Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 8
80
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
DOMSMAI
Víetnam
kemur fyrir
réttinn
IBandaríkjunum hefur að undan-
fornu verið sannkölluð skriða af
bókum og heimildamyndum um Ví-
etnamstríðið og svo vill líka til, að í
síðasta mánuði var tekið fyrir í rétt-
arsölum New York-borgar málið
„Westmoreland hershöfðingi gegn
(’BS-sjónvarpsstöðinni“, 120 milljón
dollara skaðabótamál, sem er líklegt
til að valda meiri og heiftarlegri deil-
um um stríðsreksturinn en átt hafa
sér stað frá því síðasti bandaríski
hermaðurinn yfirgaf Saigon árið
1975.
{ 90 mínútna heimildamynd í
CBS-sjónvarpsstöðinni, „Otaldi
óvinurinn, blekkingin í Víetnam",
var því haldið fram, að árið 1%7
hefði Westmoreland og aðrir hátt-
settir menn gefið af ráðnum hug
upp miklu lægri tölur um styrk
óvinarins en voru í raun, til þess
að menn héldu að Bandaríkja-
menn væru að vinna stríðið og
þess vegna nauðsynlegt að halda
því áfram til enda.
Var þvi einnig haldið fram, að
CIA hefði haft annað og réttara
mat á óvinahernum áður en
Norður-Víetnamar hófu Tet-
sóknina í janúar 1968 en þær tölur
hins vegar verið faldar af pólitísk-
um ástæðum. Þessu andmælir
Westmoreland hershöfðingi.
í þessum réttarhöldum mun
vafalaust koma vel í ljós mismun-
andi mat Pentagons og CIA á
styrk Víet Cong og Norður-
Víetnama — Pentagon sagði
300.000 hermenn en CIA 600.000
— en auk þess mun mikið verða
rætt um þær aðferðir, sem CBS
beitir við fréttaöflunina. Ef
Westmoreland ber sigur úr býtum
er hætt við, að það muni hafa mik-
il áhrif á framtíð rannsóknar-
blaöamennskunnar í Bandaríkjun-
um.
Sum bandarísku blaðanna og
sjónvarpsstöðvanna eru nú þegar
dálítið á varðbergi gagnvart þess-
ari blaðamennsku, ekki vegna
þess, sem hún leiðir í ljós, heldur
WESTTMORELAND: „Hagræddi“
hann sannleikanum?
vegna kostnaðarsamra meiðyrða-
mála, sem hafa fylgt í kjölfarið.
Sú stefna virðist líka vera ríkjandi
í réttarkerfinu, að blaðamennirnir
séu yfirleitt sökudólgurinn.
Þetta mál rifjar einnig upp deil-
urnar milli hersins og fjölmiðl-
anna um það hvar stríðið tapaðist
— á vígvellinum eða fyrir framan
sjónvarpsskerminn þar sem fólk
var matað kvöld eftir kvöld á blóð-
ugum valnum. Herinn segir, að
þessar myndir hafi rænt hann
stuðningi almennings en CBS
heldur því fram, að vegna til-
búinna talna Westmorelands hafi
Tet-sóknin orðið jafn mikið áfall
og hún varð og stuðlað að hugar-
farsbreytingu meðal fólks.
Jafnvel þótt Westmoreland
vinni fyrstu lotuna, sem ætti að
koma í Ijós innan þriggja mánaða,
verður hann líka að vinna fyrir
áfrýjunarréttinum. Sagan sýnir
hins vegar, að þeir, sem áfrýja í
meiðyrðamáli, fá oftast nær hlut
sinn réttan.
Hvor tveggja málsaðilinn hefur
haft samband við meira en 100 lík-
leg vitni, bæði hermenn og borg-
ara, og kynnt sér skýrslur og skjöl
upp á meira en 250.000 síður. Bara
rökfærsla Westmorelands ein er
upp á 1995 síður.
— PETER PRINGLE
GOMAÐIR
Víðar fálkaþjóf-
ar en á Fróni
Seint í síðasta mánuði stöðvuðu
franskir tollverðir Mercedes
Benz-bifreið, sem hafði verið leigð
með ökumanni, á þjóðbrautinni
skammt frá borginni Metz. Við leit í
bílnum fundu þeir þrjá veiðifálka,
sem verið var að reyna að smygla úr
landL
Þessi þýska fröken, eins og menn
muna kannski, var staðin að eggja-
þjófnaði hér uppi á fslandi. Rann-
sóknarlögregumaður fylgir henni til
yfirbeyrslu.
Fálkarnir, sem eru metnir hver
á 120—240 þús. ísl. kr., voru í far-
angri fjögurra Araba, sendi-
ráðsmanna frá Abu Dhabi, og þeir
höfðu ekkert i höndunum, sem
sannaði, að þeir væru löglegir eig-
endur fuglanna eða mættu flytja
þá úr landi. f Frakklandi eru fálk-
ar friðaðir að mestu með lögum
frá 1976 um dýrategundir, sem eru
í hættu.
Fuglarnir voru teknir af Aröb-
unum og komið í gæslu hjá dýra-
verndarfélagi meðan á mál-
rekstrinum gegn þeim stendur.
Voru þeir látnir borga háa sekt á
staðnum fyrir brot á Washing-
tonsamþykktinni um sjaldgæfar
dýrategundir en að því búnu leyft
að fara aftur til Parísar.
Þótt lög til verndar fálkum hafi
verið hert mjög á síðustu árum
hefur ólögleg fálkasala til Araba-
ríkjanna við Persaflóa stöðugt
verið að færast í vöxt. Eru það
einkum Þjóðverjar, sem hafa lagt
þessa iðju fyrir sig, og hafa þeir
margoft verið staðnir að því að
stela fálkaeggjum í Vogesafjöll-
um. Eru þeir jafnan vel búnir við
þjófnaðinn, með kaðalstiga og
önnur tæki, sem annars eru notuð
við hellaskoðun og í fjallgöngum.
Eggin hafa þeir með sér til Þýska-
lands, setja þau í útungunarvél og
þegar unginn er kominn nokkuð á
legg er hann seldur fyrir of fjár á
svarta fálkamarkaðnum.
í Frakklandi eru tvö félög, með
um 200 félagsmenn samtals, sem
stunda fálkaveiðar á löglegan
hátt. Kostar leyfið rúmar 3000 kr.
SAFNAÐARLIF
Sælureiturlnn
er varlnn meö
vélbyssum
Rajneeshpruam í Oregon er að-
setur Bhagwan Shree Rajn-
eesh trúarleiðtoga. Daglega og á
slaginu tvö síðdegis ekur hann
glæsikerru sinni utn bærinn og þá
brosa við honum þúsundir áhang-
enda hans, sem dansa og syngja og
ausa rósum í áttina að bíl hans.
Ekki eru allir samt á einu máli
um ágæti trúfélags Bhagwan,
sem hefur innan vébanda sinna
um 300.000 meðiimi hvaðanæva
úr heiminum. Aðalbækistöðvar
þess eru í Rajneeshpuram, en þar
tvöfaldaðist íbúatalan í septem-
ber síðastliðnum og er nú orðin
4.000. Fólkið hefur komið víðs
vegar að úr Bandaríkjunum, Los
Angeles, New York og Chicago og
ýmsum öðrum fjarlægum borg-
um. Hér er einkum um að ræða
flækinga, strokubörn og ýmsa
aðra, sem hvergi hafa átt höfði
sínu að halla.
Ma Anand Sheela, sem er helzti
ráðjafi trúarleiðtogans og eini
talsmaður hans, hefur lagt á ráð-
in um þessa fólksflutninga og séð
um framkvæmd þeirra. Þessi
kvenskörungur hefur þráfaldlega
hótað því að hart verði látið
mæta hörðu, ef yfirvöld reyni að
hafa afskipti af samfélaginu sem
þarna er. Því var komið á fót árið
1981 og nam kostnaðurinn um 100
milHónum dollara.
„Eg er þess albúin að láta lífið
fyrir þennan stað,“ sagði hún í
viðtali fyrir skömmu. „Ef fólki
mínu og gestum okkar verður
gert mein, þá læt ég drepa 15
fyrir hvern einn og mér er al-
vara.“
Þeir sem búa í þessu samfélagi
hafa komið sér upp vopnabúri til
að koma í veg fyrir að þeir verði
reknir frá Oregon. Þeir hafa á að
skipa sérstökum „friðarsveitum"
gráum fyrir járnum. Þegar trú-
arleiðtoginn fer í sína daglegu
ökuferð í einhverjum af þeim 47
Rolls Royce-bílum sem hann á,
fylgir honum sérstakur bíll búinn
vélbyssum, sem skaga út um
gluggana. Þá er það ekki óalgengt
að Ma Anand sé á ferli með
skammbyssu sína.
Aðkomufólkið hefur verið lokk-
að með loforðum um nýtt líf, mat
og húsaskjól. Þá hefur því verið
lofað lausn frá glæpaverkum og
eiturlyfjum og allt er þetta
endurgjaldslaust. Það þarf jafn-
vel ekki að vinna handtak.
Ma Anand er afar smávaxin
kona af indíánakyni. Hún hefur
starfað af lífi og sál í trúflokkn-
um undanfarin 12 ár og er sem
fyrr segir einkaritari Bhagwan
leiðtoga. Hún er jafnframt tals-
maður hans en hann sór þagnar-
eið árið 1981.
„Þetta fólk er fórnarlömb þjóð-
félagsins," segir hún. „Við finn-
um til sektar og ábyrgðartilfinn-
og aðild að öðru hvoru félaginu,
sem er skylda, tæpar 50.000 kr.
Arabar, sem hafa ofurást á veiði-
fálkum en eiga í erfiðleikum með
að ná í þá, eru hins vegar tilbúnir
til að borga miklu meira. Svarta-
markaðsverðið er þó mjög mis-
munandi. Allt að 800.000 kr. fyrir
geirfálkann, um 370.000 kr. fyrir
vargfálkann og nærri 190.000 kr.
fyrir förufálkann.
— JOAN HARRISON 1
ingar gagnvart því. Bhagwan
brýnir fyrir okkur að við eigum
að veita þurfandi fólki hlutdeild í
því sem við eigum.“
Þegar samfélag trúflokksins
var sett á stofn voru íbúar smá-
bæjarins Antelope reknir á brott.
Þeir búa nú annars staðar í
Wasco-héraði og segja að Ma An-
and hafi smalað aðkomufólkinu
til bæjarins í sérstökum tilgangi.
Fyrir henni hafi vakað að afla
trúflokknum nýrra kjósenda til
að ná völdum í héraðinu.
Ma Anand varaði nýlega við
því að jarðýturnar yrðu rauðar af
blóði hennar ef minnsta tilraun
yrði gerð til þess að brjóta niður
blómlegt samfélag hennar, en þar
hafa m.a. verið reist ný hús, gisti-
hús með 60 herbergjum, auk þess
sem fagrir garðar hafa verið
skipulagðir.
„Þeir krossfestu Jesúm, þeir
eitruðu fyrir Sókrates og nú ætla
þeir að taka Bhagwan," segir hún.
Eigi að síður hefur hinum trúuðu
verið tjáð, að naumast verði
heimsendir áður en þetta geti
gerst.
Þrisvar sinnum á þremur árum
hefur leiðtoginn látið Ma Anand
boða þennan spádóm sinn um
hrakfarir mannkynsins. Nýlega
lýsti hann til dæmis yfir því að
tveir þriðju hlutar mannkyns
myndu innan skamms tíma láta
lífið af sjúkdómum AIDS, sem er
ólæknandi og berst einkum
manna á milli við kynferðislegt
samneyti.
— WILLIAM SCOBIE
SLYS
Ekki
veröur
feigum
foröaö
Isumar sem leið dó maður
nokkur á einum fínasta
veitingastaðnum í Los Angeles
og er það helst í frásögur fær-
andi viö dauðsfall hans hvað
það var framúrskarandi
óvirðulegt. Út af þessu hafa nú
hlotist mikil málaferli þar sem
afkomendur hins látna krefj-
ast nokkurra milljóna dollara í
skaðabætur.
Þegar Arthur Tanash, eig-
andi Condor-klúbbsins, kom
þangað einn morguninn um
klukkan tíu heyrði hann hálf-
kæfðar stunur og bænaróp ber-
ast til sín einhvers staðar ofan
úr rjáfrinu og leit því upp til að
sjá hverju þetta sætti. Þá sá
hann, að píanó, sem hægt var
að lyfta og láta síga með
vökvabúnaði og notað á kvöld-
in til að flytja í salinn ber-
brjósta pianóleikara, var fast
klemmt upp við loftið og dingl-
uðu út af því tvenn fótapör.
Þurfti þá ekki mikið ímyndun-
arafl til að geta sér til um hvað
væri á milli píanósins og lofts-
ins.
„Svo virðist," sagði talsmað-
ur lögreglunnar, „sem aðstoð-
arframkvæmdastjóri klúbbs-
ins, hr. James Ferrozzo, hafi
eftir lokun efnt til ástarleikja
ofan á píanóinu með einni
starfsstúlkunni. Annað hvort
þeirra hefur svo f ógáti komið
við stjórnbúnaðinn og þau ekki
tekið eftir því þegar píanóið
lyftist upp í loft.“
Starfsstúlkan var fast
klemmd undir „Jimmy skegg-
karli Ferrozzo" þegar að var
komið en samt sem áður
ómeidd þótt hún hefði verið f
þessari óskemmtilegu stellingu
í fimm klukkustundir. Ferr-
ozzo hafði hins vegar látist úr
köfnun.
Tvær dætur Ferrozzos hafa
nú höfðað má á hendur klúbbn-
um og framleiðanda píanó-
lyftunnar og vilja fá fimm
milljónir dollara í bætur fyrir
föður sinn. Segja þær, að lyftu-
búnaðurinn hafi verið gallaður
og ekkert öryggi á honum til að
hindra að píanóið færi alla leið
upp í loft.
— WILLIAM SCOBIE