Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 22
94
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
— segir meistari Alexandre í þessu viðtali við Mbl.
Ekki er öllum ljóst hver er mun-
urinn á Haute Coiffure og Interco-
iffure, en íslenskir hárgreiðslu-
meistarar eru í hvoru tveggja. Al-
exandre tók fram að það væri
tvennt ólíkt. Haute Coiffure legði
tvisvar sinnum á ári upp nýja hár-
greiðslulínu sem hárgreiðslufólk
sækti svo til Parísar fullskapaða.
En Intercoiffure væru samtök
topphárgreiðslufólks í 35 löndum,
sem fyrir 5 árum hefði komið sér
upp bækistöð með safni í Þjóðar-
húsinu Maison des Nations. Það
fólk ynni miklu sjálfstæðara og
allir legðu sitt fram. Ekki endilega
að allir þurfi að fylgja alveg sama
stílnum. Og hárgreiðslumeistar-
arnir ynnu mikið með stóru tísku-
húsunum og mótuðu hárgreiöslu á
sýningarnar með nýja tískufatn-
aðinum.
Meistarinn varð dálítið hissa
þegar hann var spurður af hverju
þurfi að skapa tvisvar sinnum á
ári nýja hárgreiðslu fyrir konur
heimsins, skildi sýnilega ekkert í
svona hugsunarhætti. Svaraði
þó:„Ef ekki fer fram sífelld um-
sköpun þá er tískan dauð, en hún
er einmitt aflvaki og uppörvun í
lífinu."
Það er því í rauninni ákaflega
merkilegt að komast að raun um
að þar eru íslendingar, bæði sam-
tök og nokkrir einstaklingar,
komnir með tærnar inn fyrir og
orðnir þátttakendur í tískusköp-
uninni á alþjóðamælikvarða.
Fyrir utan Helgu Björnsson sem
lengi hefur verið einn aðalteiknar-
inn hjá Louis Ferreau eru tvær
íslenskar stúlkur komnar á topp-
inn við hátískuna í París. Brynja
Sverrisdóttir er að verða ein af
eftirsóttu sýningarstúlkunum,
sýndi nú í haust m.a. vortískuna
hjá Scherrer, auk þess sem maður
er farinn að sjá hana á tísku-
myndum í stóru blöðunum. önnur
íslensk stúlka, snyrtisérfræðing-
urinn Jóhanna Doucet, hefur aflað
sér nafns þar sem hátískan er
mótuð. Farðaði á sýningunum í
haust hjá Cloe. Snyrtisérfræð-
ingarnir móta þá snyrtinguna í
samræmi við tískustefnurnar á
fatnaði og hárgreiðslu.
í hárgreiðslunni eru íslenskir
hárgreiðslumeistarar í alþjóða-
samtökunum Intercoiffure og
gegnum samtökin og forseta
þeirra, meistara Alexandre, hafa
þeir komist upp úr því að vera við-
takendur og eru farnir að leggja
til sköpunarstarfsins. Fóru ís-
lensku hárgreiðslumeistararnir
Bára Kemp og Elsa Haraldsdóttir
til Parísar nú í haust til að vera
við opnun vorsýninga stóru tísku-
húsanna og undirbúning hár-
greiðslunnar fyrir þær. Voru auk
Alexandres með Zouari og Roma-
in, sem í dag eru meðal topphár-
greiðslumeistara tískuheimsins.
Hárgreiðslufólk á íslandi hefur
á undanförnum árum orðið i æ
ríkara mæli þátttakendur í sínu
fagi á alþjóðavettvangi. í sumar
var þar merkur áfangi þegar Sam-
band hárgreiðslu- og hárskera-
meistara á íslandi gekk í Alþjóða-
sambandið á aðalfundi samtak-
anna í Las Vegas, en það veitir nú
íslendingum færi á að senda fólk í
heimsmeistarakeppnir og Evrópu-
keppnir, sem þeir hafa ekki átt
rétt á fyrr. Fór hópur hárskera og
hárgreiðslufólks til Las Vegas.
Þar á meðal var Elsa Haraldsdótt-
ir, sem einnig var í París í haust
vegna tískusýninganna. Ég fékk
því Elsu Haraldsdóttur til að
segja mér svolítið frá Parísarferð-
inni i sambandi við viðtal sem ég
átti við Alexandre í París í sumar.
Sköpuð hárgreiðsla
með tískufatnaðinum
Alexandre er óumdeilanlega
einn mesti áhrifamaðurinn í hár-
tískunni og því umkringdur blaða-
mönnum hvar sem hann fer. Hann
djásn sem Alexandre hefur látið
gera í hár kóngafólks og frægra
kvenna og fyrir ákveðin tækifæri.
Og veggina prýddu teikningar af
nýjum hárgreiðslum með tísku-
fatnaðinum, en hátískusýningar
stóru húsanna voru þá að opna
fyrir haust- og vetrartískuna. Al-
exandre sér um hárgreiðsluna við
sýningarfötin fyrir mörg af stóru
húsunum svo sem fyrir St. Laur-
ent, Channel, Ungaro, Balmaine,
Patou og fleiri og loðskinna-
sýningu Diors. Kvaðst raunar eiga
að fara með 40 manna liði tækni-
fólks og tískufólks í október til
Toronto í Kanada til að sýna La
Mode de Paris, þar sem þessi
tískuhús væru að sjálfsögðu full-
trúar Parísartískunnar. Og 14.
október átti að fara með samskon-
ar tískusýningu frá Frakklandi til
Sviss.
Raunar kom í ljós að hann er
búinn að skipuleggja sýningar og
þing víðs vegar um heiminn allt
fram yfir þing Intercoiffure í
Hong Kong sumarið 1986. Raunar
hafði hann verið boðinn á Norður-
landaþing hárgreiðslumeistara á
fslandi sumarið 1986 og vonaðist
til að það rækist ekki á. En nú
Tískan er herra sem lætur
hlíða sér, sagði einhver spek-
ingur. En tískan er meira,
hún er heilt samfélag sem
lýtur sínum lögmálum. Sam-
félag þeirra sem skapa fatn-
að, hárgreiðslu, snyrtingu
o.s.frv. Þar fer engu síður
fram lita- og formsköpun en
á öðrum mörkuðum lista og
þar er ekki síður samkeppni
um „sætin á toppnum“. I há-
borg tískunnar, París, blasir
þetta við og með því að kom-
ast í nálægð við sköpunar-
starfið opnast ný sýn. Það er
líka spennandi og flókið
samfélag sem þar ólgar. Og
þar þykir ekki svo lítið afrek
að komast áfram í hinni gíf-
urlegu samkeppni og fá
verkefni við mótun tískunn-
ar í stóru húsunum eða að
verða yfirleitt gjaldgengur á
alþjóðamarkaðnum.
Íslensk saratök og einstaklingar eru
orðnir gjaldgengir á alþjóðavett-
vangi við sköpun tískunnar. Einn
þeirra er Jóhanna Doucet, sem í
haust sá um snyrtinguna á tískusýn-
ingu hjá Chloé í París. Hér er sýn-
ingarstúlka snyrt af Jóhönnu.
Texti: E.Pá.
Alexandre á loðfeldasýningu Dior, en hann sér um hárgreiðsluna þar.
Meistari Alexandre með forseta Intercoiffure á íslandi, Elsu Haralds-
dóttur. Myndin er tekin í hárgreiðslusafninu í Húsi þjóðanna í París.
er forseti alþjóðasamtakanna Int-
ercoiffure, sem hafa aðalstöðvar
sínar í París og hefur m.a. komið
þar upp merkilegu safni um hár-
greiðslu og hártísku í aldir. Blaða-
maður Mbl. hitti hann snöggvast
að máli á hárgreiðslustofu hans
við Rond Point-torg á Champs
Elysées í byrjun ágúst er hátísku-
sýningarnar voru að hefjast. Þótt
hárgreiðslustofa hans sé á besta
stað í borginni er þar sýnilega
ekki mikið lagt upp úr glæsilegum
ytri búnaði, flestar hárgreiðslu-
stofur á íslandi betur búnar. En
þar hefur þó þótt nauðsynlegt að
hafa lokaðan klefa þar sem veita
má viðskiptavini þjónustu án þess
að vera innan um aðra. Einkum
eru það arabakonurnar sem vilja
vera einar eða að fá að koma í
hárgreiðslu um það leyti sem verið
er að loka. Nú er þó orðið dálítið
örðugt að veita þessa þjónustu þar
sem sósíalistastjórnin I Frakk-
landi hefur sett í reglugerð að
bannað sé að hafa þjónustustaði
opna fyrir sérstaka kúnna.
í sýningarskápum mátti sjá alls
konar kamba, spennur og höfuð-
mun vera að koma í ljós að það
gerir það einmitt. Hann vill koma
í maí eða september, en Norður-
landafólkið vill nýta þingið til
sumarleyfis á íslandi í júnímán-
uði. Þótt Alexandre ætlaði eins og
allir aðrir Frakkar að taka sér
sumarleyfi í ágústmánuði eftir að
tískusýningarnar í París væru
komnar af stað og eyða leyfinu að
venju með konu sinni, dóttur og
barnabörnum í húsi sínu á æsku-
stöðvunum í St. Tropez, þá kvaðst
hann samt ekki hafa getað neitað
Karólínu prinsessu í Mónakó um
að koma þann 20. til Monte Carlo
vegna Gala-kvölds Rauða kross-
ins. Enda hefði hún tekið við því
af móður sinni Grace að vera
verndari Intercoiffure samtak-
anna. Og raunar kom í ljós að
sumarleyfið hans yrði varla meira
en 10 dagar þegar allir slíkir
skreppitúrar voru upp taldir. „Þér
sjáið að maður hefur nóg að leika
sér við,“ sagði hann eftir að hafa
getið þess að hann rekur hár-
greiðslustofur Alexandres í París,
Lúxemborg, Bruxelles, Barcelona,
Mílanó og bráðlega líka í Kuwait.
En þegar hann er að skapa hár-
greiðslu, er hann þá að hugsa um
allar konur, líka okkur hér norður
frá í roki og regni? Já, allar konur,
svaraði Alexandre með sannfær-
ingu. „Alltaf er líka mótuð
greiðsla fyrir stutt hár, sem dugar
í hvaða veðurlagi sem er. Það er
einmitt þess vegna sem þetta sam-
starf hárgreiðslufólks, sem hæst
ber í hverju landi, er svo mikil-
vægt. Við hittumst öll og heyrum
hljóðið hvert í öðru og fáum inn-
blástur úr öllum áttum. Sköpunin
fer svo fram í París, sem tekur við
áhrifunum úr öllum áttum og
vinnur úr þeim. Við fylgjum tísku-
sköpuninni í fatnaði hér og mótum
línur í hárgreiðslu sem eru í sam-
ræmi við hana.“
íslenskir þátttakendur
Þar komum við að þátttöku ís-
lensku hárgreiðslumeistaranna í
undirbúningi hárgreiðslunnar á
frumsýningum tískusýninganna i
París nú í haust. Intercoiffure
bauð í þetta sinn fólki frá 4 þjóð-
um að vinna að mótun hárgreiðsl-
unnar með Frökkunum og koma
með sínar hugmyndir, og svo öðr-
um fjórum þjóðum til að fylgjast
með undirbúningnum og sjálfu
verkinu, þ.e. Svíum, Islendingum,
Svisslendingum og Dönum. Næst
fá svo þessar þjóðir að vera með í
að koma með hugmyndir og leggja
línuna, að því er Elsa Haralds-
dóttir útskýrði. Alexandre vinnur
fyrir mörg stærstu tískuhúsin og
tekur í það verkefni með sér sitt
aðstoðarfólk. Ekki bara Frakkana
heldur Iíka hárgreiðslumeistara
úr Intercoiffure-samtökunum frá
ýmsum löndum. Og nú var íslend-
ingum sem sagt í fyrsta sinn boðið
að vera með í sjálfu sköpunar-
starfinu, fyrst til að fylgjast með
hvernig tískan yrði til og síðan til
að móta hana í félagi við hina.
Elsa sagði að ekki veitti af að
kynnast vinnubrögðunum fyrst,
því snerting Frakkanna við tísk-
Joskan er
uppömrn
og aflvaki
í lífinu
ALEXANDRE