Morgunblaðið - 02.12.1984, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984
43
Chad:
Mestu þurrk-
ar í manna
minnum
London, 27. nóveniber. AP.
í CHAD herja nú mestu þurrkar í
manna minnum og hafa þúsundir
manna þegar farið til nágrannaríkis-
ins Cameroon í leit að mat og vatni,
að því er starfsmaður Sameinuðu
þjóðanna sagði í dag.
Dr. Djibril Diallo, upplýsinga-
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í
Afríku, kvað 200.000 manns hafa
flosnað upp frá heimkynnum sín-
um vegna hungurs, og enn fremur
hefði margt fólk úr strjálbýli leit-
að ásjár í þéttbýli. I Chad eru um
4 milljónir íbúa.
Diallo sagði, að í síðasta mánuði
hefðu um 600 manns dáið úr
hungri í Moyen Chari-héraði, 200 í
Batha-héraði og um 300 í Guera-
héraði.
„í Chad ríkja nú mestu þurrkar
í manna minnum, og ástandið er
mun erfiðara en í þurrkunum
miklu 1974,“ sagði Diallo á blaða-
mannafundi í London.
„Og þar sem fólkið er á flótta
nú, á þolanlegasta tima ársins, þá
geta menn ímyndað sér, hvernig
ástandið verður eftir tvo til þrjá
mánuði, þegar þurrkatíminn
hefst,“ sagði hann.
Diallo kvað öll ríki sem ættu
land að Chad, nema Cameroon og
Nigeríu, hafa lokað landamærum
sínum fyrir sveltandi fólkinu
vegna pólitískra ástæðna.
I Chad þar sem þurrkar hafa
verið herjað nú um fjögurra ára
skeið, hefur geisað borgarstyrjöld
frá árinu 1965.
Scotland Yard:
Rannsakar
hvarf skips-
bókarinnar
Loadon, 30. bót. AP.
SCOTLAND Yard hefur verið falið
að rannsaka hvarf skipsbókar úr
brezka kafbátnum, sem sökkti arg-
entínska herskipinu Belgrano í Falk-
landseyjastríðinu. Skýrði Michael
Heseltine, varnarmálaráðherra
Bretlands, frá þessu í dag.
Heseltine kvaðst ekki vilja
skýra frá nánari atriðum þessarar
rannsóknar nú, á meðan hún stæði
yfir, en sagði, að greint yrði frá
niðurstöðum hennar, þegar henni
væri lokið.
bón us eftir 5ám
samfeUdm
tjónlausan
akstur
Sjóvá vill verðlaunaþá ökumenn
sem hafa ekið tjónlaust samfellt
í 5 ár. Á 6. ári fá þ eir 55%
bónus af ábyrgðariðgjaldinu
Eftir 10 ára tjónlausan
akstur verður
heildarbónusinn 65% á
hverju iðgjaldsári svo
framarlega sem ökumaður
veldur ekki tjóni
Þetta boð nœr einnig til þeirra
sem hafa vátryggt hjá öðrum
vátryggingarfélögum. Tjónlaus ár
þar koma þeim til góða hjá okkur.
Himgursneyðin í Eþíopíu:
300 þús.
hafa látist
Addia Ababa, 30. nó»ember. AP.
SÉRFRÆÐINGAR Sameinuðu þjóð-
anna telja að um 300 þúsund manns
hafi látið lífið af völdum hallerisins
í Eþíópíu síðustu níu mánuði. Finn-
inn Kurt Janson, aðstoðarfram-
kvemdastjóri SÞ, sem fer með neyð-
arhjálp, segir að þessi tala sé lág-
markstala, byggð á upplýsingum frá
hjálparstöðvum síðan í febrúar.
Hörmulegust þykja örlög hálfr-
ar milljónar barna sem hlotið
hafa varanlega bæklun vegna
hungurs, sem þau hafa liðið.
„Þetta er heil kynslóð, sem orðið
hefur fyrir andlegu og líkamlegu
tjóni,“ segir Janson.
Janson, sem stjórnaði neyðar-
hjálp Sameinuðu þjóðanna í
Kambódíu á árunum 1980—1981,
segir að ástandið í Eþíópíu sé mun
verra en þar. „Og útlitið er ekki
bjart hér,“ bætti hann við.
Talið er að nærri sjö milljónir
manna í Eþíópíu þjáist vegna
hungursneyðarinnar í landinu.
fbúar landsins eru 42 milljónir.
SJÓVÁ TRYGGT ER VEL TRYGGT
SUÐURIANDSBRAUT 4 SlMI 82500
Umboösmcnn um allt land
Áskriftarsíminn er 83033
Auglýsingastofan Örkin