Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 32
104
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1& NÓVEMBER 1984
í
k DRarnNSJ'Ffii
UMSJÓN:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Félag guðfræðinema
Lus Ake, Ingiborg og séra Ingólfur Guðmundsson á námskeiðinu á
Löngumýri.
Lars Áke hefur leikið og sungið inn á hljómplötur og hann hefur skrifað
bók fyrir unglinga, Det Nya Landet, sem kom út 1982.
Sálusorgun og sálmalög
Viðtal við Lars
Áke Lundberg
Lars Áke Lundberg. Við sjáum
þetta nafn yfir nokkrum sálm-
anna, sem við syngjum í kirkj-
unni, Ld. sálminum Ksrleika
Guðs á stóra ströndu minnir.
Lars Áke er tónskáldið. En
hver er hann annars? Sænskur
prestur, giftur Ingeborg sem er
sálfræðingur. Þau komu
hingað saman nú síðsumars til
að mennta forsvarsfólk í æsku-
lýðsstarfi kirkju okkar. Séra
Agnes fékk þau hingað og þau
héldu daglangt námskeið í
Reykjavík og þriggja daga
námskeið á Löngumýri. Allir
þessir dagar voru mikils virði
fyrir þau, sem þar hittust. Með
þeim hjónum var Jóhannes, 17
ára sonur þeirra, og þær tví-
burasystur Birgitta og Katar-
ina, 12 ára kjördætur þeirra
frá Eþíópíu. Þau eiga enn einn
son, Friðrik, 20 ára.
Ég var áður prestur í
Stokkhólmi, sagði Lars Áke.
Þá var ég líka aðstoðarmaður
biskups til þess að vinna við
endurmenntun presta. En
núna starfa ég hjá Verbum,
útgáfufyrirtæki sænsku
kirkjunnar. Það er spennandi
starf og felst í því að velja
útlend guðfræðirit til þvð-
ingar á sænsku. Lars Áke
brosir yfir kaffibollann.
Hann er svo viðfelldinn í
framkomu að okkur líður
undur vel í návist hans. Hann
er lágvaxinn og þéttur á velli,
ljóshærður og skeggjaður.
Nærgætinn og hlédrægur,
finnst okkur. Líklega þarf
maður ekki að bera á sig
nokkur lög af ábúðarmiklu
fasi til þess að koma miklu í
framkvæmd.
Prestfjölskyldur
Við tölum um prestfjöl-
skyldur. Við Ingeborg áttum
að hafa námskeið i Stokk-
hólmi, sem fjallaði um prest-
fjölskyldur. En það komu of
fáir til þess að það yrði af því.
Næsta ár á að reyna aftur og
bjóða til þess prestum af öllu
landinu.
Eru það sérstök vandamál,
sem hrjá prestfjölskyldur?
Ætli það séu ekki mest
sömu vandamálin og hrjá
aðra. Prestar fylla flokk
þeirra, sem vinna óreglulegan
vinnutíma, vinna á kvöldin og
á sunnudögum. Og svo hefur
staðan innan prestfjölskyld-
unnar breytzt. Áður voru
konur presta prestsfrúr. Nú
er það ekki aðalstarf þeirra
lengur heldur stunda þær
margar sína eigin vinnu.
Eygið þið einhverja lausn?
Vinnutími presta þarf að
verða fastmótaðri svo að þar
verði skil milli vinnutíma og
frítíma. Það er ekki hægt að
vera alltaf á vakt. Það þarf að
skipuleggja samstarf milli
presta svo að þeir verði á vakt
hver fyrir annan. Það er líka
nýtt að prestar eigi konur
sem vinnufélaga.
Við hnyklum brýrnar og
veltum þessu fyrir okkur. Er
það lausn á kreppunni ellegar
veldur það enn meiri kreppu
að karlprestar skuli farnir að
starfa með kvenprestum?
Lars Áke talar af varfærni.
Já, það gerast slys þar eins og
í öðrum starfsgreinum, segir
hann. Það hafa orðið hjóna-
skilnaðir hjá prestum vegna
þessa. En það er sjaldgæft.
Líklega erum við sorgmædd
og ráðvillt á svipinn. Lars
Ake svarar svipbrigðum
okkar með umhyggju í sínum
svip. Um huga okkar þyrlast
gömlu gróusögurnar um hina
Lars Áke Lundberg, prestur og
tónskáld.
einhliða sök kvenna þegar
svona slys verða. Og sorgin
yTir óhamingju upplausnar-
innar, sem hvergi lætur sig
vanta og sífellt nemur ný
lönd.
Sálusorgun fyrir
kirkjustarfsfólk
Hefur kirkjan gert eitthvað í
málinu?
Nei, eiginlega ekki. Og þó. í
Stokkhólmi hefur Lukas stift-
elsen þjónustu fyrir starfs-
fólk kirkjunnar. Ingeborg
hefur unnið þar. Miðstöð
starfsins er í Stokkhólmi en
svo eru stöðvar á fleiri stöð-
um. Þetta er samkirkjulegt
starf.
Við erum áhugasöm og það
glaðnar yfir okkur. Við bíðum
eftir framhaldinu.
Þetta starf skiptist í tvær
greinar. Annars vegar geta
þau, sem annast annað fólk í
störfum sínum, fengið þarna
framhaldsmenntun til að
verða hæfari í starfinu. Þau,
sem sækja þessa menntun,
eru t.d. prestar og hjúkrun-
arkonur. Þau sinna sínum
störfum en koma einn dag í
viku til námsins á stofnun-
inni. Svo fá þau efni til
heimalestrar og sálusorgun
fyrir sjálfan sig. Prestar
hugleiða það t.d. með sálu-
sorgaranum hvers vegna þeir
séu prestar. Þetta nám tekur
fjögur ár.
Og hin greinin?
Hún nær til allra, sem
vilja. Fólk kemur í viðtöl.
Slíkar stöðvar eru á um 20
stöðum í Svíþjóð. Það er
feikileg þörf fyrir þetta starf.
Biðlistar ár fram í tímann og
oft lengur. Við erum hlessa og
skiljum eiginlega ekki hvern-
ig fólk getur beðið svo lengi
eftir því að ræða sorgir sínar
og áhyggjur og verðum að
taka í okkur til að fyllast ekki
áhyggjum af þessu. En við
snúum okkur að hljómlist-
inni.
Hljómlist í frítímum
Hljómlistin er tómstunda-
starf hjá mér. Á námsárun-
um las ég guðfræði og spilaði
dansmúsík á veitingahúsum
til þess að vinna fyrir mér.
Þegar ég varð prestur sá ég
að fermingarbörnin áttu oft í
erfiðleikum með sálmana. Þá
fór ég að semja lög. Móðir
mín tilheyrði fríkirkjusöfnuði
og ég heyrði hana syngja ein-
föld sálmalög heima þegar ég
var lítill. Fríkirkjusöfnuðirn-
ir og vakningarhreyfingarnar
í Svíþjóð urðu til þess að opna
kirkjulífið fyrir léttari
sálmalög.
Eru þau sungin í guðþjónust-
um þjóAkirkjunnar?
Já, það eru margir nýir
sálmar komnir inn í sálma-
bókina. Við segjum oft að það
gangi hægt að breyta í kirkj-
unni en það hefur í rauninni
gengið hratt fyrir sig að taka
við nýjum sálmum.
IIvaAa álit hefur þú á íhalds-
semi og nýbreytni í guAþjónust-
unni?
Ég tel að við eigum að hafa
breidd í guðþjónustunni. Við
eigum að hafa gregorsöng og
gamla sálma og líka létta
sálma í sömu kirkju og sömu
guðsþjónustu. Ég vel hefð-
bundna sálma til að syngja í
hámessunni en tek gítarinn
með og syng nýja sálma líka.
Við ættum að hafa hámess-
una eins og hún er en hafa
svo þess utan guðsþjónustur,
sem miðast við það að ná til
fólks, sem kemur ekki oft í
kirkju.
Gítarleikur við
áfengisútsöluna
Við finnum nýjar vonir
nálgast okkur og biðjum Lars
Áke að segja okkur meira.
í einu úthverfinu í Stokk-
hólmi unnum við sex prestar
saman. Fáir komu í kirkju og
æ færri létu fermast. Margir
hafa gleymt kirkjunni og há-
tíð eins og páskarnir eru orð-
in ferðahelgi, sem minnir fólk
ekki lengur á Krist. Eitthvað
urðum við að gera. Við fórum
með gítara og harmóníku og
spiluðum og sungum, t.d.
fyrir utan áfengisútsöluna, og
buðum fólki í guðsþjónustu.
Við höfðum nýtt guðsþjón-
ustuform, sem við töldum að
höfðaði frekar til þeirra, sem
ekki voru vön að koma í
kirkju. Þetta gekk vel. Fólk
tók boðinu og kom. Það er
ýmislegt hægt að gera.
Við höfum setið á veitinga-
húsi niðri í bæ, Birgitta og
Katarina hafa farið í búðir og
koma nú hinar kátustu til
okkar aftur.
Við erum líka kát eftir
samtalið við Lars Áke. Hann
hefur gefið okkur nýjar
hugmyndir og nýja innsýn í
mál, sem við erum sífellt að
hugleiða. En þótt hvorugt
hefði verið myndum við samt
hafa haft sálubót af samfé-
lagi við svo viðfelldinn krist-
inn mann.
Biblíulestur
vikuna
18. til 24. nóv.
Gjafir
Sunnud. 18. nóv.: Davíðssálm. 50.14—15 — Á degi neyðarinnar.
Mánud. 19. nóv.: 2. Kor. 8.1—8 — örlæti
ÞriAjud. 20. nóv.: 1. Kor. 17. 8—16 — Hjálp Guðs.
MiAv.d. 21. nóv.: p0st. 20. 32-35 - Sjálfsbjörg
Fimmtud. 22. nóv„- Davíðssálm. 102.19—23 — Drottinn lítur niður.
Föstud. 23. nóv^ Fil. 3.17—21 — Lítum upp
Laugard. 24. nóv.: Matt. 6.19—23 — Fjársjóður þinn.