Morgunblaðið - 04.12.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
5
Gudbergur Bergsson
„Hinsegin
sögur“
Sagnasafn eftir
Guðberg Bergsson
KOMIÐ er út hjá Forlaginu nýtt
sagnasafn eftir Guðberg Bergsson.
Nefnist það Hinsegin sögur og hefur
að geyma þrettán sögur sem höfund-
ur tileinkar ástarlifi Islendinga á öll-
um sviðum. Hann leitar víða fanga
og seilist um leynda afkima ástarlífs
sem og annars þjóðlífs og dregur
sitthvað fram í dagsljósið, segir í
frétt frá útgefanda.
Við lesendur sína segir skáldið:
„Það er sannað mál að höfundur
hefur rannsakað undirstöðu text-
ans. Hann er því aðeins að segja
sannleikann — I sannsögulegum
sögum sem byggðar eru á veru-
leikanum."
Hinsegin sögur er 112 bls.
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
AUK/Erlingur Páll Ingvarsson
hannaði kápu.
Kammersveit Rvíkur:
Tveir sextettar
á tónleik-
um í kvöld
KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir
til fyrstu tónleika 11. starfsárs síns í
kvöld klukkan 20.30 í Áskirkju í
Reykjavík. Þar verða leiknir tveir
sextettar.
Kammersveitin býður upp á
þrenna áskriftartónleika á þessu
starfsári. Á tónleikunum í kvöld
leika þau Rut Ingólfsdóttir, fiðlu,
Szymon Kuran, fiðlu, Helga Þór-
arinsdóttir, lágfiðlu, Robert Gibb-
ons, lágfiðlu, Inga Rós Ingólfs-
dóttir, selló, og Arnþór Jónsson,
selló, sextett nr. 1 í B-dúr op. 18
eftir Brahms og „Verklárte
Nacht" op. 4 eftir Schönberg.
Leiðrétting
í VIÐTALI Guðmundar Daníelsson-
ar við sr. Eirík J. Eiríksson um
sUerstu bókagjöf í sögu þjóðarinnar,
sem birtist í Mbl. 2. des. sl., féllu
niður eftirfarandi feitletruð orð:
„... þó að hún sé revndar eldri
en elsta bók prentuð á fslandi, sem
fáanleg hefur verið, en það er eins
og allir vita Guðbrandsbiblía."
Þá er Hrappsey ranglega staf-
sett Hrafnsey í þremur samsetn-
ingum.
Beðist er velvirðingar á þessum
misfellum.
VZterkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
stórútsölumarkaði
Wálsi27
hverju
mátt þú ekki missa af honum?
Vegna þess aö:
• Þar er mikill fjöldi góðra fyrirtækja
S.S. KARNABÆR — STEINAR — HUMMEL — AXEL Ó — GLIT — YRSA —
MARÍA — MANDA — LEIKFANGAVER — MAGNEA — JÓLABÆR — MARELLA
— HLJÓMTÆKJADEILDIN — FATAHÖNNUÐURINN — MADAM — HANNYRÐA-
DEILDIN — BELGJAGERÐIN O.M.FL.
• Þar er gífurlegt vöruúrval s.s.
Jólafatnaöur á börn 0—12 ára — Dömu-, herra-, unglingaselskapsfatnaður. Jólaskreytingar — jólaseríur — aöventuljós —
handunnar jólaskreytingar og gjafir — jólakerti — jólaskór — jólaplötur — þurrskreytingar. Sportvörur — heimilistaeki s.s.
isskápar — handþeytarar — dósaopnarar — brauöristar — vöfflujárn — útvörp — feröatæki — kassettutæki —
armbandsúr — hljómflutningstæki — allar rafmagnssmávörur — tölvuspil — mikiö plötu- og kassettuúrval. Skartgripir,
snyrtivörur, gler, kopar, postulín. Mikiö úrval af efnum — bútum — vinnufatnaöur. Leikföng fyrir alia aldurshópa.
Jólastjarna.
• Þar er sérlega hagstætt verð!
• Þar bætast við nýjar vörur daglega.
• Þar er f jöldi bílastæða.
• Þar er videóherbergi fyrir börnin.
• Þar færð þú frían kaffisopa.
• Þar er alltaf eitthvað skemmtilegt
að gerast. ^
í\ö-,
Opið
daglega frá kl. 13—18.
Föstudaga frá kl. 13—19.
Laugardaga — jólaopnun verslana
Tökum á móti
oð