Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
127
Ætti Bergman að vera áfram hjá
Bogie? Þú ræður. Ný tækni gefur
áhorfendum kost á að breyta sögu-
þræði kvikmvndarinnar á meðan
þeir borfa á hana.
að koma mönnum, sem vinna hjá
kvikmyndaeftirlitinu í bobba,
vegna þess að það fer alveg eftir
áhorfendunum í það og það skiptið
hvort myndin eigi að vera bðnnuð
innan 12 ára eða 16.
Evans segir að nú sé verið að
vinna að endurbótum á „Mynda-
val“-búnaðinum, sem fela m.a.- í
sér að atriðin, sem áhorfendur
geta valið um, birtast samtímis á
tjaldinu. Samkvæmt því sem Ev-
ans þessi segir hefur hin nýja
tækni þegar vakið feiknaathygli
og áhorfendur hafa beðið tímun-
um saman í biðröðum til þess að
geta nú loksins fengið að ráða gerð
myndarinnar sjálfir.
— ai.
Greystoke:
Konungur apanna
Það er svolítið öðruvísi Tarzan-
mynd, sem gengur í bíóhúsunum út í
heimi þessa dagana, en við eigum að
venjast frá því Weissmtiller urraði:
„Mí Tarzan — Jú Jane“ á þrjúsýn-
ingum. Hún heitir þvf langa nafni,
Greystoke: The Legend of Tarzan
Lord of the Apes, sem allt eins má
þýða: „Greystoke: Þjóðsagan um
Tarzan konung apanna. Leikstjóri
myndarinnar er Hugh Hudson, sem
gerði garðinn frægan með Chariots
of Fire hér um árið, og skartar hún
einvalaliði breskra leikara þ.á m.
Ian Holm, James Fox (sem lék
George Orwell í mánudagsleikriti
sjónvarpsins fyrir skömmu), Nigel
Davenport, Cheryl Campbell og Sir
Ralph Richardson. Að auki má
nefna sjálfan konung apanna,
Christopher Lambert, sem er ekki
bara grannur og vel gefinn heldur
Frakki að auki.
„Greystoke" er númer 44 í röð
Tarzanmynda, sem gerðar hafa
verið í gegnum tíðina eða á þessari
öld. Fyrsta Tarzanmyndin var
raunar gerð á fyrsta tug þessarar
f
r
Richard Farnsworth er nú á hátindi
frægðar sinnar, 64 ára. Hér er hann í
myndinni The Gray Fox, sem athygli
vakti á síðustu kvikmyndahátíð. Hún
var fyrsta myndin þar sem Farns-
worth fór með aðalhlutverkið.
Fyrst jólamyndirnar ber á góma,
má geta þess að á meðal þeirra sem
okkur verður boðið uppá eru að öll-
um líkindum The Never Endiny
Story, Romancing The Stone og ísl.
kvikmyndin Sandur, sem verður
jólamynd Austurbæjarbíós. Ogein-
hver minntist á Gremlim ...
aldar. „Greystoke" er gerð eftir
frumútgáfu Edgar Rice Burroughs
á bókinni Tarzan of the Apes, sem
út kom árið 1912. Hún hefst á fæð-
ingu Tarzans en foreldrar hans
verða skipreka undan vestur-
strönd Afríku. Tarzan er bjargað
af apanum Kala og alinn upp í
stórum apahópi, sem hann á eftir
að verða leiðtogi fyrir. Það er ekki
fyrr en Tarzan er orðinn ungur
maður (api) að hann hittir aðra
menn. Sá fyrsti er Belgíumaður-
inn Phillipe d’Arnot en hann er
foringi breskra leiðangursmanna,
sem dvergaþjóðflokkur drepur.
Tarzan bjargar d’Arnot og Belg-
inn geldur honum greiðasemina
með því að kenna honum að tala
og hegða sér eins og manneskja.
Seinna fylgir d’Arnot unga mann-
inum til Skotlands þegar kemur í
ljós að Tarzan er í rauninni rétt-
nefndur sjöundi jarl af Greystoke.
En það er arfur, sem Tarzan á erf-
itt með að fella sig við.
„Eins og Abraham og Liddell í
„Chariots", getur hann ekki eða
hann neitar að beygja sig að regl-
um samfélagsins," segir leikstjór-
inn Hudson. „Hann er fyrst og
fremst trúr sjálfum sér.“ Og hann
heldur áfram: „Tarzan er sönn
ævintýrapersóna, dásamlega sam-
ansettur maður, laus við kröfur
þjóðfélagsins, en i snertingu við
náttúruna. Og ég vildi að minn
Tarzan yrði að glíma við valið á
milli arfs forfeðra sinna eða hins
frumstæða og hættulega frum-
skógar.“
Tarzan litli elst upp meðal apa í
frumskógum Afríku.
Tarzan (Lambert) bjargar „apaföður) sínum úr dýragarði í London.
Apamál
Hudson valdi Christopher Lam-
bert, sem er 26 ára, fæddur í New
York, af frönsku foreldri, alinn
upp í Genf og lærður í París, úr
hópi 49 annarra umsækjenda um
hlutverkið. Helst hefði Hudson
víst viljað fara með heila hópinn i
dýragarð í París svo þeir gætu
Belgíumaðurinn (Ian Holm) kennir
Tarzan (Christopher Lambert) nokk-
ur undirstöðuatriði mannlegrar
hegðunar f myndinni Greystoke: The
Legend of Tarzan Lord of the Apes.
fylgst með öpunum þar og hermt
eftir þeim, en það var talað um
fyrir honum. Lambert var sendur í
háskólann í Washington-ríki þar
sem hannf ékk að fylgjast náið
með öpum á rannsóknarstofu skól-
ans í þeim tilgangi að nema apa-
mál. Hann náð þeim árangri í
fræðigreininni að aparnir voru
farnir að svara honum ef hann
yrti á þá. Það var nóg til að gera
Hudson ánægðan. En Lambert vr
fullgrannur fyrir hlutverkið svo
hann þurfti að bæta á sig nokkr-
um kílóum til að gera leikstjórann
enn ánægðari.
„Ég var mjór þegar ég fékk
hlutverkið — núna er ég sterkleg-
ur,“ segir Lambert. „En ég er á
engan hátt eins og Charles Atlas.
Ef ég hefði þurft að vera eins og
Miles O’Keffe í Tarzanmynd Bo
Dereks, hefði ég alls ekki tekið að
mér hlutverkið."
Þar sem Tarzan er þar er Jane
og sú sem leikur Jane í umræddri
mynd heitir Andie MacDowell og
er 25 ára fyrirsæta frá New York.
Þrátt fyrir ákaflega mikinn frama
á fyrirsætusviðinu ákvað hún að
leggja það starf á hilluna þegar
henni bauðst hlutverkið í „Grey-
stoke“. Hún fór í prufutökur hjá
Hudson og Steven Spielberg (fyrir
aðalhlutverkið á móti Harrison
Ford í Indiana Jones and the
Temple of Doom). Hudson tók
þegar ákvörðun um að hún léki
Jane og Spielberg óskaði honum
til hamingju með valið.
„Þegar ég var krakki langaði
mig alltaf til að horfa á Tarzan-
mynd eftir hádegi á sunnudögum
... Ég man ekki eftir neinni sér-
stakri útgáfu af Jane, en ég man
að ég kunni verulega vel við Tarz-
an.“
— ai
„Veldu þér
mynd“
Vildir þú ekki að Ingrid Bergman
hefði verið hjá Humphrey Bogart í
('asablanca? Ef starfsmenn hjá
Sharp-myndum mættu einhverju
ráða, gætir þú fengið að velja endinn
á myndinni þeirri.
Þetta Sharp-fyrirtæki kynnti
nýlega kvikmyndatækni, sem þeir
kalla „Reactivision" eða bara
„Choice-A-Rama“, sem erfitt er að
þýða yfir á íslensku en mætti
kannski kalla „Myndaval".
Grundvallaratriði varðandi þessa
nýju tækni er þátttaka áhorfenda.
I fyrstu (og einu) kvikmynd
Sharp-fyrirtækisins (en það starf-
ar í Boston í Bandaríkjunum og
vinnur við framleiðslu og dreif-
ingu kvikmynda), „Farvel vonda
veröld", eiga áhorfendur þess kost
með vissu millibili, að velja það
sem þeir vilja sjá næst á tjaldinu,
velja á milli ólíkrar framvindu
söguþráðarins í myndinni. Klöpp,
stöpp og gól áhorfenda setja þetta
nýja og merkilega tæki í gang og
það atriðið, sem orsakar mesta
hávaðann, situr eftir í sýningar-
vélinni.
Nú má segja sem svo að þetta sé
heldur ótrúleg vitleysa allt saman,
en forstjóri fyrirtækisins segir að
hér sé um mjög frambærilega
tækni að ræða og að það sé þegar
farið að veita félagsfræðilegar
upplýsingar. Neil Evans, en það er
nafn forstjórans, segir að áhorf-
endur upp til sveita velji sér t.d.
gjörólíkan söguþráð í myndinni en
áhorfendur í stórborg gera. Borg-
arbúar virðast vera meira fyrir
ofbeldi og kynlíf en sveitamenn-
irnir.
Þessi nýja tækni á einnig eftir