Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 16
88
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
Guttormur Jónsaon vió tvö verka ginna. MorgunbWMS/Jón Gunnlauguon
Tré, steinn og trefjasteypa
Myndlíst
Bragi Ásgeirsson
Það er jafnan ánægjulegt er
einstaklingar úr þéttbýliskjörn-
um landsbyggðarinnar kveða sér
hljóðs á vettvangi listrænna at-
hafna i höfuðborginni. Að sjálf-
sögðu með þeim fyrirvara að
þeim liggi eitthvað marktækt á
hjarta.
Það má þannig með nokkurri
vissu fullyrða að Guttormur
Jónsson, er um þessar mundir
sýnir í eystri gangi Kjarvals-
staða, hafi i sér þann listræna
neista, er gerir sýningu hans
fullgilda á þessum stað.
Guttormur kemur frá Akra-
nesi þar sem hann hefur verið
búsettur síðastliðin átta ár en
annars er hann alinn upp i Laug-
ardalnum í Reykjavík, sonur
þeirra velþekktu hjóna Jóns
heitins Björnssonar málara-
meistara og hinnar sænskætt-
uðu konu hans, Grétu Björnsson
listmálara.
Guttormur hefur frá unga
aldri verið mjög hagur i ýmis
efni hins áþreifanlega rúmtaks
og þá einkum tré. Hann er
menntaður sem húsgagnasmiður
og mun vera þekktur fyrir hag-
leik í þvi fagi. öll sýningin að
Kjarvalsstöðum ber og völundin-
um vitni enda leikur efnið i
höndum gerandans svo að hvergi
er missmíð eða misfellu að sjá í
útfærslu verkanna.
Það sem á skortir þó að minu
mati er sjálf baráttan við efni-
viðinn og hið fjölbreytta form,
hér er allt svo fellt, slétt og
ágætt en persónueinkenni ger-
andans eitthvað svo víðs fjarri.
Við sjáum að hann hefur farið í
smiðju isienzkra sem erlendra
meistara i skúlptúrfaginu, sem
er í sjálfu sér í senn lofsvert og
rétt. En hér er sá fyrirvari að
viðkomandi verður að brjóta
þessi áhrif undir eigin skaphöfn
og bað er þrautinni þyngra.
Eg hef i öðru tilefni sagt frá
þvi hvað hinn heimskunni
myndhöggvari Auguste Rodin
sagði eitt sinn og vil endurtaka
það hér.
„Hið sanna eðli listarinnar
felst í því að stela frá sem flest-
um ágætum listamönnum og yf-
irfara i list sina og það hef ég
einnig óspart gert, en hér skiptir
öllu máli að hafa tilfinningu
fyrir því hvar eigi að stela.“
Hér er á umbúðalausan hátt
sagt frá þvi hve það er mikil-
vægt að verða fyrir áhrifum frá
öðrum, en að menn verði einnig
að kunna að hagnýta sér þessi
áhrif á réttan hátt. Þannig verð-
ur öll mikil list til.
Það er lofsvert hve víða Gutt-
ormur kemur við hvað sjálfan
efniviðinn snertir, en myndirnar
eru útfærðar í birki, grenirót,
reyni, eik, furu ásamt granit,
grágrýti og tefjasteinsteypu.
Eitt myndverk er mér öðrum
minnisstæðara á sýningunni og
nefnist það „Brotist út“ (25). Mér
þykir sem frá henni stafi mag-
naöur galdur og seiður — líkast
kolbít er ris úr öskustó. Vonandi
er þessi mynd fyrirheit um meiri
umbrot i smiðju gerandans og að
hann mæti magnaðri til leiks i
næsta skipti.
Sem frumraun er það fágunin
og hagleikurinn sem er styrkur
Guttorms Jónssonar.
Myndverk
Valgerðar Hafstað
Listakonan Valgerður Hafstað
hefur verið búsett erlendis í nær
þrjá áratugi, !?ngst af í Paris en
síðustu tfu árin í New York. Hún
hefur unnið að list sinni á þess-
um stöðum en einnig hefur
brauðstritið heimtað sinn toll af
tíma hennar svo sem 90% allra
myndlistarmanna er á þessum
stöðum starfa.
Á þessu tímabili hefur hún
heimsótt gamla landið eins oft
og efni og aðstæður hafa leyft og
hefur hún þá iðulega komið með
sýningu i malnum og þannig er
þetta sjötta sýning hennar hér
heima.
Það verða engar stökkbreyt-
ingar i list Valgerðar Hafstað
enda yirðist styrkur hennar fel-
ast f nostursamlegum vinnu-
brögðum og þrauthugsuðu
myndefni. Frá hennar hendi eru
slíkar myndir lífrænastar og um
ieið iangsamlega ferskastar.
Myndir stórra flata og umbúða-
lausari vinnubragða virka öllu
daufari og i þeim minni lifun inn
i myndefnið.
Þótt myndirnar á sýningunni
virki yfírleitt huglægar i allri
útfærslu viröist listakonan þó
styöjast við eitthvað nálægt sér
úr náttúrunni og hlutveruleikan-
um. Myndirnar geta leitt hugann
að landsiagi, innimyndum, skóg-
armyndum, sól- og birtuflæði
inni, sem úti í náttúrunni, sjálfri
himinhvelfingunni og margvfs-
legum formmyndunum hennar
svo og hofi og hörg.
Skilin á milli þess hlutlæga og
huglæga í myndlistinni eru oft
næsta óljós, þvi að huglæg
skynhrifin geta verið svo sterk,
að áhorfandinn skynji eitthvað
öflugt og handfast á bak við
vinnubrögð myndlistarmanna. Á
sama hátt getur hið hlutlæga
skort alla burðargrind, jafnt
myndræna sem skynræna.
Það eru sex tugir mynda á
sýningu Valgerðar og eru þær
unnar í akríl, vatnsliti, olíu og
blandaðri tækni. Efnismeðferðin
er því margbreytileg og vinnu-
brögðin einnig.
Því sem ég hef sagt hér að
framan til áréttingar vil ég
nefna nokkrar myndir er orkuðu
sterkar á mig en aörar fyrir fin-
leg, hnitmiðuð og markviss
vinnubrögð: „Bergmál" (3),
„ónefnd“ (16), „Þeir fá byr sem
biða“ (22), „Lagstúfur" (48),
„Fyrirheit” (51), „Kurl“ (56) og
„Lög“(58.
í þessum myndum þyki ég
kenna bestu eiginleika Valgerð-
ar Hafstað á vettvangi málara-
listarinnar.
Þjónn á
þeytingi
Leiklist
Jóhanna Krlstjónsdóttir.
Leikfélag Menntaskólans í Hamra-
hlíð.
Tveggja þjónn eftir Carlo Goldini.
Búningahönnun og saumur: Katrln
Sig., Aslaug, Bryndís, Guðrún H.,
Hrefna, Steinunn og Þórný.
Leilunynd: Kata og Steinþór.
Lýsing: Sigvarður Ari og Oddi Ó.
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir.
Þýðing: Bjarni Guðmundsson og
Sveinbjörn Jónsson.
Því miður hefur það nokkuð dreg-
izt að sækja sýningu Menntaskól-
ans úr Hamrahlíð á Tveggja þjóni.
Eftir viðtökum á sýningu á fimmtu-
dagskvöld, svo og aðsókn, er þó trú-
legt að nokkrar sýningar verði til
viðbótar.
Ég geri ráð fyrir að menntaskóla-
nemum þyki orðið leiðigjarnt að
heyra gagnrýnendur tala um leik-
gleði sem aðal menntaskólasýninga.
En leikgleði er nauðsynleg í
Tveggja þjóni, hvort sem verkið
flytja atvinnuleikarar ellegar
áhugamenn. Því að hér er líf í tusk-
unum, flækjurnar eru fáránlegar og
er mikill hraði nauðsynlegur. Ekki
hvað sízt skiptir máli að vel veljist f
hlutverk Arlechino og það hefur
tekizt hér. Ólafur Guðmundsson fór
á kostum f hlutverkinu og fataðist
nánast sjaldan f tilþrifum sínum,
framsögn hans furðanlega skóluð
og margbreytileg.
Vilhjálmur Hjálmarsson var f
spaugilegu gervi sem II Dottore og
sama má segja um Gunnar Pálsson
f Pantalone. Handahreyfíngar voru
Úr sýningu MH á Tveggja þjóni eftir
Goldoni.
ríkur þáttur f túlkun þeirra, þar
tókst báðum nokkuð vel, strengja-
brúðuhreyfingarnar lánuðust ágæt-
lega og Vilhjálmur hafði almennt
skemmtilega snurðulausar hreyf-
ingar.
Elskendurnir Beatrice og Silvio í
höndum Guðrúnar Jóhannsdóttur
og Erlends Helgasonar voru sæt og
ástfangin og Guðrúnu tókst mæta-
vel upp með svipbrigðin, þótt fram-
sögnin væri viðvaningsleg. Aðal-
steinn Leifsson var gervilegur Flor-
indo, þar sannast enn og einu sinni
þó að vegir ástarinnar eru furðu-
legir, heldur fannst mér hann
gikkslegur og derringslegur og und-
arlegt að Beatrice, snöfurmannlega
leikin af önnu K. Ólafsóttur og
ástæða er einnig til að nefna Mar-
gréti Jónsdóttur sem var sposk,
væn og létt Columbina.
Leikstjórn Hlfnar Agnarsdóttur
hefur tekizt vel eins og áður var
sagt. í leikskrá kemur fram, að hún
virðist hafa staðið fyrir leiklistar-
námskeiði f skólanum og getur það
í bland verið skýringin á þvf hversu
vel tókst til með sem allra mest f
þessari sýningu. Og auk þess er
leikritið í sjálfu sér fyndið. Ekki svo
lítill kostur það.
Úr Ólympíuhlauparanum
Grænmetissali
gerist íþróttagarpur
Leíklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Leikfélag Hveragerðis sýnir í
Hótel Ljósbrá:
Ólympíuhlauparinneftir Derek
Benfield.
Þýðing: María Thorsteinsson.
Leikstjóri og leikmynd: Ragn-
hildur Steingrfmsdóttir.
Búningar: Sigrún Bjarnadóttir
og Þórunn Friðriksdóttir.
Ljós: Sævar Sigurðsson.
ólympíuleikarnir eru enn að
hefjast í bænum og á litlu hóteli
er meðal annars beðið komu
stórfrægs hlaupara sem búist er
við að sigri með glæsibrag f
fímm þúsund metra hlaupinu.
Hótelhaldarinn er á hausnum f
peningamálum, en veðmál kynnu
að bjarga þvf. Inn á gistihúsið
fara síðan að slæðast ýmsir
kynlegir gestir í hinum ýmsustu
erindagjörðum, þar á meðal er
Humphrey Pomore Podmore
sem er að flýja eiginkonu sfna,
en sú er reyndar ekki langt und-
an. Podmore er ekki beinlínis
íþróttamannslega vaxinn, en
fyrir misskilning er talið að hér
sé garpurinn kominn og þegar
inn f bætast nú alvörusvikamál
og ástir, þá er komið hér dáyndis
gott efni í gamanleik.
Að vísu fer leikritið afar hægt
af stað, f fyrsta þætti þarf auð-
vitað að undirbúa áhorfendur, en
þar hefði leikstjóri átt að reyna
að hjálpa nokkuð langdregnum
texta með þvf að auka á tempóið.
Annars finnst mér leikstjórn
Ragnhildar Steingrfmsdóttur
skemmtileg og vel gerð. Staðs-
etningar og hreyfingar nosturs-
lega unnar og margar snjallar
hugmyndir skila sér prýöilega.
Ragnhildi ber án efa töluvert af
heiðrinum af þvf, hversu fram-
sögn flestra leikara er skýr og
þjál. Hins vegar eru þéringarnar
vandræðalegar og leikarar
þúuðu og þéruðu fullmikið á vfxl.
Steindór Gestsson f hlutverki
Podmore stóð sig með stakri
prýði, gerði persónuna í senn
fyndna og forkostulega án þess
að um ofleik væri að ræða. Nicol-
ette Margrétar Ásgeirsdóttur
var lipur og létt, áreynslulaus og
hæfilega jákvæð gagnvart Basil
Trent, sem var f höndum Gísla
Garðarssonar. Gísli var ögn
vandræðalegur í hreyfingum og
framsögnin nokkuð stirð til að
byrja með, en sótti f sig veðrið.
Ingibergur Sigurjónsson bjó til
býsna skondna persónu úr hót-
elhaldaranum og Inga Wium var
ágætur þjálfari. Aðrir leikarar
stóðu sig oftar ágætlega en hitt.
Ágætis afþreying og vel unnin
sýning.