Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Ég fylgist vel með því hvenær hryssurnar byrja að geldast, þá tek ég þær heim og gef þeim mikið og gott fóður og næ með því að lengja þann tíma sem folöldin njóta móð- urmjólkurinnar. Ég hef oft hugleitt að ef Steinþór hefði ekki gripið þarna inn í á þessari stundu hvort þetta hefði ekki verið upphafið að endinum á minni hrossarækt. í fyrra notaði ég Þátt 722 frá Kirkjubæ og eru þau sjö folöld sem ég fékk í vor öll undan honum. á Goða 401 og samspil okkar orðið náið, fjörið ólgaði en það er varla hægt að lýsa þeirri tilfinningu eða því sambandi sem var á milli mín og hestsins," sagði Sveinn og nú var hann enn á ný kominn í hug- anum aftur í tímann. „Þegar þessi samstilling manns og hests var orðin því sem næst fullkomin þá stöðvaði ég hestinn, fer af baki og teymi hann heim svo ég eyðileggi ekki þessa ánægju- stund. Þessi stund lfður mér aldrei úr minni og ætli það séu ekki slík- ar stundir sem halda manni við efnið.“ — Hvernig skýrir þú hugtakið vilji? „Það sem ég á við þegar ég tala um vilja er þegar hesturinn vill ólmur áfram og hver taug líkam- ans er spennt til hins ýtrasta en hesturinn lætur eigi að síður að vilja mannsins og hægt er að stjórna honum með fisléttu taum- haldi.“ — Uppáhaldsgangtegundin? „Á góðri götu er það milliferða- tölt en í ferðalögum og fjallferðum er það brokkið sem er minn kjör- gangur og þegar nálgast náttstað er sjálfsagt að lofa þeim að taka einn skeiðsprett ef gatan er greið.“ — Ferðastu mikið á hrossum? „Ég hef lítið gert það f seinni tíð vegna tímaleysis og er það miður. Mest af minum tfma fer f umstang við hrossin og svo er sá tími ómældur sem fer í félagsstarfið bæði fyrir hestamannafélagið og hrossaræktarmál Skagfirðinga." Reyni að sporna við folaldasölu — En svo við snúum okkur nú að öðru Sveinn, hvaða aðstöðu hef- ur þú fyrirhrossin þín í dag? „Sú aðstaða sem ég hef er að mörgu leyti erfið. Ég hef notið F.in af ungu hiyssunum, Herra, sem er undan Gíska 920 fti Hofsstöðum og Herröru 4647. Hlaut hún fyrstu verðlaun i héraðssýningunni i Vindbeimamelum í sumar. velvildar góðra manna með haust- og vetrarbeit f landi Utanverðu- ness. Ég hafði hólf á vegum bún- aðarsambandsins og nú hef ég sem sagt sömu afnot af því hjá ábú- andanum Páli Jónassyni. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef ég missi þetta land, þá veit ég ekki hvað ég geri. Ég get ekki hugsað mér að eiga hrossin ef ég get ekki fylgst náið með þeim. Venjulega eru hrossin komin á fulla gjöf hjá mér um og eftir ára- mót. Alls eru þetta um þrjátíu hross sem ég og fjölskyldan eigum og held ég mig yfirleitt við þessa tölu. Ég hef hvorki áhuga né getu til að fjölga hrossunum enda er höfðatalan ekki það sem segir til um árangurinn í ræktunarstarf- inu á hverjum tíma. Ég byrgi hrossin ekki inni heldur hef þau við opið en að sjálfsögðu hafa þau frjálsan aðgang að húsi og svo eru jötur úti þannig að ef veður eru góð gef ég þeim úti. Hesthúsið er um kílómetra innan við bæinn og við það hef ég tveggja hektara land. Ég fylgist vel með því hve- nær hryssumar byrja að geldast, þá tek ég þær heim og gef þeim mikið og gott fóður og næ með því að lengja þann tima sem folöldin njóta móðurmjólkurinnar. Venjulega eru svona 6—8 hryss- ur í folaldseignum, hitt er þá nokkrir reiðhestar og svo trippi í uppeldi og tamningu. Éinstaka sinnum kemur fyrir að ég sel folöld en annars reyni ég að sporna við slíku með því að setja á þau hátt verð að minu mati en það dugar ekki alltaf til. Það er mjög skemmtilegt að fylgjast með ungviðinu í uppvext- inum og ég hef verið svo heppinn að það telst til undantekninga að trippi bregðist þegar á tamninga- aldur er komið. Ég hef aldrei þurft að slátra vegna einhverra galla og ekki þarf ég að hafa áhyggjur af að þetta safnist upp hjá mér því ég hef alltaf getað selt hross mín til lífs. En ég viðurkenni að ég er dýrt seldur en það kemur ekki í veg fyrir að um leið og ég gef tamningahross föl seljast þau nær samstundÍ3. En svo við víkjum aftur að fol- öldunum þá loka ég þau inni fyrstu vikurnar eftir að þau eru tekin undan hryssunum. Svo þeg- ar veður eru skapleg hef ég þau úti á daginn. Ég tel það töluverðan lærdóm eða tamningu að reka þau frá mæðrum sínum daglega. Ég tel betra að kenna þeim fljótlega aö láta að vilja mannsins með lip- urð og lagni heldur en með hávaða og hörku.“ að stóðhesta sem eru fæddir mér eða út af mínum hrossum. En I fyrra notaði ég Þátt 722 frá Kirkjubæ og eru þau sjö folöldin sem ég fékk í vor undan honum og núna í vor notaði ég Hervar 963 sem er undan Blossa 800 og Her- vöru 4647. Mæðgurnar Hrafnhetta 3791 og Lögg 5648 fóru undir Frey 921 frá Akureyri sem er í eigu Þorsteins Jónssonar á Akureyri og ein Hervarsdóttir fór undir Feyki %2 frá Hafsteinsstöðum, svo hélt ég mæðgunum Hervöru og Hervu undir Þátt 722.“ Ekki er endilega frágengið hvað ég nota næsta vor en þó er ég bú- inn að tryggja mér afnot af stóð- hestinum Otri sem ég á og gistir nú Stóðhestastöð íslands. Er hann undan Hervari 963 og Hrafn- kötlu." — Gætirðu sagt mér frá Siðu 2794 sem er orðin ein helsta ætt- móðirin í þinni hrossarækt? „Ég notaði Síðu ekki mikið til reiðar og er ein ástæðan fyrir því sú að hún fékk slysafang þegar hún var þriggja vetra. Eitt einkenni hafði hún en það var hversu létt hún var í rekstri og var hún ávallt fremst. Mér er minnisstætt er við riðum nokkrir fyrir Skagann þegar við rákum upp Kolhaugafjall að vestanverðu. Vorum við með nokkra tugi hrossa í rekstrinum og þar á meðal voru eldri hestar sem höfðu farið þarna um en Síða hafði aldrei farið þessa leið áður. Nokrir af þessum hest- um voru frekir á að halda götunni og þegar þeir ruddust fram fyrir hana þá tók hún sveig út úr og kom alltaf inn á götuna fyrir skyldleikarækt og hinu að ég tek mikla áhættu." — Hver er tilgangurinn hjá þér með því að nota Þátt 722? „í fyrsta lagi er Þáttur af Svaða- staðastofni að öðrum þræði. Svo hafa Kirkjubæjarhrossin að mínu mati góða kosti s.s. létta byggingu, fríðleika og þau eru lundgóð. Folöldin sem fæddust í vor und- an honum lofa góðu að mínu mati og ef ég á að segja eins og er þá er ég mjög ánægður með þau að svo komnu máli. Ekki neita ég því heldur að ég hef alltaf verið veikw fyrir blesótta tttnum og er ég að gera mér vonir um að rauðblesótt hestfolald undan Hervöru sé efni í álitlegan stóðhest ásamt fleirum því ég fékk fimm hestfolöld undan Þætti." — Hverjir eru sterkustu eigin- leikar eða kostir á þínum hross- um? „Það sem hæst ber er eðlis- lægni, sérstaklega gott geðslag og góður vilji. Einnig er áberandi hversu vel þau fara í beisli. Þessir kostir eru þess valdandi að hross- in eru auðtamin og þeim er ákaf- lega ljúft að láta að vilja manns- ins. Vil ég meina að eftir eins til tveggja mánaða tamningu séu þau orðin allvel gangsett á bæði tölt og brokk og þar með orðin boðleg söluvara strax á fyrsta tamn- ingastigi. Svo hef ég veitt því at- hygli að hrossin mín eru yfirleitt ágætlega greind og tel ég að það sé komið frá Síðu.“ — En hverjir eru helstu gall- arnir? „Ekki eru þau gallalaus," og hér glottir Sveinn út I annað. „Ég þyk- Hrafnkatla 3526 með Þittarsson sem ræntanlega er stóðbestefni. Eitt af folöldunum undan Þætti 722, rauðblesóttur hestur, upprennandi stóðbestsefni sem að sjilfsögðu befur blotið nafnið Goði. Móðirin er Hervör 4647. Hiyssurnar kasta yfirleitt snemma — Fæst þú eitthvað sjálfur við tamningu? „Ég gerði það hér áður en ekki þó öll mín hross, en ég er svo lán- samur að sonur minn Guðmundur hefur verið mikið með mér í þessu síðustu árin og hefur hann að mestu séð um tamninguna og finnst mér honum hafa farist það vel úr hendi.“ — Hvernig hagar þú deginum varðandi hirðingu hrossanna á veturna og vorin? „Ég gef á morgnana áður en ég fer til vinnu og svo lít ég til þeirra í hádeginu og kvöldin fara að mestu í umsýslu við hrossin. Ég læt hryssurnar kasta snemma á vorin, svona yfirleitt seinni part- inn í apríl og byrjun maí, stendur þetta yfir í svona 2—3 vikur. Þær kasta allar á túninu heima við hesthúsið og fylgist ég náið meö hvenær þær kasta og oftast er ég hjá þeim meðan á köstuninni stendur enda hef ég aldrei misst folald i fæðingu. Seinni árin hef ég haft þann sið að hafa stóðhestana sem ég nota hverju sinni á húsi hjá mér og get þvi haldið hryssunum á fyrsta eða öðru gangmáli. Ástæðan fyrir því að ég læt hryssurnar kasta svona snemma er sú að með þessu móti hef ég frjálsari hendur með val á stóðhestum." — Hvaða stóðhesta hefur þú aðallega notað upp á síðkastið? „Seinni árin hef ég aðallega not- framan þá. þetta var að því er mig minnir síðasta skiptið sem ég not- aði hana til reiðar. Eftir þetta not- aði ég hana í folaldseignir ein- göngu.“ Tek mikla áhættu með skyldleikarækt- inni — Þú ert kominn út í mikla skyldleikarækt, ertu ekkert smeykur við hana? „Ekki er ég það. Meðan ég verð ekki var við hnignunareinkenni s.s. smæð eða einhverja galla sem geta fylgt skyldleikarækt held ég ótrauður áfram. En ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru vissir annmarkar sem geta fylgt ist svo sem vita eftir hverju þú ert að fiska og átt þú sennilega við fótabygginguna því einkunn 7,5 fyrir fætur er nokkuð fast mottó þegar ég leiði hrossin mín fyrir dóm. Sjálfur er ég ekki hið minnsta hræddur við þetta því reynslan min hefur sýnt mér að hrossin min hafa ekki bilað í fót- um og er ég þó óvæginn í að beita þeim innan skynsamlegra marka ef á því þarf að halda. Einnig má geta þess að ég tel hæfilega bogna hækilliði gefa meiri mýkt í gang- inn og auðveldar þeim að ganga vel innundir sig. Sem um leið gef- ur betri ásetu.“ Met Hornfirðingana alltaf mikils — Önnur hross eða hrossakyn, ef þannig má að orði komast? „Hestur sem mér er alltaf minn- isstæður og mig langar til að minnast á er Núpur frá Kirkjubæ. Það er fyrst og fremst göfgin og hin mikla persóna og svo hvað hesturinn var auðsveipur með þessa miklu hæfileika. Margar góðar hryssur hafa komið frá Kirkjubæ og hafa vakið athygli mína fyrir fegurð, mýkt og fínleika. Að mínu mati er það ekki spursmál að Sigurður í Kirkjubæ er á réttri leið, en það sem ég tel hann vanta nú I hrossin sín er harðari vilji. Hann vantar ljúfan, viljugan stóðhest sem ekki spillir þeirri góðu heildarmynd sem hann er nú þegar búinn að festa ræki- lega í sinum hrossum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.