni með hressileik
og ákveðni, en hefði gjarnan
einnig mátt slá á hina mildari
strengi. Þannig var viðkvæmur
þriðji þátturinn, adagio es-
pressivo, í heild of sterkt leik-
inn, þó annars staöar tækist
betur til.
Irösmidian
• 11 j
Irésmidian
vidirí®
Opiö í dag frá kl. 9—17
og á morgun.sunnu-
dag, frá kl. 14—17.
hf
HUSGAGNAVERSLUN
SMIÐJUVEGI 2 - KÓPAVOGI SÍMI 45100
SALIX
Salix barnahúsgögn eru
hönnuö meö athafna-
rými barna í huga. Þeim
er auövelt aö raöa upp
og breyta eftir þörfum,
en umfram allt eru Salix
barnahúsgögnin vönd-
uð húsgögn.
barna
húsgögn
Leðursófasett
Vorum að fá úrval af belgísk-
um leðursófasettum
Svefnsófinn tvíbreiöi
Þessi nýstárlegl svefnsófi frá
Belgíu er fyrir sannkallað
lífsnautnafólk