Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 1

Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 1
128 SIÐUR 238. tbl. 71. árg. Sovézkur vísindamaö- ur fær hæli í Bretlandi Landan, 1. desember. AP. BRESKA innanríkisráðuneytið stað- festi í morgun sannleiksgildi fregnar Daily Mail í morgun þess efnis að dr. Aleiandr Karaulov, sem var mjög háttsettur vísindamaður í Sov- étríkjunum, hafi beðið um heli í Bretlandi, er hann var þar f embett- iserindum. Karaulov var veitt hæli í Bret- landi fyrir rösku ári, en mál hans hefur farið mjög leynt og ekki fyrr en nú að það er dregið fram í dagsljósið. Karaulov er sérfræð- ingur í sameindafræði. Fréttin um flóttann kemur sér illa fyrir Rússa, sem nýverið tókst að fá Svetlönu Stalín og tvo flóttamenn úr hernum til að snúa heim frá Bretlandi. Myrtur á flótta frá A-Þýzkalandi Berlío. I. denember. AP. Austur-þýzkir landameraverð- ir skutu til bana mann, sem reyndi að flýja yfir Berlínarmúr- inn í morgun. Sjónarvottar kváðu mikla skothrið hafa kveðið við og varað drjúga stund. Óljóst er á hvaða aldri flóttamaðurinn var eða hvort um var að ræða karl eða konu. Atvikið átti sér stað rétt fyrir dögun og aðeins daginn eftir að Austur-Þjóðverjar fjarlægðu síðustu sjálfvirku byssurnar meðfram landa- mærunum, en þær voru 55 þús- und talsins. Vestur-þýzka stjórnin brást harkalega við morðinu á landa- mærunum í morgun og krafð- ist þess að A-Þjóðverjar hættu að tala með byssum til þeirra sem vildu neita venjulegra mannréttinda. Útgjöld skorin niður i ísrael Jeráaalem, 1. deæmber. AP. Ríkisstjérn tsraels ákvað í dag að skera Qárlög niður um 375 milljónir dollara og er það liður í sparnaðar- ráðstöfunum hennar. Boðaðar voru enn meiri ráðstafanir á næstunni. Ákvörðunin var kynnt eftir fimm stunda fund ríkisstjórnar- innar þar sem hart var deilt á stundum. Ákveðið var að þessu sinni að draga saman útgjöld til varnarmála, menntamála og heil- brigðismála, þrátt fyrir harða andstöðu ráðherra, sem með þessa málaflokka fara í stjórninni. Samtals hefur stjórn Shimon Peres ákveðið 1,4 milljarða dollara niðurskurð á 23 milljarða dollara fjárlögum frá því hún tók við völd- um fyrir tæpum þremur mánuð- um , en sumar ráðstafanirnar taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. í dag var ákveðið að skera út- gjöld til varnarmála niður um 100 milljónir dollara til viðbótar 300 milljóna dollara niðurskurði, sem áður var ákveðinn. Ráðstafanirn- ar eru gerðar til að draga úr við- skiptahalla og verðbólgu, sem nú er áætluð vera um 1.000%. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaósins Samtök námamanna hóta verkfaUsbrjótum og ógna MIKIL reiði hefur gripið um sig vegna morðs á leigubflstjóra, sem ók brezkum námamanni til vinnu sinn- ar í gær, og er talið víst að það verði málstað námamanna sízt til fram- dráttar. Af hálfu samtaka náma- manna hefur verið gripið til um- fangsmikillar hræðsluherferðar til að stemma stigu við straumi verk- fallsmanna til vinnu. Fregnir fara af ýmsum aðgerð- um herskárra verkfallsmanna til þess að hræða námamenn frá því að hverfa aftur til vinnu, og geng- ur fjöllum hærra að stéttarfélag námamanna standi þar að baki. Einnig hefur þeim verið „refsað" sem snúið hafa til vinnu að undan- förnu. I þessu skyni hefur verið ráðizt gegn heimilum námamanna, múrsteinum verið kastað gegnum gluggarúður, eldur borinn að hús- um, eiginkonum og börnum verið hótað með ýmsu móti, náma- mönnum verið hótað lífláti og viðbjóðslegar símhringingar dunið á heimilum þeirra. Ofbeldið er umfangsmeira en nokkru sinni frá upphafi og er það nefnt sem dæmigert atvik er verk- fallsmenn vopnaðir kylfum, þ.á m. verkalýðsforingi, réðust inn á heimili námamannsins Michael Fletcher, sem sneri til vinnu, handleggsbrutu hann og fótbrutu. Kveikt var í húsi annars náma- manns og brann það til kaldra kola. Velsku námamennirnir Dean Hancock og Russell Shankland, Námamanni fylgt til vinnu. sem eru 20 og 21 árs, voru form- lega ákærðir fyrir morðið í morg- un. Brezkir fjölmiðlar slógu fregn- inni upp í morgun og sögðu m.a. að nú hafi námamenn gripið til mannvíga. Neil Kinnock leiðtogi Verka- mannaflokksins og Arthur Scar- gill leiðtogi námamanna voru ræðumenn á fundi til stuðnings námamönnum og var óspart baul- að á Kinnock er hann sagði að ofbeldi leiddi til ósigurs og þvi yrði að linna þegar í stað. „Svik- ari! Svikari!" hrópuðu herskáir námamenn í kór, en þeir hylltu Scargill, sem sagði samtökin enga aðild eiga að morðinu eða aðgerð- um óskyldum verkfallsvörslu. Morðið á leigubílstjóranum kemur í kjölfar svipaðra aðgerða á sömu slóðum þar sem verkfalls- menn hentu grjóthnullungum ofan af brú á vörubíla, sem fluttu kol til stálverksmiðju. Voru 32 verkfallsmenn handteknir i þvi sambandi. Tamílum stökkt á flótta til Indlands ( 'olombo. I. desember. AP. Stjómarherinn á Sri Lanka réðst í nótt gegn 19 bátum meó hryðju- verkamenn úr röðum indverskra tamíla innanborðs, sem reyndu að ná landi við norðurhluta landsins eftir siglingu frá Indlandi. Atján bátanna var stökkt á flótta til Indlands, en einn var tek- inn með 10 hryðjuverkamönnum um borð. Voru þeir allir látnir, höfðu týnt lifi í skotárásinni. Bát- arnir reyndu að læðast i skjóli myrkurs og taka land skammt norður af Palaimannar. Er þess varð vart að þeir sigldu inn í lög- sögu Sri Lanka var ráðist gegn þeim. Hermt er að einn hryðjuverka- mannanna 10 hafi verið með lífsmarki þegar bátur þeirra náð- ist og hafi hann viðurkennt að þeir hefðu hlotið þjálfun í Tamil Nadu, syðsta riki Indlands, þar sem tamílar eru i miklum meiri- hluta. Stjórnvöld á Sri Lanka hafa löngum haldið því fram að ind- verskir tamílar styðji við bak að- skilnaðarsinna, en yfirvöld á Ind- landi vísað þvi á bug. Talið er að atburðir siðasta sólarhrings eigi eftir aö draga dilk á eftir sér. Árásin á bátana kemur i kjölfar árásar aðskilnaðarsinna úr röðum tamíla á endurhæfingastöð fanga i norðurhluta Sri Lanka í gær, þar sem a.m.k. 14S manns biðu bana, þ.á m. konur og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.