Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 47
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
119
KAN GEFUR ÚT
HLJÓMPLÖTU:
„Við erum
hljómsveit
Vestfjarða“
Kúplingar
i f lesta bíla
Höfum einnig kúplingsbarka, kúplingslegur og
kúplingskol. Viögeröarsett f kúplingsdælur og
hjöruliöskrossar.
(fflfinaust kt
Siöumúla 7-9, simi 82722.
The Complete Ctutch.
Félagarnir í hljómsveitinni Kan frá Bolungarvík, talið fri vinstri, Hilmar Valgarðsaon, Finnbogi Kristinsson, Herbert
Gudmundsaon, AlfreÓ Erlingsson og Magnús Hivaróarson.
Við erum hljómsveit Vest-
fjarða, sögðu félagarnir í
hljómsveitinni Kan frá Bolung-
arvík, þegar blm. spjallaði við þá.
Hljómsveitina skipa Herbert Guð-
mundsson, söngvari, Magnús Há-
varðarson, gítar, Finnbogi Krist-
insson, bassa, Hilmar Valgarðs-
son, trommur, og Alfreð Erlings-
son sem spilar á hljómborð.
Hljómsveitin hefur nú starfað í
2 ár og hefur nýlega gefið út plöt-
una í ræktinni. Þeir félagar spila
dreifbýlisrokk, vinsælustu lögin
hverju sinni, auk nokkurra frum-
saminna laga. öll lögin á plötunni
eru eftir þá félaga.
í sumar höfum við spilað vítt og
breitt um alla Vestfirði, og gekk
það mjög vel. Síðan æfðum við
stíft í einn mánuð í Hnffsdal fyrir
plötuupptökuna. Upptökustjóri
hjá okkur var Tómas Tómasson.
Hann er mjög góður.
Herbert Guðmundsson er eng-
inn nýgræðingur í poppinu. Hann
hefur starfað í fjölda hljómsveita,
eins og Pelican, Dynamit, Eik og
Tilveru, svo nokkrar séu nefndar.
Ég var búinn að vera í fríi frá
skemmtanabransanum í 5 ár, þeg-
ar Finnbogi bauð mér að koma
vestur. Ég sló til, og var þar strax
ofsalega góður fílingur.
Hver er helsti munurinn á að
spila núna og þegar þú varst að
byrja?
Það er náttúrlega fyrst og
fremst tæknibyltingin. Möguleik-
arnir eru svo margfalt meiri núna,
og við notfærðum okkur þá eins og
við mögulega gátum á plötunni.
Lifandi tónlist er aftur að ná sér á
strik. Með tilkomu allra þessara
bjórstaða skapast tækifæri fyrir
unga tónlistarmenn að koma
fram. Það er enginn smáræðis
munur á Reykjavík nú og fyrir
tveimur árum. Fjölbreytnin í
skemmtanalífinu er svo miklu
meiri en þegar ég var að byrja.
Er skemmtilegra að spila á
sveitaböllum en hér í bænum?
Það er alltaf skemmtilegt að
spila, alls staðar. En auðvitað fer
það svolítið eftir andanum í saln-
um. Að vísu er allt öðruvísi að
spila á böllum í Reykjavík og á
sveitaböllum, sagði Herbert. Al-
freð var ekki sammála þessu.
Hann sagði að það væri miklu
skemmtilegra að spila á sveita-
böllum.
Austfirðingafélagið í Reykjavík
1904—1984
Austfiröingamót 1984, afmælisfagnaöur, á Hótel
Sögu föstudaginn 23. nóvember.
Dagskrá:
Grímur M. Helgason, formaöur félagsins, flytur
ávarp.
Jónas Pétursson, fyrrum alþingismaöur, heiöurs-
gestur fagnaöarins, heldur ræöu.
Lárus Sveinsson og Ingibjörg Lárusdóttir leika
saman á trompet og píanó.
Kátir karlar???
Jóhann Már Jóhannsson syngur einsöng viö und-
irleik Guöjóns Pálssonar.
Gísli P. Blöndal fulltrúi stjórnar fagnaöinum.
Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir
dansi til kl. 3 eftir miönætti.
Húsiö opnað kl. 19.00.
Dagskrá hefst stundvíslega kl. 20.00.
Aögöngumiöar veröa seldir í anddyri Hótels Sögu
miðvikudaginn 21. og fimmtudaginn 22. nóvember
milli kl. 17.00 og 19.00. Borö tekin frá um leiö.
Sarasota, Florida, U.S.A.
Tvö lúxusherbergi og tvö baöherb. í
íbúöablokk til leigu. Hægt er aö synda í
Mexíkóflóa eöa í okkar fallegu sundlaug
og fara í tennis. Frábærir veitingastaöir og
öll önnur þjónusta fyrir feröamenn. Skrifiö
eöa hringiö eftir upplýsingabæklingi.
Sarasota Surf & Racqnet Club,
5900 Midnight Pass Road,
Sarasota, Fl. 33581. Sími 1-813-349-2200.
Málverkauppboð
veröur aö Hótel Sögu sunnudaginn 18. nóv-
ember nk. kl. 20.30. Myndirnar veröa til sýnis
sunnudaginn 18. nóvember kl. 14.00—18.00 aö
Hótel Sögu.
Sade
sigrar hjörtun
Einhver alvinsælasta söngkonan í
Bretlandi um þessar mundir heitir
Sade, nígerísk í föðurætt en ensk í móður-
ættina. Nú á dögunum fór hún í mikla
hljómleikaferð um landið og var hvarvetna
uppselt löngu áður en hljómleikarnir voru
haldnir.
Foreldrar Sade bjuggu saman í Nígeríu
þar til hún var fimm ára gömul en þá tók
móðirin saman föggur sínar og komst úr
landi með börnin. í Nígeríu ríkti algert
karlmannaveldi og því þótti það mikil
minnkun fyrir föðurinn þegar konan
hljópst frá honum.
„Mamma hefði aldrei fengið umráðarétt
yfir okkur börnunum og þess vegna varð
hún að hafa hraðann á. Farangurinn var
bara ein ferðataska og það voru mikil um-
skipti að koma til Englands úr hitasvækj-
unni í Afríku. Þetta var árið 1963 og svo
vildi til, að það var snjór á jörðu þegar við
komum. Það fannst okkur skrítið," segir
Sade.
Móðir Sade giftist aftur en samkomu-
lagið milli Sade og fóstra hennar var
slæmt. 17 ára gömul fór hún að heiman og
gerðist ljósmyndafyrirsæta og upp úr því
fór vegur hennar smám saman vaxandi.