Morgunblaðið - 04.12.1984, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
Aðventuhátíð-
ir um land allt
Boeing 737-100-þotan, sem Arnarflug keypti og seldi sl. fostudag með 346.500 dollara hagnaði. Myndin var tekin á
flugvelli í Túnis í sumar, þegar vélin var máluð í litum flugfélagsins Tunis Air.
Arnarflug kaupir og selur Boeing 737:
Hagnaðist um 14
. á
MARGAR kirkjur landsins hafa tek-
ið upp þann sið að halda sérstakar
aðventusamkomur fyrir jólin. Sam-
komur þessar eru með öðru sniði en
guðþjónustur og var Bernharður
Guðmundsson, fréttafulltrúi þjóð-
kirkjunnar, inntur nánar eftir þvi.
„Nú halda vel flestir söfnuðir
landsins aðventuhátíðir", sagði
Bernharður, „og hefur aðsókn ver-
ið mjög góð. Þessar hátíðir eru
haldnar til að fólk geti undirbúið
sig andlega fyrir jólahátíðina og
eru sungnir aðventusöngvar og
flutt erindi. Það er mikil áhersla
lögð á almennan söng og það er
sérstaklega ánægjulegt að sjá hve
margar fjölskyldur koma saman á
slíkar hátíðir."
Bernharður Guðmundsson sagði,
að það virtist sem fólk væri farið
að huga meira að aðventunni en
áður var. „Fyrir jólin er oft mikill
asatími, svo fólki finnst eðlilega
gott að geta haft það notalegt eina
kvöldstund", sagði hann. „Ýmsir
siðir erlendis frá hafa líka rutt sér
til rúms, t.d. er nú æ algengara að
fólk bjóði til sín kunningjum og
gefi þeim heitt kakó og piparkökur
á aðventunni. Aðventutónlist, að-
ventukransar og aðventuljós eru
nú algeng og þannig hefur aðvent-
Sjálfstæðisflokkur:
Miðstjórnar-
fundur í dag
MIÐSTJÓRN Sjálfstæóisflokksins
kemur saman til fundar kl. 16 í dag.
Á dagskrá eru, aó sögn Þorsteins
Pálssonar formanns flokksins,
stjórnmálaviðhorfið og flokksstarfió.
Á fundinum, sem er reglulegur,
verður samkvæmt heimildum Mbl.
auk áðurgreindra málaflokka
rædd staða ríkisstjórnarinnar og
ýmis innanflokksmál.
Skýrsla um
ratsjárstöðvar
SKÝRSI.A um ratsjárstöóvar á ís-
landi verður kynnt opinberlega í
dag, að sögn utanríkisráðherra,
Geirs Hallgrímssonar.
Utanríkisráðherra sagði, að
skýrslan hefði verið lögð fyrir
utanríkismálanefnd Alþingis i
gærmorgun og yrði síðan kynnt
opinberlega í dag.
an öðlast sterkari ítök í fólki en
áður“.
Flestir söfnuðir landsins ætla
að halda aðventuhátíðir og eru
þær oftast að kvöldlagi, en sumir
söfnuðir halda þó slíkar samkom-
ur síðdegis og auðveldar það fólki
að taka yngstu meðlimi fjölskyld-
unnar með sér, að sögn Bernharðs
Guðmundssonar, fréttafulltrúa
þjóðkirkjunnar.
Maí með
metsölu
47,85 krónur að með-
altali fyrir kfló
SKUTTOGARINN Maí frá Hafnar
firði fékk í ger hesta meðalverð
fyrir ísfisk í Bretlandi, sem til þessa
hefur fengizt. Aflinn var aðallega
þorskur og meðalverð í íslcnzkum
krónum 47,85 eða um eitt pund. Er
verð þetta það hæsta, hvort sem mið-
að er við krónur eða pund, sam-
kvæmt upplýsingum LÍÚ.
Maí seldi alls 89,4 lestir í
Grimsby. Heildarverð var
4.277.100 krónur og meðalverð eins
og áður sagði 47,85. Þá seldi Stál-
vík SI 106 lestir í Hull. Heildar-
verð var 4.757.100 krónur, meðal-
verð 44,68. Loks seldi Ingólfur
Arnarson RE 159,7 lestir í Cux-
haven. Heildarverð var 4.901.800
krónur, meðalverð 30,68.
Mannslát
um borð í
Eyrarfossi
61 ÁRS gamall maður lést við vinnu
sína um borð í Kyrarfossi, skipi Eim-
skipafélags íslands, í Sundahöfn í
gærkvöldi. Lögreglunni barst til-
kynning um að vinnuslys hefði orðið
um borð í skipinu, því sterk formal-
ínslykt var í loftinu og var óttast að
maðurinn hefði látist af þess völd-
um.
Ekki er hægt að segja til um
dánarorsök fyrr en niðurstöður
krufningar liggja fyrir, en líklegt
er talið, að maðurinn hafi orðið
bráðkvaddur við vinnu sína.
ARNARFLUG hagnaðist um tæplega
14 milljón krónur á því að kaupa og
selja strax aftur Boeing
727-100-flugvél, sem félagið hafði á
leigu frá bandarísku flugfélagi og
notaði í leiguflug í Nígeríu og Túnis.
Samningur um kaup vélarinnar á
2.378.500 Bandaríkjadali var gerður
á föstudaginn og síðar þann sama
dag var vélin seld öðru bandarísku
fyrirtæki fyrir 2.725.000 dali, að því
er segir í fréttatilkynningu frá Arn-
arflugi. Mismunurinn, sem reiknast
sem hreinn hagnaður, er 346.500
dalir.
Vélin verður afhent nýjum eig-
endum sínum vestra 20. þessa
mánaðar. Þeir Gunnar Þorvalds-
son flugstjóri og Guðmundur
Hauksson fjármálastjóri hafa
dvalist í Bandaríkjunum að und-
anförnu og undirrituðu samning-
ana fyrir hönd Arnarflugs.
Leiguflugi Arnarflugs í Túnis
lauk í lok október sl. Stóð það i sjö
mánuði og voru fluttir alls 51.463
farþegar. Flugvélin, sem er 124
sæta, lenti í 24 borgum í Evrópu
og Afríku á þessum tíma. íslenskir
flugstjórar voru með vélinni allan
tímann og íslenskir flugvirkjar
önnuðust viðhald. Túnismenn hafa
rætt við fulltrúa Arnarflugs um
möguleika á leiguverkefnum
næsta sumar, þá með flugvél af
gerðinni Boeing 373, eins og þeirri
AXEL Thorsteinsson rithöfundur og
blaðamaður lést í fyrrinótt í Sjúkra-
húsi Suðurlands á Selfossi. Hann var
á 90. aldursári.
Axel fæddist í Reykjavík 5. mars
1895, sonur Steingríms Thorsteins-
sonar, rektors og skálds, og Birgittu
Guðríðar Eiríksdóttur. Hann varð
búfræðingur frá Hvanneyri 1913 og
stundaöi síðan nám í lýöháskólan-
um á Eiðsvelli í Noregi 1916—1917.
Á árunum 1918—1923 dvaldist
Axel i Bandaríkjunum og Kanada
og var m.a. sjálfboöaliði í Kanada-
her í Evrópu í lok fyrri heimsstyrj-
aldarinnar. Eftir heimkomuna gaf
hann út Sunnudagsblaðið i Reykja-
vík og vann síðan hjá Morgunblað-
inu og Visi, þar sem hann var að-
stoðarritstjóri um langt árabil.
Jafnframt blaðamennsku kenndi
hann ensku við Stýrimannaskólann
sem Arnarflug notar nú í áætlun-
arflugi milli íslands og Evrópu-
landa.
t
í Reykjavík og var fréttaritari
Ríkisútvarpsins 1938—1946. For-
stöðumaður Fréttastofu Blaða-
mannafélags Islands var hann á
meðan hún starfaði, 1924—1938, og
varð síðan morgunfréttamaður og
fréttaþulur Ríkisútvarpsins allt
fram til ársins 1973. Axel var
afkastamikil! rithöfundur og þýð-
andi alla ævi. Hann sendi frá sér
margar bækur, hina síðustu 1978.
Hann var ritstjóri og útgefandi
tímaritsins Rökkurs frá 1922 til
dauöadags.
Fyrri kona hans var Jeanne Faf-
ins frá Liege í Belgíu, sem hann átti
meö þrjá syni. Þau skildu. Jeanne
lést sl. sumar. Sfðari kona Axels
Thorsteinssonar var Sigríður Þor-
geirsdóttir frá Reykjavík, sem látin
er fyrir allmörgum árum. Þau áttu
tvo syni. Auk sonanna átti Axel
eina dóttur.
Axel var síðasti íslendingurinn,
sem hafði átt afa fæddan á 18. öld;
það var Bjarni Thorsteinsson amt-
maður, sem fæddist 3. mars 1781 og
lést 3. nóvember 1876. Faðir Axels,
Steingrímur Thorsteinsson skáld
fæddist 19. maí 1831 og lést 21. ág-
úst 1913.
Axel Thorsteinsson var heiðurs-
félagi Blaöamannafélags íslands.
Ríkissjóður:
Enn óvissa um tekjuöflun
2. umræða um fjárlagafrumvarpið á fimmtudag í næstu viku
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
befur ekki afgreitt frá sinni hálfu,
hvernig um 250 millj. kr. skuli aflað
til tekjuliðar fjárlaga, en tillögu rík-
iastjórnarinnar um 0,5% hækkun
söluskatts í þessu skyni var mjög
illa tekið af einstökum þingmönn-
um. Kkki var minnst á mál þetta á
þingflokksfundi f gær að sögn Ólafs
G. Kinarssonar formanns þing-
flokksins, en Pálmi Jónsson for-
maður fjárveitinganefndar segist
stefna að annarri umræðu um fjár-
lagafrumvarpið fimmtudaginn 13.
desember, þ.e. í næstu viku. Albert
Guðmundsson sagði að hann hefði
ekki gert neina tillögu um 0,5%
hækkun söluskatts, aftur á móti
væri það ein af þeim leiðum sem
ræddar hefðu verið.
Aðeins eru tæpar þrjár vikur til
jóla og fyrirséð að allar breýt-
ingartillögur við fjárlagafrum-
varpið þurfa að vera komnar fram
fyrir miðja næstu viku, þ.e. fyrir
aðra umræöu. Pálmi Jónsson
sagði, að honum væri ekki kunn-
ugt um af hverju þingflokkur
hans hefði ekki afgreitt málið. Að
fjárveitinganefnd snéri afgreiðsla
gjaldaliða fjárlagafrumvarpsins,
tekjuöflunarleiðin væri mál rikis-
stjórnarinnar og þingflokkanna.
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins sagðist ekki
hafa hugmynd um hvernig þessi
mál stæöu. Hann sagöi rétt vera,
að þingflokkurinn hefði ekki af-
greitt tillögur hér að lútandi, en
það væri fjármálaráðherra að
svara fyrir af hverju. „Þú verður
að spyrja fjármáíaráðherra af
hverju tillögur hans eru ekki af-
greiddar. Fjármálaráðherra fer
með fjármál ríkisins. Þau eru ekki
mitt mál.“
Forsætisráðherra, Steingrímur
Hermannsson, sagði að þingflokk-
ur Framsóknarflokksins hefði
gengið frá máli þessu af sinni
hálfu, en þetta væri mál fjár-
málaráðherra að svara fyrir.
Hann kvaðst telja, að þetta hefði
eitthvað með þingflokk Sjálfstæð-
isflokksins að gera og að spyrja
yrði aðra en sig um þá hluti.
Ólafur G. Einarsson formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
sagði, að um það hefði orðið sam-
komulag milli hans og fjármála-
ráðherra, að taka fjárlagadæmið
ekki fyrir á þingflokksfundi í gær.
Væntanlega yrði málið tekið fyrir
á aukafundi í vikunni, eða nk.
mánudag. Hann sagði að höfuð-
umgerð tekjuöflunarleiðarinnar
lægi fyrir og hefði fjármálaráð-
herra m.a. gert tillögu um 0,5%
hækkun söluskatts. Málið væri
hins vegar ekki afgreitt, en al-
gengt væri, að tekjuöflunarhlið
fjárlaga væri ekki endanlega af-
greidd fyrr en milli annarrar og
þriðju umræðu á Alþingi.
Fjármálaráðherra, Albert Guð-
mundsson, neitaði því aö hann
hefði gert nokkra tillögu um 0,5%
söluskattshækkun. Aftur á móti
væri það ein af þeim leiðum sem
ræddar hefðu verið f trúnaði.
Hann sagði að þeirri leiö heföi
verið illa tekið og nú væri verið að
ræða hvort aðrar leiðir væru fær-
ar. Hann kvaðst ætíð hafa verið á
móti skattahækkunum en aftur á
móti gæti þetta orðið sú leið sem
farin yrði. Hann sagði ennfremur,
að málið yrði rætt I ríkisstjórn
árdegis og þá kæmi í ljós hvort
einstakir ráðherrar treystu sér til
frekari niðurskurðar. Hann reikn-
aði með að þingflokkur Sjálfstæð-
í.iflokksins ræddi málið sfðan á
rmrgun, miðvikudag.
Axel Thorsteinsson
blaðamaður látinn