Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 31 1 dag einkennist jólafastan eða aðventan enn af miklu annríki, þó jólaglögg og piparkökur hafi tekið við af kvöldskatti og staurbitum. Enn sem fyrr eru jólin þó öðru fremur hátíð ljóssins og kertaljós kærkomin til að lýsa upp skamm- degið. Kertaljós setja mikinn svip á ýmsar aðventuskreytingar, og ber þar fyrstan að nefna hinn hefð- bundna aðventukrans. En hver er saga þessara skreytinga? Árni Björnsson segir svo í bók sinni „í jólaskapi": „Það er gamall siður úti i Evr- ópu, þar sem nóg er af trjám, að skreyta hýbýli sfn með sígrænum greinum við hátíðleg tækifæri, t.d. á jólaföstunni. Ýmiss konar krans- ar voru ein tegund slíkra skreyt- inga, en áttu ekkert frekar við jólin heldur en t.d. vorhátíðir eða brúð- kaup. En í kringum 1830 er farið að selja svonefndar aðventukrónur á jólamörkuðum suður i Þýskalandi. Það voru kransar á einni til þrem hæðum og fjögur kerti á hverjum kransi, sem skyldu tákna sunnu- dagana fjóra i aðventu. Krónan var síðan hengd upp i loft með öllu saman. Um þetta leyti voru skreytt jólatré þegar orðin árviss söluvara á þessum slóðum, en krónurnar urðu nýr heimilisiðnaður til að koma í verð fyrir jólin. Seinna var farið að einfalda krónurnar, og úr þvi urðu m.a. að- ventukransar til að standa á borði. Þessi skreytisiður breiddist út um norður- og austurhluta Þýskalands á 19. öld. Um síðustu aldamót var hann kominn til Suður-Jótlands og barst þaðan hægt og sigandi til annarra héraða i Danmörku. Það Þeanan krans er að fínna í Blóma- rali Blómaskreytingar frí Blómum og Ávöxtum. var þó ekki fyrr en á hernámsárun- um eftir 1940, sem aðventukransar urðu algengir um alla Danmörku. Þá var fátt hægt að gera til að prýða heimilin, en þýska her- námsliðið amaðist ekki við skreyt- ingum af þessu tagi, sem upprunn- ar voru i þeirra eigin heimalandi. Aðventukransar fóru ekki að sjást á íslandi fyrr en eftir siðari heimsstyrjöldina og þá fyrst sem skraut i einstaka búðargluggum eða á veitingastöðum. Þeir breidd- ust mjög hægt út og urðu ekki um- talsverð söluvara fyrr en milli 1960—70. Samtimis þvi færðist líka i vöxt, að fólk byggi sjálft til sina eigin aðventukransa." Aðventuskreytingar eiga sér þvi ekki ianga sögu hér á landi, en sið- urinn er orðinn talsvert útbreidd- ur. Margir búa til kransana eða skreytingarnar sjálfir, og fást yfir- leitt öll helstu efnin sem nota þarf i blómaverslunum. Blómaverslanir selja einnig margar gerðir af að- ventuskreytingum. Við heimsótt- um þrjár blómaverslanir þar sem starfsfólk var önnum kafið við að búa til skreytingar, verslunina Blómaval, Blóm og Ávexti og Borg- arblóm. Þótt flestir hafi verið önnum kafnir voru vökustaurarnir þó blessunarlega viðs fjarri og blómaskreytingarfólk gaf sér tíma til að líta upp úr verkinu meðan ljósmyndari smellti af nokkrum myndum. Samantekt VJ. Bladburóarfólk óskast! I eS ]s|l lj|f Ai Gi fré jsturbær Hvassaleiti rettisgata frá 18—30. i 37—98. Jfarcginiilrliifrife Lesefni í stórum skömmtum! Vegna hagstæöra innkaupa getum viö boðið halogen peruna frá Ring á aöeins 146 kr Öryggi... Öryggi í umferðinni byggist á mörgum atriðum. Eitt þeirra er að hafa góöa yfirsýn yfir veginn í mvrkri og misjöfnum veörum. Halogen bílaperan frá Ring gefur tvöfalt betri lýsingu en vcnjuleg bílapera og eykur því öryggi þitt verulega. HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Sími 212 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.