Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 4

Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Þórarinn Eldjárn Ydd Ný ljóðabók eftir Þórarin Eldjárn ÚT ER komin hjá forlaginu ný Ijóðabók eftir Þórarin Eldjárn. Nefnist hún Ydd og er fjórða bókin sem út kemur með kveðskap höf- undar. Áður eru út komnar eftir hann bækurnar Kvæði, Disney- rímur og Erindi. í frétt frá Forlaginu segir m.a.: „Ydd Þórarins er þó um margt ólík fyrri bókum hans. M.a. birtir hann hér í fyrsta skipti ljóð í frjálsu formi. Einnig mun þeim sem þekkja fyrri verk hans þykja sem skáldið yrki á persónulegri hátt en fyrr um lífsreynslu sína og stöðu sem listamaður. Honum verður málið, máttleysi þess og möguleikar, að yrkisefni og á skorinorðan hátt yrkir Þórarinn um líf þjóðar sinnar í andlegu stefnuleysi og tilfinningadoða." Ydd er 48 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Sigrún Eldjárn teiknaði bókarkápu. Skipulagsbreytingar í Landsbanka Islands: Stofnuð markaðssvið, tæknisvið og fjármálasvið NÝLEGA samþykkti bankaráð Landsbankans tillögur bankastjórnar um breytingar á starfsskipulagi bankans. f samræmi við þær hafa frá og með 1. desember verið stofnuð þrjú ný starfssvið innan bankans, markaðssvið, tæknisvið og fjármálasvið. Hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar fyrir hvert þessara sviða og heyra störf þeirra beint undir bankastjórn. Með þessum ákvörðunum er stigið fyrsta skrefið í átt til nýs skipulags, sem unnið hefur verið að um eins árs skeið í bankanum. Markaðssvið mun fjalla um þá þjónustu, sem bankinn býður og óskað er eftir, kynningu innan og utan bankans, markaðsathuganir og könnun á nýrri fjármálaþjón- ustu. Einnig verður fylgst með þróuninni í innlendum og alþjóð- legum banka- og fjármálum. Hlutverk tæknisviðs er að skipuleggja og samræma starfsað- feröir innan bankans. Undir það falla öll tölvumál ásamt þeim vélbúnaði, sem nýttur er við bankastörf. Fjármálasviði er ætlað að tryggja stjórnendum bankans skjótar og áreiðanlegar upplýs- ingar um stöðu hans og efnahags- legt umhverfi, annast lausafjár- stjórn bankans og hafa eftirlit með rekstri hans. Framkvæmdastjóri markaðs- sviðs er Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri tæknisviðs Helgi H. Steingrímsson og fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Tryggvi Pálsson. Brynjólfur Helgason er 33 ára. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð 1971. Starfaði sem blaðamaður við Morgunblaðið í hlutastarfi árin 1971—1976. Lauk cand. oecon.- prófi frá viðskiptadeild Háskóla Islands, fyrirtækjakjarna, árið 1977. Hóf þá störf í Hagdeild Landsbankans. Brynjólfur lauk MBA-prófi í rekstrarhagfræði 1979 frá viðskiptaháskólanum INSEAD í Fontainebleau í Frakklandi. Hann hefur síðan starfað í Hagdeild Landsbankans. Hann er kvæntur Hrönn Krist- insdóttur. Helgi H. Steingrímsson er 40 ára. Hann lauk gagnfræðaprófi árið 1961 og hóf það sama ár störf Brynjólfur Helgason, frmmkvæmda- stjóri markaóssviós. hjá Austurbæjarútibúi Lands- bankans, þar sem hann starfaði um 10 ára skeið og var skipaður deildarstjóri sparisjóðsdeildar 1967. Árið 1971 fluttist Helgi til starfa hjá aðalbankanum og var skipaður deildarstjóri víxladeildar 1972. Hann var við nám hjá Mid- land Bank í London árið 1973 og ráðinn aðstoðarmaður banka- stjórnar árið 1974 með hagræð- ingarmál að viðfangsefni. Frá ár- inu 1975 hefur hann veitt forstöðu hagræðingardeild bankans. Helgi er formaður samstarfsnefndar Reiknistofu bankanna. Helgi er kvæntur Valgerði Halldórsdóttur og eiga þau 5 börn. Tryggvi Pálsson er 35 ára að al- dri. Hann útskrifaðist árið 1969 Helgi H. Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviós. frá stærðfræðideild Menntaskól- ans í Reykjavík. Tryggvi lauk cand.oecon. prófi frá viðskipta- deild Háskóla íslands, þjóðhags- kjarna, árið 1974. Hóf hann þá nám við London School of Econ- omics og lauk þar M.Sc.-prófi í þjóðhagfræði árið 1975. Árið 1976 réðst Tryggvi til starfa hjá Lands- bankanum og byggði upp starf Hagfræði- og áætlanadeildar, sem hann hefur veitt forstöðu síðan. Frá árinu 1980 hefur Tryggvi ver- ið formaður afkomunefndar Sam- bands íslenskra viðskiptabanka. Kona hans er Rannveig Gunn- arsdóttir, lyfjafræðingur, og eiga þau 2 börn. (Frétutilk. frí lj»»Uh«»k« faUnrU.) Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviós. Jö Mmskahjá/p fasst i hljómplötuverslunum. Dreifing Sími 29901 IjÚf LflUf Þ <VinDflR Falleg og jólagjöf HU6A 1. Trompet Voluntary í D lag: Henry Purcell piccalótrompet: Ásgeir Steingríms- son orgel: dr. Orthulf Prunner tími: 3,20 2. Aría á G-streng. lag: J.S. Bach Strengjasveit undir stjórn Þorvaldar Steingrímssonar. tími: 3,16 3. Steppen Zauber lag: Walter Fenske úts.: Herbert Gabriel kvartett: Jónas Þ. Dagbjartsson, fiðla sr. Gunnar Björnsson, cello loan Stupcano, kontrabassi Jónas Þórir, pianó tími: 5,15 4. Ljóó móóur minnar. lag: A. Dvorak þýðing: Jón Gunnarsson sópran: Anna Júlíana Sveinsdóttir fiðla: Jónas Þ. Dagbjartsson píanó: Jónas Þórir tími: 2.53 5. Ó, undur lífs. lag: Jakob Hallgrímsson Ijóö: Þorsteinn Valdemarsson söngtríó: Hildigunnur Rúnarsdóttir Marta Guðrún Halldórsdóttir Hildigunnur Halldórsdóttir tími: 2,42 6. Yfir hverrí eykt á jöróu. lag: Gunnar Reynir Sveinsson Ijóö: Stefán frá Hvítadal bassi: Halldór Vithelmsson óbó: Kristján Þ. Stephensen orgel: Gústaf Jóhannesson tími: 4,50 7. Mánaskin. lag: Sigfús Halldórsson Ijóö: Friðrik Hansen tenór: Friöbjörn G. Jónsson píanó: Sigfús Halldórsson tími: 2,50 Hlió B 1. Salut de Amore. lag: E. Elgar tríó: Jónas Þ. Dagbjartsson, fiöla sr. Gunnar Björnsson, celló Jónas Þórir, píanó tími: 3,15 2. Slá þú hjartans hörpustrengi. lag: J.S. Bach Blandaöur kór syngur orgel: Gústaf Jóhannesson tími: 2,56 3. Ave Maria. lag: Schubert cello: sr. Gunnar Björnsson orgel: Jónas Þórir tími: 2,56 4. Liebesleid. lag: Kreisler fiöla: Einar Grétar Sveinbjörnsson píanó: Þorkell Sigurbjörnsson tími: 3,17 5. Þá var ág ungur. lag: Jónas Þórir Ijóð: Örn Arnarsson bassi: Halldór Vilhelmsson píanó: Jónas Þórir tími: 3,47 6. Heyr himna smióur. lag: Þorkell Sigurbjörnsson Ijóö: Kolbeinn Tumason, kvartett syngur: Elín Sigurvinsdóttir, sópran, Anna Júlíana Sveinsdóttir, alt, Friöbjörn G. Jónsson, tenór, Halldór Vil- helmsson, bassi, orgel: Jónas Þórir tími: 3,25 7. Jólasálmur lag: Páll isólfsson Ijóö: Freysteinn Gunnarsson sópran: Elín Sigurvinsdóttir orgel: Marteinn H. Friöriksson timi: 3,09

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.