Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 25

Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 15. starfsár Skagfirsku söngsveitar- innar hafið SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykja- vík hélt aðalfund sinn 14. október sl. en sfingar hófust 10. september. Söngstjóri er Björgvin Þ. Valdi- marsson og er þetta annað starfsár hans en auk þess var tekin upp sú nýbreytni í haust að Sigurður Dem- ens Fransson var fenginn til að kenna kórfélögum raddþjálfun einu sinni í viku. Stjórnin er þannig skipuð: Formaður Lovísa Hannesdóttir, varaformaður Þuríður Kristjáns- dóttir, gjaldkeri Fríður Sigurðar- dóttir, ritari Knútur Bergsveins- son, meðstjórnandi Maríus Sölva- son, varamenn Einar Lúthersson og Ásgeir Óskarsson. Kórfélagar eru 66 og er þetta 15. starfsár Söngsveitarinnar. Starfið í vetur er tvíþætt. Jólatónleikar verða í Háteigskirkju 13. desem- ber og er áformað að syngja víðar. Á efnisskrá er Missa brevis St 1 Joannis de Deo (Litla orgelmess- an) eftir Joseph Haydn, sálmar og jólalög, gömul og ný, m.a. tvö lög eftir söngstjórann við texta séra Helga Konráðssonar og Höllu Eyjólfsdóttur. Hefðbundnir vortónleikar verða svo með fjöl- breyttri efnisskrá. í tilefni 15 ára afmælisins er kórinn að undirbúa söng- og skemmtiferð til Italíu með vorinu og er áformað að syngja bæði í konsertsölum og kirkjum. Til að auðvelda kórfélög- um þessa ferð mun kórinn verða með ýmislegt til fjáröflunar í vet- ur. Köku- og smávörubasar verður haldinn 2. desember n.k. að Hall- veigarstöðum, einnig er fyrirhug- að að vera með happdrætti eftir áramótin o.fl. Kórinn þakkar af alhug vinum og velgerðarmönnum veittan stuðning á liðnum árum. (FrétUtilkTnning) Kvenréttindafélag íslands: Fundur um sérsköttun og sam- sköttun hjóna Kvenréttindafélag íslands heldur fræóslu- og umræóufund um sér- sköttun — samsköttun hjóna fimmtudaginn 22. nóvember klukk- an 20 aó Hótel Esju, 2. hæó. Þrjú framsöguerindi verða flutt, en á eftir veróa almennar umræóur. Frummælendur verða Erna Bryndís Halldórsdóttir, endur- skoðandi, sem gerir grein fyrir gildandi lögum um tekju- og eignaskatt. Þá flytur Dögg Páls- dóttir lögfræðingur erindi um samsköttun hjóna og Sólveig Ólafsdóttir, lögfræðingur talar um sérsköttun hjóna. í fréttatilkynningu frá Kven- réttindafélagi íslands segir að á undanförnum mánuðum hafi mik- ið verið rætt um samsköttun í tekjuskatti hjóna í stað þeirrar sérsköttunar, sem nú er í gildi. Stjórn KRFÍ vill því taka þetta mál til umfjöllunar með tillit til þess, hvort forsendur hafi breytzt frá því stjórn félagsins hafnaði þeirri samsköttunarleið, sem gert var ráð fyrir í skattalagafrum- varpinu frá 1977. Stjórnin hvetur alla sem áhuga hafa á málinu að sækja fundinn. 97 Bladburðarfólk óskast! Lægri tölur viö Seiöakvísl Grensásveg Bleikjukvísl Til sölu Hino árg. 1981 meö álpalli og sturtum. Ekinn aöeins 14 þ.km. Toppbíll. Skipti á minni pallbil möguleg. Uppl. í síma 84760 og 73306 eöa Tang- arhöföa 13. UILTII UERIIDn pnmnM DHilllJ m Fúðu þér þú stói uf fullkomnustu gerð ERO stólarnir veita baki þínu réttan stuðning og koma í veg fyrir óeðlilega þreytu og spennu í hryggnum. Þeir hafa alla yfirburði fullkomnustu stóla en eru engu að síður á einstaklega lágu verði. * Stóðst gæðaprófun Teknologisk institut í Noregi. * STÁLHÚSGAGNAGERO STEINARS HF. SKEIFUNNI 6.SÍMAR 33590.35110. 39555

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.