Morgunblaðið - 17.11.1984, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984
25
pta-
nnn
MorgunblaAið/RAX
rson, taka út fyrstu peningana úr
og leiðbeiningar um hvað á að
gera birtast á skjá tölvubankans.
Lykilnúmer er slegið inn, valið
hvort tekið er út af sparireikn-
ingi eða tékkareikningi, upphæð-
in stimpluð inn og peningarnir
koma út úr vélinni. Hámarksút-
tekt á dag er 5.000 krónur.
Forráðamenn Iðnaðarbankans
lögðu áherslu á hagræði þessarar
þjónustu og nefndu m.a. að
viðskiptavinir væru ekki bundnir
af venjulegum opnunartíma
bankans. A venjulegum af-
greiðslutíma losna menn við að
bíða eftir afgreiðslu hjá gjald-
kera, og reyndar hefur reynslan
erlendis sýnt, að fjölmargir kjósa
fremur að eiga viðskipti við
tölvubankann í stað þess að fara
til gjaldkera, þótt engin biðröð sé
hjá gjaldkeranum. Ekki þarf að
fylla út eyðublöð, nema þegar um
innlegg er að ræða. Ætla má að
biðraðir hjá gjaldkerum styttist
við notkun tölvubanka, en úttekt
í tölvubanka tekur um það bil 30
sekúndur.
Hagræðing bankans sjálfs er
mikil, að sögn þeirra Iðnaðar-
bankamanna. Má þar m.a. nefna,
aö álag á gjaldkera verður ekki
eins mikið. Notkun tölvubanka
dregur úr þörf á fleiri gjaldker-
um til afgreiðslu á álagstímum.
Meiri tími gefst hjá starfsfólki
bankans fyrir persónulega þjón-
ustu við viðskiptavini hans. Hús-
næðið nýtist betur og gert er ráð
fyrir að reikningsfærslur með
notkun tölvubanka verði ódýrari
en þær sem gjaldkerar annast,
eða með tékkum, svo eitthvð sé
nefnt. Gert er ráð fyrir að með
7.000 færslum á mánuði svari
tölvubankinn kostnaði, en mán-
aðarlegar færslur í Iðnaðarbank-
anum eru rúmar 400 þúsund.
Enn sem komið er takmarkast
þjónusta tölvubankans við úttekt
á peningum, en innan tíðar verða
aðrar aðgerðir einnig mögulegar,
svo sem að leggja inn peninga,
millifæra af einum reikningi yfir
á annan og greiða ýmis konar
reikninga. Þá er einnig gert ráð
fyrir að hægt verði að skoða
stöðu einstakra reikninga og fá
upplýsingar um vaxtakjör ein-
stakra reikningsforma eða um
gengi einstakra gjaldmiðla, svo
nokkuð sé nefnt.
svona mikið, en maður venst
þessu. Það er mikilvægt að halda
ró sinni og láta þetta ekki á sig fá.
Það fylgir starfinu að vera sífellt
að breyta um umhverfi og kynn-
ast nýju fólki. En það er einmitt
þetta sem mér finnst skemmtileg-
ast við þessi ferðalög, að kynnast
og vinna með svona mörgu fólki.-*
En þarf ekki mikinn tíma til að
læra og æfa nýtt verk?
„Ef ég þarf að læra nýtt verk á
viku, þá geri ég það. Það fer í raun
eftir því hvað ég hef langan tíma
til æfinga. Eins og ég sagði áðan
ferðast ég mikið, en ég verð alltaf
að hafa tíma til æfinga inn á
milli. Ég tek mér frí einn mánuð á
ári, í desember, til æfinga."
Hvað tekur við þegar þú ferð
héðan?
„Þegar ég fer héðan tekur við
tveggja vikna ferðalag um Banda-
ríkin. En eftir það er ég komin í
frí. Oft er ég bókuð langt fram í
tímann og næsta sumar eða haust
fer ég t.d. til Evrópu, svo það er
nóg að gera í framtíðinni," sagði
Stephanie.
Að lokum, eru píanóleikarar í
öðrum heimi, þegar þeir eru að
spila?
„Jú, ætli það sé ekki algengt.
Alla vega er það svo með mig.“
Stephanie kom til landsins sl.
miðvikudag. Fyrstu tónleikar ls-
lensku hljómsveitarinnar eru í
dag á Selfossi. „Ég hlakka mikið
til að fara þangað, því þá fæ ég
tækifæri til að sjá meira af land-
inu.“
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir NEAL ASCHERSON
Séra Popieluszko liggur hér liðið lík ( kistu sinni. Á andliti hans mátti auðveldlega greina merki þeirra
pyndinga, sem hann hafði orðið að þola.
Pólland:
Samsærið að baki morðinu
„PÓLLAND er ekki sama land og áður eftir þetta morð,“ var haft eftir
nánum samstarfsmanni Jaruzelskis hershöfðingja fyrir nokkrum dög-
um. Og víst er, að hættan á enn frekari viðsjám þar í landi hefur aukizt
við morðið á séra Popieluszko. Réttarhöldin yfir meintum morðingjum
hans eiga að fara fram fyrir borgaralegum dómstól en ekki herrétti. En
það verður sennilega útilokað að finna hina raunverulegu upphafsmenn
að morðinu. Þeir kunna að hafa verið í hópi forystumanna kommúnista-
flokksins sjálfs.
Isíðustu viku tók Jaruzelski
sjálfur að sér pólitískt eftirlit
með innanríkisráðuneyti Pól-
lands. Fram að því hafði það
verið í höndum Jerzys Milewski,
sem sæti á í forsætisráði komm-
únistaflokksins og ráðið hefur
miklu um starfsaðferðir innan-
ríkisráðuneytisins í mörg ár.
Frekari mannaskipti kunna að
vera í vændum, en eins og er, þá
er reynt að draga athygli fólks
frá innbyrðisdeilum stjórnvalda
með því að ásaka Samstöðu
harðlega fyrir að „notfæra" sér
ástandið.
Sannleikurinn er sá, að al-
menningur hefur haldið mjög
aftur af sér. „Ég þekki þjóð
mína,“ var haft eftir háttsettum
stjórnarerindreka nú í vikunni.
„Fólk byrgir hatrið djúpt innra
með sér. Eg kysi heldur, að það
fengi að brjótast út.“
Vandlega undirbúið
Samsærið sem fólst að baki
morðinu á séra Popieluszko,
tókst hins vegar ekki. Strax og
fyrstu fréttir bárust út um
morðið, virðist Jaruzelski hafa
gert sér grein fyrir því, að þar
var ekki um einangrað ofbeldis-
verk að ræða, heldur vandlega
undirbúið samsæri gegn honum.
Hann á strax að hafa gefið hluta
hersins skipun um að vera í
viðbragðsstöðu og yfirstjórn ör-
yggislögreglunnar var tekin úr
höndum innanríkisráðuneytisins
og fengin hernum í hendur.
Jafnframt var boðað til skyndi-
fundar í svonefndu þjóðvarnar-
ráði fáum klukkustundum síðar,
en það var helzta valdamiðstöðin
að baki herlögunum i landinu,
þegar þau voru sett á.
Hugsanlegt er talið, að Jaruz-
elski hafi í skyndi hitt Glemp
kardínála að máli. Þá á hers-
höfðinginn að hafa sent Jóhann-
esi Páli páfa II orðsendingu, þar
sem farið var fram á aðstoð hans
til þess að kveða niður hugsanleg
uppþot í kjölfar morðsins. Jafn-
framt var páfinn fullvissaður
um, að pólska stjórnin bæri enga
ábyrgð á morðinu og að hún
hefði fullan hug á að viðræður
milli ríkis og kirkju gætu haldið
áfram.
Er vika var liðin frá morðinu,
þá fóru hættur þær, sem Jaruz-
elski stóð frammi fyrir, að koma
í ljós. Þær stöfuðu ekki sízt frá
flokknum sjálfum. Mikill meiri-
hluti þeirra embættismanna,
sem hefur starfað í þágu flokks-
ins að aðalstarfi, elur óhjá-
kvæmilega með sér mikla
gremju yfir því, að Póllandi er í
rauninni enn stjórnað af tiltölu-
lega fámennum hópi manna úr
hernum. Breytir þar engu um,
þótt liðið sé ár síðan herlögum
var formlega aflétt í landinu.
Enda þótt pólska stjórnin telji
sig ekki vera herstjórn, þá sækir
hún samt ekki vald sitt til
kommúnistaflokksins. Þess f
stað stjórnar hún fyrir atbeina
valdastofnana rikisins og þá
fyrst og fremst lögregiunnar.
Þetta hefur valdið því, að í
mörgum héruðum hafa fram-
kvæmdastjórar flokksins á
staðnum mátt sjá á eftir því
valdi, sem þeir höfðu, f hendurn-
ar á viðkomandi lögreglustjóra.
Þá ríkir einnig mikil óánægja á
meðal embættismanna flokksins
með tilliti til áforma stjórnar-
innar um efnahagsumbætur f
landinu, þvi að þar er gert ráð
fyrir, að stjórnendur verksmiðj-
anna geti tekið mikilvægar
ákvarðanir upp á eigin spýtur,
en þurfi ekki að ráðfæra sig við
embættismenn flokksins á við-
komandi stað.
Stjórnin of lin
Margir embættismenn flokks-
ins og ýmsir menn í lögreglunni
og innanríkisráðuneytinu telja
ennfremur, að stefna Jaruzelskis
gagnvart stjórnarandstöðunni
og kirkjunni sé of lin. Sakar-
uppgjöf sú, sem fram fór i júlí, á
að hafa aukið á þessar efasemdir
gagnvart Jaruzelski, en þá var
fjölda fanga — ekki aðeins póli-
tískum föngum — heldur einnig
þúsundum venjulegra afbrota-
manna — skyndilega sleppt
lausum.
Þá er það ekkert leyndarmál,
að ráðamenn í Sovétríkjunum
eiga einnig erfitt með að skilja
stefnu Jaruzelskis hershöfð-
ingja. Því er þó haldið fram, að
Sovétmenn hafi ekki komið
nærri morðinu á séra Popiel-
uszko, enda þótt einhverjir inn-
an KGB hafi vitað, hvað var í
vændum. Stjórnvöld f Moskvu
líta samt svo á, að stjórn Jaruz-
elskis sé fjarri því að vera sú,
sem hún ætti að vera. Allt of
mikil áherzla sé lögð á viðleitni
stjórnar hans til þess að komast
að samkomulagi við kirkjuna og
sakaruppgjöfin, sem getið var
hér að framan, sé heimskulega
„frjálslynd".
Enn er ekki fyrir hendi sam-
fylking hinna óánægðu innan
stjórnar Jaruzelskis. Andstæð-
ingar hans eru klofnir vegna
■ innbyrðis samkeppni sín í milli.
En að undanskildum hernum er
valdagrundvöllur hans hættu-
lega valtur og réttarhöldin yfir
morðingjum séra Popieluszkos
eiga ekki eftir að bæta úr því.
Annars vegar mun almenningur
ala með sér grunsemdir um, að
verið sé að hilma yfir, ef ekki
verður skýrt frá öllum atriðum
samsærisins. Hins vegar á það
eftir að vekja skelfingu í Sovét-
ríkjunum, ef hafin verða opinber
réttarhöld yfir öryggislögregl-
unni í kommúnistaríki. Þá má
ekki gleyma þvf, að dauðarefsing
er f Póllandi, enda þótt svo kynni
að fara, að páfinn og kardínálinn
kynnu að fara fram á náðun.
Þrátt fyrir það að málgögn
stjórnarinnar og flokksins linni
nú ekki árásum sínum á stjórn-
arandstöðuna undir forystu
Samstöðu, þá virðist engin
hætta á óeirðum f landinu að
sinni. Svo er að sjá sem almenn-
ingur hafi sameinazt um að
virða að vettugi áskoranir hinna
harðskeyttari úr forystu Sam-
stöðu og Lech Walesa hefur á ný
tryggt sér stöðu sína þar með því
að gæta hófsemi.
Annar valkostur?
Stjórnarandstaðan er nú
vissulega í erfiðri aðstöðu. Morð-
ið hefur orðið til þess að stórefla
mátt samtakanna en samtfmis
gefið þeim yfirbragð kristilegrar
fórnarlundar, sem torveldar
þeim að notfæra sér þennan
styrk til sóknaraðgerða. Þá er
þaö einnig miklu örðugra nú en
áður að fullyrða með nokkurri
vissu, hvort fyrir hendi er nokk
ur annar kostur en Jaruzelski og
stefna hans.
Prófessor Lipinski, sem kom-
inn er yfir nírætt og er elztur
pólskra andófsmanna, hefur
skrifað hershöfðingjanum bréf
og krafizt afsagnar hans. Margir
samherjar Lipinskis telja þetta
bréf stórkostlegt en samt geymi
það litla stjórnvizku. Augljóst
sé, að á eftir Jaruzelski gætu
komið menn fast ákveðnir í að
koma á meiri ógnarstjórn en
Pólland hefur þekkt í 30 ár.
Neal Ascherson er stjórnmála-
Crétlarilari og skriíar að staðaldri
Cyrir vikublaðið Tbe óoserver í
London. Grein þess er birt nokkuð
stytL