Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 105 Einar Gestsson Hœli — Minning Einar Gestsson bóndi á Hæli í Gnúpverjahreppi lést á heimili sínu aðfaranótt 14. október. Hann var jarðsettur á Stóra-Núpi 20. október, að viðstöddu fjölmenni. Langri baráttu er lokið, sem ekki gat endað nema á einn veg. Einar fæddist á Hæli 15. októ- ber 1908, næst elstur af börnum Gests Einarssonar bónda á Hæli og Margrétar Gísladóttur, konu hans. Tíu ára gamall missti Einar föður sinn og atvikin höguðu því svo til, að ungur að árum fór hann að standa fyrir búi hjá móður sinni. Að undanskildri skólavist í Flensborgarskóla og árs dvöl í Noregi við landbúnaðarstörf hefur Einar búið á Hæli eða nær sextíu ár, ekki er ólíklegt að sú ábyrgð sem Einar axlaði að standa fyrir búi á ungum aldri á erfiðum tím um hafi mótað nokkuð skapgerð hans og þroska og hann orðið fyrr fulltíða maður með ríkari ábyrgð- artilfinningu en algengt var. Þegar ég var á ellefta ári fór Einar á Hæli að venja komur sín- ar að Mástungu. í fyrstu vissi ég ekki hverju þetta sætti en komst fljótlega á snoðir um, að Halla systir min átti þar hlut að máli. Og þegar mér skildist að Einar „Lykkjufall“ skáldsaga eftir Agnesjónu Maitsland BÓKAÚTGÁFAN Idunn hefur sent frá sér nýja skáldsögu, „Lykkju- fall“. Höfundur er Agnesjóna Maits- land, og er þetta fyrsta bók hennar. „Lykkjufall er spennandi og raunsæ nútímasaga um unga sjó- mannskonu sem fellir sig illa við hversdagslífið," segir m.a. á kápu- síðu. „Maður hennar dvelur lang- dvölum burtu og Kata leitar hugg- unar í félagsskap nærtækari karlmanna — sem og Bakkusar. — Þótt höfundur fjalli af raunsæi um persónur sínar og hlífi þeim í engu, þá er umhyggja hans áber- andi og væntumþykja. Kata getur ekki útskýrt allar sínar gjörðir og eflaust kannast margur lesandinn við drauma hennar, vonir og freistingar sem auðvelt er að falla fyrir.“ Bókin er 88 bls. að stærð. Landamæri og ást Maputo, 16. nóvember. AP. RÍKISSTJÓRN Mósambík hefur ákveðið að mósambískir karlar sem giftast útlenskum konum geti ekki lengur átt sæti í ríkis- stjórn cða skipað háar stöður innan stjórnarflokksins, Frelimo. Mósambiskar konur, sem giftast útlendingum, glata þar með borgararéttindum sínum í Mósambík. Börn mósambískra karla og útlenskra kvenna fá ekki að gegna herþjónustu í Mósambík „vegna hinnar út- breiddu njósnastarfsemi", að því er forseti landsins, Samora Machel, sagði á kvenna- ráðstefnu í Maputo fyrir skömmu. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! ætlaði að nema Höllu á brott af heimilinu leist mér ekkert á blik- una, auk þess sem mér féllu hreint ekki vel ýmsar hispurslausar at- hugasemdir hans og tilsvör. Þetta breyttist síðar. Enda þótt Einar á Hæli væri fyrst og fremst bóndi átti hann fjölmörg önnur hugðarefni og áhugamál. Hann ræktaði jörð sína og búfé af dugnaði og kostgæfni og hafði góðan arð af búi sínu, fylgd- ist vel með og tileinkaði sér nýj- ungar og tækni í búskap, þó aldrei nema að vel athugðu máli, en var jafnframt fastheldinn á gamla og góða siði og venjur. Honum þótti sómi að teljast til íslenskrar bændastéttar, hafði mikinn metn- að fyrir hennar hönd og var skjót- ur til svara ef honum þótti ómak- lega að bændum vegið. Ásamt búskapnum gegndi Einar margs konar félagsmálastörfum að mestu á sviði búnaðarmála og naut sín þá vel skörp dómgreind hans, áhugi og hæfileiki að sjá að- alatriði hvers máls. Einar á Hæli myndaði sér ákveðnar skoðanir á málefnum, átti hægt með að koma þeim á framfæri í ljósu og glöggu máli og fylgdi þeim eftir við hvern sem var og hvar sem var. Hann fór aldrei í kringum hlutina held- ur kom beint framan að mönnum og málefnum. Hreinskilni og beinskeytt gagnrýni voru ríkir þættir í skapgerð hans, oft bland- in glettni og gamansemi. Það er kannski ekki alltaf auð- veldasta leiðin að koma til dyr- anna eins og maður er klæddur og segja það sem manni býr í brjósti og fyrir kom, að mér þótti ekki auðvelt að verða fyrir hispurs- lausri gagnrýni Einars, en þeim mun betra var að fá frá honum viðurkenningarorð, þar sem treysta mátti, að hann meinti það sem hann sagði. Hann var rækt- unarmaður, ekki aðeins jarðar og búfjár, heldur og þess mannlífs, sem í kringum hann var og við það notaði hann sínar eigin aðferðir. Einar á Hæli var ritfær vel, las mikið og var vandfýsinn á bækur, hafði mikið yndi af ljóðum, enda vel hagmæltúr sjálfur. Hann var greindur og gjörhugull alvöru- maður, þótt glettni og gamansemi væri honum einnig ofarlega í hug. Á góðum stundum var hann manna skemmtilegastur og hrók- ur alls fagnaðar. Hann hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu og mannlífi og tók ætíð virkan þátt í lífi og starfi, meðan þrek og heilsa entust. En Einar hefur ekki staðið einn. Ung gafst Halla honum og hefur staðið við hlið hans síðan á hverju sem hefur gengið, í blíðu og stríðu, uns yfir lauk. Þau eignuðust fimm mannvænleg bðrn, sem eru á lífi og tveir synir þeirra hafa tekið við búi á Hæli. Til Einars og Höllu var gott að koma, á heimili þeirra ríkti glaðværð og frjáslegt viðmót og þó jafnframt festa og öryggi. En skin og skúrir hafa skipst á hjá Einari og Höllu og mörgum mun minnisstæður 19. janúar 1959 er íbúðarhúsið á Hæli brann á ör- skammri stund. Einar var við endurskoðunarstörf hjá Búnað- arbankanum í Reykjavík, þegar bruninn varð, en Halla var heima. Bæði tóku þau þessu áfalli með miklu jafnaðargeði og styrk og þökkuðu forsjóninni að ekki skildi verða slys á fólki. Það atvikaðist svo að við Halla urðum samferða frá brunarústunum ásamt syni þeirra ungum sem að vonum barst lítt af. Dökk af sóti úr þessum vá- lega eldsvoða svaraði hún syni þeirra á þessa leið: Við skulum ekki gráta, það verður byggður nýr bær. Og aftur var byggður nýr bær á Hæli og saman hjálpuðust þau að Einar og Halla að byggja upp heimilið að nýju, þakklát hvort fyrir annað. Ég þakka Einari langa og trausta vináttu í minn garð og fjölskyldu minnar, Höllu, börnum þeirra og öllum, sem stóðu Einari nær óska ég friðar og farsældar. Haraldur Bjarnason A EINNI SEKÚNDU.. PRENTAR GEMINI ALLT STAFRÓFID FJORUM SINNUM * Gemini nálaprentararnir frá Star vinna afar hratt. 120 stafir á hverri sekúndu — allt stafrófið 4 sinnum og gott betur — er þeim leikur einn. * Gemini prentararnir hafa sitt eigið minni. Þeir geyma því og prenta upplýsingar um leið og þeir létta á minni tölvunnar sem þeir eru tengdir við. Gemini prentararnir skila skýrri og áferðarfallegri prentun með íslensku letri í mörgum stærðum og leturgerðum — á rúllupappír, gataðan tölvupappír og lausar arkir. * Þú tengir Gemini prentara jafnt við litlar og stórar tölvur af flestum gerðum og verðið er ótrúlega hagstætt. GEMINHOXi kostar aðeins kr. 13.400,- (með vinnslubreiddina 21 sm.) GEMIN115Xi kostar aðeins kr. 19.850.- (með vinnslubreiddina 38 sm.) Hérer tækifærið fyrirþá sem vilja eignast alvöru prentara. \ TOLVUDEILD SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Pósthölf 377
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.