Morgunblaðið - 02.12.1984, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984
Frá ísafirði
til Akureyrar
Kaflar úr bókinni Jón G. Sólnes
Halldór Halldórsson og Jón G. Sólnes vinna að sjálfsKvisögn Jóns.
Um þessar mundir kemur
út hjá Erni og Örlygi bókin
Jón G. Sólnes, skráð af
Halldóri Halldórssyni
blaðamanni. í bókinni segir
Jón frá lífshlaupi sínu frá
æsku og fram á þennan
dag. Áherzlur eftir tímabil-
um í ævi Jóns eru misjafn-
ar og mest er dvalið við af-
skipti hans af stjórnmál-
um, bæði á Akureyri og á
Alþingi, auk starfa í og á
vegum Sjálfstæðisflokks-
ins. Morgunblaðið hefur
fengið leyfi til að birta
stutta kafla úr upphafs-
kafla bókarinnar, „Frá ísa-
firði til Akureyrar", en þar
lýsir Jón Sólnes þætti í lífi
sínu sem fæstir þekkja.
„Þú mátt eiga migu
Sjálfstæðismaðurinn og kapít-
alistinn Jón Guðmundsson Sólnes
er fæddur i „Félagsbakaríinu" við
Silfurgötu á ísafirði. Hús þetta
byggði séra Guðmundur i Gufudal,
sem oft er kallaður guðfaðir krat-
anna á ísafirði, og stendur húsið
enn. Jón fæddist i þennan heim 30.
september 1910. Faðir hans var
Guðmundur Þorkelsson, sjómað-
ur, og móðir Hólmfríður Jónsdótt-
ir kona hans.
Tveggja ára gamall var Jón
settur í fóstur, vegna veikinda
móður sinnar, sem þurfti að leita
sér lækninga i Reykjavik.
Þau, sem tóku þennan unga pilt
i fóstur um stundarsakir, voru
Lilja Daníelsdóttir Sólnes og Eð-
varð Sólnes, norskur sjómaður,
sem hafði fest ráð sitt á íslandi.
Þarna á heimili Sólneshjónanna
var barn Lilju, Valgerður Björns-
dóttir. Jóni Guðmundssyni líkaði
vistin vel á Tangagötu, þar sem
þau hjón bjuggu, og hefur hva;
eftir annað farið fallegum orðui.
um fósturforeldra sína og fóstur-
systur.
En vistin var stutt að þessu
sinni. Hólmfríður móðir hans kom
aftur til ísafjarðar og ungi maður-
inn fór heim til sín. En sveinninn
ungi var snemma kominn með
sjálfstæðan vilja og skap til að fá
sitt fram. Ekki löngu eftir að hann
var aftur kominn heim tók hann
sig til og arkaði út á Tangagötu,
bankaði að dyrum og sagði við
Lilju, sem stóð i dyrunum: „Þú
mátt eiga mig, og ég vil vera hjá
ykkur.“ Sólnes vissi snemma hvað
hann vildi. Það hefur ekki breytzt.
Og upp frá því urðu Lilja og Eð-
varð mamma og pabbi piltsins og
Valgerður systir hans. Sólnes-
nafnið tók Jón Guðmundsson ekki
upp fyrr en 1936, þá 26 ára gamall,
og auglýsti hann nafnbreytinguna
í Islendingi á Akureyri.
Fósturfaðir Jóns hét fullu nafni
"Elðvarð Gabrielsen Solnes og er
Sólnes-nafnið dregið af heiti á
grasbýli, sem fjölskylda hans átti
norður af Björgvin I Noregi. Jón
tók upp nafnið að ósk móður sinn-
ar skömmu eftir að fósturfaðir
hans drukknaði, þegar „Drottn-
ingin" sigldi á síldarbát, sem hann
var á. Þetta gerðist í mikilli þoku
og vondu veðri í september 1936 út
af Siglufirði.
Alls átti Hólmfríður 13 börn,
þar af sjö af fyrra hjónabandi og
eru þau alsystkin Jóns. Hins vegar
rofnuðu öll tengsl Jóns við sitt
fólk eftir að hann flutti með fóst-
urforeldrum sínum frá ísafirði til
Siglufjarðar fimm ára gamall.
Hann hitti ekki móður sína aftur
fyrr en hann fór I fyrsta skipti til
Reykjavíkur 1931, þá tvítugur að
aldri.
Jón vissi hvar hún átti heima í
Reykjavík, fór þangað og spurði
um Hólmfríði Jónsdóttur. Þegar
hún kom I dyrnar sagði ungi mað-
urinn: „Komið þér sælar, ég er víst
sonur yðar.“ Þá var móðir hans
honum svo ókunnug, að hann þér-
aði hana.
Alsystkini Jóns eru Ragnar (dá-
inn), Áróra, Jens (dáinn), Garðar
(dáinn), Hulda og Sigurlaug.
Síðari maður Hólmfríðar hét
Sigurgisli Jónsson frá Skagnesi í
Mýrdal. Hálfsystkini Jóns eru:
Ásthildur, Hrefna, Guðný, Sigríð-
ur, Hrafnhildur og Hrafnkell, en
hann dó tveggja ára gamall.
Þegar Jón var barn að aldri var
það mjög algengt, að heimili
tvístruðust vegna veikinda eða
annarra emðra heimilisaðstæðna.
Þá var það aðlilegasti hlutur í
heimi að vera ^ettur í fóstur hjá
vandalausum.
Jón var ákaflega sæll og sáttur
með sitt hlutskipti. Hjá Lilju og
Eðvarð naut hann ástríkis og um-
hyggju, eins og hann væri þeirra
eigin sonur og hann telur sig hafa
verið lánsaman mann að hafa lent
hjá pabba og mömmu, eins og
hann kallar Lilju og Eðvarð ávallt.
Það var Jón, sem þurfti að til-
kynna Lilju móður sinni að Eð-
varð hefði drukknað. Það var erfið
stund, segir Jón. Og hann minnir á
það, að þetta hafi verið í annað
sinn, sem Lilja missti eiginmann
sinn í greipar Ægis. Þegar Lilja
gekk með Valgerði fórst þáverandi
eiginmaður hennar á bát út af
Böggvisstaðasandi (sem nú heitir
Dalvík). Hann hét Björn Sigfús-
son, bróðir Snorra Sigfússonar,
skólastjóra.
Það situr á engan hátt í mér, að
ég skuli vera fósturbarn og hafa
ekki alizt upp hjá eiginlegri móður
minni. Ég sætti svo góðu atlæti í
æsku, og ég var elskaður svo mikið
af foreldrum mínum. Ég tala nú
ekki um ást Eðvarðs á mér. Sjálf-
ur átti hann ekkert barn, þvi Lilja
og hann eignuðust ekki barn sam-
an. Og svo var Valgerður systir
mín mér mjög góð. Hún var að
vísu ellefu árum eldri en ég, en
samband okkar varð einlægara og
innilegra eftir því, sem við elt-
umst.
Ég var 5 ára, þegar við fluttum
til Siglufjarðar og einmitt um það
leyti frétti ég að Hólmfríður og
Guðmundur, foreldrar mínir,
hefðu skilið og systkinum mínum
verið komið fyrir hingað og þang-
að.
Að eiga gotterís-
búð og bíó
Á Siglufirði bjó ég til 9 ára ald-
urs. Það voru dýrleg ár. Þessi tíma
á Siglufirði var dásamlegur. Ég
upplifði spennuna og lætin, þegar
íbúatalan margfaldaðist þarna á
sumrin. Allir voru á kafi í vinnu
og við guttarnir fórum bara að
sofa, þegar við vorum syfjaðir.
Það var ekkert verið *ð kalla:
Klukkan er orðin átta! Við vorum
frjálsir eins og fuglar himinsins.
Og þarna spiluðum við stikk og
gerðum allar kúnstir. Þetta var
svo frjálslegt og gaman. Ég á
ákaflega ljúfar minningar frá
þessum ungu árum mínum, þegar
ég var að mótast og var opinn
fyrir öllu.
Það var á Siglufirði, sem ég fór
fyrst í bíó. Það var hrein bylting í
skemmtanalífinu. Það var kaup-
maður þar, sem rak bíóið yfir
sumarmánuðina, þegar allur þessi
fjöldi fólks streymdi í bæinn. Og
þau voru ófá fyrirtækin á Siglu-
firði sem eingöngu voru rekin i
þrjá mánuði á ári. En þessi maður
rak sjoppu á mjög góðum stað í
bænum, og svo setti hann á stofn
bfó.
Og við strákarnir vorum að fíló-
sófera um það, að hærra væri ekki
hægt að komast f heiminum held-
ur en að eiga gotterísbúð og svo
bfó. Annað væri alveg útilokið.
Það var ekki hægt að komast
hærra. Þessir félagar mfnir á
Siglufirði voru Tommi læknisins,
sonur Tómasar Hallgrfmssonar,
héraðslæknis, Þráinn Sigurðsson,
Þorvaldur Amsnes, Þráinn Sig-
urðsson, Addi Fríðu (Einarsson).
Tommi var „bandíttaforinginn" í
hópnum. Við vorum nú saklausir.
Þó stal, til að mynda, einn kaup-
mannssonurinn sígarettum úr búð
pabba síns. Ég man enn þann dag
í dag hvað tegundin hét. Það voru
„Motor“ sfgarettur. Ég hef verið 9
ára gamall, þegar ég byrjaði að
reykja. Þá voru tunnustaflarnir
um allt á Siglufirði og við fórum
nokkrir og lokuðum okkur þannig
inni, að við fórum hver ofan í sína
tunnuna og reyktum. Og svo var
sponsgat á tunnunni og f gegnum
þau gátum við talað saman. En
einn af okkur gubbaði og slapp
þannig við að reykja eftir það.
Þetta nægði honum. Ég veit ekki
hvernig stendur á því, en í gamla
daga urðu menn alltaf gulir á
fingrunum af reykingum, og við
strákarnir fórum eins og helvftis
asnar og slfpuðum á okkur putt-
ana á hverfisteinum. En engum
okkar datt f hug, að það gæti fund-
izt lykt úr munninum á okkur.
Þetta fikt komst samt ekki upp.
En eftir að ég kom til Akureyrar
þá steinhætti ég þessu sígarettu-
fikti þangað til ég var orðinn 15
ára gamall.
Það var mikill sigur, þegar fjöl-
skyldan gafst upp á því að fá mig
til að hætta þessu, og Valgerður
gaf mér peninga fyrir Mossrose-
pakka og pfpu. Það var munur að
geta staðið úti á götu og reykt og
púað. Þegar ræfilsgreyin, félagar
mínir, voru að læðast á bak við
hús. Ég var 16 ára gamall, þegar
þetta var. En svo hætti ég eftir um
það bil 30 ár.
Á Siglufirði bjuggum við við að-
algötuna f stóru timburhúsi, þar
sem voru íbúðir og mötuneyti
fyrir síldarfólkið. Yfir veturinn
var húsið nánast tómt. Þar bjugg-
um við og ein önnur fjölskylda.
Hugsaðu þér einangrunina, þeg-
ar sfðasta tunnan var farin. Þá
heyrðum við ekki neitt í neinu all-
an þennan dimma, langa vetur. En
ég minnist þess ekki, að það hafi
verið leiðinlegt yfir veturinn. Og
það var alltaf spenna f loftinu á
vorin, þegar bátarnir fóru að
koma.
Valgerður, systir mín, var með
smábarnaskóla um tfma þau fjög-
ur ár, sem ég var þarna og Lilja
móðir mfn hafði kennt mér að lesa
úr Nýja testamentinu þannig, að
ég stóð allvel f stykkinu þegar ég
kom f 9 ára bekk í barnaskóla á
Akureyri. Steinþór Guðmundsson,
skólastjóri Barnaskóla íslands,
prófaði mig og það gekk vel.
Á Akureyri bjuggum við í
Ytra-Melshúsi, þar sem heitir
Oddagata núna. Það, ásamt Syð-
ra-Melshúsi voru einu húsin á
Brekkunni þá. Faðir minn var vél-
stjóri og formaður hjá Ásgeiri
Péturssyni útgerðarmanni, en fór
sfðan sjálfur f útgerð.
Það voru á vissan hátt viðbrigði
að flytja til Akureyrar, því á Ak-
ureyri var ekkert rafmagn. Það
var komið á Siglufirði. Þess vegna
þótti manni myrkrið oft yfirþyrm-
andi, þegar við ætluðum að hitta
strákana og þurftum að klöngrast
niður brekkuna í kolniðamyrkri.
Seldi kjöt í
óþökk kaupmanna
Ég varð fyrir miklum áhrifum
af Lilju móður minni á alla lund.
Kannski ekki sízt pólitískt. Hún
var alin upp við það að þurfa að
bjarga sér sjálf. Á Siglufirði seldi
hún til dæmis kjöt f mötuneytinu
fyrir bræður sína, bændurna, í
óþökk kaupmanna. Hún var
óskapleg einstaklingshyggju-
manneskja. Miðað við efnahag
heimilisins hefði átt að vera
hljómgrunnur fyrir jafnaðar-
stefnu. En hún mátti ekki heyra á
það minnzt.
Ég tala minna um Eðvarð, þótt
mér hafi ekki þótt síður vænt um
hann. En hann var hæglátur mað-
ur. Hún gegndi meira forystuhlut-
verki á heimilinu. Þar að auki var
hann meira fjarvistum. Hann
hafði gaman af þvf að lesa, en það
var samt ekki til mikið af bókum á
heimilinu. Peningarnir fóru í
heimilið. Eðvarð kom frá barn-
mörgu heimili. Við Inga höfum
farið tvisvar sinnum á æskuslóðir
hans, f seinna skiptið árið 1980,
þegar hann hefði orðið 100 ára
gamall. Hann átti tvær systur á
lífi í fyrra.
Á Akureyri vorum við, sem
bjuggum á Brekkunni kallaðir