Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984
Þegar leikritið „Amadeus" er um það
bil að ná hámarki heldur tónskáldið
Antonio Salieri ræðu, sem hefur því
miður aldrei verið flutt í heild á
leiksviði sakir lengdar, en þar beinir
hann þessum orðum til áhorfenda:
„Sá guð sem ég viðurkenni lifir til
dæmis í 34.-44. takti þeirrar útfarartónlistar Moz-
arts sem kennd er við frímúrara." öfgarnar í þess-
ari yfirlýsingu — sem reyndar koma ekki heldur
fram í kvikmyndinni þar sem handrit hennar er
orðfærra og fremur miðað við myndmál — komu
mér í uppnám. Þær voru tilefni þess að ein aðalper-
sóna mín gat vitnað til tiltekinna tóndæma til
marks um tilvist guðdómsins í heiminum í stað þess
að fara einungis óljósum og upphöfnum orðum um
snilld. Víst er markvísi ævinlega það sem máli
skiptir í listinni.
Hinn þjáði Kapellmeister hefði allt eins getað
vitnað í önnur dæmi um tónlist Mozarts í sama
tilgangi: Búning orðanna „Tutti contenti" í lok Brúð-
kaups Fígarós, jafnvægið í andsvari prestanna í
Töfraflautunni er þeir syngja „Stárkt mit Geduld
sie in Gefahr", og jafnvel — svo gengið sé enn lengra
— má vitna í taktinn í söng tenórsins í „Un’aura
Amorosa" í Cosi Fan Tutte þar sem ein nótan í
undirleiknum fer niður um hálftón. Af slíkum hlut-
um er himnaríki gert.
Það sem ég leitaðist við að ná skýrt fram í leikrit-
inu er þráhyggja manns, þ.e. Salieris, sem „var
Hluti málverka a( Mozart þar aem hann er aö dauöa kominn, en er að aemja Sálumeaau aína aem honum entiat ekki
aldur til aö Ijúka viö.
/ minningu
MOZARTS
Kvikmynd hefur nú verið gerð eftir leikriti Peters Schaffer, „Amadeus“, en
það er tvímælalaust eitt þeirra leiksviðsverka sem hvað mesta athygli hafa
vakið á alþjóðavettvangi á síðustu árum. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu
fyrir rúmur tveimur árum, þýtt af læknunum Katrínu Fjeldsted og Valgarði
Egilssyni, og fékk hér sem annars staðar ágætar viðtökur. í tilefni af frumsýn-
ingu kvikmyndarinnar ritaði Peter Schaffer grein í The New York Times
Magazine um Wolfgang Amadeus Mozart og þau áhrif sem tónlist hins mikla
snillings hefur haft á hann.
skapaður af tveimur eyrum og engu öðru“, svo notuð
séu hans eigin orð, að finna fullkomnun í tónlist.
Óviðjafnanleiki Mozarts er fólginn í því hve eðli
verka hans er algjört. Ekki er unnt að gera smá-
vægilegustu breytingar á beztu tónverkum hans án
þess að þau glati einhverju af gildi sínu. Vitaskuld
er mikil list ævinlega vitnisburður um tilveru hins
algjöra. Og því er það að hið stórfenglegasta veitir
mesta unun — á sama hátt og það kann á stundum
að skapa mestu þjáningu. Það kemur til að mynda
fyrir þegar leið okkar liggur um sali listasafna að
við fáum þá óþægilegu tilfinningu að það séum ekki
við sem virðum fyrir okkur hin fullkomnu málverk
heldur að þau séu að virða okkur fyrir sér.
Mat mitt á guðdómleikanum er fyrst og fremst
bundið fegurðarskyninu. Ég veit að þetta er engan
veginn almenn aðferð. En af þessari ástæðu og þrátt
fyrir þær vinsældir sem leikrit mitt hefur hlotið á
ég bágt með að viðurkenna opinberlega að tilvera
Mozarts (á sama hátt og Shakespeares) sé undir-
staða þeirrar skoðunar minnar að mannkynið hafi
sjálfstætt gildi enda þótt allur hryllingur heimsins
miði að því að sannfæra mann um það hve fánýtt
það sé. Svo kveðið sé sterkar að orði þá virðist mér
sköpun C-Moll-messunnar eða lokaþáttur Antónius-
ar og Kleópötru vera liður í þróun. Það er fæst af því
sem menn taka sér fyrir hendur.
Á sama hátt og öll stórvirki — og aðeins stórvirki
— þá glata mestu verk Mozarts ekki gildi sínu með
tímanum. Þetta kom berlega í ljós þegar kvikmynd-
un leiksviðsverks míns, „Amadeus", fór fram í
Tékkóslóvakíu í fyrra undir stjórn Milos Forman. í
myndinni gegnir tónlistin eðlilega meira hlutverki
en á leiksviði. Ástæðan er ekki einungis sú að á
tjaldinu er unnt að sýna óperur sem einungis er
hægt að lýsa með orðum á leiksviðinu. Mótsögnin er
í því fólgin að útilokað er að leika langa kafla úr
tónverkum í leikhúsinu án þess að leikverkið breyt-
ist í tónleika en um kvikmyndina gegnir allt öðru
máli, þar sem áhrif kvikmyndarinnar aukast bein-
línis eftir því sem meiri tónlist er flutt.
Tónlist sem flæðir í stríðum straumum, undur-
samleg og óstöðvandi, allt í kringum hinn agndofa
mann, er að sjálfsögðu aðalefni kvikmyndarinnar.
Til að ná tilætluðum áhrifum var nauðsynlegt að
taka umfangsmikil atriði um leið og Mozart hljóm-
aði. Tónlist hans var látin hljóma á meðan mynda-
vélinni var beint að því sem fram fór í stofum,
óperusölum og tónleikahöllum og þar sem leikið var
undir beru lofti. Það var því ekki hjá því komizt að
maður hlustaði æ ofan í æ á sömu verkin á meðan
atriðin voru kvikmynduð þrisvar (að minnsta kosti)
úr fjarlægð, þrisvar sinnum úr nokkurri nálægð og
þrivegis í nærmynd. Síðan voru sömu atriðin kvik-
mynduð aftur og aftur frá öðrum sjónarhornum.
Mestöll tónlist sem hlyti slíka meðferð yrði fljótlega
útjöskuð en það var sama hvað við lékum Mozart oft
— sama hvað það var endurtekið aftur og aftur —
aldrei varð þessi tónlist þreytandi eða einhæf og
aldrei hætti hún að veita unað.
Það skal viðurkennt að tónlistarflutningi í mynd-
inni er stjórnað af Neville Mariner, sem er einhver
fremsti Mozart-túlkandi sem nú er uppi, og auk þess
er tónlistin leikin af hinni frábæru hljómsveit hans,
St. Martin in the Fields. Hún er líka túlkuð af Ivan
Moravec, hinum tékkneska píanósnillingi, og sungin
af herskara bandarískra og enskra stórsöngvara, s.s.
June Anderson, Isobel Buchanan, Felicity Lott,
Richard Stilwell og Samuel Ramey. Þrátt fyrir þetta
var sannleikurinn augljós í allri sinni dýrð allan
þann tíma sem tökurnar stóðu yfir: Tónlistin sjálf
býr yfir þvílíkum mætti að hún stenzt árásir enda-
lausra endurtekninga. Fyrst hún stenzt slíka með-
ferð tæknimanna, sem er óhjákvæmileg, þá stenzt
hún allt — nema hugsanlega þann glæpsamlega
ásetning í tónlistarheiminum að leika hana í diskó-
tajcti.
Sjálfur hef ég reynt að þessi dularmáttur Mozarts
helzt óbreyttur og hefur svo verið í nærfellt 40 ár,
eða æ síðan ég sat í grasinu í heitum sumargarði í
Englandi og hlýddi á A-mollpíanókonsert hans
(K.488) hljóma frá handsnúnum ferðagrammafóni.
Er ég heyri hann nú er ég enn dolfallinn yfir því
öryggi sem býr í þessu verki. Beztu verk Mozarts,
segjum þeir sex síðustu í röðinni af þessum píanó-
konsertum, gefa glögga mynd af hinni töfrandi mót-
sögn sem býr í kjarna sköpunarverksins. Það rétt-
lætir ögun formsins og nær reyndar hámarki sínu í
því. Nákvæmnin er reyndar ávinningur eins og
sannast bezt með því að leikni í túlkuninni er algjör
nauðsyn. Þessi verk eru fullkomin dæmi um tón-
smíðar. Með þessu á ég við það að þau eru samin í
báðum merkingum þess orðs — eins og kyrrlátt verk
eða kyrrlát kona. Skipuleg uppbyggingin stuðlar í
senn að bælingu og tjáningu fegurðarinnar og er
eins og óbrjótandi glas sem hefur að geyma eðalsafa
vínsins. Á tímum þegar það er viðtekin skoðun að
allt eigi að vera til sýnis er Mozart dýrlingur var-
færninnar. Hjá honum er ekkert til sýnis.