Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 29

Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 29
______________________________________101 Svona er nú þetta, góði, það er erfitt þetta líf, sagði karlinn." „Það er sagt það sé einhver ljóðrænn tónn í myndunum þínum og hægt að rekja hann til fyrstu myndanna. Finnst þér það rétt, Svavar?" „Já, það er vafalaust rétt. Finnst þér það lika?“ »Já.“ „Það gleður mig, því hugmyndir, sem maður gerir sér upp sjálfur um sitt starf, geta verið mjög hæpnar. Jú, það er einhver ljóðrænn óskadraumur í þessum myndum, ég held það þurfi áræði að mála eigin draum, en auðveldara eftir því sem hann er fallegri og siðlegri. Ég vona að eðli míns óskadraums sé fallegt og rómantískt. Sjáðu Haustskógarsinfóninn frá 1945... laufið eldað við haustgeisla." „Og hvað er svo þessi draumur?" „Ætli hann sé nokkur skapaður hlutur nema svo sem eins og viljinn hests eða dyn kattar. Mann dreymir bara af því maðut er ekki alveg dauður. Líklega dreymir dauða menn ekki. Ég get ímyndað mér, að þessir draumar væru að miklu leyti reflex- ar frá umhverfinu, sem maður hugsar um og lifir í og verður kannski sjálfur árang- urinn af. Þær höfðu svo sem nógu mikil áhrif á mann í gamla daga hégiljurnar og hjátrúin austur á Hornafirði, svo ekki sé talað um myrkhræðsluna. Ó-jú, það var alveg nóg af svona lekkrum hlutum fyrir austan. Það komu sjaldan bjarndýr, en ég heyrði talað um baulhveli. En draumur- inn, sem við vorum að tala um áðan, ætli hann sé ekki eins konar lífsneisti? Hann má vera eins ótrúlegur og vill, það fer auð- vitað eftir ætt, upplagi og uppeldi hvers og eins. En hann er lífsóskin og því alveg nauðsynlegur.“ Ég fann að þetta tal var að renna út í sandinn, eins og draumar gera oftast nær, og minntist því aftur á fjöllin. Svavar sagði: „Fjöllin, já? Viltu tala meira um þau? Jæja, góði. Þegar ég elst upp, er lífið ólíkt fábrotnara en nú. Ég held náttúran hafi orkað miklu sterkar á okkur í þá daga, þvi við höfðum svo lítið að horfa á. Nú er ungmennafélagið búið að setja upp bíó i bragga í Hornafirði, og þar eru víst ekki sýnd fjöll. Þegar ég var að alast upp, voru fjöllin lífsnauðsynleg leiktjöld, ef ekki sjálfur leikurinn. En heyrðu góði, heldurðu ekki að ungdómurinn i dag sé hættur að horfa á fjöll?“ „Ég veit ekki. En af hverju ertu svona besetinn af fjöllum?" „Ég er ekki besetinn af fjöllum, en mér finnst þau persónur með sinn sérstaka karakter. Öll náttúrufyrirbrigði eru per- sónur í mínum augum. Það er ekki til sá grottapollur, að hann hafi ekki eitthvað persónulegt við sig. Nú, þarna blasir við Öræfajökull í 70 km fjarlægð, en það gerir hann bara ennþá merkilegri og leyndar- dómsfyllri. Og skýjafarið yfir þessum flóum og fjöllum og i kringum þau, ein- kennilegu ljósbrotin, sem stöfuðu stundum niður á bungurnar á Öræfajökli og mynda síbreytilega liti og form, þessi bók náttúrunnar var lífið og andlegheitin i fá- tækt og fásinni. Um bjarta Jónsmessunótt las ég fyrsta sinn ástarsögu, og þá voru purpuraský á jöklinum. Stundum hafði þetta allt svo djúp áhrif, að ég gekk i leiðslu, þegar ég var sendur milli bæja, og rankaði ekki við mér, fyrr en ég var kom- inn framhjá. Ég var í sveit í Holtum á Mýrum, og eitt sinn sagði húsmóðirin, Guðrún Benediktsdóttir, að börn, sem gengju um svona í leiðslu, yrðu alltaf prestar. „Þú verður prestur, svona var Gunnar bróðir minn,“ sagði hún og hló. Hvert þó í hoppandi, eða þá frægur rithöf- undur í Rússlandi! (hugsaði ég). Hún var góð kona. Ég var hjá henni, þegar ég var 11 ára. Ástæðan var sú, að faðir minn, Guðni Jónsson, átti litla grasnyt og þurfti að sækja hey langar leiðir yfir Hornafjörð. Honum fannst ekkert gagn i þessum krökkum. „Það borgar sig ekki að flytja mat í þá alla þessa leið,“ sagði hann, og þá var ég sendur að Holtum og á aðra bæi síðar. Faðir minn var mikill dugnaðarforkur. Hann dó svo að segja uppistandandi og án æðruorðs. Hann var geðrikur maður, og ég virti hann mjög.“ „Og hann hefur alið þig vel upp?“ „Elskan mín góða, þetta var ekkert upp- eldi, þetta var strangleikinn uppmálaður. Þau voru ákaflega duglegar manneskjur bæði tvö og höfðu alltaf nóg fyrir sig að leggja. Það var margt gríðargott um karl- inn. Ef menn gerðu honum greiða, var hann að borga hann alla ævi. Það sagði mér útgerðarmaður á staðnum, að einu sinni hefði faðir minn komið til sín og spurt sig, hvort hann gæti selt sér nokkra faðma af dreginni línu í tein á net. Hann sagðist hafa gert þetta, því hann hefði átt línu, sem var honum einskis virði og hafði MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 1 I Reykjavík. það, ég segi þér satt. Komdu hérna og fáðu þér sæti, góði, svo ég geti sagt þér eitthvað af honum Kjarval. Hann keypti af mér fyrstu myndina, sem ég seldi. Hann sagð- ist vera að kaupa hana fyrir „einhverja konu“. Ég hef aldrei séð hana síðan. Á fyrstu árum mínum hér í Reykjavík var ég oft hjá Kjarval. Hann var elskulegur mað- ur og mér mjög góður. Kunningsskapur okkar hófst fyrir alvöru vorið 1934, því þá var ég ákveðinn í að verða málari. Ég kom oft til meistarans. Við höfðum orðið sam- ferða á skipi austur í Hornafjörð, og þar kynntist ég honum dálítið, aðallega þó þegar austur kom, því hann bjó hjá for- eldrum mínum. Það var einhvern tímann á árunum 1931—33, ég man það ekki, en það var í fyrsta skipti sem hann fór austur í Hornafjörð til að mála. Föður mínum þótti ósköp vænt um Kjarval og hafði mikið uppáhald á honum. Á leiðinni austur man ég eftir, að litlu munaði að við sigldum inn í Eldey. Allt í einu finn ég, að það er komið einkennilegt sjólag, og fer upp og sé móta fyrir útlínum Eldeyjar, sem ber við mast- urstoppana, og litlu siðar kom eyjan út úr þokunni 2—3 skipslengdir í burtu. Og veiztu hvaða sjólag þetta var? Þetta var frákast frá eyjunni. Kjarval hefur þekkt það, því hann kom snöggklæddur út í dyrnar og segir: „Hvað er þetta, drengur?“ „Sterling að farast í þoku, kall minn!“ svaraði ég. Kjarval er góður sjómaður, en það var skelkur i okkur. Vorið 1934 er ég á gangi með Kjarval í Austurstræti og mæti Stefáni bróður mín- um, sem þá var héraðslæknir í Búðardal. „Þú ættir að taka hann Svavar með þér vestur," sagði Kjarval. „Hann hefur gam- an af að mála og það eru nógu margir sem hafa gaman af öðru og eiga að vinna að öðru.“ Þetta varð, ég fór vestur í Búðardal þá um vorið og lifði eins og blómi í eggi um tveggja mánaða skeið. Þaðan eru þessar gömlu myndir, Snæfellsnes og Klofning- ur.“ „Þú sagðir að Kjarval hefði farið til Hornafjarðar. Var dálítið málað á Horna- firði í þínu ungdæmi?" „Já, þar var alltaf verið að mála. Þar máluðu Jón Þorleifsson og Bjarni Guð- mundsson og nokkru siðar Höskuldur Björnsson og einhverjir fleiri. Og svo fór ég að mála.“ „Af hverju heldurðu að þú hafir farið að mála?“ „Ég veit það ekki. Ætli náttúra mín hafi ekki staðið til þess. Ég byrjaði að mála fjöll og sjó. Ég man ég var að teikna tinda, og það var helvíti erfitt. Það vildi snúast upp á þá. Fjallstindar, sem snýst upp á eins og hrútshorn, nei, það var ekki gott! En samt hélt ég nú áfram, þvi ég hef alltaf verið andskotanum þrjózkari, eins og þú veizt, og ekki látið það telja úr mér kjark, þó snerist upp á hlutina. Við bestilltum liti í sameiningu, beinustu leið frá Englandi, og það var mikill dagur, þegar litapöntun- in kom, get ég sagt þér. Ég tók hverja túbu fyrir sig og hélt á henni, eins og ég hefði náð handtaki á hamingjunni, skrúfaði svo lokið af og horfði drykklanga stund á lit- inn og fannst hann eins og dýrmætur gimsteinn og það gengi guðlasti næst að kreista þetta út, nei, bara horfa ... og svo fór maður að uppdaga einn og einn lit hjá hinum, sem maður átti ekki sjálfur, og þá var allt í lagi að fá hann, en það gat tekið upp undir ár. Á meðan gleymdist hann samt ekki. Hann var þarna einhvers stað- ar í höndlan í London, glitraði eins og stjarna á dimmbláum himninum eða ljós á einhverju skipinu úti við sjónhring. Litirn- ir voru töfralyklar. Þeir gerðu lífið ríkt og merkilegt, en svo fór nú viðkvæmnin af, þegar maður var búinn að kreista úr nokk- ur hundruð túbum og sóðast í þessu árum saman. Ég er nú farinn að þekkja það, ég segi þér satt, en samt finnst mér alltaf annað slagið einhver töfraljómi yfir litun- um og umgengst þá með viðkvæmni, sem minnir á gamla daga og enn eimir eftir af ævintýrinu, og ég held mér yrði ekki eins illa við neitt og ef ég kæmist að því að túba með fallegum íit lenti í miðstöðinni." „Ég sé að fjöllin og tindarnir eru eins og rauður þráður í myndum þínum, líka í af- straktmyndunum, það eru tindar í þeim.“ „Já, það er rétt, þegar fjöllunum sjálfum í hversdagslegri merkingu sleppir, þá er það strúktúr þeirra, sem ennþá gengur í gegnum myndirnar. Ég málaði yfirleitt tindótt fjöll, eins og þau eru í Hornafirði. Að vísu voru þar líka þessir ávölu múlar, en þeir höfðu lítil áhrif á mig. Svo eru þarna jöklar, elskan mín góða.“ „Og hvað með þá?“ „Ja, þeir eru hvítir, þeir eru helvíti hvít- ir. Svo eru þeir líka kaldir og bjartir. Og þarna er mikið af grunnum vötnum, affall- ar alls konar og vætlandi á leirum. Jökl- arnir skila ekki aðeins vatni heldur bera líka fram leir og aur. Milli þessara hvítu og björtu jökla og þessa grunna vatns, sem er svo grunnt, að það þarf að vera býsna hvasst til að það gárist, því þær eru eigin- lega bara rök soppa þessar leirur, já, þarna á milli þessara vatna og þessara affalla og flóa er meira endurskin sólar- Ijóss en annars staðar, sem ég þekki til. Bæði vatnið og jökullinn endurkasta geisl- unum milli sín, og þarna verður bjartari og lýriskari stemning en alls staðar ann- ars á jörðinni: „Ó, Hornafjörður, þín hitifpi skin sem háleitra vonabjarma blik, þín fegurð er hrein sem flekklaust lin... “ kvað Þorbergur í Hólum, en hinn Sobbegg- inn afi sagði eitthvað á þessa leið: Elskulega Suðursveit, geturðu nokkurn tíma fyrirgefið mér að hafa fallið með þessari konu í kirkjugarði í Reykjavík? Af þessum sökum fannst mér svo dökkt og þungt hér á ásunum og lyngmóunum við Reykjavík, þegar ég kom hingað fyrst, en nú er ég farinn að kunna betur við mig og held bara að hér sé helvíti fallegt." „Birtan í Hornafirði hefur þá haft mikil áhrif á myndirnar þínar.“ „Já, enginn vafi. Hún hefur mótað mína litasjón." „En fjöllin?" „Þau eru björt og hvöss eins og greinds manns tunga. Mér líkaði þau vel og við urðum miklir mátar. En stundum fannst mér þau risa upp á skottleggina og vaða á mig og inn í mig og skilja þar eitthvað eftir, ég veit ekki hvað. Þetta er einhver óafvituð reynsla. En þarna eru þau og hjá því verður ekki komizt. Það er eins með litina, maður fær þá gratís. Þeir eru fyrsti veruleiki umhverfisins, þessa umhverfis sem er manns heimur til góðs eða ills.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.