Morgunblaðið - 18.11.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
95
Á safni Intercoiffure f París má sjá marga skemmtlega gripi úr sögu hár-
greidslunnar. Hér er krullujárn einnar heföarfrúarinnar frá fyrri tíð, hitað
með sprittloga.
Brynja Sverrisdóttir er orðin ein af eftirsóttustu sýningarstúlkunum hjá stóru
tískuhúsunum í París.
una væri svo sterk og rótgróin.
Áður en þeir sjá línuna í fatatísk-
unni eru þeir jafnvel búnir að sjá
hana fyrir. „Við Bára máttum
fylgjast með í hvaða tískuhúsi sem
var, en vorum bara í viku og urð-
um því að velja. Og það eru mikil
hlunnindi, þvi enginn fær að vera
á bak við og taka til hendi nema
þeir sem þar eru að vinna, sýn-
ingarstúlkur, aðstoðarfólk, hár-
greiðslufólk, þeir sem snyrta og
svo sjálfur stjórnandi tiskuhúss-
ins, sem heldur öllum taumum í
sinni hendi og fer svo fram í hópi
sýningarstúlkna i lokin og er
hylltur. Þetta er óskaplega spenn-
andi allt. Allar skiptingar verða
að vera svo hraðar á snyrtingu og
hárgreiðslu í samræmi við hverja
flík, og allt er þrungið eftirvænt-
ingu. Undirbúningur er mikill.
Þótt sýningin byrjaði ekki fyrr en
kl. 11.15 þá urðum við öll sem að
henni unnum að vera mætt kl.
8.15. Mér fannst þetta hreint
ævintýri. Nú er að koma vetur og
maður er með vetrarstemmning-
una í huga þegar maður stígur inn
í vorblæinn á sýningunum með
frjálslegum og léttum sumarfatn-
aði og öllu sem honum fylgir.
Við Bára vorum t.d. i hár-
greiðslunni með Zouari og Roma-
in, sem eru í dag meðal helstu hár-
tískuhöfunda f París. Zouari vinn-
ur fyrir Scherrer og greiðslur
hans glæsilegar í stíl við fatnað-
inn þar. Hvelfdar línur, hárið sett
upp í hnúta, en líka notað stutt
hár. Romain er villtari. Hann setti
m.a. leir i hárið og mótaði það
meðan leirinn var að þorna. Það
kom mjög vel út. Var „rosalega
fríkað", eins og sagt er. Minnti á
púðraða hárið á hefðarfólkinu hér
áður fyrr. Stutta hárið greiddi
hann hátt upp frá enninu. Þessi
greiðsla var mikið notuð með leð-
urfatnaði. Hjá Scherrer var ein
sýningarstúlkan 18 ára gömul ís-
lensk stúlka, Brynja Sverrisdóttir.
Gullfalleg stúlka sem er að slá i
gegn í París. Og hjá Cloe hittum
við aðra íslenska stúlku Jóhönnu
Doucet, sem er orðin þekkt og eft-
irsótt sem snyrtisérfræðingur á
æðstu stöðum í Paris. En snyrt-
ingin er sköpuð með hverri tísku-
flík engu síður en hárgreiðslan.
Hárgreiðslan og snyrtingin eru
ákaflega breytileg eftir því hvaða
tískuhús á í hlut, fer eftir því
hvaða blæ tískuhönnuðurinn vill
ná fram. Við Bára sáum eftir því
að geta ekki verið lengur og til
dæmis verið með hjá Channel og
Sonju Rykel, sem stóð okkur til
boða."
f samtali okkar kom fram að
Hárgreiðsla frá Alexandre, sem
hann í haust mótaði við satínblússu
á tískusýningunni hjá Saint Laurent.
Hárgreiðslu-
meistarinn Rom-
ain þykir nokkuð
villtur, eða „frík-
aður“, en hann
er einn þeirra
eftirsóttu í París.
Þær Bára og
Elsa fylgdust
með honum þeg-
ar hann var að
skapa þessa hár-
greiðslu með því
að bera leir í hár-
ið og móta það
meðan það var
að þorna. Og sjá
má hvernig sú
greiðsla fer við
tískufatnaðinn á
sýningunni hjá
Chloé.
Þetta er ein af keppnisgreiðslunum frá Las Vegas, en Samband íslenskra
hárskera og hárgreiðslumeistara gekk þar í alþjóðasamtökin í sumar og á nú
rétt á þátttöku í heimsmeistarakeppnum.
það er gífurlega mikil vinna að
fylgjast með því sem er að gerast í
hárgreiðslunni á hverjum tíma og
það leggur íslenskt hárgreiðslu-
fólk vissulega á sig. Er víða farið
að leggja til á alþjóðavettvangi.
T.d. gerði Elsa Haraldsdóttir
stuttan stans í Chicago á leiðinni
frá Las Vegas í sumar til að vinna
tvær hárgreiðslur sem nota á
myndir af í kennslubók i hár-
greiðslu. Og islenska hárgreiðslu-
fólkið í Intercoiffure á íslandi er
nú farið að undirbúa sýningu.
„Höldum okkur áfram við það sem
þjóðlegt er. Reynum að láta áhorf-
endur finna að hér á landi er him-
inninn svo blár, ís á fjallatindum
og norðurljós," segir Elsa. „Við er-
um líka farin að undirbúa þingið
hér 1986. Hvort þetta borgar sig?
Það er engin spurning. Það er
þáttur i lífinu að þykja gaman að
og hafa metnað fyrir sitt starf.
Enginn kemur til okkar og spyr
hvað við séum að gera. En þegar
við komum og kynnum okkur á al-
þjóðavettvangi, þá lætur fólk í ljós
undrun .yfir því hve vel við fylgj-
umst með í hárgreiðslunni og hve
starfsemin er mikil hjá okkur.
Þetta unga fólk okkar er svo lif-
andi og sýnir að það kann og met-
ur sitt starf. Ég er ekki i neinum
vafa um að þetta er jákvætt og
rétt er að leggja eitthvað á sig
fyrir það.“
Hárgreiðslusafn í París
Þegar komið er í Menningar-
miðstöð Intercoiffure alþjóðasam-
Hárgreiðsla frá Alexandre við flfk
frá Daniel Frenna.
takanna í París í virðulegu húsi í
16. hverfi velkist enginn í vafa um
að samtökin hafa mikinn metnað.
Húsið sem byggt var 1883, nefnist
La Maison des Nations eða Hús
þjóðanna, og þar er fyrrnefnt
safn. Það var vígt 1982 að við-
staddri Grace prinsessu af Món-
akó. Safnið samanstendur að
mestu af tveimur söfnum, sem
tveir frægir hárgreiðslumeistarar
höfðu dregið að um æfina, annars
vegar Guiaume, sem á efri árum
sneri sér að mestu að höggmynda-
list og hefur mótað konur með
greiðslur frá ýmsum tímum og
hins vegar safn Alexandres. En
síðan er stöðugt verið að bæta í
það. Þarna má sjá marga merka
forngripi úr hártískunni, bæði
tæki og greiðslur og lokka af
frægu fólki sett upp í myndir.
Einnig teikningar og höggmyndir
sem sýna hvernig greiðsla og tíska
hefur átt sitt skeið. Ekki er rúm
til að fara nánar út í það, en þarna
má lesa sögu hártískunnar í marg-
ar aldir og er ákaflega gaman að
koma þar. í anddyrinu er „ættar-
tré“ Intercoiffure-samtakanna í
lágmynd, þar sem laufi er bætt við
um leið og ný þjóð gengur í sam-
tökin. Þar ber eitt laufið nafnið
ísland.