Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 5
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
77
birgðahúsnæði, og þá vantaði ein-
hvern til aö vinna að rannsóknum
á fituefnum hjá þeim dýrum sem
valda svefnsýki. Ég var ráðin til
þess, og fyrst um sinn var mér
komið fyrir í háskólanum í Nair-
obi. Háskólinn þarna var alveg
sérstakur, og aðbúnaður mjðg
frumstaeður. Allar sendingar til
skólans voru mjög erfiðar, er við
þurftum að panta efni þurftum við
jafnvel að bíða í 6 mánuði eftir
Ieyfi skólayfirvalda til að fá að
panta efnið, því næst var það flutt
með skipi og tók flutningurinn allt
að 6 mánuðum, og fyrir kom einn-
ig að það gat beðið í hálft ár til
viðbótar í tollinum eftir að hægt
væri að leysa það út. Það var því
meira og minna vonlaust að fá
nokkurn hlut sendan.
Þarna var ég fyrst í tvo mánuði,
en fór þá til Danmerkur og var
þar á verkfræðiháskóla í þrjá
mánuði og byrjaði þar á því verk-
efni sem ég hafði fengið, lærði
bæði þær aðferðir sem ég þurfti að
nota í sambandi við vinnu við fitu-
efni og fékk þær aðstæður sem
nauðsynlegar voru. Þegar ég kom
til baka komust byggingarnar hjá
ILRAD loksins i notkun, ég flutti
inn og það voru mikil viðbrigði.
Byggði upp rannsóknastofu
í Kenýa
En auðvitað voru mörg vanda-
mál f byrjun og sjálf hafði ég ekki
áður byggt upp nýja rannsókn-
arstofu. En á endanum, eða síð-
asta eitt og hálfa árið, var þetta
orðið mjög gott og ég gat unnið að
því sem ég gjarnan vildi, ekki ein-
göngu fituefnin í þessum sníkju-
dýrum, ég einangraði líka úthýði
frá því sníkjudýri sem veldur
svefnsýki og vann að því að rann-
saka prótein í þessu úthýði og ým-
islegt annað í því sambandi. Sér-
staklega þó hvort hægt væri að
nota eitthvað af þeim til bólusetn-
ingar.
Trypanosoma snikjudýrin hafa
þann eiginleika að þær skipta um
antigen stöðugt á lífsferlinum.
Þegar búið er að sýkja spendýr þá
hafa þau eitt antigen á yfirborð-
inu og þegar spendýrið er búið að
búa til mótefni gagnvart því anti-
geni, þá skiptir sníkjudýrið bara
um antigen og á þann hátt kemst
það hjá þvi að eyðileggjast. Það er
mjög spennandi að fylgjast með
því hvernig þetta gerist og ýmis-
legt nýtt komið i Ijós síðustu árin.
En það var frábært að vera
þarna, þarna var visindafólk frá
11 löndum, margir Skotar, tölu-
vert af Amerikönum, Japanir,
HoIIendingar, Belgiumenn, ég var
eini íslendingurinn, nokkrir voru
frá Uganda, einn frá Kenýa.
Tilgangurinn með öllum rann-
sóknunum sem gerðar voru á
ILRAD var að finna aðferðir til að
bólusetja gegn Trypanosomiasis
og East Coast Fever sem eru
alvarlegustu sjúkdómar i naut-
gripum i Afriku og gera stóra
hluta heimsálfunnar algjörlega
óhæfa til búpeningshalds. Þetta
hefur ekki tekist enn, en hins veg-
ar vita menn miklu meira um
þessi snikjudýr nú en áður en
ILRAD var stofnað fyrir 10 ár-
um.“
— Var þetta skemmtilegur
tími?
„Það var mikið af skemmtilegu
fólki þarna, mikið af sérvitringum
og oft rifist heiftarlega, enda
greindi marga á um hvernig rann-
sóknarstofnun ætti að vera. Stofn-
uninni var skipt í fimm deildir, og
yfirmaður yfir hverri deild, og svo
framkvæmdastjóri yfir öllu og
þetta var því mjög mikil skriff-
innska og erfitt að stjórna þessu.
Það voru tveir stjórnendur þann
tíma sem ég var þarna og nú er sá
fjórði byrjaður, þannig að meðal-
aldur framkvæmdastjóranna I
starfi er ekki hár.
Rétt sambönd kippa í liðinn
Það eru mörg vandamál sem
fylgja því að hafa svona stofnun í
landi eins og Afríku, það voru
gerðar þær kröfur til okkar að
stofnunin væri jafn góð og ef hún
væri starfrækt í Ameríku eða
Evrópu. Til okkar kom nefnd á 6
mánaða fresti og leit á það sem við
vorum að gera, gagnrýndi það og
kom með tillögur til úrbóta. En
það voru mörg vandamál sem eng-
um datt í hug að upp kæmu fyrr
en á reyndi. Við pöntuðum t.d. í
byrjun inn efni sem gátu ekki
geymst lengur en viku án þess að
skemmast, og geislavirk efni sem
komu á þurrís. Þessi efni voru ef
til vill stoppuð í tollinum og gátu
verið þar í allt að þrjá mánuði. Til
að ráða bót á þessu var ráðinn
náungi sem var giftur frænku
Kenyatta forseta og hafði réttu
samböndin og á einum degi kom
hann þessu i lag, við gátum komið
öllum okkar hlutum beint frá
flugvellinum. Hinsvegar var hann
af Kikuyu ættstofninum, og það
Verðnr sykursýki úr sögunni er
næsta kynslóð vez úr grasi?
skapaði annað vandamál. Fram að
þeim tíma höfðu eingöngu verið
ráðnir Kenýabúar af öðrum ætt-
stofni sem heitir Luo, þessir tveir
ættflokkar geta engan veginn
unnið saman, og því hófust mikil
slagsmál þarna. Þessi Kikuyu
náungi fór svo að ráða fólk með
tilliti til hæfileika þeirra, sem
hafði auðvitað kosti I för með sér.
Þegar ég byrjaði þarna unnu t.d.
eingöngu einkaritarar af Luo-
ættstofninum og þær voru allar
frænkur eða á einhvern hátt
skyldar Luo-náunga sem hafði
fengið stöðu á stofnuninni sem
gjaldkeri, en það er yfirleitt þann-
ig í Kenýa að ef einhver í fjöl-
skyldu kemst I góða stöðu, er það
siðferðileg skylda hans að hjálpa
fjölskyldu sinni og reyna að koma
öðrum fjölskyldumeðlimum einnig
í góðar stöður. Við vorum því með
fullt af einkariturum sem gátu
alls ekki vélritað og á tímabili
þurftum við að senda handrit úr
landi til að fá þau unnin!
Það var óskaplega margt að ger-
ast þarna, deilur og valdabarátta
og auðvitað þess vegna sem erfitt
var að stjórna þessu. En þarna var
mikið af góðu fólki og mjög spenn-
andi að vera þarna og landið er
náttúrulega alveg stórkostlegt,
það er svo fallegt og mikið af
dýralífi, það gekk allt vel í Kenýa
þau þrjú ár sem ég var þar, milli-
stéttin hafði það gott, það var góð
uppskera og nógur matur.“
Vísindamenn auömjúkir
gagnvart lífínu
— Þú sagðir áðan að það hefði
verið mikið af sérvitru fólki
þarna. Er eitthvað til I því að vís-
indafólk sé sérvitrara og meira
viðutan en gengur og gerist, sam-
anber skrýtlur og gamansögur í
þeim dúr?
Hún hugsar sig um góða stund.
„Mér finnst visindafólk yfirleitt
mjög skemmtilegt fólk, það er oft
mjög auðmjúkt gagnvart lífinu, já
og skrítið, en mér finnst mjög
gaman að skrítnu fólki, það er
gaman að óvenjulegu fólki sem
maður finnur ekki allstaðar. Það
voru margir frábærir karakterar
þarna. Ég átti marga mjög góða
vini og held sambandi við marga
þeirra enn. En visindamenn eru
innbyrðis ólíkir eins og flestir aðr-
ir, sumir hverjir eru oft út úr
heiminum, en það er kannski sam-
eiginlegt með þeim flestum að þeir
hafa aðrar hugmyndir um það
sem er mikilvægast 1 lífinu. Þessi
hópur sem var með mér í Kenýa
kynntist mjög vel, fólk átti það
sameiginlegt að vera I ókunnu
landi og var mikið saman fyrir
utan vinnuna."
— Svo við snúum okkur aftur
að Hagedorn-rannsóknastofnun-
inni, hvað tekur við hjá þér á
næstunni?
„Ég held áfram að vinna við
þessar rannsóknir. Ég hef fengið
þriggja ára styrk frá Bandaríkj-
unum sem duga fyrir launum og
rannsóknakostnaði, þannig að við
ætlum að ráða annan starfsmann
sem kemur til með að vinna með
mér i þessu, svo þetta gangi fljót-
ar. Mér er ekki kunnugt um að
aðrar rannsóknastofnanir séu
komnar jafn langt með þessar
próteinrannsóknir og við. Við höf-
um líka mjög góðan aðgang að
mannbrisi, höfum samband við
alla spítalana á Kaupmannahafn-
arsvæðinu sem fjarlægja nýru ur
fólki og við fáum yfirleitt brisin til
rannsókna."
— Eru rannsóknarstörf ekki
mikil þolinmæðisvinna?
„Jú, það geta komið löng timabil
þar sem ekkert gerist, eða rann-
sóknirnar enda allar I blindgötu.
Við sem vinnum við þetta verðum
að vera voða bjartsýn og láta ekk-
ert á okkur fá þó við verðum fyrir
vonbrigðum annað slagið. En
ánægjan er líka mikil þegar
eitthvað nýtt kemur í ljós.“
Viötal: Valgerður Jónsdóttir
ÓDÝRIR
ÍTALSKIR
AÐEINS
IKLA
SKOR
UR MJUKU LEÐRI
nULíIl A ITWVIW
KRÓnVRM
Litur:
SVART
Stœrðir:
36-41
AUSTURSTRÆTI 6, S: 2245L
Köflótt efni
Röndótt efni
Einlit efni
Prjónaefni
Joggingefni
Sparió
og saumið sjálf
vogue
Allt til sauma