Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 20

Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 20
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Hér er Kristján með móður sinni að frumsýningunni lokinni og hann leynir sér ekki skyldleikinn. Barbara, dóttir Kristjáns, tók þátt f sýningunni á Don Carlos, kom fram í hópatriðum og söng með kórnum. Hér er hún f búningnum sínum. síðan áfram. „Samt er ástæðan fyrir þessu ósköp einföld í raun- inni. Þegar ég tók þá örlagaríku ákvörðun fyrir rúmum átta árum, að leggja út í söngnám og freista þess að gera söng að mínu lífs- starfi, þá hélt ég til ítaliu og kunni ekki annað en einar þrjár stuttar óperuaríur og nokkur sönglög. Nú kann ég hins vegar fjölmargar óperur og alltaf eru að bætast ný og ný sönglög i safnið. En betur má ef duga skal í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir í óperuheiminum. Þess vegna slær maður ekki frá sér tækifærum til að bæta nýjum óperum í safnið. Ég hef verið að gæla við Don Carl- os á undanförnum árum og þegar mér gafst tækifæri til að reyna mig í þessu hlutverki hér í Sher- borne, þá tók ég því fegins hendi. Puccini-óperur hafa verið ríkjandi hjá mér að undanförnu, en Don Carlos er Verdi-ópera með allt aðra og margbrotnari músík held- ur en Puccini; Verdi gerir meiri tæknilegar kröfur til söngvarans. En báðir voru þeir meistarar, hvor á sinn hátt. Ég held ég sé búinn að ná góðum tökum á Don Carlos, við erum sáttir aö kalla. Ég vann i þessu verkefni meira og minna í allt sumar og þegar ég mætti hér til æfinga kunni ég rulluna utanbók- ar. Ég mætti að vísu með bókina undir handleggnum, en þurfti aldrei að opna hana. Það er mitt „prinsip" að kunna mitt hlutverk þegar ég mæti til æfinga. Það gef- ur manni meira svigrúm til að slípa túlkun og leik á meðan loka- æfingar standa, auk þess sem ég ber það mikla virðingu fyrir sam- starfsfólki mínu, að ég býð því ekki upp á þá skömm aö mæta illa undirbúinn til æfinga. Slikt tefur einungis fyrir. Ég kaus sem sé að heyja mína frumraun við Don Carlos og Verdi í litlu óperuhúsi, en þar að auki finnst mér alltaf gaman að vinna með ungu og áhugasömu fólki, eins og hér er. Umhverfis það ríkir ferskur og léttur vinnumórall, sem fleytir mannskapnum yfir margan erfið- an hjallann þegar tekist er á við stór og kröfuhörð verkefni." — Nú er sýningin annað kvöld, ertu ekki kominn með í magann? „Jú, en ekki vegna kvíða heldur vegna tilhlökkunar. Ég er búinn að ná sambandi við Don Carlos; ég veit upp á mína tíu fingur hvað ég ætla að gera á sviðinu annað kvöld og ég veit að ég ræð við það hlut- verk sem mér er ætlað. Þess vegna getur mér ekki liðið illa. Ég hlakka einungis til að byrja að syngja." Nú vorum við komnir inn á „óperusviðið" á skólalóð Sher- borne-skólans, en í þessum skóla taka börnin sín fyrstu skref á námsbrautinni og þaðan geta þau lokið háskólanámi. Én nú hafði öllum námsbókum og formlegheit- um verið ýtt til hliðar. Hvert sem litið var mátti sjá ungt fólk i önnum við að leggja lokahönd á undirbúning fyrir óperusýningu. Með í leiknum voru atvinnumenn í faginu sem fengnir höfðu verið frá London og víðar að, til að setja atvinnumannablæ á sýninguna. Og það var greinilegt að Kristján hafði kynnt sig vel á staðnum, þvi hvar sem hann kom var honum fagnað og þær voru ekki færri en þrjár saumakonurnar sem snerust um hann á meðan búningurinn var mátaður. Það var eins og hann væri fæddur inn í þetta umhverfi; léttur i lund, hreinskiptinn og opinskár. Hann hafði líka orð á því sjálfur, að skapferli sitt hefði fleytt sér yfir margan ólgusjó lífs- ins, ekki síst eftir að hörð barátt- an á lífsbrautinni tók við. Ekki fór það heldur á milli mála, að söngur Kristjáns hafði hrifið marga á staðnum, því margir þeirra, sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við i litla óperuhúsinu í Sherborne, sögðust staðráðnir í að sjá Kristján og heyra í hlutverki Cavaradossi í Tosca með Velsku óperunni á næsta ári. • Þroskandi lífsreynsla Þegar við Kristján höfðum kom- ið okkur aftur fyrir í ró og næði leiddi ég talið inn á alvarlegri brautir. Hann missti nákomna ástvini með stuttu millibili; föður sinn Jóhann Konráðsson f árslok 1982 og eiginkonu sína, Dorriét Kavanna, nákvæmlega ári síðar. Ég spurði Kristján hvaða áhrif þetta hefði haft á hann sem per- sónu og söngvara? „Pabbi var mér mikill vinur, stoð og stytta, jafnframt því sem hann hvatti mig á listabrautinni og hann var líka gagnrýninn á það sem ég var að gera. Það var ekki síður mikilvægt en hrósið. Sömu sögu má segja um Dorriét. Hvað hún var mér sem ástvinur kýs ég að eiga með sjálfum mér f minn- ingunni, en á listabrautinni var hún mér ómetanleg stoð. Hún breytti hugsunarhætti mínum; hún kenndi mér að hugsa eins og listamaður, en ekki eins og blikksmiður eða atvinnurekandi norður á Akureyri. Auk þess var hún mér ómetanlegur kennari f söngnum. Ég þurfti ekki annað en líta til hennar á tónleikum, þá réð ég af svipbrigðum hennar hvort ég var að syngja vel eða illa. Auðvit- að setja þrautir og sorgir sitt mark á persónuleika hvers og eins, en ég held að þessi áföll hafi gert mig að betri manni. Mér finnst sem ég skynji lífið á annan og dýpri hátt en ég gerði áður." — Þetta hefur þá ekki orðið til þess að draga úr þér kjarkinn í baráttunni á listabrautinni? „Ég skal fúslega viðurkenna það, að fyrstu vikurnar eftir að ég kom til Verona eftir útför Dorriét voru mér erfiðar. En þar á ég marga góða vini, sem fleyttu mér yfir erfiðasta hjallann og sjálfur sá ég hvert stefndi áður en í óefni var komið. Ég settist niður og tal- aði duglega utan i sjálfan mig; annaðhvort varð ég að rífa mig upp úr volæðinu eða gefast upp. Og ég fann að Dorriét stóð með mér þá, þvi ég ákvað að halda áfram að keppa að því marki sem hún vildi að ég næði. Takist mér það veit ég að það verður enginn hamingjusamari en hún.“ • Hættur aö taka krítík alvarlega — Krítíkerar bæði heima og erlendis hafa tekið þér misjafn- lega, ýmist hafa þeir hælt þér upp f hástert eða þá séð ástæðu til að tæta þig niður. Jafnvel hafa þess- ar sveiflur í krítík átt sér stað í umfjöllun fyrir einn og sama konsertinn. Hefur þetta áhrif á þig? „Nei, blessaður vertu, enda væri ég þá orðinn hringlandi vitlaus," sagði Kristján og hló dátt. Ég skal þó viðurkenna það, að hér áður fyrr hafði krítfkin talsvert að segja fyrir mig og ég tók það nærri mér ef á mig var hallað. En reynslan hefur kennt mér að taka því sem skrifað er með fyrirvara, því krítíkerum eru mislagðar hendur eins og söngvurum, og l- BÖKMEÐ ERIMDI! Skaldið og draumurinn er fyrsta skáldsaga Ásgeirs Hvítaskálds. Sagan er lipur og hreinskilin frásögn af lífi ungs skálds í Reykjavík nútímans. Þrátt fyrir mótlæti fær ekkert bugaö skáldið. Lífsþróttur og bjartsýni sögunnar á erindi til allra. Bókin er 159 bls. í vönduðu bandi. Hringdu í síma'|4641 og þú færð bókina senda í póstkröfu. Hún kostar aðeins 400 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.