Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 81
Koryagin var látinn sæta heiftarlegum barsmíð-
um, og á meðan var glugginn í fangaklefa hans
hafður opinn ... svo ao hljóðin ... bárust um
fangelsið.
SJÁ: Refslngar/Andóf
FORNMINJAK
Þett* er eftir af einu torgi hinnar fornu borgar.
Var „brandari“ Reagans
nærri oröinn að báli?
riðja heimsstyrjöldin hófst öóru
sinni 15. ígúst síðastliðinn.
Sovétmenn „lýstu þá stríði i hend-
ur“ Bandaríkjamönnum augljóslega
til þess að gjalda Reagan, Banda-
ríkjaforseta, rauðan belg fyrir gráan
vegna „gamansemi" hans um að
sprengja upp Sovétríkin. Var frá
þessu sagt nú nýlega f japönskum
dagblöðum.
Um miðjan ágúst náöu japansk-
ar hlerunarstöðvar skilaboðum,
sem aðeins voru á dulmáli að
hluta, frá aðalstöðvum sovéska
hersins í Vladivostock til stjórn-
stöðvar í 75 km fjarlægð frá Uss-
uriysk og hljóðuðu þau þannig:
„Nú hefjum við stríðið gegn her-
afla Bandaríkjamanna." Hálftima
síðar kom annað skeyti, sem batt
enda á styrjöldina.
Á þessum hálftíma gekk mikið á
í Tókýó og Washington og voru
háttsettir menn í stöðugu sam-
bandi. Ekkert kom hins vegar
fram, sem benti til, að sovéski
Austur-Asíuherinn væri kominn á
faraldsfót. „Þetta voru lengstu
þrjátiu mínútur í sögunni,” hefur
japanska blaðið Yomiuri Shimbun
eftir háttsettum mönnum i utan-
ríkisráðuneytinu, sem það vill þó
ekki nafngreina, enda segir það,
að málið hafi verið þaggað niður
til að það kæmi ekki Reagan illa f
kosningabaráttunni og þvi aðeins
verið á vitorði fárra manna.
Þegar fréttamenn báðu tals-
mann utanríkisráðuneytisins að
staðfesta þessa frétt eða neita,
svaraði hann því til, að ekkert
væri um málið að segja. I Japan
þykir það benda til, að allt sé satt,
sem sagt er, en ekki megi um það
tala.
Tíminn, sem Sovétmenn völdu
til „strfðsyfirlýsingarinnar", gerir
það líklegt, að hún hafi verið
hugsuð sem svar við „brandaran-
um“, sem Reagan sagði 2. ágúst og
var gerður opinber daginn eftir.
Þá var Reagan að prófa hljóðnem-
ann og sagði: „Ég hef þá ánægju
að skýra frá því, að ég hef undir-
ritað lög, sem afmá Sovétrikin i
eitt skipti fyrir öll. Sprengjurnar
byrja að falla eftir fimm minút-
ur.“
Þremur dögum síðar kom skeyt-
ið frá Vladivostock.
— PETER MCGILL
Verri en
Vandalar
Fyrir meira en tvö þúsund árum
strengdu Rómverjar þess heit
að leggja Karþagó í eyði og við það
stóðu þeir. Engin slík heit hafa verið
unnin nýlega, en þó stendur Kar-
þagó frammi fýrir nýrri tegund eyði-
leggingar, þ.e. jarðraskri með stór-
virkum vinnuvélum.
Þótt Rómverjum tækist ætlun-
arverk sitt og legðu Karþagó f
eyði, reis hún á ný og varð síðan
tvisvar eyðileggingunni að bráð.
Ennþá einu sinni á hún þó sitt
„blómaskeið", því að nú er hún út-
borg Túnis og erlendir sendi-
fulltrúar, sembættismenn og
kaupsýslumenn sækjast mjög eftir
því að setjast þar að. En fornleifa-
fræðingar eru samt ekki ýkja
ánægðir með þessa innrás og telja
hana jafnvel háskalegri en að-
gerðir rómversi . hersveitanna
forðum. I
Á ströndinni þa sem Karþagó-
menn þurftu að jxla þriggja ára
umsátur Rómverja árið 146 fyrir
Krist hafa nú risið stórmarkaðir
og glæst einbýlishús. Að vfsu er
þar fátt ofanjarðar sem minnir á
forna frægð Karþagó, þvi að Róm-
verjar jöfnuðu hana við jörðu sem
fyrr er sagt. Bandarískur pró-
fessor i fornleifafræði, sem unnið
hefur að rannsóknum á þessu
svæði, segir nú að nýtízkulegu
byggingarnar séu skaðlegri fyrir
Karþagó en nokkuð annað frá
fyrri tíð.
Prófessorinn, sem heitir John
Humphrey og starfar við háskól-
ann í Michigan, opnaði fyrir
borg. Safnið sýnir afrakstur
þeirra fornleifarannsókna, sem
þar hafa farið fram undanfarinn
áratug, en Bandarikin hafa veitt
fjármagni til þeirra. Tilgangurinn
með opnun safnsins var m.a. sá að
vekja athygli á þeim hættum, sem
eru samfara ótakmarkaðri upp-
byggingu á þessu svæði.
Við innganginn að safninu eru
ljósmyndir sem sýna hvernig ný
byggð hefur risið á hinu forna
borgarsvæði sl. 60 ár. Það var á
nýlendutímum Frakka í Túnis sem
byggð tók að rísa þarna að nýju.
Meðal annarra hluta á safninu
er stórt skilti, þar sem á er letrað:
„Á einum degi getur jarðýta eyði-
lagt menjar sem jörðin hefur
varðveitt í 1.500 ár. Þegar byggðir
eru kjallarar, bilageymslur neðan-
jarðar og sundlaugar veldur það
meira tjóni en allt annað á jarð-
lögum þar sem fornar minjar hafa
varðveitzt."
Það voru sæfarar frá Fönikíu,
sem stofnuðu borgina Karþagó á
9. öld fyrir Krist. Ríki Fönikíu-
manna stóð þar sem nú er Líban-
on, og þeir börðust við Rómverja
um yfirráðin yfir Miðjarðarhafi.
Að Ioknum púnverskum styrjöld-
unum þrekum, en svo nefndu
Rómverjar átökin við Karþagó-
menn, ákváðu þeir að leggja borg-
ina í eyði, og létu af því verða.
Karþagó var jöfnuð við jörðu og
akurlendi eytt með salti.
Borgin reis samt aftur og Róm-
verjar náðu þar yfirráðum, en síð-
ar gerðu Vandalar þar mikinn
usla. Siðan komst hún á vald
Konstantínóbel, en arabar lögðu
hana loks í eyði árið 698.
Um langa hríð virtist hin forn-
fræga borg öllum heillum horfin
og rústir hennar voru notaðar til
uppbyggingar nýrra borga, þar á
meðal Túnis.
John Humphrey prófessor segir
að nútíminn geti reynzt Karþagó
skeinuhættari en grimmúðgir inn-
rásarherir, sem heyra sögunni til.
„Þeir eyðilögðu það sem var uppi-
standandi og byggðu borgina svo á
nýjan leik. En þeir létu það alltaf
ósnert sem var undir yfirborðinu,"
segir hann.
kffsin(;ak/andof
Þeir virðast vera að
murka úr honum lífið
Koryagin, eiginkona og sonur. Neðri mrndin sýnir hluta af Christiopoi-
fangelsinu.
Líf rússneska geðleknisins Ana-
toly Koryagin hangir á bláþræði
og hann gsti dáið hvenær sem er.
Þessa ályktun dró læknir einn af
þeirri frétt sem barst til Lundúna í lok
síðasta mánaðar að Koryagin væri
ekki lengur fær um að neyta matar f
fangelsinu þar sem hann er geymdur.
Koryagin, sem er 46 ára að aldri,
var árið 1981 dæmdur til 12 ára
fangeisisvistar og útlegðar fyrir að
gagnrýna opinberlega þá aðferð
stjórnvalda að læsa andófsmenn
inni á geðsjúkrahúsum og „lækna“
þá þar með lyfjagjöfum. Félög og
samtök geðlækna I Bretlandi,
Frakklandi og Bandaríkjunum hafa
síðar heiðrað Koryagin fyrir það
hugrekki, sem hann hefur sýnt, og á
síðasta ári var hann kjörinn heið-
ursfélagi hjá Alþjóðasambandi geð-
lækna.
Koryagin var í samtökum sem
unnu að söfnun heimilda um það
hvernig stjórnvöld í Sovétríkjunum
hafa misnotað geðlæknisfræðina í
eigin þágu. Samtök þessi störfuðu í
fjögur ár, en á árunum 1980—1981
batt sovézka öryggislögreglan KGB
enda á starfsemi þeirra og hneppti
alla félagana í fangelsi.
Allar götur síðan hefur KGB
reynt að fá Koryagin til að taka
aftur orð sín og til þess hefur hún
beitt bæði sálrænu og lfkamlegu
ofbeldi og ekki aðeins Koryagin
sjálfan heldur einnig eiginkonu
hans og börn.
Þetta hefur orðið til þess að hann
hefur farið í timabundin hungur-
verkföll. Eiginkona hans sá hann
síðast í ágúst 1983 í Christiopol-
fangelsinu 600 milur austur af
Moskvu og þá þjáðist hann af al-
varlegum próteinskorti. Likami
hans var þaninn og minnti helzt á
sveltandi börnin sem maður sér á
myndunum frá Afríku. Mikill vökvi
var undir hörundinu, þvi að líffæra-
kerfið var orðið ófært um að nýta
hann.
Skömmu eftir þetta tóku fangels-
isyfirvöld að beita Koryagin þeim
purrkunarlausu pyndingaraðferð-
um, sem notaðar hafa verið í sér-
stökum tilvikum á undanförnum
árum. Koryagin var látinn sæta
heiftarlegum barsmíðum og á með-
an var glugginn í fangaklefa hans
hafður opinn af ásettu ráði, þannig
að hljóðin í fanganum bærust um
fangelsið.
Læknir f Lundúnum, Gerard
Low-Beer að nafni, telur að Kory-
agin hljóti að þjást af mjög alvar-
legum næringarskorti og bætir við
að þegar svo sé komið hafi hann
enga stjórn á vöðvum sínum, tauga-
endarnir séu óvirkir og hann sé því
naumast lengur fær um að tyggja
eða gleypa. Að vísu hafa sovézkir
læknar fyrirmæli um að beita öll-
um brögðum til að halda lifandi
þeim föngum sem fara f hungur-
verkfall, en Low-Beer telur að
þarna hafi þeim brugðizt bogalist-
in.
Þessar fréttir hafa valdið því að
vinir Koryagins hafa nú stórar
áhyggjur af lífi hans. Seint í októ-
ber síðastliðnum var ákveðið á veg-
um Konunglega geðlæknaskólans f
Bretlandi að freista þess að fá sov-
ézk yfirvöld til að bjarga lífi Kory-
agins. Þá munu og önnur samtök og
stofnanir sem hafa heiðrað fangann
gera hvað þau geta til að liðsinna
honum.
Það var árið 1979 sem stjórnvöld
í Kreml hófust handa um að kveða
niður allt andóf og mótmælaað-
gerðir í landinu. Siðan hafa þau
lagt allt kapp á að fá áhrifamikla
andófsmenn til að taka aftur gagn-
rýni sína og beitt til þess öllum
hugsanlegum brögðum. Með þvi
móti telja þau að unnt sé að brjóta
siðferðisþrek þeirra á bak aftur og
kveða niður samtök andófsmanna í
eitt skipti fyrir öll. Á þessu tímabili
hafa á annað þúsund manns verið
handteknir og að jafnaði verið
haldin þrenn eða fern pólitfsk
réttarhöld í viku hverri, að því er
vestrænum heimildum er kunnugt.
En ekki eru þó öll kurl komin til
grafar, því að mörgum samtökum
andófsmanna hefur tekizt að starfa
áfram með ýtrustu leynd.
KGB hefur með ærinni fyrirhöfn
tekizt að knýja einstaka andófs-
menn til að taka orð sfn aftur, en
það hafa yfirleitt verið minni spá-
menn. Menn á borð við Andrei Sak-
harov og Anatoly Scharanski hafa
staðið af sér allar þvinganir stjórn-
valda með þvílíkri reisn að undrum
sætir. Það hefur dr. Koryagin einn-
ig gert, og eru nú allar horfur á að
hann þurfi að gjalda fyrir það með
lífi sinu.
- PETER REDDAWAY