Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 43

Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 43
MORGUNÉLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 19S4 115 Grænland: Landsþing- ið vill ekki kjarnavopn GrenUndi, 15. nóvember. Frá Nils Jörgen Brann, fréttariUira Mbl. GRÆNLENSKA landsþingið var einhuga um að lýsa því yfir að Græn- land væri kjarnorkuvopnalaust svæði og ennfremur var samþykkt að banna ferðir fiugvéla og skipa með kjarnorkuvopn í grænlenskri löghelgi, jafnt á friðar- sem stríðs- tímum. Þessi samþykkt landsþingsins verður nú lögð fyrir dönsku stjórnina en samkvæmt heima- stjórnarlögunum eru öryggis- og varnarmál á hennar könnu. Eins og fyrr segir voru flokkarnir þrír sammála í þessu efni en tillagan kom frá vinstri flokknum Inuit Ataqatigiit, sem einnig vildi banna allar rannsóknir og leit að úrani á Grænlandi. Á það vildu þó stóru flokkarnir tveir ekki fallast. Jonathan Motzfeldt formaður landstjórnarinnar sagði að nauð- synlegt væri að halda áfram þeim rannsóknum sem nú færu fram, til að hægt væri að gera sér grein fyrir hve mikið og hvar úranið væri. Sovétríkin: Hvítasunnu- menn í hung- urverkfalli ALLUR söfnuður hvítasunnumanna í smábænum Tjugujevka, sem er fyrir noröaustan Vladivostok í Sov- étríkjunum, hóf hungurverkfall í fyrradag til að árétta kröfu sína um, að fá að flytjast til Vestur-Þýska- lands, að því er Slaviska missionen í Stokkhólmi greindi frá í skeyti, sem Mbl. barst í gær. Fólkið í hópnum, sem er 60 að tölu, er af þýskum uppruna. Það sendi beiðni um, að fá að flytja frá Sovétríkjunum fyrir ári, en henni var synjað og síðan hefur það sætt ofsóknum af hálfu yfirvalda. Fólkið hyggst vera mánuð í hungurverkfallinu ef yfirvöld koma ekki til móts við það. Það hefur sent sambandsstjórninni í Bonn bréf og beðið hana að hlut- ast til um beiðni sína, en ekki er vitað hvaða viðtökur það hefur fengið. LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF. — Einingahús — Allar geröir af einbýlishúsum, sumarhúsum og bílskúrum úr timbri. Hönnuö eftir óskum kaupenda. Leitiö tilboöa — teikningar og allar upplýsingar á staönum. Samtak hf., húseiningar Múlasel hf. Reykjavík Selfossi Sðlusfcrifatofa. Verkamiöta. Síöumúla 4, í hm». Sími 99-2333. Sími 686433. PRÚTTMARKAÐUR Safnaöarfélags Áskirkju veröur í dag, 18. nóvember, kl. 16.00 í safnaöarheimilinu viö Vesturbrún. Mikiö af góöum munum s.s. húsgögn, heimilistæki, föt o.fl. mmmmmmaKmm mmmmmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.