Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
125
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
t\y ir
í einni bjórdós er sama áfengismagn og i einu rauðvínsglasi eóa „einum einfoldum" af sterkari drykkjum.
Bjórinn er líka áfengur
Einar Kristinn Jónsson fram-
kvæmdastjóri SÁÁ vildi koma
eftirfarandi á framfæri:
í grein í Velvakanda fyrir
skömmu talar varkár ökumaður
um áfengismagn i bjór og bjór-
líki. Hann minnist þar á vin sinn,
sem drakk rauðvín með matnum
á veitingahúsi og ók síðan heim
eins og ekkert hefði í skorist.
Varkár ökumaður nefnir einnig
dæmi um menn sem hvolfa í sig
tveimur eða þremur kollum af
bjór eða bjórlíki og keyra síðan
heim.
Það er mjög algengur mis-
skilningur, að óhætt sé að aka
eftir nokkra bjóra, en sannleik-
urinn er sá, að í einu bjórglasi er
jafn mikið áfengismagn og í einu
rauðvínsglasi eða „einum ein-
földum“ af sterkari drykkjum.
Helsti munurinn er sá, að áhrif
bjórsins eru lengur að koma í
ljós, en áfengismagnið er engu að
síður jafn mikið, og sá sem neytir
drykkjarins verður alveg jafn
drukkinn og þeir sem drekka
borðvín eða sterkari drykki.
Áskorun til
forseta íslands
Richard Rockefeller skrifar:
Ég er Bandaríkjamaður, en ekki
tslendingur, en þrátt fyrir það
þykir mér mjög vænt um ísland,
þjóð þess og menningu. Ég geri
mér grein fyrir því hvað nýafstað-
in verkföll voru erfið fyrir alla ts-
lendinga og þegar ég segi, að mér
þyki mjög leitt að hafa ekki getað
heimsótt tsland á meðan á Evr-
ópuför minni stóð fyrir skömmu,
þá hefur það e.t.v. ekki mikla þýð-
ingu fyrir almennan borgara á ís-
landi. En ég fæ aðeins eitt leyfi á
ári og hafði unnið mikið til að
safna fé til fararinnar, svo ég gæti
heimsótt vini mína í landi ykkar,
svo þetta skipti mig verulegu máli.
Ég skora á forseta ykkar, Vig-
dísi Finnbogadóttur, að koma í
veg fyrir að verkföll sem þetta geti
stöðvað mikilvægar flugsamgöng-
ur í framtíðinni og að forseti sjái
til þess, að slík verkföll sem stöðva
nauðsynlega þjónustu verði ólög-
leg.
Ég er ekki auðugur maður og ég
þekki og skil vel efnahagsástandið
á Islandi. Kærar þakkir fyrir birt-
inguna.
Hvers vegna er
ekki tölvuvætt?
Hulda hringdi:
Hvernig stendur á því, að á
þessum framfaratimum, þegar
flestar opinberar stofnanir
tölvuvæðast til að geta unnið
verkin fljótt og vel, þá eru veð-
bókarvottorðin enn handskrif-
uð? Þjónustan hjá borgarfóg-
etaembættinu er fyrir neðan
allar hellur og afar fornfáleg.
Núna eftir verkfallið hefur það
tekið allt að viku að fá afgreidd
veðbókarvottorð, enda virðast
starfsmenn embættisins snúast
í kringum sjálfa sig, á milli þess
sem þeir fletta í doðröntum og
handskrifa upp úr þeim.
Þar að auki er ekki auðvelt að
þurfa að fara tvær ferðir eða
fleiri í þessa stofnun, því engir
strætisvagnar stöðva þarna
nærri. Það er kominn tími til að
borgarfógetaembættið taki við
sér og átti sig á því að nú er
komið árið 1984 (það er nú
mesta furða, að enginn starfs-
manna skuli hafa tekið eftir því,
svo mjög sem þeir dýrka tölurn-
ar þar). Látum nú verða af því
að tölvuvæða embættið og gera
öllum léttara fyrir.
/Hmml
A/banbou
\þaó þckkisl á bragóinu
83? SIO&A V/öGPk £1/LVtWN
Slitþoís-
prófun
áklæða
Mætti
bjóða
þér sæti
Hjá okkur er aö finna því-
líkt ótrúlegt úrval af alls-
konar
sófasettum
hornsófum
svefnsófum
stökum sófum
og
stólum
Ad þú hefur aldrei séð
annaö eins
Láttu ekki hjá líða aö skoða úr-
valið hjá okkur áður en þú leitar
annað.
Hagsýnn velur þaó besta.
Útborgun með greiðslukorti,
eftirstöðvar til 6 mánaða
V/SA
HÚSGAGNAHÖLUN
IbILDSHÓFÐA 20 • 110 REYKJAVlK « 91-61199 og 81410