Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 4

Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 4
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Dr. Steinunn Bækkeskov, íslensk vís- indakona í Kaupmannahöfn, hefur unnið við rannsóknir á orsökum syk- ursýki og komist að merkum niður- stöðum Dr. Steinunn Bækkeskov Ljósm./Árni Sæberg. og mælt mótefnin í blóði þeirra. 1 hópnum voru m.a. eineggja tvíbur- ar, annar þeirra sykursjúkur. Syk- ursýki er arfgeng, en ekki er vitað hvernig hún erfist. Vissir erfða- eiginleikar verða að vera fyrir hendi. Þannig eru t.d. 50% líkur á því að ef eineggja tvíburi fái syk- ursýki þá fái hinn hana líka. Bf erfðaeiginleikarnir réðu þessu al- veg fengju báðir sykursýkina, en það verður greinilega fleira að koma til, einhverjir umhverfis- þættir, þar hefur t.d. verið bent á bakteríur, veirur og eiturefni sem mögulegar orsakir. Við tókum blóðsýni úr tvíburun- Verður hægt að koma í veg fyrir sykursýki? Islensk kona uppgötvar efni til greiningar á sykursýki. Þessa fyrirsögn mátti sjá í Morgunblaðinu þann 24. júli sl. og vakti hún að vonum talsverða athygli. Konan í umræddri frétt, Dr. Steinunn Bækkeskov, var hér á ferð í síðustu viku á vegum Félags í Innkirtlafræði og Nordisk Insul- in og flutti fyrirlestur um rann- sóknir sínar. Við litum inn á fyrir- lesturinn sem haldinn var í Hjúkrunarskólanum á Landspít- alalóðinni. Salurinn var þéttsetinn fólki, flestir klæddir hvítum sloppum, læknar, líffræðingar og rannsóknarfólk. Áheyrendur gáfu fyrirlesara gott hljóð, en í kring- um okkur aftast í salnum mátti þó annað veifið greina lágvær kallhljóð frá þartilgerðum tækj- um sem sumir voru með einhvers- staðar í brjóstvasanum. Þeir sem voru á vakt iétu sig greinilega ekki vanta, hurfu hinsvegar annað slagið úr salnum og biðröð mynd- aðist fyrir framan simann á gang- inum. Ýmis ókennileg orð flugu um salinn sem við leikmenn kunn- um lítil skil á, við mæltum okkur mót við Steinunni að fyrirlestrin- um loknum og báðum hana að segja okkur nánar frá rannsókn- um hennar og störfum. Steinunn vinnur við Hagedorn Forskningslaboratorium í Kaup- mannahöfn, en þar hefur hún unn- ið frá 1979. Hún er dóttir Þorgerð- ar Árnadóttir og Þórhalls Jónsson- ar, alin upp á Akureyri hjá móð- ur sinni og fósturföður Hirti Ei- ríkssyni. Steinunn lauk stúdents- prófi úr stærðfræðideild Mennta- skólans á Akureyri 1968 og fór þá beint til Kaupmannahafnar. „Ég ætlaði mér upphaflega að fara í stærðfræði og bókmenntir," segir hún, „en það var ekki hægt í þá daga, þó það sé búið að breyta þessu núna." Fyrsta veturinn var hún því við nám í eðlis- og efnafræði, en snéri sér að lífefnafræðinni þar næsta vetur og segist vera mjög ánægö með að hafa lent fyrir svona hálf- gerða tilviljun í þessu. Hún lauk Cand. Scient. prófi í janúar 1976, og kenndi læknanemum við Kaup- mannahafnarháskóla lífefnafræði í nokkra mánuði áður en hún lagði land undir fót og flutti í þrjú ár til Kenýa ásamt fjölskyldu, en eigin- maður hennar, Flemming Bække- skov, var sendur þangað á vegum dönsku utanríkisþjónustunnar. Þar voru þau til 1979, og er þau „Getnm sýnt fram á ákveðnar líkur á að sykursýki þróist, en enn ekkert gert til að koma í veg fyrir þá þróun.“ komu aftur til Kaupmannahafnar fór Steinunn að starfa hjá Hage- dorn-rannsóknastofnuninni þar í borg. Hagedorn-rannsóknastofn- unin hefur þann tilgang að rann- saka orsakir sykursýki og vinnur stofnunin í náinni samvinnu við Niels Stensens Hospital, sem er spítali fyrir meðhöndlun sykur- sjúkra, og er stofnunin meðal hinna fremstu í heimi á sviði syk- ursýkisrannsókna. Doktorsprófi lauk Steinunn í september sl. Rannsóknastofnunin fjár- mögnuð af Nordisk Insulin „Rannsóknastofnunin hefur verið starfrækt frá 1958,“ segir Steinunn, „og er saga hennar í stuttu máli sú, að er Hans Cristi- an Hagedorn fékk réttindi hjá þeim Banting og Best í Kanada 1923, þeim sem uppgötvuðu insúl- ínið, til að búa til insúlín í Dan- mörku, stofnaði hann ásamt Águst Krog, nóbelsverðlaunahafa, fyrirtækið Nordisk Insulin. Þeim varð fljótlega ljóst að mikill ágóði myndi verða af fyrirtækinu með tímanum og ákváðu að láta hann renna í sjóð sem myndi fjármagna rannsóknastarfsemi í sambandi við orsakir sykursýki." Starfsfólk víð stofnunina segir hún vera um 40 ef allir væru með- taldir. „Flest eru þetta Danir, en við fáum mikið af heimsóknum, sumir eru hjá okkur hálft eða heilt ár, við höfum verið með þó nokkuð af Ameríkönum, nú er hjá okkur ein ítölsk kona, við höfum verið með Þjóðverja, Itali, Japani, Englend- inga og Spánverja." Á Hagedorn eru tveir rann- sóknahópar, annar hefur verið starfandi í mörg ár og vinnur við efnafræðilegar rannsóknir í sam- bandi við insúlin. Hinn hópurinn var stofnaður 1979, og vfirmaður þess hóps er Svíinn Áke Lern- mark, sem uppgötvaði á sinum tíma mótefni í blóði sykursjúkl- inga sem blandast úthýði hjá betafrumum. En betafrumur eru innkirtlafrumur í brisi sem búa til insúlin. Og þegar insúlínháð syk- ursýki þróast er það vegna þess að betafrumurnar eyðileggjast. „Ég var sú fyrsta sem var ráðin i hans hóp i árslok 1979, og fékk það hlutverk að vinna að rannsóknum á próteinum í úthýði betafruma. I hópnum eru nú 16-18 manns og flestir vinna að ónæmisfræði inn- an sykursýkinnar, rannsaka hvaða hlutverki ónæmiskerfið gegnir við þróun sykursýki." Hefur fundið prótein sem mótefnum er beint að. — Hvað hafa rannsóknir þfnar leitt í ljós fram að þessu? „Ég hef fundið það prótein sem mótefni í blóði sykursjúkra er beint að, prótein sem hefur þyngd- ina 64.000. Við höfum gert rann- sóknir á nokkrum einstaklingum, um sem ég nefndi áðan, og tveim árum eftir að fyrsta blóðsýnið var tekið fékk hinn tvíburinn einnig sykursýki. Blóðsýnin sem tekin voru á þessu tveggja ára tímabili voru öll til, og í ljós kom að mót- efni voru til staðar í fyrstu blóð- prufunum sem teknar voru. Þann- ig er hægt að sjá fram á ákveðnar líkur á því að sykursýki þróist jafnvel tveim árum áður en sjúk- dómurinn kemur fram. En þó framleiðsla mótefnanna sé hafin, getur hún stöðvast án þess að nokkuð sé að gert og áður en eyði- leggingin er komin of langt. Mót- efnaframleiðslan getur hafist aft- ur, t.d. í tengslum við nýjan veiru- sjúkdóm. Það hvort menn verða sykursjúkir eða ekki er að minu viti mikið komið undir hve miklar árásir verða á betafrumurnar. Þetta getur vel rétt sig af, en ef það er komið á of hátt stig er ekk- ert hægt að gera.“ — Þýðir þetta að í framtiðinni verði hægt að koma í veg fyrir sykursýki? „Við vitum auðvitað aldrei hvað framtiðin ber i skauti sér. Ég geri ráð fyrir að í næstu framtið verði reynt að finna erfðamörkin, hvaða erfðaeiginleikar það eru sem gerir fólk hætt við að þróa með sér ins- úlínháöa sykursýki. I framtíðinni verður eflaust fylgst með því fólki sem hefur þessi erfðamörk og at- hugað með vissu millibili hvort það búi til mótefni gagnvert þessu próteini og ef til vill verður hægt að grípa inn á einhver hátt og leið rétta þessa skekkju í ónæmiskerf inu. Það er þó ástæðulaust að vekjí með fólki falskar vonir, það hafí birst greinar um þessar rannsókn ir i dönsku dagblöðunum og fjöld; fólks hefur haft samband við mif og sagt mér frá einstaklingum þai sem sykursýki er í ættinni. En þó við getum tekið blóðprufur og sýnt fram á að það séu ákveðnar líkur á því að viðkomandi fái sykursýki, getum við ekkert fullyrt um slíkt, og við getum ekkert gert og ég vil leggja áherslu á það, við getum ekkert gert, sem stendur, til að koma í veg fyrir myndunina. Það verður eflaust erfiðast að finna aðferðir sem koma sérstak- lega i veg fyrir þessar aðgerðir ónæmiskerfisins, þannig að önnur nauðsynleg og mikilvæg störf ónæmiskerfisins skerðist ekki, eða aukaverkanir verði ekki of miklar. Þarna er mikið starf óunnið, og getur tekið 10 til 20 ár áður en hægt verður að leiðrétta þessa skekkju í ónæmiskerfinu og koma þannig í veg fyrir sykursýki." — I fyrirlestri þínum sagði frá tilraunum sem voru gerðar á rott- um til að koma í veg fyrir sykur- sýkismyndun. Er ekki hægt að nota svipaðar aðferðir á menn? „Nei, þær aðferðir sem notaðar hafa verið í þessum tilraunum hafa allar áhrif á ónæmiskerfið, eru mjög óvægilegar og engan veginn hægt að nota þær. Það verður að þróa mikið vægari og sérhæfðari aðferðir áður en hægt verður að hugsa um þetta hjá manninum." Hægt að eyðileggja góðar rannsóknastofnanir á einu ári -Er vel búið að rannsóknarst- ofnunum í Danmörku? „Það er ekki nægilega vel búið að rannsóknastofnunum háskól- anna. Á síðustu árum hafa háskól- arnir í Danmörku verið sveltir, stofnanir undir háskólunum verða sífellt minni, fólki fækkar, ekkert nýtt fólk er ráðið og sú blómlega rannsóknavinna sem fram fór staðnar. Að mínum dómi þarf að vera mjög vel búið að þessum stofnunum, þannig að þar geti þróist nýjar og nýstárlegar hug- myndir og kenningar sem engan dreymir um að verði endilega gagnlegar þegar þær koma fram í fyrstu. Oft hafa stórkostlegar uppgötvanir verið gerðar og valdið byltingu, án þess að mönnum hafi dottið í hug að hægt væri að nota þær til einhvers gagns þegar þær komu fram. Þess vegna er mjög hættulegt þegar lítil lönd eins og t.d. Danmörk eða ísland skera niður fjárveitingar til háskóla og rannsóknastofnanna, og verða þar af leiðandi ekki samkeppnisfærir við það besta sem er að gerast í öðrum löndum. Þetta getur eyði- lagt mikið í marga áratugi, það tekur óskaplega langan tíma að byggja upp góðar rannsóknastofn- anir, en það er hægt að eyðileggja þær á einu ári.“ Áður en Steinunn fór að vinna hjá Hagedorn, vann hún um þriggja ára skeið á rannsókna- stofnun í Nairobi í Kenýa. Við spyrjum hana hvort aðstaðan þar hafi ekki verið ólík þvi sem hún á að venjast í dag. „Jú, það var mjög ólíkt. Ég kom til Kenýa árið ’76 og fór þá að vinna hjá ILRAD, International Laboratory for Reasearch on Ani- mal Diseases, sem þá var ný- stofnuð og hafði það markmið að vinna að rannsóknum á bóluefni gegn svefnsýki í búpeningi. ILRAD hafði þá nýlega tekið til starfa, starfsfólkið var í bráða-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.