Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
Á
VARIN-
HELLVNNI
Kaflar úr nýrri
bók Kristjáns frá
Djúpalæk þar sem
hann rifjar upp
æskuminningar
frá Djúpalæk í
Vopnafirði. Bókin
kemur út hjá
Bókaútgáfunni
Skjaldborg.
KrLstján frá Djúpalæk.
Svartur sauður
Ég er með þeim leiðu annmörk-
um faeddur að vera svartur sauður
í fjölskyldunni og fólkið mitt hef-
ur sífellt mátt líða önn fyrir mig.
Þegar ég var enn ómálga barn
var ástæðan sú hvað ég var
óskemmtilega ljótur. Þótti heldur
lítill sómi að láta ókunna sjá á
mér fésið. Það eimdi raunar lengi
eftir af þessu. Ég man meira að
segja eftir því að ég leið fyrir
þetta sjálfur. Til dæmis slapti
neðri vör niður á höku. Það var
eins og ég væri alltaf hálfgapandi
og slefan rann niður á bringuna
eins og á fávitum. Ég var alltaf að
reyna að lyfta undir vörina svo að
hún vendist að tanngarðinum. Þá
voru nasirnar svo óeðlilega víðar
en ég reyndi lengi að þrýsta þeim
saman og það tókst nokkuð vel;
eins að keyra eyrun að hausnum
með þröngri húfu en þau vildu
standa beint út. Þá var yfir allri
ásjónunni einhvers konar drýldn-
is- og sútarsvipur sem fór í taug-
arnar á góðu fólki. Þetta sést
glögglega á mynd sem til er af mér
frá því ég var á öðru árinu. Fólkið
mitt fyrirvarð sig fyrir þetta og
eins að ég reyndi að breyta því.
Ekki bætti úr skák þegar ég
fékk málið — sem var óþarflega
fljótt. Ég var farinn að ganga
fjörutíu vikna og altalandi árs-
gamall. Að vísu var útlit fyrir það
að ég væri óheimskur þá en það
breyttist síðar. Og svo var það
kjarkleysið og aumingjaskapurinn
sem ekki jók hróður minn í
bernsku. Voru ótalin þau leiðindi
sem allir mér nákomnir höfðu af
því.
Hitt var þó verst, að ég gerðist
snemma orðhvatur og tilslettinn,
tranaði mér alls staðar fram með
ótímabærar spurningar og at-
hugasemdir um menn og málefni
þar sem fullorðnir ræddu saman.
Þótti ég ófundvís í meira lagi á
það sem við átti hverju sinni.
Hvernig haldið þið að fólkinu
mínu hafi liðið þegar presturinn
okkar, æruverðugur öldungur,
kom að húsvitja og kanna þekk-
ingu systkina minna, góðra og sið-
látra barna. Ryðst ég þá ekki,
krakkakvikindi á þriðja ári upp að
knjám prestsins og segi rétt eins
og hér væri almúgamaður í sæti:
„Manni, manni, viltu koma í
hnefakaup?" Þetta var þungt áfall
fyrir virðingu heimilisins og æru
uppalenda. En blessaður guðsmað-
urinn mildaði ávirðingu mína með
ljúfum orðum og gaf mér tveggja
krónu silfurpening með upp-
hleyptri mynd af nafna mínum X.
Ég á túkallinn enn og þóttist þá og
nú góðu bættur.
Hvað mynduð þið segja, góðir
lesendur, ef þið hefðuð verið að
tala um það í ykkar hóp að maður
einn, nafnkunnur, væri nokkuð
fingralangur; svo er maðurinn allt
í einu gestur á heimilinu og yngsti
sonurinn stillir sér upp fyrir
framan hann, starir á hendur
hans og segir svo í hans og allra
áheyrn: „Mér sýnast fingurnir á
honum ekkert lengri en á öðrum
rnönnum?" Ætli þið hefðuð ekki
borið nokkurn kinnroða fyrir
kauða, horfandi á manntötrið,
sært og undrandi?
Nú, eitt sinn kemur sjálfur
kaupmaðurinn, ríðandi, og lítur
inn heima af sínum alkunna al-
þýðleik. Hann biður mig að halda í
hest sinn meðan hann súpi kaffi-
sopa. Kannski dvaldist honum
eitthvað eins og gengur — en þeg-
ar hann tekur hestinn réttir hann
mér gljáandi tuttuguogfimm eyr-
ing. Og hverjar voru þakkirnar?
„Þetta er nú létt í vasa,“ segi ég,
án nokkurs virðingarvotts í rómn-
um. Var hægt að hlusta á slíkt án
þess að blygðast sin fyrir barnið?
Snemma tók ég upp á þeim
furðulega ótuktarskap að herma
eftir fólki, jafnvel svo það heyrði.
Hún amma mín gamla slapp ekki
einu sinni. Ég gekk um gólf, smá-
pattinn, þóttist vera að prjóna,
ropaði langan og tautaði sálma-
vers og ýmsar þær setningar er
henni voru munntamar. Hitt var
þó verra ef um afbæjarfólk var að
ræða þó það gæti verið dægra-
stytting innan þröngs hóps. En
kæmust þolendur að því var það
ófyrirgefanlegt.
Kastaði þó enn tólfunum er ég
komst upp á að setja saman vísur,
sem aldrei skyldi verið hafa, enda
virtist ég næmari á sérkennilegt
orðalag og mismæli manna en það
sem lærdómsríkara var. Sjaldan
lætur sá betur sem eftir hermir,
stendur þar. Slíkum hættir til að
yfirdrífa og bæta við. Sagan
heimtar sitt. Enda kvartaði einn
granni minn: „Þad er hard að
mega ekki segja ord svo að ekki sé
yrt um það!“ Þessi sami mátti þola
meira af minni hálfu. Hann var
einhvern tíma að segja frá eftir-
farandi „frétt“ er hann hafði lesið
nýverið, því hann var bókhneigð-
ur „Bóndi nokkur sem ekki þótti
verksígjarn stóð að slætti. En það
var heitt í veðri og hann þungur
til vinnu. Þurfti því oft að brýna.
Þá kemur til hans ókunnur maður
í slægjuna og segir: „Hvíldu þig,
hvíld er góð.“ Þetta þótti bónda
vel mælt og fór eftir því. Um vet-
urinn varð hann svo heylaus fyrir
skepnur sínar. Þá kemur gestur
þessi aftur og segir: „Latur í
sumar, lítil hey.“
Það var hér sem ég greip inn í
og spurði bláalvarlegur: „Hvað
sagðir þú þá?“ Þetta sárnaði sögu-
manni mjög: „Hva, heldurðu að
þetta hafi verið ég?“ Fólkið mitt
leið þunga önn fyrir mig í þetta
sinn því eins og það sagði þegar
hann var farinn: „Hann tók þetta
nærri sér af því að hann hefur orð
fyrir að vera svo latur sjálfur."
En hér hjó ég mjög nærri sjálf-
um mér því að eitt af því sem ég
og allir heimilismenn máttu
skammast sfn fyrir mín vegna var
hve ég var óskaplega latur og
hvíldrækinn. Stols, droll og slór
hét það — og margt verra. Það
fréttist meira að segja eftir vega-
verkstjóra mörgum árum seinna
að ég nennti varla að standa á
löppunum þegar liði á dag. Þetta
var ekki aðeins skömm fyrir að-
standendur mína heldur samsveit-
unga líka. Þegar utansveitarmað-
ur hafði ráðið mig í vetrarvist, 17
ára gamlan, saklaus í góðri trú og
hældist um við einn úr frændgarði
mínum varð þeim sama að orði:
„Það var þá maður." Það minnkaði
heldur gleðin hjá þeim „heppna".
Síðar fóru að koma út eftir mig
ljóðabækur og fólkið mitt mátti
enn líða önnina. Hér voru leynd-
ustu tilfinningar og kenndir born-
ar á torg, einnig hótfyndni, spott
og spé. Engu var leynt fyrir óvið-
komandi fólki. Það var þungt að
bera fyrir þá sem vildu sóma
manns í öllu.
Og þannig hefur þetta gengið,
allt til þessa dags. Ég virðist hafa
verið borinn til angurs og skamm-
ar fyrir alla sem nærri mér
standa. Er nú loks svo komið að ég
fer að líða önn fyrir sjálfan mig
vegna alls þessa.
MeistaraskotiÖ
Þið haldið kannski að þetta hafi
verið sönglaus sveit af því að hún
er útnári á stórum bjór, landinu
okkar. En það var nú aldeilis ekki:
Hafið, vindurinn, ár, lækir og
fuglar sungu. Öll náttúran var
„harpa með hundraðþúsund
strengjum" sem guð lék sjálfur á.
Og fólkið söng vissulega líka.
Brjóst þess voru full af söng. Treg-
inn og gleðin brutu sér bæði leið
út þaðan í söng. Það voru engar
óperuaríur en hver einstakur átti
sinn tón og raddhæð þó raul, söngl
og taut væru algengust. En stund-
um, raunar mjög sjaldan, áttu
menn eldvatn og drukku það við
langvarandi þorsta sínum. Þá
braust gleðin út í glitrandi tónum
sem slöngvuðust milli fjalla og
náðu allt upp í bláan himininn yf-
ir höfðum okkar. En það gat einn-
ig framkallað grátstaf. Já, söngur-
inn átti marga tóntegund og mis-
háar raddir.
Það voru líka hljóðfæri: Orgel
var í kirkjunni okkar en það kunni
aðeins dapra tóna, undirspil lík-
söngs og enn sárara for- og eftir-
spil ræðunnar um limlestan lík-
ama ungs manns á krossi, hans
sem eitt sinn var lítill reyfa-
strangi í jötu, órjúfanlega tengdur
hvítu og rauðu kerti jólanna. Enn
var eitt hljóðfæri, glatt og kátt,
harmónikkan. Ungur maður pant-
aði sér eina frá höfuðborginni og
komst fljótt upp á lag með að
styðja rétt og pent á hina mörgu,
ólíku hnappa, að ógleymdum
vindbassanum. Það var mikil
fingraferð. Fóstri hans gamli bað
hann blessaðan að hætta þessum
flumbrugangi, taka bara einn
hnapp fyrir í einu og spila hann
út; fara síðan rólega á þann næsta
og gera honum sömu skil. En æsk-
an tekur aldrei mark á ellinni —
og hver hnappur fékk að gegna
sínu gleðivekjandi hlutverki. Það
var dýrðlegur dans.
Og það var meiri söngur. Á vor-
in bætti náttúran enn þúsund
strengjum á hörpu sína, farfugl-
unum; allt frá tísti maríuerlunnar
til svanasöngs á heiði. Slíkan
söngvaseið gerir okkur enginn
nema hún. Og eitt sinn komu
þrumur Jörðin skalf og björgin
klofnuðu. Það voru tónar uppi í
háa C, hella fyrir eyrum og þytur-
inn sem fór undan þeim og skildi
eftir sig óhug er seint fyrnist. Slík
háreysti er minnisstæð og allur
skalinn niður í þögn.
En mest af öllu þessu og minn-
isstæðast er þó sjálft meistara-
skotið. Hljóðbylgjurnar af hvelli
þess eru enn að berast umhverfis
jörðina og enginn veit hvenær síð-
ustu ómar hans fjara út.
Enn er eitt hljóðfæri ótalið og
þó ekkert sé fjarskyldara en flau-
elstónar þess og hrjúfur hvellur
meistaraskotsins þá eru þessir
hljómar órjúfanlega samtengdir í
minningunum. Þetta hljóðfæri var
fíólín. Meistaraskyttan sem
hleypti af nefndu skoti átti sem
sagt fíólín og lék á það af mikilli
innlifun. Hann — þvi vitanlega
var skyttan karlmaður — bar
myrru vandlega á strengi fiðlu-
bogans, brá svo hljóðfærinu undir
hökuna og hóf leikinn. Eins og blá
fiðrildi svifu tónar fíólínsins um
loftið og kliðuðu við eyru áheyr-
enda, ljúfir og lífgefandi. Hann
lék alltaf sama lagið. Hví skyldi sá
sifellt vera að prófa nýtt og nýtt
sem fullkomnun náði í einu atriði?
Úr Djúpalækjarfjöru. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn.