Morgunblaðið - 17.11.1984, Side 32

Morgunblaðið - 17.11.1984, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 Þóra Sigfúsdóttir kaupmaður — Minning Fcdd 8. ígúst 1913 Dáin 28. október 1984 Kær vinkona mín, Þóra Sigfús- dóttir, er látin. Við höfum verið vinkonur í um það bil 25 ár og þar hefur aldrei borið neinn skugga á. Þóra var traustur vinur vina sinna og vildi öllum liðsinna. Oft kom ég á hið fagra og hlý- lega heimili þeirra systranna Þóru og Iðunnar. Þar var vel tekið á móti öllum af gestrisni, góðvild og glaðværð. Því var það svo oft, ef mér fannst ég vera einmana, eða ef eitthvað amaði að mér, að ég fór og heimsótti þær systur. Og alltaf fór ég frá þeim glaðari og hressari en ég kom. Það er gott að eiga slíka vini sem Þóru og Iðunni. Þóra var göfugur persónuleiki, hjálpsöm og góð og hún vann ötul- lega að heill og hamingju skyld- menna sinna. Fyrir þau var ekkert of gott og ekkert starf of mikið. Þóra átti við sjúkdóma að stríða um ævina, en hún var hetja, sem ekki kvartaði. Hún var dugleg og kjarkmikil að hverju sem hún gekk. Allt lék i höndum hennar, hvort sem það voru verslunar- störf, húsmóðurstörf eða handa- vinna. Þóra tók þátt í félagsstörfum hér á Akureyri af lifi og sál. Mikið vann hún fyrir Zontaklúbb Akur- eyrar og var þar góður og vinsæll félagi. Þóra hvarf frá okkur of fljótt. En minning hennar mun lifa i hjörtum okkar og við erum þakk- lát fyrir að hafa átt hana að vini. Nú, þegar hún hverfur yfir móð- una miklu, munu foreldrar hennar taka á móti henni á ströndinni hinum megin og leiða hana inn í ljós og dýrð drottins. Guð gefi Þóru sinn kærleika, sína gleði og sinn frið. Hólmfríður Jónsdóttir Skammt hefur nú orðið stórra högga á milli i litla félaginu okkar, Zontaklúbbi Akureyrar. Söknuður okkar vegna láts Mar- grétar Hallgrímsdóttur 18. júlí sl. er enn ferskur, er við verðum aft- ur að sjá á bak kærri vinkonu, Þóru Sigfúsdóttur, yfir móðuna miklu. Þór lést í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 28. október sl. eftir erfiða skurðaðgerð og nokkurra vikna hetjulega baráttu við mann- inn með ljáinn, sem ævinlega ber sigur úr býtum að lokum. Eftir minningarathöfn í Akureyrar- kirkju föstudaginn 2. nóvember var Þóra jarðsungin frá Stærra- Árskógskirkju laugardaginn 3. nóvember að viðstöddu fjölmenni á báðum stöðum. Þóra hét fullu nafni Þóra Ág- ústa Sigfúsdóttir. Hún var fædd í Rauðuvík á Árskógssandi, dóttir hjónanna Guðlaugar Ásmunds- dóttur ættaðri úr Þingeyjarsýslu og Sigfúsar Valtýs Þorsteinsson- ar, sem var eyfirskur að ætt og uppruna. Þegar Þóra var á öðru aldursári fluttu foreldrar hennar að Syðra-Kálfskinni í Árskógs- hreppi, og þar ólst hún upp ásamt þremur systkinum. Elst systkin- anna er Iðunn, önnur í röðinni var Þóra, þriðji er Bragi, og Bára er yngst. Liðlega tvftug að aldri flutti Þóra til Akureyrar og átti þar heima síðan. Hún vann fyrst við sauma með Iðunni systur sinni, sem áður var flutt til Akureyrar, hafði lært kjólasaum og getið sér góðan orðstír í þeirri grein. Sama ár komu þær systur sér upp nota- legu heimili hér í bæ, fyrst í leigu- íbúðum en síðar i eigin húsnæði á Gilsbakkavegi 9. Kjólasaumurinn átti ekki sér- lega vel við Þóru, svo að hún réðst til verslunarstarfa hjá Eyþóri Tómassyni, sem átti verslunina „London" í Skipagötu. Þóra varð síðan verslunarstjóri hjá Eyþóri og keypti loks verslunina. Versl- unina London rak Þóra í nokkur ár, en flutti sig svo upp í Hafnar- stræti og setti þar á stofn álna- vöruverslunina „Rún“, sem hún rak í mörg ár. Þegar konur nenntu ekki lengur að sauma á sig og börnin og óskuðu heldur eftir að fá allt tilbúið, minnkaði að sjálf- sögðu sala á álnavöru. Kéyptu þær systur þá saman „Barnafataversl- unina Ásbyrgi". Ráku þær svo báðar verslanirnar, Rún og Ás- byrgi, í nokkur ár, en síðustu árin hafa þær aðeins átt „Verslunina Ásbyrgi". Þóra var ákaflega félagslynd kona og vann mikið að félagsmál- um. Hún var í Styrktarfélagi þroskaheftra og formaður þess fé- lags um tíma. Einnig var hún í Sjálfstæðiskvennafélaginu Vörn og í Slysavarnafélaginu. Þóra gekk í Zontaklúbb Akureyri 21. mars 1961. Þar hefur hún ævin- lega verið mjög virkur félagi og unnið mikið ( nefndum. Hún var m.a. lengi í Nonnanefnd og for- maður þeirrar nefndar um skeið. Hag og sóma Zontaklúbbsins bar Þóra ávallt mjög fyrir brjósti og þyrfti klúbburinn einhvers við sparaði hún hvorki fé né fyrir- höfn. Formaður Zontaklúbbs Ak- ureyrar var Þóra 1968—1969 og aftur 1973—1974. Nánustu vinkon- um sínum innan klúbbsins var Þóra ómetanleg. Þær voru ævin- lega velkomnar til hennar með vandamál sín stór og smá og aldr- ei brugðust þeim holl ráð Þóru og hughreysting. En vinir voru einn- ig velkomnir á heimili þeirra systra Iðunnar og Þóru til að gleðjast og er skemmst að minn- ast ógleymanlegrar kvöldstundar er við áttum á Gilsbakkavegi 9 í sjötugsafmæli Þóru 8. ágúst 1983, en þangað höfðum við fjölmennt. Og þegar við kvöddum loksins vonuðum við svo sannarlega að við ættum fleiri slíkar kvöldstundir í vændum. En enginn má sköpum renna. Þeim válegu tíðindum að hún gengi með ólæknandi sjúk- dóm tók Þóra með því æðruleysi og þeirri rósemd sem henni var lagin. Hafði ævinlega tekið örlög- um sínum möglunarlaust og oft verið veik áður meðal annars verið berklaveik á yngri árum. Þó naut Þóra lífsins í ríkum mæli og átti ótal verkefnum ólok- ið. Nú er leiðir skilur að sinni þökkum við okkar elskulegu vin- konu aldarfjórðungs samstarf, tryggð og vináttu og óskum henni góðrar ferðar til æðri heimkynna. Systkinum Þóru, systurbörnum og öðrum vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Zontasystur í Zontaklúbbi Akureyrar. ISLENSKUR HÚSBÚNAÐUR Langholtsvegi 111 sími 686605 í stað þess að fara á tíu staði þarftu nú aðeins að fara á einn stað til að sjá úrval íslenskra húsgagna og húsbúnaðar. íslenskur húsbúnaður sparar þér tíma og fyrirhöfn og auðveldar þér val á íslenskum húsbúnaði í háum gæðaflokki. Aðeins 30% útborgun og eftirstöðvar lánaðar í allt að sex mánuði. Eftirtalin fyrirtæki eru aðilar að íslenskum húsbúnaði: Álafoss, Axis, Epal, Gamla Kompaníið, Húsgagnaiðjan Hvolsvelli, Iðnaðardeild Sambandsins, Málmsteypa Ámunda Sigurðssonar, Stálhúsgagnagerð Steinars, Topphúsgögn (Smíðastofa Eyjólfs Eðvaldssonar) og Trésmiðjan Viðir. Guðný Friðbjarnar- dóttir — Minning Það var þriðjudaginn 6. nóv- ember að mér barst sú fregn að amma mín, Guðný Friðbjarnar- dóttir, væri látin. Það er alltaf erfitt að sætta sig við dauðann þegar þeir sem manni eru kærir verða fyrir honum, þó svo að tæpast sé hægt að segja að hann hafi i þetta sinn komið mjög óvænt, því hún hafði átt við van- heilsu að stríða alllengi og mjög veik síðustu dagana. Guðný amma, en það var hún kölluð af okkur barnabörnunum, fæddist 1. júli 1902 að Kaðalstöð- um í Fjörðum, Suður-Þingeyjar- sýslu. Hún er ein af tíu systkinum sem öll eru nú látin að einum bróður undanskildum, Sigurbirni. Mér er sagt að amma hafi alist upp í fátækt og hafi farið mjög snemma að vinna fyrir sér enda systkinin mörg og faðir hennar, langafi minn, missti heilsuna af slysförum fyrir aldur fram. Hún var í bernsku lengi í Hrísey og síðar á Hjalteyri við Eyjafjörð, síðar var hún á Víkingavatni f Kelduhverfi og bjó einnig fá ár með bræðrum sínum á Sandhólum á Tjörnesi. Arið 1929 gekk hún í Kvenna- skólann i Reykjavík, hún réðst sem kaupakona að Klausturhólum í Grímsnesi um vorið 1930 og þar kynntist hún eiginmanni sínum og afa mínum Björgvini Magnússyni og giftust þau 1931. Afi minn lést 11. febrúar 1964. í Klausturhólum var lengst af mannmargt heimili og þar þurfti því duglega konu til að stjórna heimilishaldi og það var amma mín á meðan kraftar entust og heilsa leyfði. Hún tók til sín á heimilið móður sína og bjó henni þar gott ævikvöld, þá var einnig á heimili hennar og afa Magnús langafi minn, mjög farinn að heilsu síðasta áratuginn sem hann lifði, og kom umönnun hans mest á Guðnýju ömmu. Mínar fyrstu minningar um Guðnýju ömmu voru þær að hún kenndi mér vísur og bænir og söng fyrir mig, hún virtist alltaf hafa nógan tíma fyrir okkur krakkana. Hún hefur vafalaust oft ávitað mig enda kannski full þörf á því en ég man aldrei eftir að hún væri reið við mig, en við krakkarnir fundum fljótt þegar festa var i orðum hennar og við gegndum umyrðalaust. Hún áminnti okkur að segja alltaf satt og vera heiðarleg, það var hennar lífsmáti. Eins og áður er sagt átti Guðný amma við mikla vanheilsu að stríða síðustu árin, hún hafði nú i tæpt ár verið á Hrafnistu og naut þar ágætrar umönnunar. Hún verður nú flutt heim og jarðsett við hlið afa mins i Klaust- urhólakirkj ugarði. Ég vil að endingu láta hér fylgja lítið ljóð eftir Davíð Stefánsson sem var hennar uppáhaldsskáld. Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vðku sér. Björgvin Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.