Morgunblaðið - 17.11.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984
47
,Er kalt á íslandi... 7“ var spurningin, sem lögð var fyrir Berglind.
Sfmamynd Morgunblaöiö/Friöþjófur
Stúlka frá Venezuela valin Ungfrú Heimur:
Berglind Johansen
meðal 15 fegurstu
Loadaa, 16. DÓTember, frá SkapU Hallgrfmnrni, blaiuunai Morfunblabnins.
UNGFRÚ heimur var kjörin og krýnd í 34. skipti í Royal Albert Hall hér
í Londopn á fimmtudagskvöldið. Að þessu sinni varð fyrir valinu Ungfrú
Venezuela, Astrid Carolina Herrera Irazabal. Úrslitin voru nokkuð
óvænL Mikill meiribluti hafði spáð sigri fulltrúa Brazilíu, hávaxinni og
tignarlegri dömu, en er upp var staðið var hún ekki meðal fimm efstu.
Ungfrú Island, Berlind Johansen, var valin í hópi fimmtán efstu. Þegar
fækkað var niður í sjö féll hún úr hópnum.
Athöfnin i Royal Albert Hall
var tímasett frá kl. 19:52 til kl.
21:50 og má segja að tímasetn-
ingin hafi staðist upp á minútu.
Það var Eric Morley, aðal-
framkvæmdastjóri Miss World-
keppninnar, sem setti athöfnina.
Síðan komu stúlkurnar 72 fram
á sviðið hver af annarri, klæddar
kvöldkjólum. Eftir að þær höfðu
verið kynntar fyrir áhorfendum
sungu þær saman lagið „A Song
For the World“. Eftir stutt hlé
komu stúlkurnar fram á ný i
sundbolum og siðan var komið
að „spennuatriðinu": fimmtán
skyldu valdar úr.
Berglind meðal
flmmtán efstu
Milli 20 og 30 íslendingar
fylgdust með keppninni i Royal
Albert Hall, fleiri en nokkru
sinni fyrr. Þeir voru ekki siður
eftirvæningarfullir en aðrir.
Yrði Berglind meðal þeirra út-
völdu eður ei? Nokkur andartök
liðu - og, jú, þarna var hún í
miðjum hópnum i svörtum,
glitrandi kvöldkjól og svörtum
skóm. Stúlkunum var fagnað
innilega en siðan skiptu þær af-
tur um föt og fóru í sundbolina.
Á meðan hófst bein sjónvarps-
útsending til tuttugu landa og er
áætlað að 500-600 milljónir
manna hafi fylgst með keppn-
inni á þann hátt. Dómararnir
níu voru kynntir i upphafi sjó-
nvarpsendingarinnar en í þeirra
hópi voru meðal annarra sænska
leikkonan Mary Stavin, sem
kjörin var Ungfrú heimur 1977,
Mike Reed, frægur útvarpsmað-
ur í Bretlandi, Stirling Moss,
kappaksturshetja hér i landi,
Oleg Cassini, heimsfrægur fata-
hönnuður, söngkonan Ceryl Bak-
er úr söngsveitinni Bucks Fizz og
Eric Morley.
Sjónvarpsáhorfendur um all-
an heim fengu þvi næst, ásamt
okkur áhorfendum í Royal Al-
bert Hall, að sjá stúlkurnar aft-
ur á kvöldkjólum. Var hver og
ein þá kynnt sérstaklega og lít-
illega rætt við þær. Aðeins ein
þeirra talaði ekki ensku —
Ungfrú Venezúela — sem
skömmu síðar grét gleðitárum
með kórónuna á höfðinu. Fyrir
Berglindi Johansen var lögð
spurning, sem islenskir ferða-
menn kannast vel við — hvort
ekki væri kalt á íslandi. „Nei,
veðurfarið þar er mjög svipað og
hér í London, nafnið gefur lík-
lega villandi mynd af landinu,"
svaraði hún.
Fegurðardrottningar
heimsálfanna
Annað „spennuatriðið" nálg-
aðist. Sjö stúlkur voru nú valdar
úr. „Ungfrú Astralia ... Braz-
ilía... Bretland... Venezú-
ela... “ Upptalningu þularins
lauk og nú styttist óðfluga í að
endanleg úrsíit yrðu tilkynnt.
Fimm stúlkur voru loks kaliaðar
fram á sviðið og útnefnd fegurð-
Bcrglind Johansen, Ungfrú Island,
á sviðinu í Royal Albert Hall.
Ungfrú Heimur, Astrid Caroline Herrera Irizabal, tekur við hamingjuósk-
um eftir krýninguna.
ardrottning hverrar heimsálfu.
Það var Eric Morley sem kynnti
þennan þátt keppninnar. Feg-
urðardrottning Afríku var kjör-
in fegurðardrottning Kenya,
fulltrúi Venezúela var útnefnd
fegurst amerísku stúlknanna,
ungfrú Bretland fyrir Evrópu,
israelska stúlkan fyrir Asiu og
fegurðardrottning Ástralíu var
útnefnd fegurðardrottning Eyja-
álfu. Einhver þessara fegurðar-
dísa hlaut að verða Ungfrú
Heimur 1984.
Morley byrjaði á þriðja sæt-
inu, sem féll í hlut áströlsku
stúlkunnar. í öðru sæti varð
Ungfrú Kanada og fegurðar-
drottning heimsins varð stúlkan
frá Venezúela. Hún var því næst
krýnd og leidd til hásætis,
íklædd hvftum kjól, þröngum
niður að mitti með viðu pilsi.
Gljásvart hárið liðaðist niður á
herðar og rauður varaliturinn
fór vel við.
Ég sagði fyrr að úrslitin hefðu
komið á óvart enda sýndist
Astrid Herreraekki sigur-
strangleg i upphafi. Eftir þvi
sem hún kom oftar fram óx hún
í áliti og var vafalaust vel að
sigrinum komin eins og margar
stúlknanna hefðu einnig verið.
Hin nýkrýnda drottning fann
fljótlega smjörþefinn af því
hversu mikið hún á eftir að vera
í sviðsljósinu næstu tólf mánuði.
Ljósmyndarar, sem voru fjöl-
margir í salnum, þutu i átt til
hennar, allir vildu verða fyrstir
til að fá mynd og frumskógarlög-
málið gilti, olnbogarnir óspart
notaðir ef stugga þurfti næsta
manni burt og minnstu munaði
að sumir væru troðnir undir.
Islandskynning
í skrá, sem gefin var út í
tengslum við keppnina, var sér-
stök íslandskynning á tveimur
síðum rituð af Baldvin Jónssyni,
umboðsmanni Miss World-
keppninnar á fslandi. ísland var
eina landið er hlaut slika auglýs-
ingu í skránni. Grein Baldvins,
„fsland og Miss World-keppnin“,
segir frá Fegurðarsamkeppni ís-
lands og einnig lýsir hann landi
og þjóð. Breska stúlkan Sarah-
Jane Hutt, Ungfrú heimur 1983,
sem kom fram á sviðið í gær-
kvöld og rætt var við um um at-
burði siðastliðins árs, segir m.a.
í viðtali i skránni: „Ég var mjög
ánægð með að vera boðin til fs-
lands, því þá gafst mér tækifæri
til að endurnýja kunningsskap
minn við Unni (Steinsson, Feg-
urðardrottningu fslands 1983) og
fjölskyldu hennar, sem var mjög
indæl.“ Hún sagðist hafa verið
viðstödd Fegurðarsamkeppni ís-
lands sl. vor og hafi það verið
mjög ánægjulegt kvöld. Sarah-
Jane segir alla, sem hún hafi hitt
á fslandi, sem og annars staðar,
hafa verið indæla og látið henni
líða eins og heima hjá sér.
Þess má að lokum geta, að á
fundi í gær hjá Evrópusamtök-
um fegurðarkeppna var ákveðið
að einn dómaranna i keppninni
„Ungfrú Evrópa", sem haldin
verður í mars á næsta ári, verði
frá fslandi.
Kaupmenn — Kaupfelög
Getum selt barnafatnað og -skó
í heildsölu úti á landsbyggöinni.
ÁRMÚLA1A