Morgunblaðið - 18.11.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
91
MóAir Kristjáns, Fanney Oddgeirsdóttir, og systur hans, Heiða Hrönn og Anna María, komu til að
▼era vió frumsýninguna. Þessi mynd er tekin af þeim mteðgum f hléi og ekki annað að sjá en þær séu
ánægðar með sýninguna.
Þær voru ekki færri en þrjár saumakonurnar sem snerust um Kristján þegar hann var að máta
búninginn.
Kristján Jóhannsson f hlutverki Don Carlos með „Opera Dorset" í Sherborne.
fyrr og síðar. í upphafi var mér
tekið af hlýhug heima á Fróni og
það gaf mér byr til að sigla áfram
og sem betur fer hef ég sjaldnast
verið á dauðum sjó. Stundum hef-
ur að vísu gefið á bátinn, en raunir
herða mann og leiða til meiri
þroska. Og sem betur fer er söng-
urinn mér hvort tveggja í senn;
áhugamál og atvinna. Ef ég er án
þess að syngja f nokkra daga fer
mér að líða illa; ég veit ekkert
hvað ég á af mér að gera. Söngur-
inn er mitt líf.“
• ÞangaÖ vilja
flestir komast
Kristján hefur gert nokkra
samninga um söng í óperuupp-
færslum í Bandaríkjunum á næstu
árum. Sá samningur sem segir til
um mestu fyrirhyggjuna kveður á
um söng Kristjáns fyrir Tulsa-
óperuna i Rígólettó árið 1988.
Fyrir sömu óperu syngur hann
Cavaradossi í Tosca; í Hartford er
það Alfredo í La Traviata og í
Cincinnati er það óperan Zaza.
Auk þessa hefur Kristján gert
samninga um söng víðar í Banda-
rikjunum og í Suður-Ameríku. En
hvers vegna gerir hann sér svo
miklar vonir í Bandaríkjunum?
„Það er keppikefli flestra ungra
listamanna að hasla sér völl i
Bandaríkjunum og það á ekki síst
við um söngvara," svaraði Krist-
ján. „Þar eru miklir listamenn
fyrir, söngvarar sem hljóðfæra-
leikarar og hljómsveitarstjórar,
svo ég haldi mig við mitt svið. Þar
er líka að finna óperuhús, sem eru
í röð þeirra bestu í heiminum —
og í Bandaríkjunum eru borguð
bestu launin, ef þú getur eitthvað
og einhver vill hlusta á þig. Það
má samt enginn skilja orð min
svo, að ég sé að gera lítið úr óperu-
húsum í öðrum heimsálfum, t.d. í
Evrópu. Síður en svo, enda hef ég
þegar starfað talsvert með evr-
ópskum óperuhúsum, t.d. á Ítalíu
og í Bretlandi og mun halda því
áfram. Ég syng t.d. I Frakklandi í
vetur og einnig syng ég Cavara-
dossi í Tosca með Velsku óperunni
á næsta ári. Þar að auki tel ég
hámenningu óperunnar vera á It-
alíu og þar hef ég mitt heimilis-
fang og símanúmer, þó ég búi f
ferðatöskum stærstan hluta árs-
ins. Þar lærði ég söng og þar háði
ég mína frumraun á óperusviði.
Ég er nýbúinn að gera þar samn-
ing við óperuna í Torino um að
syngja Riccardo í Grímudans-
leiknum, en Torino-óperan er ein
af virtustu óperunum á Ítalíu. En
nú má ég ekki vera að þessu
hangsi lengur, ég verð að drífa
mig til að máta búninginn minn.
Þú vilt ef til vill labba með mér?“
segir Kristján um leið og hann
sprettur upp. Við höfðum notið
sólarblíðunnar á útiveitingastað i
Sherbourne á meðan við spjölluð-
um saman, en nú var ekki til set-
unnar boðið.
• Starfsgleði ríkjandi
Ópera Dorset er svolftið sérstök
ópera fyrir margra hluta sakir.
Sherborne er bær á stærð við Ak-
ureyri og kjarni hans er mikil og
fögur dómkirkja, sem byggð var á
þrettándu öld samhliða munka-
klaustri. Munkarnir komu síðan á
fót skóla sem stóð um tíma með
rniklum blóma, en þar kom að
virðing hans fór þverrandi undir
stjórn munkanna. Þá tók Edward
sjötti Sherborne-skóla upp á arma
sína og blés nýju lífi í skólahaldið.
Síðan hefur það staðið með mikl-
um blóma. Dómkirkjan og flest
skólahúsin eru gamlar og virðu-
legar byggingar, sem haldið er
mjög vel við í upprunalegu horfi.
Þannig er eins og maður hverfi
nokkrar aldir aftur í tímann við
að ganga um skólalóðina, sem er
umlukt dómkirkjunni og skóla-
húsunum á alla vegu. Það eina
sem minnir á nútímann eru bíl-
arnir á stæðinu og fólkið í sínum
nýtískulega klæðnaði. Þar er
raunar hægt að segja það sama
um bæjarbraginn í Sherborne. Þar
er mikið um gamlar byggingar og
þess er gætt að ný hús séu í sam-
ræmi við þau hús sem fyrir eru.
Einnig er eftirtektarvert hvað öllu
er vel við haldið og 3nyrtimennsk-
an er í hávegum höfð. Þannig var
hótelið sem ég bjó í lítið og vina-
legt þrílyft timburhús, sem að
stærstum hluta var frá sautjándu
öld. Þar var allt snurfusað hátt og
lágt á hverjum einasta morgni,
meira að segja messinghúnarnir á
hurðunum voru fægðir daglega.
Starfsgleði var ríkjandi meðal nemendanna í Sherborne-skóla. Hér er verið
að sauma búninga.
Kristján Jóhannsson og skoska sópransöngkonan Marie Storach syngja
gullfallegan ástardúett.
Um það sá gamall maður og ég
veit ekki hvort hann fékk önnur
laun en ölkollu á kránni að
verkinu loknu. Mannlffið i Sher-
borne virtist vera afskaplega af-
slappað og laust við allt stress og
íbúarnir voru einstaklega vin-
samlegir og hjálplegir ferðalangn-
um.
Sherborne er í Dorset-héraði og
þannig er nafnið á óperunni til-
komið. En þessi ópera er ekki rek-
in allt árið og við hana starfa ekki
eingöngu atvinnumenn. Nei, hér
er um að ræða átak nemenda og
velunnara skólans, sem skipa kór-
inn, smíða sviðsmyndina, sauma
búninga og sjá um annað sem til
þarf við að setja upp óperu. En
sólóistahlutverkin fá þau atvinnu-
söngvara til að syngja og hljóm-
sveitin er skipuð atvinnumönnum.
Þarna var starfsgleðin ríkjandi og
heildarútkoman var ótrúlega góð.
Don Carlos var tíunda óperan sem
sett var upp í Sherborne með þess-
um hætti, en óperusýningarnar
eru nokkurskonar lokapunktur á
eftir árlegri sumarhátíð íbúanna.
Helgina fyrir frumsýninguna var
til dæmis heljarmikil karnivalhá-
tíð á aðalgötu bæjarins. Og sú
gata hefur stórkostlegan sjarma
með öllum gömlu byggingunum,
gamaldags ljóskerum með blóma-
skreytingum og snyrtimennsku
fyrst og síðast.
Slík óperuuppfærsla er dýr og
vegna atvinnumannanna er
sjaldnast hægt að hafa nema 2—3
sýningar. Aðgöngumiðasala
hrekkur því hvergi nærri fyrir
kostnaði. Þá kemur til kasta
styrktarmanna skólans, sem
margir hverjir munu vera aflögu-
færir — og vel það. Þessi ópera er
því sambland af áhuga- og at-
vinnumennsku og ekki tekin sér-
lega alvarlega í óperuheiminum. Á
meðan Kristján var að máta bún-
ing sinn spurði ég hann hvernig
þátttaka hans í þessari uppfærslu
kæmi heim og saman við leiðina
til frægðar og frama?
• Gaman að vinna þar
sem starfsgleði ríkir
„Það er von þú spyrjir,“ svarar
Kristján og hlær dátt, en heldur
SJÁ NÆSTU SÍÐU